Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
✝ Sigurjón ÁgústFjeldsted, fyrr-
verandi skólastjóri,
fæddist í Reykjavík
12. mars árið 1942
og ólst upp á Gríms-
staðaholtinu. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 30.
maí 2020.
Hann lauk lands-
prófi frá
Gagnfræða-
skólanum í Vonarstræti 1958,
kennaraprófi frá KÍ 1962, stund-
aði nám í sál- og uppeldisfræði
við Kennaraháskóla Danmerkur
1965-66 og í dönsku og sálfræði
1979-80.
Sigurjón var kennari við
Hlíðaskólann í Reykjavík 1962-
67, skólastjóri Egilsstaðaskóla
1967-72, yfirkennari við Fella-
skóla í Reykjavík 1972-74 og
skólastjóri við Hólabrekkuskóla
í Reykjavík frá 1974-2004.
Sigurjón var fréttaþulur Rík-
issjónvarpsins 1974-79, vara-
borgarfulltrúi 1978-82 og 1986-
89 og borgarfulltrúi 1982-86.
Hann sat í barnaverndar- og um-
ferðarnefnd Reykjavíkur 1978-
arinnar þ. á m. Hlíðaskóla þar
sem kennaraferill hans byrjaði
og mörg af hans barnabörnum
voru við nám.
Sigurjón kvæntist 20.8. 1965
Ragnheiði Óskarsdóttur, f. 1.2.
1943, kennara. Hún er dóttir
Óskars Sigurðssonar, skipa-
smiðs á Ísafirði og í Reykjavík,
og Ástu Tómasdóttur klæðskera.
Börn Sigurjóns og Ragnheiðar
eru Ragnhildur Fjeldsted, f.
17.7. 1967, blómahönnuður og
flugfreyja, Júlíus Fjeldsted, f.
3.7. 1974, cand.merc og
fjármálastjóri AwareGO, Ásta
Sigríður Fjeldsted, f. 31.1. 1982,
verkfræðingur og framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Hálfsystir Sigurjóns, sam-
mæðra, var Ása Ester Skafta-
dóttir, f. 6.10. 1934, gift Davíð
Bjarnasyni, sem bæði eru látin.
Foreldrar Sigurjóns voru Júl-
íus Lárusson Fjeldsted, f. 14.7.
1893, d. 25.9. 1974, verkamaður í
Reykjavík, og Ágústa Sigríður
Guðjónsdóttir, f. 16.6. 1903, d.
28.4. 1983, húsmóðir.
Útför Sigurjóns fer fram í
Dómkirkjunni 12. júní 2020 kl.
15. Streymt verður frá útförinni.
Hægt er að nálgast hlekk á
streymið á www.mbl.is/andlat.
Slóð á streymið: https://
livestream.com/luxor/
sigurjonfjeldsted
Stytt slóð á streymið: https://
tinyurl.com/ydf6mtpz
82, sat í fræðslu- og
skólamálaráði
Reykjavíkur frá
1982-90, var for-
maður stjórnar
Veitustofnana 1982-
86, var formaður og
varaformaður
stjórnar SVR 1982-
90 og fulltrúi
Reykjavíkurborgar
í skólanefnd Nor-
ræna félagsins um
skeið.
Allt frá unglingsárunum lék
Sigurjón á trommur. Hann hóf
feril sinn með hljómsveitinni Fal-
con og spilaði síðar einnig á fjöl-
mörgum dansleikjum með Sext-
ett Berta Möllers. Sigurjón var
fararstjóri á vegum Samvinnu-
ferða-Landsýnar í Danmörku á
tímabilinu 1980-90. Hann var frá
unga aldri mjög virkur í fé-
lagsstarfi Oddfellow-reglunnar
á Íslandi þar sem hann reis til
hæstu metorða. Hann léði rödd
sína við gerð sjónvarpsþátta og
auglýsinga og var virkur í þjóð-
félagsumræðunni. Seinni ár tók
hann að sér stundakennslu í
dönsku við grunnskóla borg-
Við pabbi vorum alla tíð mjög
náin, hann var kærleiksríkur
maður með gott næmi fyrir fólki
og sterka tilfinningagreind sem
var hans vöggugjöf. Hann var
sjarmerandi og hreif fólk með sér
hvar og hvert sem hann fór, hann
var líka mjög snjall ræðumaður
og það væri sannarlega gaman að
rekja hér margar skemmtilegar
minningar, sögur og samveru-
stundir liðinna ára, bæði hér
heima og ekki síst í Danmörku
sem margir þekkja til.
