Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Ég myndi segja að salan sé nú um
fimmfalt meiri en hún var í upphafi.
Hún var um tíföld þegar mest lét,“
segir Einar Krist-
jánsson, fram-
kvæmdastjóri
Rekstrarvara, um
sölu á spritti. Hef-
ur salan þó dreg-
ist talsvert saman
frá því að hægja
tók á faraldri
kórónuveiru hér á
landi.
Að sögn Einars
er salan þrátt fyrir það enn mjög góð.
„Bæði fyrirtæki og einstaklingar eru
mjög meðvituð um þetta ennþá.
Sömuleiðis erum við að merkja aukn-
ingu í sölu á yfirborðsspritti, sem not-
að er til að hreinsa snertifleti. Þá er
þjónusta flugvallarins að fara af stað,“
segir Einar og bætir við að eftir að
hægja tók á faraldrinum hafi verð á
spritti færst í eðlilegt horf að nýju.
„Sendingarnar voru að hækka í verði
um tugi og stundum hundruð pró-
senta. Þetta virðist vera að jafnast út
hér og við erum að komast nær eðli-
legu verði,“ segir Einar.
Ferðalangar sækja í grímur
Í faraldrinum var tryggt að nóg
væri af spritti fyrir heilbrigðisstofn-
anir og aðrar grunnstoðir samfélags-
ins. Af sölu Rekstrarvara er lang-
stærstur hluti til fyrirtækja og
stofnana. Aðspurður segir Einar að
flest fyrirtæki haldi áfram að tryggja
öflugar sóttvarnir. „Fólk er auðvitað
meðvitað auk þess sem öll betri veit-
ingahús, verslanir og kaffihús standa
áfram fyrir öflugum sóttvörnum og
bjóða viðskiptavinum upp á að spritta
sig,“ segir Einar.
Aðspurður segir hann að undanfar-
in misseri hafi sala á grímum tekið
mikinn kipp. Svo virðist vera sem þær
séu sérstaklega vinsælar meðal ferða-
langa. „Við erum að finna fyrir aukn-
ingu þar og þá hjá fólki sem ætlar út
fyrir landsteinana síðar á árinu. Það
er verið að leggja aukna áherslu á
grímunotkun og hún er í raun orðin
krafa á mörgum stöðum, til dæmis
flugvöllum. Þá hefur Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin sömuleiðis mælt
með því að bera grímu, ólíkt því sem
hún gaf fyrst út,“ segir Einar.
Sala á grímum
aukist verulega
Spritt heldur áfram að seljast vel
Einar
Kristjánsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áformað er að laxeldi verði fjór-
eða fimmfaldað í Þorlákshöfn á
næstu árum. Mest munar um áform
Tálkna/Landeldis um 5.000 tonna
eldi á bleikju og regnbogasilungi en
einnig eru áform um að stækka
verulega seiðastöðvar Laxa fisk-
eldis og Ísþórs.
Laxar fiskeldi, sem er með sjó-
kvíaeldi í Reyðarfirði, áformar að
auka framleiðslu seiðastöðvarinnar
við Laxabraut í Þorlákshöfn og er
frummatsskýrsla í kynningu. Nú er
heimilt að ala 500 tonn af laxaseið-
um en áformað að auka framleiðsl-
una þannig að hægt verði að ala
2.500 tonn af laxi. Í frummats-
skýrslunni kemur fram að gert er
ráð fyrir að nýta framleiðslugetu
stöðvarinnar til framleiðslu laxa-
seiða, eins og þörf er á í sjókvía-
eldinu hverju sinni, en einnig lax í
sláturstærð.
Í frummatsskýrslu Laxa fiskeldis
er gerð grein fyrir öðrum fram-
kvæmdum á svæðinu. Þar segir að
eldisstöðin Ísþór, sem er í eigu
Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða,
áformi stækkun úr 600 tonnum í
1.800 tonn á ári. Seiði fyrir sjókvía-
eldi fyrirtækjanna eru framleidd
þar. Skipulagsstofnun hefur sam-
þykkt endanlega matsskýrslu.
Fram kemur að Tálkni/Landeldi
áformar að byggja upp 5.000 tonna
landeldisstöð fyrir bleikju og regn-
bogasilung. Endanleg matsáætlun
hefur verið samþykkt. Fjórða fisk-
eldisfyrirtækið, Náttúra fiskirækt,
er með leyfi til framleiðslu á 1.200
tonnum af bleikju og hefur ekki til-
kynnt um frekari stækkun.
