Morgunblaðið - 12.06.2020, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
Buslað Vel hefur viðrað til útivistar í vikunni og náði veðurblíðan hámarki á miðvikudag á höfuðborgarsvæðinu. Þá var í Nauthólsvík fjöldi fólks sem buslaði eða synti í víkinni.
Kristinn Magnússon
Áhugamenn um
þróun utanríkis- og
öryggismála á norður-
slóðum mega hafa sig
alla við um þessar
mundir vilji þeir fylgj-
ast með nýjum niður-
stöðum fræðimanna.
Umræðurnar minna
á það sem var fyrir
fimmtíu árum, þær
eru þó að ýmsu leyti
annars eðlis, nú er sjónunum beint
mun norðar en þá var gert. Við
gerð varnaráætlana á þeim árum
drógu NATO-ríkin til dæmis línu
frá Grænlandi um Ísland til Bret-
lands, GIUK-hliðið. Landafræðin
hefur ekki breyst og hernaðarlega
skiptir hliðið enn miklu máli.
Tæknin er hins vegar önnur en þá.
Á árunum 1951 til 2006 var hér
mörg þúsund manna bandarísk
flotastöð með fullkomnasta búnaði
til kafbátaleitar. Frá árinu 1966
rak sérstök deild innan flotans héð-
an hlustunarkerfi, SOSUS-kerfi, til
að nema hljóð frá óþekktum kaf-
bátum sem fóru um GIUK-hliðið.
Hlustunarmenn á Íslandi fundu í
fyrsta sinn sovéska kafbáta af
gerðunum Charlie og Victor árið
1968 með kerfinu og langdrægan
kjarnorkukafbát af Delta-gerð árið
1974.
Til að fræða umheiminn um það
sem gerðist í hafi og lofti á norður-
slóðum höfðu Norðmenn forystu
um rannsóknar- og kynningarstarf
sem dró athygli að sífellt meiri um-
svifum sovéska flotans. Á níunda
áratugnum, í forsetatíð Ronalds
Reagans, breytti Bandaríkjastjórn
um flotastefnu og sendi skip sín
norður fyrir Ísland og inn á Bar-
entshaf að bækistöðvum sovéska
Norðurflotans. Olli þetta miklu
uppnámi innan sovésku yfirher-
stjórnarinnar og stuðl-
aði ásamt öðru að falli
Sovétríkjanna.
Nú er öldin önnur.
Bandaríkjastjórn
ákvað um aldamótin að
ástæðulaust væri að
líta á Norður-
Atlantshaf sem
spennusvæði í sam-
skiptum við Rússa og
því síður hugsanlegt
átakasvæði. Banda-
ríski flotinn lokaði
Keflavíkurstöðinni árið
2006 og lagði niður 2. flotann, Atl-
antshafsflotann, árið 2011. Hann
var endurræstur á árinu 2018.
Þetta viðhorf gjörbreyttist árið
2014 eftir ólöglega innlimun Rússa
á Krímskaga og hernaðarlegar ögr-
anir þeirra og átök við Úkra-
ínumenn í austurhluta Úkraínu
sem kostað hafa meira en 13.000
manns lífið.
Loftslagsbreytingar hafa leitt til
þess að augu stórvelda beinast í
vaxandi mæli að norðurslóðum og
Norður-Íshafi með nýtingu auð-
linda að leiðarljósi eða hagkvæmni
í siglingum milli Atlantshafs og
Kyrrahafs. Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti fer ekki leynt með þá
skoðun að gullkista Rússlands sé í
norðri og gera verði ráðstafanir til
að verja hana og allt rússneskt
yfirráðasvæði í lofti, á sjó og landi.
Fjöldi herstöðva hefur komið til
sögunnar, kjarnorkuvopnum á
þessum slóðum hefur fjölgað, þar
eru flugskeyti og skotflaugar sem
senda má til fjarlægra staða.
Samtímis því sem Rússar sækja í
sig veðrið eftir því sem fjárhagur
þeirra og tæknileg geta leyfir hafa
þeir stofnað til norður-samstarfs
við Kínverja um nýtingu auðlinda,
einkum jarðgass, og flutninga á sjó
og á landi. Kínverjar kynna sig til
sögunnar sem nágranna norður-
slóða þrátt fyrir mikla fjarlægð
lands þeirra frá þeim og stunda
þar rannsóknir auk nýtingar auð-
linda og siglinga. Kínverska belti-
og braut-fjárfestingaráætlunin
nær til norðurslóða.
Ólíkt mat
Nú er ekki þörf á átaki norð-
lægra lýðræðisríkja til að draga
athygli annarra að öryggishags-
munum í norðri eins og fyrir hálfri
öld.
Kenneth Braithwaite, fráfarandi
sendiherra Bandaríkjanna í Nor-
egi, varð flotamálaráðherra
Bandaríkjanna 29. maí 2020. Þegar
hann svaraði spurningum
öldungadeildarmanna fyrir emb-
ættistökuna sagðist hann sem
sendiherra í Noregi (frá 2017) hafa
kynnst „herskárri afstöðu hugs-
anlegra stórveldakeppinauta“
Bandaríkjamanna á norðurslóðum.
Hann sagði að Kínverjar og Rúss-
ar væru þar alls staðar, einkum
Kínverjar. Rússar þráðu að skipta
máli að nýju en Kínverjar vildu
öllu ráða.
Nýi flotamálaráðherrann nefndi
áhuga Kínverja á Noregi og sér-
staklega á norska hafnarbænum
Kirkenes, rétt við rússnesku
landamærin. Eftir Braithwaite er
haft: „Kínverjar viðurkenna nú
mikilvægi Kirkenes vilji þeir
tryggja sér aðstöðu á vesturenda
Norðurleiðarinnar, þeir eru þar og
reyna, enn á ný, að fá íbúa í
norðurhluta Noregs á sitt band.“
Audun Halvorsen, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Noregs, sagði af
þessu tilefni við vefsíðuna High
North News að ekki bæri að líta á
Kínverja sem ógn á norðurslóðum.
Vissulega yrðu menn varir við vax-
andi stórveldakeppni í heiminum
en norðurslóðir væru ekki mið-
punktur þeirrar myndar. Kínversk
umsvif á svæðinu væru enn tak-
mörkuð. „Lágspenna og fyrir-
sjáanleiki er enn það sem einkenn-
ir norðurslóðir.“
Hann sagði Norðmenn ekki líta
á Kína sem ógn við NATO en
bandalagið yrði einnig að taka mið
af vaxandi hlut Kínverja á al-
þjóðavettvangi.
Fyrir rúmu ári flutti Mike Pom-
peo, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, ræðu í Rovaniemi í Finn-
landi fyrir ráðherrafund
Norðurskautsráðsins og beindi
orðum sínum harkalega að Kín-
verjum. Sagði að þeir væru ekki
gjaldgengir í ríkjahóp ráðsins og
yrðu aldrei vegna hnattstöðu sinn-
ar.
Danska utanríkismálastofnunin
gaf 8. júní út skýrslu um nýja afl-
vaka í öryggismálum á norður-
slóðum og er hún meðal annars
kynnt með þeim orðum að í Rov-
aniemi 6. maí 2019 hafi Mike Pom-
peo ýtt til hliðar hefðbundnum við-
horfum um að norðurskautssvæðið
sé friðsamlegt svæði þar sem þjóð-
irnar haldi stórveldakeppni utan
dyra í þágu skoðanaskipta sín á
milli – þess í stað blasi þar við bar-
átta um hernaðarleg og efnahags-
leg áhrif og sókn eftir óunnum
náttúruauðlindum.
Hve lengi tekst með góðum rök-
um að halda í þá ríkjandi skoðun
meðal norrænna ráðamanna að
norðurslóðir séu lágspennusvæði
ræðst ekki síst af því hvernig hald-
ið er á málum innan Norðskauts-
ráðsins þar sem Íslendingar fara
nú með formennsku. Hernaðarleg
málefni eru ekki rædd í ráðinu en
hitt er ljóst að í kjölfar rann-
sóknaskipa og flutningaskipa
koma fljótlega herskip þegar mikl-
ir hagsmunir eru í húfi.
Ný sýn á GIUK-N-hliðið
Undir lok maí 2020 birtist á net-
inu ritgerð sem Rebecca Pincus,
aðstoðarprófessor við hugveitu
bandaríska flotans innan Naval
War College, ritaði í RUSI Journ-
al í Bretlandi. Ritgerðin heitir: Til
nýrra norðurslóða – breytt stra-
tegísk landafræði í GIUK-hliðinu.
Bandaríski flotafræðingurinn
nálgast GIUK-hliðið úr nýrri átt
og tekur mið af nýjum aðstæðum
með hliðsjón af væntanlegri nýt-
ingu Norður-Íshafs og kapphlaupi
stórvelda um yfirráð þar. Hún vill
framvegis kalla þetta GIUK-N-
hliðið, óhjákvæmilegt sé að tengja
Noreg þessari mynd ásamt Græn-
landi, Íslandi og Bretlandi.
Niðurstaða Pincus er að nú sé
tímabært fyrir Bandaríkjamenn
og NATO að hefja undirbúning að
framsýnni flota- og varnarstefnu
sem taki mið af stórauknum sigl-
ingum umhverfis Ísland. Kínverjar
eru nefndir til sögunnar. Minnt á
aðferðina sem þeir hafi beitt til
áhrifa á Suður-Kínahafi og sagt að
hún kunni að verða notuð gagn-
vart einstökum norðurslóða-
ríkjum.
Clingendael, utanríkismála-
stofnun Hollands, sjálfstæð hug-
veita og fræðasetur um alþjóða-
mál, sendi 4. júní frá sér
skýrsluna: Norðurslóðastefna
Kína á Íslandi og Grænlandi. Þar
birtast viðhorf fræðimanna í gam-
algrónu ESB-landi.
Sjónarhornið er ólíkt en ekki
viðfangsefnið: Kínversk sókn inn á
Norður-Atlantshaf vegna breyt-
inga í norðri.
Eftir Björn
Bjarnason »Nú er ekki þörf á
átaki norðlægra lýð-
ræðisríkja til að draga
athygli annarra að ör-
yggishagsmunum í
norðri eins og fyrir
hálfri öld.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
GIUK-hliðið er enn á sínum stað