Morgunblaðið - 12.06.2020, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 137. tölublað 108. árgangur
MIKIÐ UM
AÐMÍRÁLS-
FIÐRILDI Í ÁR
HIPSUMHAPS
Í NÝRRI TÓN-
LISTARMYND
HEFUR KOMIÐ
FRAM VÍÐA
UM HEIM
SVARTHVÍTUR DRAUMUR 28 ELÍSABET WAAGE 24ÁNÆGJULEG HEIMSÓKN 2
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Yrði eins og „villta vestrið“
Deilt er um innviðagjald sem Reykjavíkurborg leggur á framkvæmdir Hér-
aðsdómur kveður upp dóm um lögmæti gjaldsins Fimm milljarðar í Vogabyggð
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Aðilar á byggingamarkaði segja að
byggingamarkaður verði eins og
„villta vestrið“, fari svo að Héraðs-
dómur Reykjavíkur komist að þeirri
niðurstöðu eftir helgi að innviðagjald
sem Reykjavíkurborg leggur á fram-
kvæmdir í borginni verði dæmt lög-
mætt. Sveitarfélög geti þá haft sína
hentisemi og mismunað verktökum
að vild. Heimildir Morgunblaðsins
herma til dæmis að þó að innviðagjald
sé 25 þúsund krónur á hvern fer-
metra í Vogabyggð sé ekkert sam-
bærilegt innviðagjald lagt á bygging-
ar á Hlíðarendasvæðinu eða í
Efstaleiti. Skortur sé á jafnræði milli
aðila. Á báðum síðarnefndu stöðunum
hefur verið mikil uppbygging á síð-
ustu árum. Þá er bent á að byggja
þurfi upp alla innviði á Hlíðarenda
svæðinu en í Vogabyggð séu þeir að
mörgu leyti nú þegar til staðar.
200 m.kr. brú yfir Sæbraut
Samkvæmt sundurliðun á kostnaði
við innviðauppbyggingu í Vogabyggð
sem Morgunblaðið hefur undir hönd-
um er gert ráð fyrir 546 milljóna
króna kostnaði við gerð útsýnis- og
göngupalla. Stígar og strandstígar
munu kosta 89 milljónir króna og brú
yfir Naustavog 45 milljónir króna.
Brú yfir Sæbraut er hins vegar öllu
dýrari, en hún á að kosta 206 milljónir
króna. Framkvæmdirnar eru fjár-
magnaðar með fyrrnefndu innviða-
gjaldi en samanlagt kostar uppbygg-
ing innviðanna á svæðinu fimm
milljarða króna.
MHálfur milljarður í … »4
Krakkar á öllum aldri fjölmenntu í skor-
dýraskoðun í Elliðaárdal síðdegis í gær.
Vísindamenn úr Háskóla Íslands skipulögðu
jafnan mikilla vinsælda. Gátu ungir sem
aldnir skoðað skordýr í smásjám vísinda-
manna en ekki var síður forvitnilegt að
kynna sér sjálf hvað leyndist í lággróðr-
inum. Allir héldu á endanum sáttir og glaðir
heim á leið – og margs vísari.
viðburðinn í samstarfi við Ferðafélag
barnanna. Viðburðurinn er í röð sem kallast
Með fróðleik í fararnesti og nýtur hann
Morgunblaðið/Eggert
Kynntu sér
undraheim
skordýranna
„Ef það er eindregin stefna
borgarinnar að gera þetta svæði að
lokuðu svæði er borgin að gefa
hreyfihömluðum þau skilaboð að við
eigum afskaplega lítið erindi í mið-
borgina,“ segir Bergur Þorri Benja-
mínsson, formaður Sjálfsbjargar.
Reykjavíkurborg hefur óskað eftir
því við umhverfis- og samgöngu-
nefnd Alþingis að sveitarfélög fái
sjálf að ákveða hvort hreyfihamlaðir
fái að aka um göngugötur. »14
Sjálfsbjörg ósátt við
stefnu borgarinnar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar boðuð hlutdeildarlán voru
kynnt í gær sagði að með þeim mætti
kaupa íbúðir á 30-50 milljónir. Um er
að ræða lán fyrir fyrstu kaupendur
sem hafa tekjur undir tilteknum
mörkum.
Hermann Jónasson, forstjóri Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar, segir
upphæðirnar hafa verið nefndar í
dæmaskyni. Ekki sé búið að taka
endanlega ákvörðun um hámarks-
kaupverð eignanna. Upphæðirnar
verði tilgreinar í reglugerð.
Þá eigi eftir að taka endanlega af-
stöðu til þess hvaða íbúðir uppfylli
skilyrði um lántöku. Horft sé til kaup-
verðs út frá herbergjafjölda fremur
en fermetraverði. Markmiðið sé að
setja ramma sem verktakar geti unn-
ið út frá til að mæta þörfum og fjár-
hag kaupenda.
„Ég tel að þessi nálgun muni stuðla
að nýsköpun í byggingariðnaði.
Greiningar HMS hafa leitt í ljós skort
á hagkvæmum íbúðum fyrir fyrstu
kaupendur og tekjulægri. Þetta úr-
ræði stjórnvalda hvetur verktaka til
að hanna og byggja íbúðir sem henta
ákveðnum markhópi. Það mun aftur
leiða til nýsköpunar,“ segir Hermann.
Hann telur lánin munu hafa varan-
leg áhrif á fasteignamarkaðinn.
„Þetta skref mun auka samráð stjórn-
valda og byggingariðnaðarins við
áætlanagerð og hvað eigi að byggja
og hvenær.“ »11 og 12
Hámarksverð enn í vinnslu
Óvíst hvað kaupa megi dýrar íbúðir með hlutdeildarlánum sem kynnt voru í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framboð Íbúðir á Hverfisgötu.
Byggja á fleiri ódýrar íbúðir.