Morgunblaðið - 12.06.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 12.06.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 meðal annars átt við íbúðir sem upp- fylla stærðar- og verðmörk sam- kvæmt reglugerð sem ráðherra setur og íbúðir sem taka mið af her- bergjafjölda miðað við fjöl- skyldustærð. Þá skal horft til þess að hvetja til nýsköpunar í mannvirkja- gerð við uppbyggingu minni [og] hag- kvæmra íbúða fyrir fjölskyldufólk,“ segir meðal annars í frumvarpinu. Tekið er fram að lánveitingarnar takmarkist við heimildir í fjárlögum. Hafi heimildin verið fullnýtt sé HMS óheimilt að samþykkja umsókn um lán enda þótt umsækjandi hafi upp- fyllt skilyrði lánsins. Ásamt ofangreindum skilyrðum þarf umsækjandi að leggja fram að lágmarki 5% kaupverðs. Eigi hann meira eigin fé kemur það til lækk- unar á hlutdeildarláni. Hann þarf að standast greiðslumat og meðal- afborganir fasteignaláns mega ekki fara upp fyrir 40% ráðstöfunartekna. Þá skal lán sem er á undan hlutdeild- arláni í veðröð að jafnaði ekki vera til lengri tíma en 25 ára og skal umsækj- andi verja skattfrjálsri ráðstöfun sér- eignarsparnaðar til lækkunar á höfuðstól lánsins. Þó er heimilt að veita undanþágu frá síðastnefnda at- riðinu, ef umsækjandi er undir viss- um tekjumörkum, og heimilt verður að veita undanþágu frá þessum há- markslánstíma taki umsækjandi óverðtryggt lán. Óheimilt að leigja íbúð út Lántaka verður óheimilt að endur- fjármagna lán sem tekin voru til kaupa á íbúðarhúsnæðinu þannig að veðhlutfall hækki nema hann endur- greiði hlutdeildarlánið að fullu. Þá segir í frumvarpinu að ef tekjur lántaka á lánstímanum hækki um- fram tiltekin tekjumörk skuli lántaki greiða HMS vexti af hlutdeildarlán- inu, enda hafi hann verið yfir tekju- mörkum sl. þrjú almanaksár. Ennfremur skal lántaki eiga lög- heimili í íbúðarhúsnæðinu og honum er óheimilt að leigja það út nema með samþykki HMS. Ef kaupandi flytur lögheimili sitt úr íbúðarhúsnæðinu, leigir það út án heimildar eða kaupir annað íbúðar- húsnæði er HMS heimilt að gjaldfella lánið. Sömuleiðis ef veittar eru rang- ar eða villandi upplýsingar. Morgunblaðið/Eggert Á Brynjureit Mörgu ungu fólki hefur reynst erfitt að fjármagna íbúðarkaup. Hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda* Dæmi um hámarksverð íbúða svo taka megi hlutdeildarlán Hámarkshlutfall húsnæðiskostnaðar 30 3835 42,5 50 * Málið er í vinnslu og upphæðir eru ekki endanlegar. Frumvarp liggur fyrir Alþingi. ** Heimilt er að veita allt að 30% hlutdeildarlán til einstaklinga með lægri tekjur en 5.018.000 kr. á ári eða til sambúðarfólks með samanlagt lægri tekjur en 7.020.000 kr. á ári. Heimild: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS).1 2 3 4 5+Herbergjafjöldi: Húsnæðiskostnaður má ekki vera umfram 40% ráðstöfunartekna Áhersla er lögð á hagkvæmar nýbyggingar og ákveðið hámarksverð miðað við herbergjafjölda Milljónir kr. Húsnæðiskostnaður Önnur útgjöld lántaka 40%60% 5% 75% 20% Kaupandi greiðir 5% kaupverðs í útborgun ... og tekur húsnæðislán fyrir 75% kaupverðs HMS veitir hlutdeildarlán fyrir 20% kaupverðs** Ríkið lánar allt að 20% kaupverðs  Ríkið veitir hlutdeildarlán til fyrstu kaupa á íbúðum en að uppfylltum margvíslegum skilyrðum  Umsækjendur þurfa að vera innan tiltekinna tekjumarka og íbúðirnar þurfa að vera hagkvæmar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti í gær frumvarp til laga um hlutdeildarlán. Lengi hafði verið beðið eftir kynn- ingunni en ráðherrann hafði um nokkurt skeið boðað slík lán. Með þeim lánar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrstu kaupendum undir tilteknum tekju- mörkum, sem ekki hafa átt íbúðar- húsnæði síðastliðin fimm ár, allt að 20% af kaupverði eignar. Fleiri en einn geta sótt um lán í sameiningu. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um húsnæðismál (44/1998). Markmið hlutdeildarlána er að gera kaupendum sem ekki hafa til þess eigin fé kleift að kaupa eignir. Lánin miðast við tekjumörk sem eru 7,56 milljónir á ári fyrir einstak- ling og 10,56 milljónir fyrir hjón, mið- að við síðastliðna 12 mánuði. Það gera 630 þúsund krónur fyrir ein- stakling og 880 þúsund fyrir hjón á mánuði. Við þessar fjárhæðir bætast 1,56 milljónir fyrir hvert barn eða ungmenni fram að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Sú upphæð jafngild- ir 130 þúsund krónum á mánuði. Hlutdeildarlán verður veitt á öðr- um veðrétti á eftir fasteignaláni og ber hvorki vexti né afborganir á láns- tímanum. Lánin skulu endurgreidd við sölu íbúðar eða í síðasta lagi að liðnum 25 árum frá lánveitingu. Endurgreiðslufjárhæðin skal nema sama hlutfalli af söluverði við endur- greiðslu og upphafleg lánveiting nam af kaupverði íbúðarinnar. Ef hlutdeildarlán er endurgreitt án þess að til sölu komi skal endur- greiðslan miðast við verðmat óháðs fasteignasala á eigninni. Þarfnast samþykkis HMS Þessu til viðbótar eru lánveiting- arnar skilyrtar við tiltekið húsnæði: „Aðeins er lánað fyrir nýjum íbúð- um sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hagkvæmar íbúðir á grundvelli samnings byggingaraðilans við stofnunina. Með hagkvæmum íbúð- um samkvæmt ákvæði þessu er Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 ÚRVAL ÚTILJÓSA Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagðist í samtali við mbl.is mundu leggja frumvarpið fram á allra næstu dögum, mögulega í dag. Rifjað var upp í fréttinni að aðeins sex fundardagar væru eftir á þingi. Spurður hve bjartsýnn hann væri á að málið hlyti af- greiðslu fyrir þinglok sagðist Ásmundur vonast til að málið yrði unnið hratt og vel en að hann hefði að sama skapi skilning á því að þingið vildi setja sig vel inn í málið áður en það yrði afgreitt. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins vegna íbúðanna, sem verða 400 á ári, verði 4 milljarðar á ári. Horft er til þess að bjóða úrræðið í tíu ár. Óvíst um afgreiðslu ÞAÐ STYTTIST Í ÞINGLOK Ásmundur Einar Daðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.