Fyrirtækin þrjú sem eru að fram-
leiða mega vera með 2.300 tonna
framleiðslu alls. Framleiðslan fer
upp í 10.500 tonn ef núverandi og
væntanleg leyfi verða fullnýtt.
Eldi í Þorlákshöfn margfaldast
Eldisstöðvarnar stefna að aukningu
úr 2.300 tonnum í 10.500 tonn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vöxtur Þórarinn Ólafsson framkvæmdastjóri í seiðaeldisstöð Ísþórs.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrirtæki sem er að undirbúa fram-
leiðslu á ís úr sauðamjólk fékk hæsta
styrkinn úr Samfélagssjóði Fljóts-
dals, við fyrstu úthlutun. Mikil ásókn
var í styrki og gat stjórn sjóðsins að-
eins orðið við hluta þeirra. Tilkynnt
var í gær um styrki til 22 verkefna í
ár, samtals að fjárhæð 12,9 milljónir
kr.
Sauðagull, einkahlutafélag Ann-
Marie Schlutz á bænum Egilsstöðum
í Fljótsdalshreppi, hefur verið að
gera tilraunir með að framleiða af-
urðir úr mjólk úr kindum. Á síðasta
ári hóf hún sölu á fyrstu framleiðslu
sinni, fetaosti sem nefndur er
Kubbur. Einnig konfekti sem gert er
úr sauðamjólk og mysu.
„Við settum vörurnar á markað
hér á Austurlandi og þær slógu í
gegn. Ég fékk líka nokkrar fyrir-
spurnir úr Reykjavík. Ég geri mér
vonir um að þetta gangi vel,“ segir
Ann-Marie. Hún tekur fram að
ákveðið hafi verið að byrja smátt
enda sé hún í annarri vinnu. Hún
bindur vonir við að geta aukið fram-
leiðsluna smám saman og að hún geti
lifað af henni og jafnvel ráðið fólk í
vinnu.
Ís og sælgæti úr sauðamjólk
Sauðaostur er þekktasta afurðin
úr sauðamjólk í Evrópu en mjólkin er
einnig talin góð í sælgæti og er vax-
andi í ísgerð. „Ég hef lesið um mjólk-
ina og smakkað ís og sælgæti og fór á
námskeið í ísgerð í Þýskalandi. Mér
finnst þetta áhugaverð framleiðsla
sem mig langar að fara með lengra
og veit að hún getur slegið í gegn,“
segir Ann-Marie um ísinn.
Hún fær að mjólka ærnar hjá
tengdaföður sínum, Gunnari Jóns-
syni, bónda á Egilsstöðum. Verið er
að bæta mjaltaaðstöðuna.
Sauðagull fékk 1.500 þúsund kr.
styrk úr Samfélagssjóði Fljótsdals-
hrepps til þess að kaupa sérhæfðan
tækjabúnað fyrir sauðamjólkurís og
þróa ísgerðina. Áður hafði hún fengið
annan álíka styrk úr Atvinnumálum
kvenna.
Samfélagssjóður Fljótsdals var
formlega stofnaður í vor með fjár-
framlagi frá Fljótsdalshreppi. Til-
gangur hans er að stuðla að jákvæðri
samfélagsþróun og/eða eflingu at-
vinnulífs í Fljótsdal. 22 verkefni voru
styrkt að þessu sinni.
Næsthæsti styrkurinn er til
skinnaverkunar. Það verkefni geng-
ur út á að komast yfir þau tæki til
skinnaverkunar sem liggja ónotuð á
Sauðárkróki og koma þeim fyrir í
Fljótsdalnum til að efla atvinnu og
fullvinnslu dýraafurða.
Hyggst gera ís
úr sauðamjólk
Ljósmynd/Aðsend
Mjaltir Ann-Marie Schlutz mjólkar kindurnar með sérstakri færanlegri mjaltavél sem hún keypti erlendis.
Styrkir úr Samfélagssjóði Fljótsdals
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Strigaskór úr leðri.
Mjúkur leðurinnsóli
sem gerir skóna
einstaklega þægilega.
Sumartilboð
5.997
Verð áður 12.995
Stærðir 36-42
Leður strigaskór í úrvali