Morgunblaðið - 12.06.2020, Side 14

Morgunblaðið - 12.06.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morðið áOlofPalme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var hörmulegur at- burður og eftir- minnilegur. Oft er nefnt við upprifjun þessa tilræðis, sem kom öllum í opna skjöldu, að Palme hafi verið umdeildur forystumaður. Það hljóta allir stjórnmálaleiðtogar að vera sem eitthvað er spunnið í, þótt sjálfsagt muni nokkru hversu miklu umróti stjórnmálafor- ingjar valda í huga andstæð- inga sinna. Hitt er hins vegar rétt að Palme náði sér í aukna athygli með því að vera hávær um mál sem voru ofarlega í umræðu í veröldinni þá og dró hann þá jafnan taum þeirra sem áttu upp á pallborðið í hópum sem voru yst á vinstri kanti stjórn- mála. Stundum var bent á að Palme hefði með áberandi „af- skiptum“ sínum af málum sem áttu sér stað fjarri ströndum Svíþjóðar og hann hafði engin áhrif á skapað sér skjól til að skipta sér lítt af stórfyrir- tækjum Svíþjóðar, sem sum hver voru öflug í framleiðslu vopna til útflutnings. En Svíþjóð taldist á þessum árum til friðsömustu þjóð- félaga veraldar, sem er mikið breytt. Forsætisráðherrann bjó með fjölskyldu sinni í látlausu raðhúsi, þótt hann væri kom- inn af velfjáðum iðjuhöldum. Hann naut lágmarks öryggis- gæslu og kaus iðulega að koma sér undan henni til að njóta persónufrelsis síns og það hafði hann einmitt gert hið örlagaríka kvöld. Eins og fyrr sagði var morðárásin á Palme rothögg á sænskt þjóðfélag og vakti heitar tilfinningar í norrænu bræðraþjóðunum. Kannski varð þetta mikla tilfinningaumrót til þess að sænsk lögregluyfirvöld fip- uðust og misstigu sig illa í upphafi rannsóknar málsins, sem ýmsir telja að hafi skaðað möguleika hennar til að upp- lýsa málið fljótt og vel. Ekkert vantaði þó upp á að fljótlega væri settur mikill mannskapur í að rannsaka þetta frægasta glæpaverk í síðari tíma sögu Svíþjóðar. En óneitanlega virtist held- ur óhönduglega vera staðið að rannsókninni. Kannski var það einnig til að afvegaleiða rannsakendur að almennt var talið í fyrstu að vandlega skipulagt samsæri hefði þurft til að fella forsætisráðherrann í miðbæ Stokkhólms. En þangað hafði hann farið til að njóta kvikmyndar með konu og syni og þar í kring var fjöldi fólks á ferð og mátti því ætla að allmörg vitni yrðu að atburð- inum. Eftir umfangsmikla rann- sókn var „drykkfelldur smáglæpon“ handtekinn fyrir morðið og öllu afli hins opin- bera svo beitt um hríð til að sanna að sá væri banamaður Palmes. Eiginkona og sonur Palmes staðfestu við sakbendingu það mat sitt að hinn grunaði væri sá sem þau höfðu séð á morð- staðnum. Hinn ákærði var í fyllingu tímans sakfelldur í undirrétti en æðri dómstóll hafnaði því að sök ákærða hefði verið sönnuð með full- nægjandi hætti. Það var eins gott að rétturinn stóð í fæt- urna undir þeirri miklu pressu sem ríkti og undir- liggjandi kröfu um að til að skapa ró og sátt á ný yrðu yfirvöld að finna og refsa hin- um seka. Á dálítið sérstökum blaða- mannafundi ákæruvaldsins og rannsakenda nú í vikunni var tilkynnt að „morðinginn“ teld- ist fundinn og var hann nafn- greindur. Sá maður hefur ver- ið dáinn í tvo áratugi og er dæmdur nú án þess að fá með nokkrum hætti varið æru sína eða sakleysi. Þetta hefði hugsanlega get- að gengið ef fyrir hefðu legið eindregin og ný sönnunar- gögn, svo ekki sé rætt um skriflega játningu mannsins eða yfirlýsingar í þá átt frá hans nánustu. Ekkert slíkt liggur fyrir. Eftirlifandi eiginkona manns- ins telur algjörlega útilokað að maður hennar hafi framið þennan glæp og færir fram ástæður fyrir því. Morðtólið hefur