Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 21
mér minnisstætt frá þessum tíma, eins og þegar Búddi kenndi mér að beinhreinsa fisk, sem mér fannst vera mjög fagmannlega gert hjá honum. Einnig fannst mér það ævintýralegt að vera boðið með í dagsferð á Höfn í Hornafirði ásamt Ástu ömmu og Óskari afa sem voru í heimsókn á Egilsstöðum, og það að vera boð- ið til veislu á fína hótelið á Höfn var mikil upphefð fyrir tíu ára stelpu. Fjölskylda mín hefur alla tíð verið í miklum og nánum sam- skiptum við Frænku og Búdda, og börnin þeirra þrjú Ragnhildi, Júlíus og Ástu Siggu. Jóla- og áramótaboðin voru fjölmörg og nánast samfleytt á hverju ári þangað til hópurinn fór stækk- andi með fjölda nýrra barna- barna. Þá fóru boðin aðeins að fjara út vegna skorts á nægilega stóru húsnæði. Í kjölfarið urðu veitingastaðir fyrir valinu. Núna hafa bæði Búddi og mamma kvatt okkur, sem vekur mann til umhugsunar um að elsta kynslóðin er að kveðja og hversu mikilvægt það er að styrkja tengslin. Ég hugsa til hennar Frænku minnar og frændsystkina minna Ragnhildar, Júlíusar og Ástu Siggu og fjölskyldna þeirra með kærleik í hjarta, og bið Guð að gefa þeim styrk. Hvíl í friði, elsku Búddi. Ragnheiður Ásta Þórisdóttir. Kvatt hefur kær bekkjarbróð- ir minn frá námsárum okkar í Kennaraskóla Íslands. Sigurjón, sem reyndar hafði gælunafn á þessum árum, var sá bekkjar- bræðranna sem ég tengdist einna nánast. Nöfn okkar voru aftar- lega í stafrófinu og við röðuðumst ásamt Sigríði Vilhjálmsdóttur heitinni í hóp sem stundaði sam- an kennsluæfingar eins og þá tíðkuðust. Okkur var gert að skipta kennslustundum á milli okkar tvö og tvö og kenndum víða, eins og í Æfingaskóla Kenn- araskólans eins og hann hét, staðsettur í Valsheimilinu, og í Kennaraskólanum við Laufás- veg. Einnig var kennt í Ísaks- skóla og urðu í árgangi okkar óvenju margar æfingar fyrir kennaranemana þar sem við vor- um fremur fámennur árgangur. Samstarfið okkar á milli varð því umtalsvert og gönguferðir all- nokkrar niður í Valsheimilið – og okkur mjög í hag, kennaranem- unum. Okkur gekk afar vel að vinna saman, enda Sigurjón mjúkur maður í samstarfi. Ég á margar góðar minningar frá þessum tíma. Sigurjón var einkar góður vinur og einbeitti sér að kennslunni, enda hafði hann lagt tónlist sína á hilluna að mestu leyti þegar þarna var komið. Kennslan var orðin aðaláhuga- málið. Hann var á síðari hluta þessa tíma einnig farinn að taka nem- endur í einkakennslu og ég man vel þegar hann trúði mér fyrir því að hann væri nú farinn að styðja unga konu í hennar námi, og sú héti Ragnheiður. Bekkurinn okk- ar var sá síðasti sem útskrifaðist úr gamla skólanum við Laufás- veg og sá síðasti sem Freysteinn Gunnarsson, sá mæti maður, út- skrifaði. Einhverjum vikum áður en við vorum komin með kennaraskír- teinið í hendurnar fréttum við Sigurjón hvort hjá öðru að skóla- stjóri Hlíðaskóla, Magnús Jóns- son, hefði hringt í okkur bæði og boðið okkur kennslu við skólann. Við hófum því ferilinn við kennsl- una á sama degi að hausti 1962 við Hlíðaskóla í Reykjavík og urðum þar samferða um