Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 50 ára Ingi er Skaga- maður en býr í Reykja- vík. Hann er tölvunar- fræðingur frá HÍ og er teymisstjóri á Miðstöð rafrænna heilbrigðis- lausna hjá landlækni. Maki: Auður Jóhann- esdóttir, f. 1975, rekur verslunina Kokku ásamt fjölskyldu sinni. Börn: Saga, f. 2002, Jóhanna Helga, f. 2004, Halla Guðrún, f. 2009, og Árni Steinar, f. 2012. Foreldrar: Ingi Steinar Gunnlaugsson, f. 1947, fv. skólastjóri, og Helga Guð- mundsdóttir, f. 1947, fv. bréfberi, búsett á Akranesi. Ingi Steinar Ingason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir að reyna að sjá fegurðina í hversdagslegum hlutum. Ekki reyna að kristna þá sem verða á vegi þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Alls konar tækifæri til aukinnar mennt- unar og ferðalaga eru í spilunum. Jafnvel verstu óvinir þínir fá tækifæri til þess að koma saman og í friði og ná hagstæðum samningum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt verkið virðist erfitt skaltu ekki bakka. Settu þér það markmið að sýna þol- inmæði og kurteisi í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Annríki þitt kallar á tíma fyrir slökun. Taktu hlutina í þínar hendur og gerðu þær leiðréttingar sem tryggja afkomu þína. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú verður að leggja þig allan fram til þess að geta staðið við allar þínar skuldbind- ingar. Gerðu þér því far um að kynna þér mál- in sem ítarlegast áður en þú tekur afstöðu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er lag til að koma hugmyndum þínum á framfæri. Núna er tími til að gera breytingar til hins betra. Allt á sér sinn stað og sína stund. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er allt á ferð og flugi í kringum þig og þú ættir bara að láta það eftir þér að taka þátt í leiknum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það léttir lífið að slá á létta strengi en mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Láttu til skarar skríða en gættu þess þó að fara ekki of hratt yfir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að deila velgengni þinni með þeim sem standa þér næst. Vertu hvergi smeykur því þú hefur alla burði til að vinna verkið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er dagurinn sem þú hefur beðið eftir til þess að hefjast handa við nýtt verkefni. Gerið fyrst kröfur til ykkra sjálfra áð- ur en þið spyrjið hvað aðrir geti gert fyrir ykk- ur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til að koma hlut- unum þannig fyrir að þú getir verið ánægður með útkomuna. Klisjum hættir til þess að vera sannar, þannig verða þær að klisjum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur ákveðna hugmynd um hvernig siðsamt og hamingjuríkt líf eigi að vera. Ekki einblína á það sem gengur illa heldur það sem gengur vel. að gefa ungum efnilegum tónlistar- mönnum tækifæri til að koma fram. Elísabet hefur komið fram víða um heim, bæði með sinfóníuhljóm- sveitum og smærri hópum. Hún hefur leikið með Caput-hópnum frá stofnun og með Kammersveit Reykjavíkur um árabil. „Kammer- tónlist er mjög mikilvægur hluti af starfi mínu og m.a. leik ég í fiðlu- og hörpudúói með Laufeyju Sig- urðardóttur, selló- og hörpudúói með Gunnari Kvaran og í tríói með Björgu Þórhallsdóttur sópran og Himari Erni Agnarssyni orgelleik- ara.“ Elísabet hefur þrívegis fengið boð um að spila á World Harp Congress, 1993, 2008 og 2020. „En Að loknu píanókennaranáminu fór Elísabet til framhaldsnáms í hörpuleik við Konunglega kons- ervatoríið í den Haag, Hollandi þar sem kennari hennar var Edward Witsenburg. Hún hlaut námsstyrk frá hollenska ríkinu árið 1984, út- skrifaðist með hörpukennarapróf 1985 og einleikarapróf 1987. Hún er fyrsti Íslendingurinn, sem er borinn og barnfæddur hér á landi, til að útskrifast úr hörpunámi. Stuttu eftir útskrift var dúó Elísabetar og flautuleikarans Pet- ers Verduyns Lunels tekið inn í Young Musician-stofnunina í Hol- landi. YM, undir verndarvæng