ekki fundist í fórum mannsins eða sönnunarmerki um að hann hafi átt það skot- vopn. Fjölmörg atriði sem hefðu getað leitt til afgerandi rannsóknar á manninum eru nefnd til sögunnar og er fæst af því nýtt enda var maðurinn rannsakaður og yfirheyrður ítarlega á fyrstu stigum málsins. Augljóst virðist að lögregl- unni hefur þótt erfitt að kynna lok rannsóknar á sögu- frægasta máli sínu án þess að komast eitthvað lengra en áður. En niðurstaðan virðist því miður vera sú að málinu ljúki með sams konar vand- ræðabrag og einkenndi það í upphafi. Það er miður. Sænsk yfirvöld reyndu í vikunni að ljúka rannsókn á morðárásinni á Olof Palme en tókst það ekki } Lok Palme-rannsóknar A feitrunardeild fyrir ólögráða ung- menni á Landspítala var opnuð þriðjudaginn 2. júní. Afeitrunar- deildin heyrir undir fíknigeðdeild Landspítala og mun veita fjöl- skyldumiðaða þjónustu fyrir ungmenni með al- varlegan vímuefnavanda. Tilkoma deildarinnar er langþráð og mikilvægt framfaraskref í þjón- ustu við þennan afar viðkvæma hóp. Um er að ræða tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til inn- lagnar í 1-3 sólarhringa, en eftir það taka önnur úrræði við. Þverfaglegt meðferðarteymi mun sinna ungmennum og aðstandendum þeirra á meðan á dvöl stendur í samvinnu við barna- og unglingageðdeild, BUGL. Þá er náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökur Landspítala. Verkefnið hefur verið undirbúið og unnið í samvinnu margra sviða Landspítala og þvert á stofnanir heilbrigðis- þjónustunnar og félagsþjónustunnar. Við undirbúning verkefnisins var einnig leitað til einstaklinga sem hafa reynslu af vímuefnaneyslu en hafa náð bata, til þess að fá ráðleggingar og aðstoð við það að koma deildinni á lagg- irnar. Vandi þess hóps sem hér um ræðir er fjölþættur og krefst fjölbreyttra og gagnreyndra úrræða. Engin ein að- ferð hentar öllum og mikilvægt er að greina vandann og sérsníða lausnir að hverjum einstaklingi í samstarfi heil- brigðisþjónustu, félagsþjónustu og skólaþjónustu. Algengt er að börnin og ungmenni glími einnig við geðheilbrigðisvanda, auk vímuefnavanda, sem og félagslega erfiðleika og því gefur auga leið að við þurfum að horfa á málin heildrænt. Tækifærin til þess að grípa sterkt inn með heildstæðum forvörnum, geðrækt og snemm- tækum íhlutunum sem ná til barna, foreldra, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og skóla- þjónustu eru til staðar en það þarf að grípa þau. Við vitum að helmingur þeirra sem glíma við geðrænan vanda upplifir hamlandi geðræn einkenni við 14 ára aldur, það er, þeim líður það illa að það kemur niður á daglegu lífi þeirra, s.s. hvernig þeim líður heima, hvernig þeim gengur í skólanum, hvernig þeim gengur félagslega og hvernig þeim tekst að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einmitt þess vegna hefur ríkisstjórnin sam- þykkt að innleiða geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins. Einnig vinnur stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna að því að samhæfa og efla alla þjónustu við börn. Með opnun afeitrunardeildarinnar fyrir ólögráða ung- menni á Landspítala ryðjum við braut fyrir nýja og betri þjónustu fyrir börn og ungmenni með neyslu- og fíkni- vanda. Okkar sameiginlega leiðarljós í þessu verkefni er farsæld barna og bætt þjónusta við þennan viðkvæma hóp. Svandís Svavarsdóttir Pistill Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Reykjavíkurborg hefur ósk-að eftir því við umhverfis-og samgöngunefnd Al-þingis að sveitarfélög fái sjálf að ákveða hvort hreyfihamlaðir fái að aka um göngugötur. Með breytingu á umferðar- lögum sem tók