Ég er frumburður foreldra
minna og man vel eftir pabba sem
ungum manni, m.a. sem skóla-
stjóra og fréttaþul á RÚV, sem
þá var eina sjónvarpsstöð lands-
ins og því þarf varla að segja að
allir vissu hver pabbi minn var.
Síðan tóku við krefjandi ár í
borgarpólitíkinni í Reykjavík og
var hann eins og þeytispjald út
um allar grundir að sinna nefnd-
ar- og trúnaðarstörfum í borgar-
stjórn. Þegar skólastjóradegin-
um lauk þurfti hann að vera
mættur niður á RÚV að lesa
fréttirnar, eða fara á stjórnar-
fund með Veitustofnunum, SVR,
Oddfellow og svo mætti lengi
telja. Hann gaf sér þó alltaf tíma
til að spjalla örlítið saman um
hvernig dagurinn hefði verið hjá
mér og hvort ég vildi ennþá
ganga í sama skóla og hann var
skólastjóri. Hann fann örlítið til
með mér að vera dóttir skóla-
stjórans.
Pabbi var líka mjög hvetjandi
maður, ráðagóður og einlægur.
Hann hvatti mig ætíð vel í öll þau
verk sem mig langaði til að gera,
en hann sagði líka að ég yrði að
gera það upp við sjálfa mig hvert
ég vildi feta, því enginn annar
gæti sagt til um það. Hann var
góður leiðbeinandi, sagði hlutina
af festu og umhyggju. Þegar ég
var á fjórtánda ári og sótti um
mitt fyrsta starf í blómabúð
Alaska Breiðholti og bað hann að
tala við eigandann fyrir mig, þá
sagði pabbi: Nei Ragnhildur mín,
það verður þú að gera sjálf, því ég
er ekki að sækjast eftir þessu
starfi. Þetta lagði dálítið línurnar
fyrir mig að standa á eigin fótum
á eigin forsendum.
Að halda í hönd er nokkuð sem
ég var alin upp við frá unga aldri
alveg fram á síðasta dag. Við
bjuggum mín fyrstu ár á Egils-
stöðum og ég kyssti pabba minn
bless á hverjum morgni, en síðan
varð ég líka að endasendast inn í
stofu og teygja mig út um
gluggann til að taka í höndina á
pabba áður en dagurinn hans
byrjaði, það var hlý og örugg
hönd. Þegar við fjölskyldan vor-
um svo flutt til Reykjavíkur og ég
kyssti pabba bless ráku nokkur
skólabörn upp stór augu og
fannst þetta dálítið sérstakt, en
heima hjá mér var þetta okkar
kveðja. Pabbahönd var best og ég
man vel á unglingsárum ef við
vorum á rölti saman fjölskyldan,
þá seildist ég gjarnan þéttings-
fast í höndina á pabba og skamm-
aðist mín aldrei fyrir að leiða
pabba minn, hér heima á Íslandi
eða erlendis þar sem ég bjó þegar
á fullorðinsár var komið. Þetta
var okkar strengur og hefur allt-
af verið, alveg fram á síðasta dag,
þegar ég hélt í hönd pabba við
andlátið.
Hvíl í friði elsku pabbi – ég
sakna þín.
Þín dóttir,
Ragnhildur.
Það kom öllum Kaupmanna-
hafnarbúum að óvörum á falleg-
um sumardegi í júlí 2011 þegar
kolsvört ský yfirtóku himininn á
svipstundu með slíku úrhelli að
stræti og kjallarar borgarinnar
fylltust af vatni. Ég hljóp eins og
fætur toguðu heim á Webersgade
en í kjallaranum blasti við ófögur
sjón. Kassar í geymslunni flutu
hver um annan og ljóst að tjónið
var mikið. Ég og nágrannarnir
hömuðumst við að moka út vatni
og dóti, en hugguðum okkur við
að mögulega myndu trygginga-
félög bæta skaðann. Hljómplöt-
ur, námsbækur, gamlar myndir
og fleira var leitt að missa, en það
var ekki fyrr en ég sá að einn
þessara gegnblautu pappakassa
var kassinn með öllum handskrif-
uðu bréfunum frá pabba, að
hjartað sökk og tárin spruttu
fram. Í hendingskasti hljóp ég
upp í íbúð með rennblautan
bunkann, dreifði úr bréfunum á
gólfið í von um að geta þurrkað
þau og bjargað. Bréf sem pabbi
hafði ritað með sjálfblekungi
höfðu runnið til og ekki bætti úr
skák þegar sölt tár mín runnu of-
an í óskýran textann. Að horfa á
allar þessar sögur, minningar,
hlýju kveðjur og hnyttni renna
mér úr greipum var sárara en ég
hefði nokkurn tímann trúað. Það
var á þessari stundu, kappsöm og
ung við nám í Kaupmannahöfn,
að það rann upp fyrir mér hvað
pabbi væri mér mikils virði og
hvað raunveruleg verðmæti
væru. Einstakt samband, vinátta
og virðing, foreldrakærleikur og
stuðningur, sem endurspeglaðist
hér í fjöldanum öllum af bréfum
sem við höfðum sent hvort öðru í
áranna rás.
