Morgunblaðið - 12.06.2020, Page 27

Morgunblaðið - 12.06.2020, Page 27
Morgunblaðið/Árni Sæberg titlum. Eins verður áhugavert að sjá hann yfirfæra hugmyndafræði sína í fótbolta yfir á mun betri leikmanna- hóp en hann hafði áður til umráða. Þá þarf Óskar að hitta á hárrétta blöndu af árangursríkri og áferðar- fallegri knattspyrnu. Hann er með nóg af mönnum í hópi sínum sem kunna að fara vel með boltann, og eiga að geta matað danska skriðdrekann Thomas Mikkelsen sem ætti að fá næga þjónustu í sumar til að vera sterkur kandídat í markakóng deildarinnar. Ásamt því að Höskuldur Gunn- laugsson, Gísli Eyjólfsson og Guðjón Pétur Lýðsson kunna allir ágætlega þá list að skora mörk. Virkar uppskriftin aftur? KR-ingar þóttu ekki sérstakir meistarakandídatar fyrir síðasta tímabil og þrátt fyrir yfirburðasigur þeirra á Íslandsmótinu 2019 og nán- ast óbreytt lið virðast sárafáir telja þá líklega til sams konar afreka á þessu keppnistímabili. Að sjálfsögðu er allsendis óvíst að sama uppskriftin virki tvö ár í röð hjá Rúnari Kristinssyni. Honum var legið á hálsi í fyrra fyrir að vera með of gamalt lið og nú eru gömlu menn- irnir orðnir ári eldri. Þeir yngri reyndar líka. En gríðarlega sterk liðsheild, sem náði til tuttugu samstilltra leik- manna, þar sem Óskar Örn Hauks- son og Kristinn Jónsson blómstruðu sérstaklega var grunnurinn að sigri KR. Það er ekki víst að Rúnar nái að halda þeim sem minna spila í hópn- um jafn ánægðum tvö ár í röð. Í fyrra kom einn ungur leikmaður óvænt inn í liðið, Finnur Tómas Pálmason, og skipaði sér í hóp bestu miðvarða deildarinnar. Í ár gæti miðjumaðurinn tvítugi Stefán Árni Geirsson leikið sama leik og brotið sér leið inn í liðið eftir góða frammi- stöðu með Leikni R. sem lánsmaður í fyrra. KR mun ekki leika áferðarfallega knattspyrnu – ef leiftrandi tilþrif Óskars og Kristins eru undanskilin – en árangursríka. Atli Sigurjónsson gæti reyndar hæglega bæst í hóp skemmtikraftanna. Leikmenn KR kunna kúnstina að vinna fótbolta- leiki og fyrir vikið verða þeir ekki auðunnir frekar en í fyrra. En það verður erfiðara að vinna meistaratit- ilinn aftur. Eru FH-ingar vanmetnir? Einhverra hluta vegna eru FH- ingar ekki taldir með í vangaveltum um verðandi Íslandsmeistara. Flest- ir gera ráð fyrir að þeir verði fyrst og fremst í baráttu við Stjörnuna og Víking um Evrópusæti. En ætti lið með þá reynslu og gæði sem eru til staðar í hópnum hjá Ólafi H. Kristjánssyni ekki að geta endað í einu af þremur efstu sæt- unum? Það sem helst gæti staðið FH-ingum fyrir þrifum er skortur á breidd, því þeir mega ekki við því að verða fyrir miklum skakkaföllum á komandi tímabili. Baldur Sigurðsson og Daníel Haf- steinsson koma á miðjuna fyrir Dav- íð Þór Viðarsson og Brand Olsen og verða þar við hlið Björns Daníels Sverrissonar, en annars verður byrjunarlið FH svipað og á síðasta tímabili. Hörður Ingi Gunnarsson eykur samkeppnina á vinstri vængn- um. En Kristinn Steindórsson, Cé- dric D’Ulivo og Jákup Thomsen eru farnir og það ætti að opna dyrnar fyrir yngri leikmönnum í Kapla- krika. Þar ætti helst Þórir Jóhann Helgason að láta meira að sér kveða, en þar er efnilegur miðjumaður á ferð. Með Steven Lennon, Atla Guðna- son, Morten Beck Guldsmed og Jón- atan Inga Jónsson í fremstu víglínu eru FH-ingar alltaf líklegir til að skora mörk. Í fyrra var vandamálið hins vegar hve mörg þeir fengu á sig. Takist Ólafi að loka betur fyrir þann leka getur FH-liðið náð langt í ár. Lakasti árangur frá 2012? Gangi spáin eftir og Stjarnan end- ar í fimmta sætinu í ár verður það lakasti árangur Garðabæjarliðsins í deildinni frá árinu 2012, en jafn- framt yrði Stjarnan tíunda árið í röð í hópi fimm bestu liða landsins. Lið Stjörnunnar er mjög lítið breytt frá því í fyrra en þjálfara- teymið er tvíeflt