Ye- hudis Menuhins, hafði að markmiði E lísabet Waage fæddist 12. júní 1960 í Reykjavík og ólst upp á Háaleitisbrautinni. Hún æfði samkvæm- isdansa þegar hún var krakki og fór svo að stunda djassballett á unglingsárunum og allt þar til hún eignaðist son sinn. Tónlist var allt um kring hjá Elísabetu á æskuárunum enda faðir hennar í Sinfóníuhljómsveit Íslands og mamma hennar í Þjóðleikhús- kórnum. „Ég heyrði því allt sem var að gerast í Þjóðleikhúsinu og mér fannst ótrúlega gaman að fara á hljómsveitaræfingar með pabba. Man eftir mér dansandi milli bekkj- anna og svo vínarbrauði með körl- unum í hléinu. Þegar pabbi var að spila í Bandaríkjunum og við fjöl- skyldan fórum með út var erfitt að að draga mig frá æfingunum þegar mamma vildi fá mig út í sólina.“ Fleiri í fjölskyldunni voru í tónlist- inni, en föðuramma hennar var systir Maríu Markan. „Amma hafði ekki síðri rödd en María, en hún var eldri og byrjaði snemma að búa. Ég man varla eftir fjölskyldu- boðum þar sem þær voru ekki að syngja, gjarnan í töluverðri sam- keppni hvor við aðra.“ Elísabet gekk í Álftamýrarskóla og tók landspróf í Ármúlaskóla. Hún varð stúdent frá MH 1979 á nýmála- og tónlistarbraut og varð dúx. „Ég söng í Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð og lærði mikið af Þorgerði Ingólfsdóttur. Halldór Haraldsson kenndi mér á píanó frá átta ára aldri og þar til ég útskrifaðist með píanókennara- próf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1982. Monika Abendroth kenndi mér á hörpu hér á landi. Ég byrjaði þegar ég var þrettán ára, en það hefði ekki getað gerst nema af því pabbi var í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Það var ekki boðið upp á hörpunám en ég hafði séð þátt í sjónvarpinu með Leonard Bern- stein þar sem spilað var á hörpu og þetta kveikti í mér. Pabbi vissi af einhverju hörpuskrifli í kjallaranum í Háskólabíói og ég fékk að nota það.“ þinginu í ár var frestað til 2021 og munu sex hörpuleikarar héðan flytja íslenska sextetta.“ Elísabet hefur verið kennari við Tónlistar- skóla Kópavogs, þar sem hún býr, frá árinu 2002 en fram að því bjó hún í Hollandi. Fjölmörg tónskáld hafa samið tónverk fyrir Elísabetu, einleik, kammertónlist og konserta. „Það er mikill heiður að tónskáld hafi samið fyrir mig. Harpan þróaðist seint og því eru göt í tónbókmenntunum. Þar af leiðandi spila hörpuleikarar mikið af nýrri tónlist eða frá lokum 19. aldar þegar hljóðfærið var kom- ið í það form sem það er í dag. En ég leik líka oft eldri verk sem sam- in voru fyrir önnur hljóðfæri og vel þá verk sem hæfa hörpunni.“ Elísabet hefur gert margar upp- tökur fyrir Ríkisútvarpið og -sjón- varpið og hljóðritað fjölda geisla- diska. Þeirra á meðal eru diskar með Peter Verduyn Lunel flautu- leikara, Gunnari Kvaran sellóleik- ara og Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara. Með Graduale Nobili kom út diskurinn A Ceremony of Carols sem fékk afar góðar um- sagnir í BBC Music Magazine og Fanfare Magazine auk þess að vera tilnefndur til Íslensku tónlistar- verðlaunanna 2013, en á diskinum fer harpan með mikilvægt hlutverk; m.a. þrjá einleikskafla. „Ég nýt þess að sækja tónleika Elísabet Waage hörpuleikari – 60 ára Samstarfsfólk Laufey, Björg, Elísabet og Gunnar eftir tónleika sem Elísabet hélt í tilefni fimmtugsafmælis síns. Tónlistin er allt um kring Börnin Enar Kornelius og María Sól- ey í Amsterdam fyrir þremur árum. Hörpuflutningar Elísabet og kenn- ari hennar, Edward Witsenburg. 40 ára Janus er Reykvíkingur, ólst upp í Vogahverfinu en býr í Vesturbænum. Hann er framleiðslu- stjóri á Viðskipta- blaðinu. Maki: Heiða Björg Pálmadóttir, f. 1979, forstjóri Barna- verndarstofu. Dætur: María Sveinbjörg, f. 2011, og Soffía Margrét, f. 2015. Foreldrar: Sigurjón Egilsson, f. 1954, ritstjóri, búsettur í Kópavogi, og María Friðjónsdóttir, f. 1954, skrifstofumaður hjá Syslumanninum á höfuðborgar- svæðinu, búsett í Reykjavík. Janus Sigurjónsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.