Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lagði fram í gær tillögur sín- ar að opnun innri landamæra sam- bandsríkjanna frá og með 15. júní næstkomandi, en stefnt er að því að opnað verði fyrir ferðalög frá ríkjum utan Schengen-svæðisins og Bret- lands í áföngum eftir 1. júlí. Tillögurnar voru lagðar fram á sama tíma og Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin varaði við því að heims- faraldurinn væri enn í fullum gangi utan Evrópu. Rúmlega 7,4 milljónir manns hafa nú smitast og að minnsta kosti 418.000 látist af völdum kórónuveir- unnar. Í Bandaríkjunum fór fjöldi skráðra tilfella yfir tvær milljónir í gær, sem er hið mesta í heimi. Faraldurinn virðist enn í uppgangi í ríkjum Suður-Ameríku og hafa nú rúmlega 70.000 manns látist þar. Rúmlega helmingur dauðsfallanna var í Brasilíu, þar sem rúmlega 40.000 manns hafa dáið af völdum veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varaði einnig við því að þróunin í ríkjum Afr- íku væri varhugaverð, en fjöldi tilfella þar hefur stokkið úr 100.000 upp í 200.000 á einungis 18 dögum. Flest tilfellin hafa komið upp í Suður- Afríku, þar sem rúmlega 58.000 manns hafa smitast af veirunni og rúmlega 1.100 manns látist. Auk Suður-Afríku hafa Alsír, Nígería, Egyptaland og Súdan orðið illa úti í faraldrinum, en ríkin fimm eru sam- tals með um 80% allra tilfella í Afríku. Veiran enn í uppgangi  Tilfellum kórónuveirunnar fjölgað hratt í Afríku Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Styttur af landkönnuðinum Krist- ófer Kólumbus hafa átt undir högg að sækja í mótmælaaðgerðum vítt og breitt um Bandaríkin síðustu daga. Mótmælendur í Boston afhöfðuðu styttu hans þar aðfaranótt miðviku- dags og í Minneapolis, upphafsstað George Floyd-mótmælanna, var stytta Kólumbusar rifin niður við mikinn fögnuð nærstaddra. Sömu örlög biðu styttu af Jeffer- son Davis, forseta Suðurríkjanna, í miðborg Richmond, en mótmælend- ur rifu hana niður með miklum látum í fyrrinótt. Borgaryfirvöld í Rich- mond höfðu þegar ákveðið að fjar- lægja skyldi styttuna á næstu vikum þegar mótmælendur gripu fram fyr- ir hendurnar á þeim. Marty Walsh, borgarstjóri Bost- on, fordæmdi skemmdarverkin á styttu Kólumbusar en borgar- yfirvöld ákváðu engu að síður að láta fjarlægja styttuna í gærmorgun. Endanleg örlög hennar eru ekki ljós. Uppgjör við fortíðina Aðgerðir mótmælenda gegn stytt- unum af Kólumbusi annars vegar og leiðtogum Suðurríkjasambandsins hins vegar hefur vakið umræðu inn- an Bandaríkjanna um hvort viðeig- andi sé að menn sem ýttu undir þrælahald eða jafnvel gerðust föður- landssvikarar við Bandaríkin séu heiðraðir með styttum. Arfleifð Kólumbusar, sem lengi var minnst sem mannsins sem upp- götvaði Nýja heiminn, hefur beðið mikinn hnekki síðustu ár og hafa ítrekað komið upp kröfur um að styttur af honum verði teknar niður. Þá hafa nokkur af ríkjum Bandaríkj- anna lagt niður hinn svonefnda „Kól- umbusar-dag“, 12. október, og þess í stað útnefnt daginn til heiðurs inn- fæddum íbúum Ameríku-álfu. Styttur af hinum föllnu „hetjum“ Suðurríkjanna voru margar hverjar reistar á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, á sama tíma og mikið bakslag kom í mannréttindabaráttu blökku- manna í Bandaríkjunum. Talið er að rúmlega 770 slíkar styttur séu í Bandaríkjunum, lang- flestar