nokk- urra ára skeið. Sigurjón var mjög vinsæll kennari, og svo lá leið hans austur á Egilsstaði þar sem hann var við skólastjórn um skeið. Þangað heimsótti ég hann snemmsumars ásamt fjölskyldu minni eitt árið og ef ég man rétt var hann líka orðinn vallarstjóri eða eitthvað álíka á flugvellinum á Egilsstöðum. Nokkru síðar sást hann um árabil á skjá allra lands- manna þar sem hann sinnti þul- arstörfum með ágætum. Og skólastjóri var hann svo við Hóla- brekkuskóla um margra ára skeið. Bekkurinn okkar úr Kennara- skólanum hefur haldið hópinn, enda þótt nokkuð hafi liðið milli endurfunda. Því miður hefur Sig- urjón ekki alltaf getað verið með okkur sem var mjög miður. Við höfum þá saknað hans. Ég kveð fyrir hönd okkar bekkjarsystk- ina, við kveðjum með trega og sendum samúðarkveðjur til Ragnheiðar, barna þeirra og barnabarna. Guð geymi góðan dreng. Rúna Gísladóttir. Í byrjun september 1949 rann upp fyrsti skóladagurinn hjá sjö ára börnum í Melaskóla. Þá var raðað í bekki, mest eftir lestrar- getu. Í E-bekk voru um þrjátíu börn, og einn bekkjarfélaga okk- ar var Sigurjón Fjeldsted, ævin- lega kallaður Búddi. Kennari okkar fyrstu þrjú árin var Stefán Sigurðsson, en í tíu til tólf ára bekk kenndi Ingi Kristinsson, seinna skólastjóri Melaskóla. Við vorum 36 í tólf ára bekk haustið 1954. Melaskólinn var og er glæsilegt skólahús en umhverfi hans var öðruvísi þá en nú. Hús á Melunum voru tiltölulega ný- reist, Hagarnir að byggjast, og yfir opið svæði var að fara fyrir börn frá háskólahverfi, Ægisíðu eða Grímsstaðaholti, en þar bjó fjölskylda Búdda í litlu húsi á Þrastargötu 5. Í níu ára bekk kenndi Stefán þeim sem vildu tungumálið esperantó. Um helmingur bekkj- arins tók þátt, og var Búddi einn þeirra. Hópurinn sést á mynd á síðu 47 í Melaskólabókinni góðu. Flest kunna enn fyrstu setn- inguna í kennslubók Þórbergs Þórðarsonar: La malgranda kok- ino trovis semon. Félagslíf bekkjarins varð fljótt öflugt, en skemmtanir skóla- barna voru miklu fábrotnari þá en nú. Búddi tók mikinn þátt í því frá upphafi af þeirri ósérhlífni og prúðmennsku, blandaðri nauð- synlegri festu, sem einkenndu störf hans síðar, hvort sem var í skólamálum eða ótal öðrum fé- lagsmálum. Stutt leikrit voru sýnd á litlu jólunum, og í níu ára bekk sýnd- um við Gullna hliðið í styttri út- gáfu eftir bekkjarbróður okkar, Þorstein Gylfason. Skemmtana- og athafnalíf náði hámarki hjá strákunum í starfsemi Knatt- spyrnufélagsins Völsunga. Í skriftartímum las Stefán fyrir okkur framhaldssögur. Í níu ára bekk las hann einhverja gerð Völsungasögu sem heita mátti við hæfi barna, og þaðan er nafn fé- lagsins komið. Félagið varð fljótt einnig skemmtanafélag, og þeir sem gátu lítið í fótbolta fengu þannig að vera með. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri veitti félaginu með óformlegum hætti skika í Vatnsmýrinni, þar sem nú eru stúdentagarðar. Marksteng- ur voru keyptar í Völundi, og þeir sterkustu báru þær þaðan á völl- inn okkar. Foreldrar Búdda, Júlíus og Sigríður, gáfu félaginu stengurn- ar. Völsungar höfðu eigin búning, hvítar buxur og grænar treyjur, sem mæður liðsmanna saumuðu. Enginn minnist þess að Völs- ungar hafi nokkru sinni tapað leik. Félagið hélt einnig jóla- skemmtanir sem bragur var yfir, og í tólf ára bekk var Þróttar- bragginn við Ægisíðu tekinn á leigu. Við vorum fyrsti bekkurinn, sem Ingi Kristinsson kenndi, og einstaklega náið samband mynd- aðist milli Inga og barnanna. Frá 1975 til 2005 kom gamli E-bekk- urinn saman á fullnaðarprófsaf- mælum á tíu ára fresti, og þá var Ingi heiðursgestur. Búddi mætti þegar hann kom því við. Vera má að Ingi hafi verið honum fyrirmynd í starfi. Eftir lát Inga 2015 hittist kjarni bekkj- arins nokkrum sinnum í kaffi með Búdda. Þá hafði heilsu hans hrakað, og hann átti erfitt með mál og hreyfingar. Aldrei heyrð- ist hann kvarta, hann bar sig vel og var ævinlega glaður og reifur. Við bekkjarsystkinin vottum fjöl- skyldu Sigurjóns Á. Fjeldsted einlæga samúð okkar. F.h. bekkjarsystkina í 12 ára E í Melaskóla 1955, Baldur Símonarson, Garðar Gíslason og Ólafur Davíðsson. Fallinn er frá Sigurjón Fjeld- sted, fyrrverandi skólastjóri Hólabrekkuskóla. Fyrstu kynni okkar Sigurjóns voru vorið 1975 er ég kom í þenn- an nýja skóla í Breiðholtinu sem þá var enn í byggingu og að ljúka sínu fyrsta skólaári. Ég kom þangað í þeim erindagjörðum að sækja um kennarastöðu. Kennar- ar skólans sátu allir á kennara- stofunni sem þá var staðsett í einni kennslustofunni en skóla- stjórinn hafði einnig skrifstofu sína þar. Sigurjón stóð upp frá hópnum og gaf sig á tal við mig en sagði að það stæði ekki vel á ein- mitt núna þar sem hann væri að kveðja kennarana. Hann gaf sér þó tíma og bauð mér inn á skrif- stofuna sína. Þetta var afdrifarík heimsókn því að ég var ráðin kennari þarna á staðnum. Ekki óraði mig fyrir því þá að ég ætti eftir að taka við stöðu aðstoðar- skólastjóra (yfirkennari hét það á þessum tíma) við Hólabrekku- skóla aðeins fjórum árum síðar. Hólabrekkuskóli var í örum vexti á þessum árum og var um árabil einn stærsti grunnskólinn á landinu með yfir 1.000 nemend- ur. Um tíma tók Hólabrekkuskóli við öllum nemendum úr Breið- holtinu í 9. bekk, en þá var ekki skólaskylda nema upp í 8. bekk. Það má því nærri geta að mikið var að gera á þessum fyrstu árum skólans. Okkur Sigurjóni gekk vel að starfa saman og enda þótt við værum ekki alltaf sammála um alla hluti gátum við alltaf rætt málefnin og komist að sameigin- legri niðurstöðu. Þarna voru líka starfandi hörkuduglegir kennar- ar sem voru í starfinu af lífi og sál. Sigurjón treysti sínu fólki vel og fékk það nokkuð frjálsar hendur í starfi sem gerði það að verkum að starfsandinn í skólan- um var mjög góður. Það var ein- mitt eitt af því fyrsta sem Sig- urjón talaði um við kennarana við ráðningu að hann legði mikla áherslu á samvinnu kennaranna og góðan starfsanda. Ég starfaði með Sigurjóni sem yfirkennari Hólabrekkuskóla til haustsins 1991 er ég tók við stöðu skólastjóra í Húsaskóla sem þá var nýr skóli. Á þessum árum lærði ég margt sem ég gat nýtt og tekið með mér yfir í nýja skólann. Sig- urjón gantaðist stundum með það á skólastjórafundum að hann menntaði nýja