gildi um áramótin varð hreyfihömluðum heimilt að aka um göngugötur en að mati borgar- innar er „vandséð í hvaða tilgangi hreyfihamlaðir eigi að aka um göngugötur ef þar er ekki að finna bílastæði fyrir hreyfihamlaða eða að- stæður til aksturs“, að því er fram kemur í minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir að borgin hafi ákveðið að fara „undir radarinn“ með beiðni sína. „Borgin hefur ekki leitað að víð- tæku samráði við hagsmunasamtök hreyfihamlaðs fólks um þetta mál,“ segir Bergur. Skilaboðin að hreyfihamlaðir eigi lítið erindi í borgina Í minnisblaðinu kemur fram að bílastæði séu almennt ekki á göngu- götum og hætta sé á því að fleiri öku- tæki fylgi í kjölfarið þegar hreyfi- hamlaðir aki um göngugöturnar. „Ég veit ekki betur en Lauga- vegurinn og þetta svæði eigi eftir að taka miklum breytingum og mér finnst þessi rök ekki halda vatni fyrr en við sjáum endanlega hvernig Laugavegurinn og önnur svæði muni líta út. Aðalmálið er að ef það er ein- dregin stefna borgarinnar að gera þetta svæði að lokuðu svæði er borg- in að gefa hreyfihömluðum þau skila- boð að við eigum afskaplega lítið er- indi í miðborgina,“ segir Bergur. Spurður hvort borgin sé að senda þau skilaboð með þessari ósk sinni segir Bergur: „Ég get ekki skilið þetta öðru vísi. Borgin er að gera ágætis hluti á mörgum öðrum sviðum en það er náttúrulega erfitt þegar borgin kem- ur ekki og á beinar viðræður við okk- ur um svona mál. Það eru kjörnir fulltrúar sem stýra þessari umræðu og þeir verða bara að koma og spjalla við okkur, sem þeir hafa ekki gert í þessu máli.“ Öryrkjabandalag Íslands barð- ist lengi fyrir því að hreyfihamlað fólk fengi undanþágu frá aksturs- banni um göngugötur og fékk bandalagið þá ósk sína uppfyllta í byrjun árs, eins og áður segir. Í kjölfar breytingarinnar hefur borgin átt í erfiðleikum með að beina bílaumferð af göngugötum, þar sem hún getur ekki lokað göngugötum með hliðum eins og áður var þar sem hreyfihamlaðir þurfa að geta ekið inn á göturnar. Þannig hafa öku- menn sem eru ekki hreyfihamlaðir einnig ekið um göturnar og sektaði lögreglan átta ökumenn vegna þess síðustu helgi, eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá. Egill Þór Jónsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um ósk borgarinnar á fundi að- gengis- og samráðsnefndar í mál- efnum fatlaðs fólks síðastliðinn þriðjudag. „Verði Alþingi að óskum Reykjavíkurborgar er um að ræða afturför áralangrar baráttu fatl- aðs fólks. Verði öllum áformum um göngugötur að veruleika verður vegarkaflinn frá Hlemmi niður á Lækjartorgi lokaður, ein lengsta göngu- gata í Evrópu. Því er hætta á að aðgengi hreyfihamlaðra verði verulega skert í mið- borg Reykjavíkur,“ sagði Egill í bókun. Vilja ráða akstri hreyfihamlaðra Á fundi skipulags- og sam- gönguráðs síðastliðinn miðviku- dag var samþykkt að ráðast í framkvæmdir fyrir 9,5 milljónir til að afmarka göngugötu á gatnamótum Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá vinnur borgin nú að því að koma upp meira áber- andi skiltum og breyta yfirborði gatna í kringum göngugötur svo ökumenn villist síður þar inn. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún velti fyrir sér hvort með þessari aðgerð væri verið að loka fyrir möguleika á að snúa ákvörðun um lokun svæð- isins fyrir bíla- umferð við. 9,5 milljónir í afmörkun ERFITT AÐ HÆTTA VIÐ? Kolbrún Baldursdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Gata Yfirborðsmerkingum komið fyrir á Laugavegi. Þeim er ætlað að vekja frekari athygli ökumanna á því að um göngugötu sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.