Morgunblaðið - 12.06.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
Ríkisútvarpið og samstarfsmiðillþess fara mikinn í umfjöllun
um það að Þorvaldur Gylfason hag-
fræðingur skuli ekki hafa notið
stuðnings íslenska fjármálaráðu-
neytisins til að fá að gerast ritstjóri
samnorræns hagfræðitímarits.
Rúv. þráspurðifjármála-
ráðherra út í
þetta og bersýni-
legt var að frétta-
manninum þótti
mikið hneyksli að
Þorvaldur hefði ekki fengið starfið
og jafnvel að „akademískt frelsi“
hans hefði orðið fyrir tjóni!
Í öllu spurningaflóðinu tókst Rúv.að skauta algerlega framhjá
mikilvægustu spurningunum í mál-
inu, sem eru meðal annarra eftir-
farandi:
Hverjum datt í hug og komþeirri stórfurðulegu hug-
mynd á framfæri að vel færi á því
að umræddur hagfræðingur yrði
ráðinn í þetta starf?
Kom þessi hugmynd frá ein-hverjum hér á landi, eða
fæddist hún erlendis (sem verður
að teljast ólíklegt í meira lagi)?
Hvaða rit er þetta eiginlega oghefur einhver maður utan
norrænu ráðherranefndarinnar
heyrt á það minnst?
Hvers vegna í ósköpunum er Ís-land að taka þátt í kostnaði
við útgáfu þessa rits? Er ekki þarna
komið kjörið tækifæri til að spara í
útgjöldum ríkisins?
Og svo mætti áfram spyrja.
Furðulegt
upphlaup
STAKSTEINAR
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Búið er að falla frá tillögu skrifstofu
framkvæmda og viðhalds hjá
Reykjavíkurborg um uppsetningu
hundagerðis á lóð Vesturbæjar-
laugar. Þetta kemur fram í fundar-
gerð skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkur. Samþykkt var að falla
frá breytingu á deiliskipulagi og hef-
ur málinu verið vísað til borgarráðs.
Mikil óánægja var meðal íbúa á
svæðinu varðandi uppsetningu
hundagerðisins, og ef marka mátti
athugasemdir þeirra virtist sömu-
leiðis málum blandið í hverju raun-
verulegar framkvæmdir á svæðinu
áttu að felast. Auk hundagerðis átti
að festa í sessi grenndargámastöð á
svæðinu og fækka bílastæðum lítil-
lega.
Í bókun fulltrúa Samfylkingar,
Viðreisnar og Pírata um málið á
fundi skipulags- og samgönguráðs
segir: „Mikilvægt er að vanda til
verka þegar kemur að aðstöðu fyrir
ferfætta íbúa borgarinnar. Tillagan
er dregin til baka og samþykkt að
ráðast í heildarendurskoðun á skipu-
lagi svæðisins. Betur þarf að sam-
ræma fjölbreytta nýtingu svæðisins,
hvort sem um er að ræða staðsetn-
ingu grenndargáma, veitingaað-
stöðu, bíla- og hjólastæði, útivist eða
aðra þætti.“
Fallið frá tillögu um hundagerði
Óánægja meðal íbúa á svæðinu með framkvæmdir við Vesturbæjarlaug
Morgunblaðið/Eggert
Garður Svæðið við laugina.
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Vefverslun
komin í
loftið!
mostc.is
Gerið verðsamanburð
l búð af nýju
allegum vör
6.990 kr.
Kjólar
Ful
og f
m
um
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Þegar lokað er í bænum virðist leið-
in liggja í heimapartí,“ segir Har-
aldur Axel Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Hreyfils. Vísar hann í
máli sínu til takmarkana á opnunar-
tíma skemmtistaða í miðborginni.
Er framangreindum stöðum gert að
loka klukkan 23 á kvöldin, en að
sögn Haraldar hefur slíkt ekki kom-
ið í veg fyrir skemmtanahald.
„Það er mikill akstur þegar
djamminu lýkur klukkan 23 og svo
myndast mikil törn í tvo tíma eftir
það. Af skemmtistöðum virðist leiðin
yfirleitt liggja í partí í heimahúsum.
Að þeim loknum er fólki skutlað til
síns heima,“ segir Haraldur og bætir
við að snemmbúin lokun skemmti-
staða ýti undir verri drykkju. Þann-
ig endi fjölmargir verulega ölvaðir
snemma kvölds. „Ég hef heyrt að
fólk sé ölvað snemma og það sé í
talsvert meiri kappdrykkju en áður.
Fólk hættir síðan ekki að drekka
þegar stöðunum er lokað heldur fer
annað og heldur áfram,“ segir Har-
aldur.
Spurður hvort mikilvægt sé að af-
létta takmörkunum á opnunartíma
skemmtistaða kveður Haraldur já
við. Það myndi jafnframt auðvelda
rekstur leigubílaþjónustu í núver-
andi umhverfi. „Mér þætti skyn-
samlegt að aflétta skemmtanabanni
eða þessum takmörkunum. Við vilj-
um að þetta komist aftur í eðlilegt
horf,“ segir Haraldur og bætir við að
bílstjórar hafi orðið fyrir verulegum
tekjumissi meðan á faraldri kórónu-
veiru stóð. Það sé enn ekki gengið til
baka. „Þetta dróst saman um 80%,
sem er eitthvað farið að ganga til
baka en er þó engan veginn nálægt
því sem það var áður,“ segir Har-
aldur. aronthordur@mbl.is
Djamma til morg-
uns í heimahúsum
Takmarkanir
koma ekki í veg fyrir
skemmtanahald
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leigubíll Takmarkanir í miðbænum
hafa áhrif á rekstur Hreyfils.