Við vorum ávallt samrýnd og
áttum auðvelt með að ræða sam-
an. Ófáar lærdómsstundir voru
við sófaborðið heima í Brekkuseli
þar sem hann kenndi mér að lesa,
teikna burstabæi og pýramída í
þrívídd og reikna í huganum,
milli þess sem við lögðum kapla
eða spiluðum, yfirleitt rétt fyrir
kvöldmat. Pabbi var óhræddur
við að leyfa mér að prófa að eiga
við alls kyns verkefni og var ég
varla komin í fyrsta bekk þegar
ég var farin að mála með honum
uppi í Landi, hlúa að gömlum
verkfærum, raka gras og jafnvel
tálga. Hann gerði hlutina ein-
hvern veginn alltaf áhugaverða
og gætti þess að taka góð hlé inn
á milli til að litlar hendur og fæt-
ur gætu hvílt sig. Þá spurði hann
mig út í hljóð fuglanna sem flugu
í kring, hvað plönturnar hétu sem
uxu í landinu eða mamma var
nýbúin að gróðursetja, hvað fjöll-
in og vötnin hétu. Þess á milli
fékk maður frið til að einbeita sér
að viðfangsefni dagsins – og
ávallt fylgdi hæfilegt hrós við
verklok.
Pabbi var óhræddur við að
ræða hlutina, lífið og var það oft-
ar en ekki sem hann komst í þann
gír þegar við sátum og hlustuðum
á djass í stofunni heima. Undan-
tekningalaust hóf hann að
tromma létt með fingrunum og
fylgdist ég alltaf með hvernig rú-
bínhringurinn sveiflaðist með.
Hann sagði mér sögur af æsku
sinni, foreldrum og vinum,
hversu heppinn hann hefði verið
að ná í mömmu, þessa einstöku
konu, og eignast þessa góðu fjöl-
skyldu. Þessi reynslubolti og töff-
ari sem hann var gat auðveldlega
orðið meyr, sem sýndi hversu
mikill tilfinningamaður hann var.
Sakna hans meira en orð fá
lýst. Hvíl í friði elsku pabbi.
Þín
Ásta Sigríður (Ásta Sigga).
Hljóðið úr Sóló-eldavélinni er
róandi og rigningarskúr dynur á
gluggunum uppi í Hærribæ.
Þarna, í bústað fjölskyldunnar,
sitjum við pabbi bara tveir og
ræðum saman um lífið. Það var
endalaust hægt að ræða við
pabba um gamla tíma. Hjá hon-
um spratt fólk ljóslifandi fram
sem maður hafði sjálfur ekki
fengið tíma til að kynnast. Heiti á
gömlum verkfærum og notkun
þeirra voru rifjuð upp og við fór-
um yfir það helsta sem þurfti að
ná að gera það sumarið. „Er á
meðan er“ var hann vanur að
segja og það var lýsandi fyrir það
hvernig hann naut stundarinnar.
Það var hins vegar líka alltaf
hægt að leita til hans eftir góðum
ráðum um það hvernig best væri
að leggja upp framtíðina hjá
manni sjálfum.
Sérstök augnablik úr hvers-
dagslífinu búa oft til bestu minn-
ingarnar. Pabbi óð með mér sem
litlum strák í kafaldsbyl og snjó
upp að mitti til þess eins að kom-
ast í sunnudagsbíó í Álfabakkan-
um. Sunnudagsbíltúrar á Júnó-ís
þar sem maður fékk að spila í
krónuspilinu og svo var keyrt um
Vesturbæinn og niður á höfn.
Réttir í fyrsta sinn á ævinni hjá
ættingjum í Haukatungu þar sem
ský birtist okkur sem leit út eins
og geimskip. Svo kom það fyrir
að hann settist fyrir aftan
trommusettið og byrjaði að spila.
Þá var ég alltaf jafnundrandi og
stoltur. Pabbi var ekki bara
kennari í gráum buxum og bláum
blazer.