þeirra í þeim ríkjum sem skipuðu Suðurríkjasambandið. Þá eru um þúsund aðrir minnisvarðar um Suðurríkin þar, en skólar og lystigarðar hafa verið nefndir í höf- uðið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Krafan um að hætt sé að heiðra menn sem sviku land sitt í tryggðum er ekki ný af nálinni en hún hefur fengið aukinn slagkraft í kjölfar dauða George Floyds í lok síðasta mánaðar. Ekki lengur höfuðborgin Þeir sem lagst hafa gegn því að stytturnar séu teknar niður halda því hins vegar fram, að þær þjóni sem viðvörun við því að mistök for- tíðar verði endurtekin, en fleiri virð- ast nú á þeirri skoðun að stytturnar séu einfaldlega kúgunartákn, sem beri að fjarlægja. Styttan af Jefferson Davis sem rif- in var niður í fyrrinótt var ein af fimm styttum við götuna Monument Avenue í miðborg Richmond sem heiðruðu leiðtoga Suðurríkjanna, en borgarstjórn Richmond samþykkti í síðustu viku að þær ættu allar að víkja fyrir 1. júlí næstkomandi. Um leið á að fjarlægja öll önnur minnis- merki um Suðurríkin úr borginni. „Við erum ekki lengur höfuðborg Suðurríkjanna,“ sagði Levar Stoney, borgarstjóri Richmond, við það til- efni. „Borgin er full af fjölbreytni og ást fyrir öllum, og við þurfum að sýna það.“ Þekktasta styttan af þeim fimm sem nú stendur til að rífa er af Robert E. Lee, hershöfðingja í her Norður-Virginíu í borgarastríði Bandaríkjanna, en hún er um 20 metra há með stalli sínum. Ólíkt hin- um fjórum styttunum tilheyrir hún Virginíuríki en ekki Richmond-borg. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu, hefur hins vegar þegar hafið undir- búning að því að láta fjarlægja styttuna. Alríkisdómari stöðvaði hins vegar undirbúninginn í tíu daga vegna kæru manns um orðalag í afsali, sem túlka má á þann veg að ríkinu beri skylda til að „varðveita styttuna með umhyggju“. Saksóknari Virginíu- ríkis hefur heitið því að hann muni berjast fyrir niðurrifi styttunnar alla leið upp í hæstarétt ríkisins. Virkisnöfnin verða áfram Nokkrar af bækistöðvum landhers Bandaríkjanna, sem jafnan eru köll- uð virki, hafa verið nefndar í höfuðið á hershöfðingjum Suðurríkjanna. Þeirra þekktast er líklega Fort Bragg, sem er fjölmennasta herstöð í heimi með um 50.000 hermenn. Forsvarsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins sögðu fyrr í vikunni vel koma til greina að nefna virkin upp á nýtt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti hins veg- ar á Twitter-síðu sinni, án þess að hafa samráð við ráðuneytið, að ekki kæmi til greina að hrófla við nöfnum virkjanna, þar sem það væri óvirðing við minningu þeirra hermanna sem hefðu þjónað í virkjunum. Táknmyndir þrælahalds falla  Kristófer Kólumbus afhöfðaður og Jefferson Davis rifinn niður í mótmælum gegn kynþáttahyggju  Rúmlega 770 styttur í Bandaríkjunum  Ekki verður breytt um nafn á virkjum Bandaríkjahers AFP Mótmæli Stytta Kólumbusar í Boston var afhöfðuð af mótmælendum. Bardagalistamaðurinn Le Van Thang kallar ekki allt ömmu sína, en hann leggur stund á hina fornu víet- nömsku bardagalist Thien Mon Dao. Listin nýtur sívax- andi vinsælda í Víetnam, en hér sést Le beygja steypu- styrktarjárn með augntóftinni. Ekki mun vera mælt með að byrjendur í faginu reyni það heima hjá sér. AFP Með töggur í tóftum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.