Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Athugasemdirnar hrönnuðust upp
þegar Erling Ólafsson skordýrafræð-
ingur sagði frá því á samfélagsmiðl-
um í fyrradag að einkanlega mikið
væri um aðmírálsfiðrildi á sunnan-
verðu landinu þessa stundina. Í sam-
tali við Morgunblaðið segir hann
undirtektirnar til marks um mikla út-
breiðslu þessarar litríku og stóru fiðr-
ildategundar þetta árið.
Erling biðst undan því að lýsa
ástandinu með sama orði og blaða-
maður hefur af skiljanlegum ástæð-
um tilhneigingu til, þ.e. að kalla þetta
faraldur. Hann segir þetta öllu heldur
ánægjulega heimsókn, sem sé einkar
víðtæk að þessu sinni. Erling útskýrir
að fiðrildin flækist hingað norður til
Íslands með hlýjum loftstraumi sunn-
an úr álfu og sé fjöldinn mismikill eft-
ir árferði. Hér dvelja þau síðan yfir
sumarið og týna tölunni eitt af öðru,
ýmist af náttúrulegum orsökum eða
fara í gogginum á voldugri vængjuð-
um dýrum, sem er reyndar einnig
náttúruleg orsök útaf fyrir sig.
Erling segir að maður geti rekist á
aðmírála, eða þistilfiðrildi sem eru ná-
skyld tegund, hvar sem er á flögri,
hvort sem er á fjöllum eða í görðum.
Sömu sögu má lesa úr athugasemd-
unum á Facebook-síðunni Heimi
smádýranna, en þar greinir fólk frá
fundum við þessi fiðrildi á eftirfarandi
stöðum: Ásfjalli í Hafnarfirði, Fanna-
fold í Breiðholti, Eskifirði, Torfastöð-
um í Grafningi, Höfn í Hornafirði,
Smárarima í Grafarvogi, Grindavík,
Eyrarbakka, Svalbarða í Þistilfirði,
Húsafelli í Borgarfirði, Sauðanesi á
Langanesi, Vopnafirði, Breiðafirði,
Mýrum á Vesturlandi, Akranesi,
Þórshöfn og Selfossi. Fleiri staði
mætti nefna, en eins og má ráða af
þessu virðast aðmírálar helst staddir
á sunnanverðu landinu en Erling seg-
ir þistilfiðrildin frekar finnast á
Austurlandi.
Heimsókn,
ekki faraldur
Sérstaklega margir aðmírálar á flögri
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Aðmíráll Stærri og litríkari. Myndin
er tekin á Reykjanesi síðasta haust.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Dásamlegt kaffi
nýmalað,
engin hylki.
–
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Tuttugu komur farþegaskipa til
Reykjavíkur eru áætlaðar í júlí.
Enn er óljóst hvort af öllum þess-
um komum verður en Gyða Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri
North Atlantic Agency og tals-
maður Cruise Iceland, segir að lík-
urnar á því að skemmtiferðaskip
komi til landsins séu meiri nú en
fyrr í sumar þar sem línur varðandi
skimanir séu farnar að skýrast.
Staðan breytist þó í hverri viku.
Um er að ræða skemmtiferðaskip
sem taka 1.000 til 2.400 farþega og
minni skemmtiferðaskip sem
kallast leiðangursskip og taka allt
að 500 farþega.
Allir ferðamenn sem koma til
landsins með skemmtiferðaskipum
verða prófaðir fyrir kórónuveirunni
rétt eins og þeir sem koma með
flugi.
Gyða telur mestar líkur á því að
þýskir ferðamenn fari að koma til
landsins með skemmtiferðaskipum
á næstunni.
Betur borgandi ferðamenn
Gyða segir að 15.000 króna gjald-
ið sem tekið er fyrir hverja skimun
sé ekki fælandi fyrir ferðamenn
skemmtiferðaskipa en útgerðirnar
hafi alltaf gert ráð fyrir því að gjald
yrði tekið. Þá eru þeir ferðamenn
sem koma til landsins með minni
útgerðum gjarnan betur borgandi
ferðamenn og því skiptir skimana-
gjaldið þá takmörkuðu máli. Þær
útgerðir sem sjá fyrir sér að hefja
siglingar fljótlega eru með mikið
eftirlit með gestum sínum.
„Útgerðirnar fara varlega af stað
því ef það kæmi upp smit um borð
gæti það orðið mikið högg fyrir
bransann og þá gæti það jafnvel
þýtt að þetta væri alveg búið í ár,“
segir Gyða og bætir því við að
slæm staða sem kom upp á
skemmtiferðaskipum erlendis fyrr
á árinu þar sem fjöldi fólks smit-
aðist af kórónuveirunni hafi hvatt
skemmtiferðaskip til að skoða starf-
semi sína og gera betur.
Gyða telur að áhugi á að koma til
Íslands með skemmtiferðaskipi sé
enn til staðar hvað varðar minni
skip og hópa. Fólk sé komið með
nóg af því að vera heima hjá sér og
sjái tækifæri í því að ferðast til Ís-
lands nú þegar minna er um ferða-
menn og öryggið er talið mikið.
Tuttugu komur áætlaðar í júlí
Sjá tækifæri í að ferðast til Íslands
núna Staðan breytist þó vikulega
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skip Farþegaskip hafa ekki komið til landsins síðan í mars. Síðan þá hafa
komur verið áætlaðar og þeim aflýst. Óljóst er hvort farþegaskip komi í júlí.
Keppni hófst á TM-mótinu í Vest-
mannaeyjum í gærmorgun. Á
mótinu keppa stúlkur í 5. flokki í
knattspyrnu, en mótið hefur verið
haldið á hverju ári frá 1990.
Þátttakendur og aðstandendur
hafa streymt til Eyja síðustu daga,
en dagskrá mótsins hófst á mið-
vikudag með bátsferðum og fleiru.
Ekki er heldur ólíklegt að ein-
hverjar stúlknanna hafi prófað að
spranga.
Mótið í ár er það stærsta hingað
til. Alls taka 100 lið þátt að þessu
sinni og hefðu raunar verið fleiri ef
kórónuveiran hefði ekki sett strik í
reikninginn.
Meðal þeirra sem öttu kappi í
gær voru stúlkur úr Breiðabliki og
Fjarðabyggð og var allt lagt í söl-
urnar á vellinum. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Fjölmenn-
asta mótið
til þessa