Lífið er kaflar. Mér finnst að
einn besti kaflinn hafi byrjað
þegar þú gast loksins hætt sem
skólastjóri í Hólabrekkuskóla. Þá
færðist einhvern veginn meiri ró
yfir allt saman. Þær voru margar
yndislegar heimsóknirnar hjá
mömmu og pabba til okkar fjöl-
skyldunnar þegar við bjuggum í
Danmörku. Þá var tími til að
staldra við í hverjum strandbæn-
um á eftir öðrum, njóta þess að
borða góðan mat og vera til.
Þarna var enginn flýtir og þá leið
þér oftast best. Í einni af þessum
heimsóknum reyndist pabba erf-
itt að kveðja litla nafna sinn á
brautarpallinum. Það er minning
sem ég mun geyma í hjarta mínu
alla tíð.
Ég kynntist djassi í gegnum
pabba. Hann las Downbeat sem
strákur og gat romsað út úr sér
alls kyns nöfnum sem ég hafði
aldrei heyrt um. Við gátum líka
farið gegnum hvers konar taktur
var spilaður í laginu og hann
trommaði með. Pabbi átti alltaf
til nóg af orðum á íslensku og
lagði sig alltaf fram um að tala
gott íslenskt mál. En hann gat
líka talað um „gúmmelaði“ og
„slúbberta“ þegar það hentaði.
Sigurjón var sérdeilis frábær
afi. Öll afabörnin löðuðust að
þessum dimmraddaða manni sem
gat sagt skemmtilegar sögur og
veitt fulla athygli öllu því sem
börnin höfðu að segja honum.
Hann þurfti engar vögguvísur til
að svæfa börnin. Það var nóg fyr-
ir hann að vera bara nálægur.
Núna ertu sjálfur sofnaður
svefninum langa elsku pabbi
minn. Þú ert vel að hvíldinni kom-
inn eftir mörg erfið ár. En mikið
óskaplega á ég eftir að sakna þín.
Þinn sonur,
Júlíus Fjeldsted.
Ég var stoltur af því að eiga
Sigurjón Fjeldsted sem tengda-
föður.
Á sama tíma og þau hjónin
hann og Ragnheiður Óskarsdótt-
ir ólu upp þrjú börn og byggðu
myndarlegt þriggja hæða hús í
Breiðholti var Sigurjón borgar-
fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavík, um tíma fréttaþulur
hjá RÚV og ekki síst skólastjóri í
einum fjölmennasta grunnskóla
landsins, Hólabrekkuskóla, þar
sem hann starfaði í 30 ár. Ótrú-
legur maður.
Iðulega hitti ég gamla nem-
endur hans sem segja mér sögur
af honum, sem sýna hversu góður
maður hann var og hversu já-
kvæð áhrif hann hafði iðulega á
nemendur sína. Þannig sagði
frændi minn, sem var hjá honum í
Hólabrekkuskóla, að strákarnir í
hans bekk, sem gerðu kennurum
gjarnan lífið leitt m.a. með snjó-
boltakasti þegar færi gáfust,
hefðu verið fljótir að snúa við
blaðinu væru þeir kallaðir á fund
Sigurjóns skólastjóra. Var það
fyrst og fremst vegna þess að
hann talaði við þá í hreinskilni en
af velvild, sem skilaði honum
þeirra vinsemd og virðingu.
Sigurjón var mikill fjölskyldu-
maður og á þeim árum sem ég
þekkti hann fann ég vel hversu
sterk, heilsteypt og samheldin
fjölskylda hans er. Það er ekki
sjálfgefið og eiga hann og Ragn-
heiður eiginkona hans allan heið-
ur af því. Börnin þrjú, þau Ragn-
hildur, Júlíus og Ásta Sigríður,
voru honum mjög nákomin og
kom það vel í ljós þegar á reyndi
undir lokin. Fallegt var að fylgj-
ast með hvernig þau vöktu saman
hjá honum allan sólarhringinn
síðustu ævidaga hans. Ég held að
enginn geti óskað sér betri stuðn-
ings og hlýju við lífslok.
Blessuð sé minning Sigurjóns
Fjeldsted. Ég kveð hann með
söknuði. Jákvæð áhrif hans á
annað fólk munu lifa áfram í
gegnum börn hans og barnabörn.
Bolli Thoroddsen.
Sigurjón tengdafaðir minn
kvaddi í maílok eftir langan veik-
indaferil en nokkuð stuttan loka-
sprett. Ég kynntist honum sum-
arið 1998 og sá þá strax að þar fór
einstaklega sjarmerandi, tilfinn-
ingaríkur og hlýr maður. Hann
tók verðandi tengdadóttur sinni
einstaklega vel, sýndi mér aldrei
annað en virðingu og vinsemd og
þau Ragnheiður opnuðu heimili
sitt og hjarta fyrir mér.