skólastjórnendur fyrir Reykjavíkurborg í Hóla- brekkuskóla. Það má segja að hann hafi haft nokkuð til síns máls því að við vorum nokkuð mörg bæði skólastjórar og að- stoðarskólastjórar í Reykjavík sem höfðum verið kennarar hjá Sigurjóni. Eitt sinn eftir að Sigurjón lét af störfum í Hólabrekkuskóla og var kominn á eftirlaun vantaði mig kennara tímabundið í dönsku í Húsaskóla. Ég hafði samband við Sigurjón og bjargaði hann málum og tók að sér þessa kennslu. Samband okkar hjónanna við Sigurjón og Ragnheiði hélst alla tíð þótt það hafi einungis verið í formi jólakorta síðustu árin. Kæra Ragnheiður og börn, við Guðbjörn sendum ykkur innileg- ar samúðarkveðjur og megið þið öðlast styrk á þessum erfiðu tímamótum. Valgerður Selma Guðnad. Blandon. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 ✝ Grétar Þorgils-son, skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fæddist 19. mars 1926 á Heiði í Vestmannaeyjum. Hann lést 31. maí 2020 á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Foreldrar Grétars voru Þorgils Guðni Þorgilsson, f. 2. desember 1885, d. 30. desember 1965, og Lára Kristmundsdóttir, f. 18. nóvember 1896, d. 23. janúar 1957. Árið 1950 kvæntist Grétar eftirlifandi konu sinni, Þórunni Pálsdóttur. Foreldrar hennar voru Páll Sigurgeir Jónasson, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951, og Þórsteina Jóhanns- dóttir, f. 22. janúar 1904, d. 23. nóvember 1991. Þau bjuggu í Þingholti í Vestmannaeyjum. Börn Grétars og Þórunnar eru: 1) Þorsteina, f. 5. apríl 1950, maki Ómar Garðarsson, f. 17. september 1949. Börn þeirra eru: a) Grétar, f. 25. júlí 1969, maki Jóna Björk Grétarsdóttir. Börn þeirra eru Margrét Björk og Grétar Þorgils. Fyrir átti Grétar Sindra Þór og Jóna Björk Kristínu Sólveigu Kor- máksdóttur. Uppeldisdóttir þeirra er Eva María Jónsdóttir. Hennar börn eru Bríet Björk og Brynjar Ingi. b) Berglind, f. 31. október 1971, maki Sig- urgeir Þorbjarnarson. Þeirra Ari Steindórsson. Sonur Láru Huldar er Arnar Orri Eyjólfs- son og unnusta hans er Harpa Káradóttir. 6) Sindri Þór, f. 28. apríl 1970. Kona hans er Sæ- finna Ásbjörnsdóttir. Börn þeirra eru Grétar Þór, Sara og Aron Ingi. 7) Fyrir átti Grétar Guðbjörgu, f. 12. maí 1948. Maður hennar er Örn Thor- stensen. Börn þeirra eru a) Anný Berglind, f. 29 desember 1971, maki Halldór Elvarsson. Þeirra synir eru Andreas Hilm- ir, Nökkvi Freyr, Elvar Örn og Fjölnir Logi. b) Bergþór Oli- vert, f. 8. ágúst 1979. Maki Hrefna Jónsdóttir. Þeirra dæt- ur eru Katrín Ebba og Matt- hildur Guðný. c) Egill Björn, f. 28. desember 1987, maki Þóra Kristín Gunnarsdóttir. Grétar byrjaði á sjó 16 ára sem varð hans starfsvettvangur alla tíð síðan. Hann fór í Stýri- mannaskólann 1957, eftir það var hann stýrimaður og skip- stjóri á bátum. Árið 1967 keypti hann Gylfa VE og gerði hann út til ársins 1979. Síðast var Grétar á Herjólfi. Grétar var vel liðinn hvar sem hann kom og bera allir sem voru með honum á sjó vel söguna. Hann var heiðraður fyrir störf sín til sjós á sjómannadaginn 1996. Mikil tónlist var á æskuheimilinu og var Grétar maður gleði og söngs. Nutu margir þess að hlusta á þennan kröftuga ten- ór, hvort sem Grétar var að baða börnin eða á samkomum. Útför Grétars fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 12. júní 2020, klukkan 14. börn eru Ómar Smári og Ari. c) Karólína, f. 6. júlí 1976. Dóttir henn- ar er Victoría Ísól. d) Vigdís Lára, f. 29. apríl 1981. 2) Páll Sigurgeir, f. 1. mars 1951, maki Herdís Kristmannsdóttir. Börn þeirra eru: a) Arnheiður f. 4. september 1971, gift Eiríki Arnórssyni. Börn þeirra eru Svanhildur, Páll og Herdís. b) Daði, f. 3. apríl 1975, giftur Þóru Hrönn Sigurjónsdóttur. Börn þeirra eru Óliver og Sunna. c) Þórunn, f. 6. maí 1979, maki Stefán Jónsson. Börn þeirra eru Aron og Kári. 3) Gunnar Þór, f. 15. janúar 1953, maki Jósebína Ósk Fann- arsdóttir, f. 27. maí 1966. Börn Gunnars eru a) Rósa, f. 7. apríl 1979. Hennar maki er Valgeir Yngvi Árnason, Þeirra börn eru Viggó og Mía Mekkín. b) Sigrún Arna, f. 24. ágúst 1985. Hennar maki er Halldór Ingi Guðnason. Börn þeirra eru Guðni Þór og Breki Þór. c) Íris Huld, f. 1. nóvember 1989. Hennar börn eru Gunnar Páll og Sara Huld. 4) Margrét Íris, f. 25. desember 1954. Maki Ein- ar Hallgrímsson. Barn þeirra er a) Bryndís, f. 31 mars 1977. Maki Einar Björn Árnason. Börn þeirra eru Margrét Íris, Dagur og Sunna. 5) Lára Huld, f. 8. júlí 1957. Maður hennar er Hlýja, dugnaður og einstök atorkusemi kemur upp í hug- ann þegar við minnumst pabba og afa Grétars. Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki kíkt við í kaffisopa og spjallað um daginn og veginn, því honum fannst svo sannarlega gaman að fylgjast með og fá fréttir af hvernig gengi á sjónum og hvað væri um að vera hjá barnabörnunum. Margar minningar koma upp í hugann hjá krökkunum eins og þegar farið var í mínígolf með afa, fjallgöngu, sungið saman úr vísnabókinni og bíl- túra þar sem boðið var upp á grænan tópas. Það á eftir að verða skrýtið að halda jól og áramót í Hátúni án þess að hafa þig hjá okkur en við vitum að nú ertu kominn í sumarlandið þar sem þér líður vel og getur sungið eins og þér einum var lagið. Við viljum þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyja fyrir einstaka hlýju og umönnun síðustu vikurnar. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Sindri Þór, Sæfinna, Grétar Þór, Sara og Aron Ingi. Áfram veginn í vagninum ek ég inn í vaxandi kvöldskuggaþröng. Ökubjöllunnar blíðróma kliður hægur blandast við ekilsins söng. Og það ljóð, sem hann ljúflega syngur, vekur löngun og harmdögg á brá. Og það hjarta, sem hert var og dofið, slær nú hraðar af söknuði og þrá. Og ég minnist frá æskunnar stundum, hversu ástin í hjarta mér brann, meðan saman við sátum þar heima þegar sól bak við háfjöllin rann. Nú er söngurinn hljóður og horfinn, aðeins hljómar frá bjöllunnar klið. Allt er hljótt yfir langferða leiðum þess er leitar að óminni og frið. (Freysteinn Gunnarsson) Ég kveð þig með söknuð í hjarta elsku pabbi, takk fyrir allar okkar dýrmætu stundir í gegnum tíðina. Þín dóttir, Lára Huld. Fólk sem fætt er á þriðja áratug síðustu aldar og kveður okkur núna hefur lifað tímana tvenna og haft stórt hlutverk í að byggja upp það samfélag sem við Íslendingar þekkjum í dag. Einn þeirra er tengdafaðir minn Grétar Þorgilsson, Vest- mannaeyjum, sem borinn er til grafar í dag. Fólk af þessari kynslóð vissi að til að ná ár- angri þurfti að hafa fyrir hlut- unum og að lífið gengur í bylgj- um. Grétar ólst upp í Vestmanna- eyjum og var í sveit í Öræf- unum sem unglingur, hvoru tveggja eyjar í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Í sveit- inni veiktist hann heiftarlega og eftir að hafa legið milli heims og helju í viku eða tvær var hann fluttur yfir fljót og sanda á kviktrjám milli tveggja hesta áður en hann komst í bíl. Tók ferðin til Reykjavíkur í allt tvo daga. Hann komst til heilsu en frá því þetta gerðist hefur allt breyst í Öræfunum og Vest- mannaeyjum. Sextán ára kemur Grétar til Vestmanneyja alkominn og byrjar strax á sjó. Á fyrstu árunum lendir hann í fyrsta og eina skiptið á löngum sjómannsferli í sjávar- háska. Lagt var upp í góðu veðri en fljótlega gerir kolvit- laust veður. Þeir lenda í hafvillum og eru sambandslausir í tvo sólar- hringa. Voru jafnvel taldir af. Hann dáðist að þeim sem stýrðu bátnum heilum í höfn og seinna var hann kominn í hóp öflugra skipstjóra í Vestmanna- eyjum. Þessar sögur fylgja hér til að bregða upp mynd af því sem mótaði þessa kynslóð. Kallaði ekkert ömmu sína og á svo mikla virðingu skilið. Verðugir fulltrúar eru tengda- foreldrarnir, Þórunn Pálsdóttir og Grétar. Hún stýrði stóru heimili af skörungsskap og hann sótti sjóinn, fór í Stýri- mannaskólann, var stýrimaður og skipstjóri á nokkrum bátum áður en hann fór sjálfur í út- gerð. Allt gerði hann vel en hafði sinn takt í öllu. Hann var sögu- maður og minnið ótrúlegt, al- veg til þess síðasta. Grétar hafði skarpa sýn á menn og málefni og var óhræddur að láta skoðanir sín- ar í ljós. Þoldi ekki óréttlæti og gustaði af honum þegar honum var misboðið. Hann var líka stríðinn og hafði lag á að ná mönnum upp þegar sá gállinn var á honum. Grétar fékk í vöggugjöf ein- staka söngrödd og hennar nutu margir á góðri stund. Nágrann- arnir minnast þess þegar Grét- ar var að baða börnin og sterk tenórröddin hljómaði um ná- grennið. Þá fóru konur út á tröppur til að njóta betur. Í söngnum birtist gleðimað- urinn Grétar sem á mannamót- um var manna skemmtilegast- ur. Söngurinn var hans stóra áhugamál og stóru tenórarnir hans menn. Sóttust margir eftir að taka með honum lagið á þjóðhátíðum og í Höllinni sem þá var að- alskemmtistaður Eyjanna. Grétar hefur starfað með mörgum um ævina og komist vel af við þá flesta. Sjálfur sagðist hann einhvern veginn svoleiðis gerður að eiga mjög gott með að lynda við fólk. Þeir sem voru með honum á sjó bera honum allir vel söguna. Hann var kletturinn í fjöl- skyldunni, tók öllu með ró og yfirvegun og sagði sögur. Það eru forréttindi fyrir afkomend- ur og hana Tótu að hafa notið hans þetta lengi. Hans verður sárt saknað en margs er líka að minnast. Blessuð sé minning mikils höfðingja. Ómar Garðarsson. Grétar Þorgilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.