þar sem Ólafur Jó- hannesson er kominn við hlið Rún- ars Páls Sigmundssonar. Það verður afar áhugaverð samvinna. Stjarnan hefur endurheimt markahæsta mann sinn í efstu deild, Halldór Orra Björnsson, í stað Bald- urs Sigurðssonar fyrirliða, og fær Emil Atlason í sóknarleikinn í stað Guðmundar Steins Hafsteinssonar. Björn Berg Bryde er kominn eftir lánsdvöl hjá HK og eykur breiddina í vörninni. Liðið byrjar mótið án Þórarins Inga Valdimarssonar, sem sleit krossband um mitt síðasta tímabil. Mikil reynsla er í hópi Garðbæ- inga og það er útilokað að afskrifa þá í baráttunni um efstu sæti deildarinnar. Fimm leikmenn eru eftir úr meistaraliðinu frá 2014, ásamt Rúnari þjálfara. Í fyrra missti Stjarnan naumlega af Evrópusæti og þar réð úrslitum að Rúnari og mönnum hans tókst ekki að vinna leik gegn neinu af hinum liðunum sem voru í fimm efstu sætunum. Það þarf að breytast, ætli Stjörnumenn sér ofar. Þurfa að taka stór skref Eru Víkingar á leið í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn í ár? Arnar Gunnlaugsson þjálfari hefur ekki hikað við að lýsa því yfir að hans strákar séu klárir í þann slag og ljóst er að metnaðurinn í Foss- voginum er mikill eftir sigurinn í bikarkeppninni í fyrra. Arnar hefur byggt upp skemmti- legt lið þar sem jaxlarnir Kári Árna- son, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson eiga að sjá til þess að halda mörkum mótherjanna í lág- marki, ásamt því að Ingvar Jónsson er kominn í markið. Þórður Ingason er áfram með og mun veita Ingvari harða keppni. Hörku markvarðapar þar á ferð. Síðan eru það ungu strákarnir á miðjunni og í framlínunni sem þurfa að taka stóra skrefið og sýna að þeir séu tilbúnir í að skáka liðum á borð við Val, Breiðablik og KR. Þar sakna Víkingar Guðmundar Andra Tryggvasonar, og líka Kwame Quee sem var drjúgur sem lánsmaður seinnihlutann í fyrra. Nú þarf Óttar Magnús Karlsson að láta heldur betur til sín taka og festa sig í sessi sem einn besti fram- herji deildarinnar. Það verður hins vegar ekki nóg, nokkrir af hinum þurfa að hætta að vera efnilegir og verða góðir á þessu tímabili ef Vík- ingar ætla sér að fara lengra en í sjötta sætið sem þeim er spáð.  Leikmannahópa liðanna sex og allar breytingar á liðunum má sjá á mbl.is/sport. Íslandsmeistarar 2020 ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020  Ítalska knattspyrnufélagið Bologna hefur fest kaup á 17 ára gömlum sóknarmanni úr HK, Ara Sigurpáls- syni, og lánar hann aftur til Kópavogs- félagsins þannig að hann leikur með því á komandi keppnistímabili. Ari, sem lék tvo fyrstu leiki sína í efstu deild með HK síðasta haust og varð þá yngsti leikmaðurinn til að spila með félaginu í deildinni, hefur leikið 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var í láni hjá Bologna í vetur og spilaði með U17 ára liði félagsins þar sem hann skoraði fjögur mörk og átti átta stoðsendingar í tólf leikjum.  Fylkir hefur styrkt enn frekar hóp- inn fyrir baráttuna á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu í sumar og feng- ið til sín varnarmanninn Kolbrúnu Tinnu Eyjólfsdóttur frá Stjörnunni. Kolbrún Tinna er tvítug og á að baki sex ár í meistaraflokki með Fjölni, Haukum og Stjörnunni. Hún hefur leik- ið 23 leiki í efstu deild og skorað eitt mark og þá á Kolbrún að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.  Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við tvo erlenda leikmenn. Þær heita Ivana Raickovic og Lara Zidek og koma báðar frá Førde IL í Noregi. Ivana er 19 ára gömul og kemur frá Svartfjallalandi. Hún er efnilegur línu- maður sem hefur verið viðloðandi U-21 landslið Svartfellinga. Lara er 23 ára gömul skytta frá Króatíu. Selfoss leik- ur í næstefstu deild en liðið var nálægt því að komast upp í efstu deild á síð- asta Íslandsmóti. Miðað við þessi tíð- indi virðist liðið til alls líklegt.  