Sigurjón var mikil félagsvera
og sögumaður, einstaklega
traustur og mikill vinur vina
sinna. Það var gaman að heyra
hann lýsa vinafundum, hvort sem
þeir höfðu átt sér stað 60 árum
áður eða fyrr þann sama dag.
Alltaf voru lýsingarnar ljóslifandi
svo mér fannst ég þekkja fólkið
sem hann lýsti, hvort sem það
voru gamlir vinir úr Melaskóla,
frá Danmerkurárunum, Brekku-
sels-uðinu eða af Grensás.
Sigurjón var með einstakt
minni og sagði skemmtilega frá
með fallegu röddinni sinni. Hann
lagði mikið upp úr því að tala
góða íslensku og ég kom aldrei að
tómum kofanum hjá honum þeg-
ar ég vildi ræða merkingu orða-
tiltækis eða uppruna málsháttar.
Barnabörnin elskuðu þennan
hlýja, mjúka, djúpraddaða afa
sem var svo gott að sitja í fanginu
á þegar þau voru lítil. Síðar
kenndi hann þeim að gera bestu
skutlur í heimi. Mér eru sérstak-
lega minnisstæðar heimsóknir
hans til okkar þegar við bjuggum
í Árósum, hvað hann naut þess að
upplifa námsmannalífið í Dan-
mörku og leika við elsta barna-
barnið sitt og nafna. Við Sigurjón
áttum það sameiginlegt að finn-
ast gott að borða góðan mat og
deildum dálæti á illa lyktandi ost-
um. Gamli Óli og fleiri félagar
hans fylltu því ísskápinn okkar
meðan hann var í heimsókn og ég
naut góðs af því. En þrátt fyrir að
Sigurjón væri mjög alþjóðlegur
og nyti sín einna best á ferðalög-
um erlendis var hann líka með
mjög þjóðlegan matarsmekk.
Þannig voru svið eða sviðasulta
nokkuð oft í matinn hjá þeim
hjónum á síðustu árum og eina
skiptið sem honum var neitað um
eitthvað á líknardeildinni var
þegar hann óskaði eftir því að fá
signa grásleppu í matinn. Ég sé
hann fyrir mér núna í drauma-
landinu að gæða sér á þjóðlegu
góðgæti ásamt pabba mínum
heitnum sem kvaddi rétt á undan
Sigurjóni.
Ég kveð Sigurjón með sorg í
hjarta en þakklæti fyrir minning-
ar um góðan mann.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
(Hannes Pétursson)
Áslaug Salka Grétarsdóttir.
Þegar ég heyrði af andláti
Búdda, en það gælunafn notuðu
hans nánustu ættingjar og vinir,
reikaði hugur minn aftur um rúm
50 ár til þess tíma er ég dvaldist
sumarið 1968, þá tíu ára gömul, á
Egilsstöðum hjá honum og föð-
ursystur minni Ragnheiði. Ég
var þeirrar ánægju aðnjótandi að
verja með þeim yndislegu og sól-
ríku sumri. Þau reyndust mér
mjög vel og eru ýmsar góðar og
fallegar minningar sem koma
upp í huga minn frá þeim tíma.
Ég og Ragnheiður frænka höfum
verið mjög nánar, en hún hafði
oft passað mig þegar ég var smá-
barn, og var því komið að mér að
endurgjalda greiðann og aðstoða
hana með Ragnhildi, elstu dóttur
þeirra, sem var þá tæplega eins
árs. Ég hafði alla tíð frá því ég
man eftir mér kallað Ragnheiði
eingöngu frænku og hafði Búddi
gaman af því þegar ég síðar skrif-
aði í jólakortin til þeirra Frænka
með stóru „F“. Hann gantaðist
með það að núna væri ég end-
anlega búin að skíra hana
Frænku, sem mér fannst mjög
eðlilegt enda uppáhaldsfrænkan
mín. Frænka og Búddi leyfðu
mér að vera þátttakandi í und-
irbúningi fyrir eins árs afmælis-
veislu Ragnhildar. Frænka bjó til
púðursykurstertu sem var í
miklu uppáhaldi hjá mér, og ég
fékk leyfi til að vera plötusnúður í
veislunni og spila tónlist með
Hljómum. Það er margt sem er
Sigurjón Á.
Fjeldsted
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR,
sem lést 24. maí. Sérstakar þakkir fær
starfsfólk Deildar 3 á HSN Sauðárkróki.
Bjarni Pétur Maronsson Laufey Haraldsdóttir
Sigurlaug Helga Maronsd.
og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar