Morgunblaðið - 12.06.2020, Page 18

Morgunblaðið - 12.06.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 ✝ Sigurður E.R.Lyngdal fædd- ist 15. ágúst 1948 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum 3. júní 2020. Foreldrar Sig- urðar voru Mikk- elína Sigurð- ardóttir húsmóðir frá Ísafirði, f. 1.12. 1924, d. 12.10. 1996 og Reynir Lyngdal Magn- ússon vélstjóri frá Akureyri, f. 13.1. 1912, d. 23.7. 1981, þau skildu. Fóstri Sigurðar var seinni maður Mikkelínu, Ari Guðmundsson, f. 15.12. 1914, d. 31.8. 1983. Systkini Sig- urðar eru Elín R. Johnson, f. 9.9. 1944, maki Ralph E. John- son. Guðmundur Arason, f. 26.7. 1956, maki Margrét Sigurð- ardóttir. Þorgils Arason, f. 13.12. 1957, maki Sigurrós Auður Sveinsdóttir. Ingi Ara- son, f. 26.7. 1959, maki Þórunn Reynisdóttir. Helga Að- alheiður Aradóttir, f. 3.7. 1963. Sigurður kvæntist 16.6. 1973 Magneu Antonsdóttur kennara í Reykjavík, f. 13.12. 1951. Börn þeirra eru: 1) Reynir Lyngdal leikstjóri, f. Barnaskólann á Borgarfirði eystra, hann sem skólastjóri og hún sem kennari. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur, þar bjuggu þau fyrst í Espigerði 18 og síðan í Aðallandi 1. Sig- urður hóf kennslu við Hóla- brekkuskóla 1975. Veturinn 1978-79 stundaði Sigurður leiklistarnám í Danmörku. Í kjölfarið var leiklistarkennsla og uppfærsla leikrita í skól- anum stór þáttur í hans starfi við skólann. Sigurður var að- stoðarskólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur í um 15 ár frá árinu 1985. Sigurður sinnti ýmsum fé- lagsstörfum fyrir KÍ, m.a. sat hann í stjórn KFR og var trún- aðarmaður á vinnustað um árabil. Einnig var hann leið- sögumaður ferðamanna um Ís- land. Sigurður stundaði kennslu við Hólabrekkuskóla til sextugs og kenndi svo í nokkur ár hjá Mími símennt- un. Sigurður undi hag sínum vel við smíðar og lagfæringar í sumarbústað fjölskyldunnar við Grímsstaðamúla á Mýrum. Sigurður átti við erfið veikindi að stríða um árabil.Útför Sig- urðar fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, föstudaginn 12. júní 2020, kl. 13. Streymt verður frá útförinni á facebo- ok. Stytt slóð á streym- ið:https://tinyurl.com/ y9brvqrt Hlekk á streymið má nálg- ast á www.mbl.is/andlat 26.3. 1976, maki Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona, f. 7.9. 1973. Dóttir þeirra er Nína Magnea Lyngdal, f. 15.5. 2013. Dótt- ir Reynis og Kristínar Gunnarsdóttur er Una Margrét Lyngdal nemi, f. 22.2. 2002. 2) Anton Lyngdal listamaður, f. 9.9. 1983. 3) Kristín Ýr Lyngdal kennari, f. 11.3. 1988 sambýlismaður Kjartan Traustason tölv- unarfræðingur, f. 12.10. 1990. Dóttir þeirra er Klara Lyng- dal, f. 8.11. 2014. Sem ungur maður stundaði Sigurður ýmis störf til sjávar og sveita, svo sem brúarsmíði, hvalveiði og byggingu Búr- fellsvirkjunar. Oft var hann í byggingarvinnu á sumrin, kom meðal annars að bygg- ingu Seðlabankans. Sigurður fór í Lýðháskóla í Danmörku eftir hefðbundna skólagöngu í Reykjavík. Tók kennarapróf 1972. Kenndi eitt ár í Fellaskóla í Reykjavík. Næstu tvö árin réðu ungu hjónin sig til kennslu við Þú ert ekki hér. Það að vera einn án þín styrkir ást mína til þín. Ég fyllist af þrá til þín og og dagarnir ganga út á það eitt að bíða. Bíða eftir því að þú gangir um húsið og fyllir það af nærveru þinni. (Sigurður Lyngdal) Með ástarkveðju, þín, Magnea. Sigurður Lyngdal, pabbi minn, er floginn á vit nýrra æv- intýra. Ég veit það verður tekið vel á móti honum á þeim stað sem hann er að fara á og það verður sko ekki leiðinlegt þar því það var það aldrei hér með honum. Pabbi var stór persónuleiki og eftirminnilegur maður með stórt hjarta sem ekkert aumt mátti sjá. Pabbi var örlátur á tíma. Hann gaf sér alltaf tíma til að hlusta og gefa góð ráð jafnvel þótt maður færi kannski ekki alltaf eftir þeim. Hann kunni svo ótal margt sem góður pabbi þarf að kunna og kenna stráknum sínum. Hann sagði skemmtilegar sög- ur, hann lagaði góðan mat, hann kunni að smíða og var lunkinn við flest verklegt, hann var vel að sér í flestöllu, fróðleiksfús, víðsýnn, fordómalaus og fyndinn. Hann sýndi skoðunum og draumum okkar barna sinna og barnabarna mikinn áhuga og hvatti okkur áfram. Stundum með því að ýta við manni, stundum með því að hvetja til rökræðna, en hann þrýsti aldrei á annað en að maður gerði það sem maður vildi sjálfur. Og alltaf fann maður að það var gert af ást. Hann var ástríkur og áhuga- samur afi sem vildi helst alltaf hafa afastelpurnar Unu Mar- gréti, Nínu Magneu og Klöru hjá sér. Ég veit að afi Siggi á stóran stað í hjarta þeirra þriggja. Bestu stundirnar með honum voru þegar við vorum saman í að finna út úr einhverjum smíðum heima eða uppi í sumarbústað. Við áttum það til að tala mikið báðir tveir en á þessum stundum þar sem verk var að vinna þögð- um við saman. Pabbi naut þess að elda góðan mat og minningar um kvöldverði og spjall um allt milli himins og jarðar er það sem stendur upp úr frá barnæsku fram á síðasta dag. Við feðgarnir erum sammála í því að allar máltíðir eiga að vera góð- ar. Það er engin ástæða til að borða mat sem er ekki bragðgóð- ur. Brennandi áhugi hans á sögum í öllum formum; skáldsögum, teiknimyndasögum, kvikmynd- um og mannkynssögunni sjálfri, var bráðsmitandi og hafði án efa mótandi áhrif á mig og mitt líf. Að alast upp inni í sagnaheimum sem pabbi kynnti mér gaf mér vængi til að segja sjálfur sögur í formi kvikmynda. Ég væri ekki sá maður sem ég er í dag nema fyrir þá miklu ást, athygli og alúð sem pabbi sýndi mér. Hann kenndi mér að vera ekki hræddur, vera ég sjálfur og grípa tækifærin. Hvað er hægt að biðja um meira frá föður? Elsku pabbi, ég vildi óska að við hefðum getað átt meiri tíma saman. Hlegið meira, borðað meira, talað meira og kannski þagað meira saman. Takk fyrir samveruna, stuðn- inginn, ástina, sögurnar, bíóferð- irnar, allan matinn og húmorinn. Ég veit við hittumst aftur og það verður sko veisla. Þangað til næst pabbi minn, þangað til næst. Þinn sonur, Reynir Lyngdal. Lífið heldur áfram Lífið heldur áfram mun ég alltaf sakna þín – þín veit að lífið heldur áfram þá mun ég alltaf sakna þín – þín þó að lífið haldi áfram mun ég alltaf sakna þín – þín þó að lífið haldi áfram mun ég alltaf sakna þín – þín. Minningar minningar um hann minnir mig minnir mig á það HVAÐ! halda alltaf áfram með listina að skapa skapa skapa skapa Hann sagði mér alltaf að halda halda áfram hann studdi við mig – mig alltaf við listina – na. Ég man þegar ég notaði þig sem listaverk það var kannski bara besta listaverk sem ég hafði nokkurn tíma gert þar sem ég útskrifaðist með besta listaverk. Þú ert búinn að styðja við mig allan þennan tíma ekki búinn að týna týna lífi mínu setjast niður og ríma Kannski ekki, móti því sem ég er búinn að telja muntu kannski velja lífið er að telja. Ég mundi eftir mér syrgja í langan tíma Láttu mig nú sýna þetta tekur allt sinn tíma. Getur verið að syrgja langan, langan tíma telja mér trú um það að tekur alltaf tíma Lífið heldur áfram mun ég alltaf sakna þín – þín vitað að lífið heldur áfram þá mun ég alltaf sakna þín – þín þó að lífið haldi áfram mun ég alltaf sakna þín – þín (AL) Anton Lyngdal. Elsku pabbi. Hvernig kveður pabbastelpa pabba sinn? Á það að vera hægt? Það er óraunverulegt að geta ekki tekið upp símann og heyrt: „sæl, ástin mín“ á hinum endan- um. Í hvern hringi ég nú þegar ég læsi mig inni í bíl? Í hvern hringi ég nú þegar ég kem ekki sláttuvélinni í gang? Í hvern hringi ég nú þegar ég veit ekki hvernig eitthvað virk- ar? Í hvern hringi ég nú þegar ég skipti um rafmagnskló? Í hvern hringi ég nú þegar ég man ekki pönnukökuuppskrift- ina? Í hvern hringi ég nú þegar mig vantar uppörvandi spjall? Þú hefur alla tíð verið minn „go to“-maður, sama hvað bját- aði á. Þú hafðir alltaf svörin og ráðin. Þú leiðbeindir, studdir og hughreystir og passaðir alltaf að spyrja síðar um hvernig málinu lauk. Þú sýndir áhuga, skilning og hlýju. Ég er full þakklætis fyrir þann tíma sem ég fékk með þér, við áttum okkar einstaka samband sem gaf mér dýrmætar minning- ar, þekkingu og góð lífsgildi. Við skelltum okkur tvö saman í „road trip“, við smíðuðum, við sungum gömlu slagarana í bíln- um, við ferðuðumst til útlanda (aðallega Danmerkur auðvitað), við skipulögðum veislur, við stríddum mömmu og Antoni, við elduðum og bökuðum og við ræddum uppeldi og skólamál. Við vorum saman í liði, hvort sem við vorum sammála eða ósammála þá vorum við tvö alltaf saman í liði. Ég er einnig þakklát fyrir þann tíma sem Klara mín fékk að eiga með þér, þú varst Afi með stóru a-i, svo kærleiksríkur, nat- inn og þolinmóður. Klara mun alltaf að búa að því sem þú gafst henni með samverustundum ykkar. Ég mundi gera töluvert margt fyrir að fá að vera aftur lítil stelpa sem trítlar niður í sjón- varpsherbergi í Aðallandinu til að leggjast í fangið þitt til að horfa á Star Wars með þér, þó það væri nú ekki nema einu sinni enn. Elsku pabbi, elsku besti pabbi, elsku frábæri, klári og góði pabbi. Takk. Þín, Kristín Ýr. Elsku tengdafaðir minn Sig- urður Lyngdal eða Siggi eins og ég kallaði hann er farinn frá okk- ur í bili. En það er óraunverulegt af því að ég finn ennþá fyrir nær- veru hans, heyri röddina og hlát- urinn. Mér er það mjög minnisstætt þegar við hittumst fyrst fyrir mörgum árum í Aðallandinu, þegar ég kom heim með syni þín- um Reyni að skoða stuttmynd. Þú spurðir mig hverra manna ég væri og við spjölluðum heillengi eins og þér einum var lagið. Ekki grunaði mig þá að nokkrum ár- um seinna ættum við eftir að tengjast og ég myndi giftast syni þínum Reyni. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann og tárin streyma. Ég á eftir að sakna þín mikið elsku Siggi minn. Þú varst minn helsti stuðningsmaður í einu og öllu og hvattir mig áfram. Þú komst á allar leiksýningarnar mínar og hafðir skoðanir á öllu sem var svo skemmtilegt þó að við værum ekki alltaf sammála. Þú hafðir einstakt lag á börn- um og ungmennum enda kenn- ari, og mjög eftirminnilegur kennari. Betri afa er ekki hægt að finna, þú gafst þér alltaf tíma fyrir Unu okkar og Nínu Magn- eu. Svo varstu ofurnæmur og við- kvæmur sem er fallegur eigin- leiki, þorðir að segja þínar skoð- anir enda vissirðu flestallt. Það var bara þannig, þú hafðir áhuga á mörgu enda gerðir þú svo margt skemmtilegt og hreyfðir við fólki. Þú varst stór maður og manneskja með gull- hjarta. Máttir ekkert aumt sjá. Þú varst örlátasti maður sem ég þekkti og Reynir minn hefur það frá þér. Ég gleymi því ekki þegar við Reynir komum úr brúðkaups- ferðinni og þú varst búinn að laga litla skrýtna eldhúsið á Hring- braut og kaupa uppþvottavél. Takk fyrir það. Og svo þótti mér líka vænt um að þú værir alltaf að heita á mig í Lottóinu að gefa mér pening fyrir leikhúsupp- færslum. Takk fyrir það. Takk fyrir all- an matinn og kökurnar sem þú bakaðir fyrir afastelpurnar þínar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona góðan tengdapabba í öll þessi ár. Það verður allavega nóg af sögum af afa sem ég á eftir að segja Nínu Magneu í framtíðinni. Þú sást hæfileikana í fólki, þess vegna varstu góð manneskja og kennari. Þegar þú fékkst hugmyndir þá framkvæmdirðu þær. Eins og öll skemmtilegu afmælin þín og þeg- ar þú hélst ástarveisluna fyrir Magneu á Hótel Sögu. Þú varst óútreiknanlegur, litríkur og skemmtilegur. Þú elskaðir veislur og mat og að koma fram, sem þú gerðir oft og eftirminnilega. Þú varst ekki hræddur við álit annarra, hreinn og beinn alltaf. Sorgin er mikil elsku Siggi. Börnin þín, afastelpurnar, Magn- ea, ég og Kjartan eigum eftir að sakna þín mjög mikið. En við ylj- um okkur við allar fallegu minn- ingarnar og sögurnar. Ég veit að þú verður aðal hinum megin og vonandi geturðu dansað, sungið og borðað góðan mat og sagt sög- ur. Ég mun aldrei gleyma þér og takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Elma Lísa. Elsku afi, góða ferð áfram veg- inn. Það er mjög skrítið að mér líð- ur ekki eins og þú sért farinn. Og ég held að það sé af því að þú ert ennþá hjá mér. Mér finnst eins og ég sé umvafin þér. Ég mun sakna þess að standa yfir pottunum, þú í stólnum þín- um við eldhúsborðið að leiðbeina mér í matargerðinni. Að hand- langa fyrir þig uppi í sumarbú- stað. Að segja þér frá draumum og hversdegi á meðan þú situr og hlustar af áhuga. Að knúsa þig. Að skreyta af- mæliskökur og piparkökuhús með þér. Að fylgjast með þér gera með Nínu og Klöru eins og þú gerðir með mér. Og að vera kölluð ástarengillinn hans afa síns. Ég er þakklát fyrir allan stuðninginn og stemninguna og svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér í uppvext- inum. Ég er þakklát fyrir tilfinn- inguna um að vera alltaf velkom- in. Nú ert þú ástarengillinn minn, og tilhugsunin um þig og allar minningarnar hlýja um hjarta- rætur. Það er gott að vita að nú líður þér betur. Takk fyrir að vera þú. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Þín, Una. Sigurður E.R. Lyngdal  Fleiri minningargreinar um Sigurð E.R. Lyngdal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Friðrik Guð-mundsson fæddist 7. mars 1989 á Heilbrigð- isstofnun Suður- nesja. Friðrik lést 2. júní 2020 á heimili sínu að Lyngmóa 17 í Reykjanesbæ. For- eldrar hans eru Guðmundur Sig- urðsson, f. 2. ágúst 1960 og Gunnfríður Friðriks- dóttir, f. 11. júní 1958. Stjúp- móðir Friðriks er Kolbrún Geirsdóttir, f. 29. október 1954, stjúpfaðir Friðriks er Antonio tíð í Njarðvík og Reykjanesbæ. Hann stundaði nám við grunn- skóla Njarðvíkur, Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, Símenntun á Suðurnesjum og útskrifaðist frá háskólabrú Keilis í janúar 2020. Friðrik tók virkan þátt í fé- lagsstarfi af ýmsu tagi, m.a. leikhópnum Bestu vinir í bæn- um sem tengdist List án landa- mæra í Reykjanesbæ og setti á svið nokkur leikrit með hópn- um. Hann stundaði söngnám um tíma og var mjög iðinn við að sækja tónleika svo eitthvað sé nefnt. Hann tók virkan þátt í starfi Pírata á Suðurnesjum og starfaði um tíma við Aðgeng- islausnir FG sem snerist um að bæta aðgengi í fyrirtækjum og veitingastöðum og veita þeim ráðgjöf í aðgengismálum. Útförin fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 12. júní 2020 kl. 14. Manuel Goncalves, f. 2. janúar 1967. Systkini Friðriks eru: 1) Kolbrún Guðmundsdóttir, f. 17. mars 1980, gift Karli Kristjáni Davíðssyni, f. 11. maí 1977. Barn þeirra er Kolbeinn Friður Karlsson, f. 20. janúar 2014. Áður átti Kolbrún dótturina Sölku Snæbrá Hrann- arsdóttur, f. 15. janúar 2003. 2) Sigurður Guðmundsson, f. 14. febrúar 1983, d. 6. apríl 2019. Friðrik ólst upp og bjó alla Þegar andlát ber að höndum vill hugurinn oftar en ekki leita aftur í tímann og finna þann stað og tíma þegar við hjónin hittum hann Friðrik okkar eða Frikka eins og hann var kallaður og bróður hans hann Sigurð. Ekki líður það okkur úr minni er við stóðum við tvo rafmagns- hjólastóla, sem tveir bræður voru bundnir við, gátu aðeins hreyft hendur og höfuð til að stjórna tækjunum, sem gerði þeim lífið aðeins léttara. Báðir voru þeir haldnir hinum illskeytta Duchenne-sjúkdómi, sem bar fyrst á um fimm ára ald- ur. En gleðin tók greinilega völdin þegar gesti bar að garði, en með í för var faðir þeirra, hann Guð- mundur, og Kolbrún fósturmóðir. Þetta voru duglegir drengir sem létu það ekki í ljós hve miklar þjáningar þeir höfðu gengið í gegnum má segja allt sitt líf. Báð- ir náðu þeir stúdentsprófi með glæsibrag. Siggi og Frikki komu um hverja verslunarmannahelgi í sumarhúsin okkar á Gaddstöðum og þáðu góðar veitingar hjá föður sínum og Kollu. Frikka skipaði ég sem aðstoðarbrennustjóra og ekki gleymi ég fallega brosinu þegar minnst var á embættið. Nú eru þeir bræður lausir við þær þjáningar sem lífið lagði á þá. Sigurður lést hinn 14. febrúar 2019, aðeins þrjátíu og sex ára gamall, og Friðrik lést hinn 2. júní 2020, þrjátíu og eins árs gamall. Blessuð sé minning þeirra bræðra. Aðstandendum vottum við samúð okkar. Ólafur Hróbjartsson og Kristín Geirsdóttir. Friðrik Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.