Knattspyrnukonan Eygló Þor- steinsdóttir er gengin til liðs við Hauka, en þetta kemur fram á heima- síðu félagsins. Eygló skrifar undir eins árs samning við og kemur til Hauka frá uppeldisfélagi sínu Val en hún lék sem lánsmaður með HK/Víkingi í úrvals- deildinni á síðustu leiktíð. Eygló á að baki sextán leiki í efstu deild og þá á hún að baki níu leiki fyrir yngri landslið Íslands en hún er fædd árið 2000. Þá hefur Birna Kristín Ei- ríksdóttir skrifað undir lánssamning við Hauka sem gildir út þetta tímabil en hún kemur til félagins frá Fylki. Birna á að baki átta leiki í efstu deild með uppeldisfélagi sínu Fylki.  Efnilegasti leikmaður Íslandsmóts- ins í körfuknattleik 2018-2019, Birna Valgerður Benónýsdóttir, mun færa sig um set í Bandaríkjunum næsta vetur. Birna er í Bandaríkjunum í námi og skiptir nú um skóla. Hún var síð- asta vetur í Arizona en verður í New York-ríki næsta vetur. Mun hún leika með Binghamton Bearcats í háskóla- körfuboltanum, NCAA, getur leikið þrjú tímabil þar. Þar leikur einnig Há- kon Örn Hjálmarsson sem lék áður með ÍR hér heima. Birna lék með Keflavík áður en hún hélt utan og hefur leikið með öll- um landsliðum Íslands. Beth- ann Shapiro Ord, þjálfari Binghampton, segir Birnu nýt- ast liðinu vel í teign- um en hún sé auk þess mjög fjöl- hæfur leik- maður. Eitt ogannað Ekki virtust kylfingarnir ryðgaðir þegar PGA-mótaröðin í golfi fór af stað á nýjan leik í gær. Fyrsta mót- ið í þrjá mánuði, Charles Schwab Challenge, hófst í Texas í Banda- ríkjunum en án áhorfenda. Ólympíumeistarinn Justin Rose og Harold Wagner III eru efstir á frábæru skori. Þeir léku á 63 högg- um og voru á sjö höggum undir pari Colonial-vallarins. Fjórir kylfingar skiluðu inn skori upp á 64 högg. Einn þeirra er Just- in Thomas og búast má við því að hann og Rose geti fylgt þessari byrjun vel eftir. Margir snjallir kylfingar léku einnig vel. Bryson DeChambeau, Gary Woodland, Jordan Spieth og Xander Schauf- fele eru á meðal þeirra sem voru á 65. Rory McIlroy og Brooks Koepka, sem eru númer eitt og þrjú á heimslistanum, léku á 68 höggum. Ekki voru þó allir ferskir eftir hléið. Rickie Fowler var til að mynda á þremur yfir pari og Dustin Johnson á höggi yfir pari. kris@mbl.is AFP Texas Justin Rose á hringnum í gær. Hann fékk 11 pör og 7 fugla. Afar góð skor þrátt fyrir langt hlé Gangi áætlanir NBA-deildarinnar eftir að keppni hefjist að nýju hinn 31. júlí er útlit fyrir að nýliðavalið fyrir næsta keppnistímabil verði ekki fyrr en 15. október. Úrslita- keppninni mun ljúka í október sam- kvæmt áætlunum og næsta tímabil gæti hafist 1. desember. Nýliðavalið fer vanalega fram í júní og verður þetta í fyrsta skipti síðan 1975 sem nýliðaval NBA er ekki í júní. Nú mun það fara fram í Barclays Center-höllinni í Brook- lyn í New York. Jón Axel Guð- mundsson verður þá ef til vill í höll- inni en hann gefur kost á sér í nýliðavalinu eins og Morgunblaðið hefur greint frá. Til stóð að úr- slitakeppnin í deild Jóns í há- skólakörfuboltanum, NCAA, færi fram í þessari höll í vetur en henni var aflýst. Jón Axel þarf að bíða þolin- móður fram á haust til að komast að því hvort draumurinn um að komast að hjá NBA-liði verði að veruleika. Jón tjáði Morgunblaðinu á dögunum að hann væri með það í forgangi og ósennilegt væri að hann myndi taka tilboði frá liði í Evrópu fyrr en hann fær úr því skorið hvort hann komist í NBA. Þá er einnig stefnt að því að lott- eríið svokallaða verði 25. ágúst. Þá er dregið um í hvaða röð NBA-liðin fá að velja í nýliðavalinu. Átti það að fara fram 4. júní síðastliðinn. Liðin átta sem ekki verða með þeg- ar til stendur að ljúka tímabilinu verða í pottinum. Golden State Warriors, New York Knicks, Cleve- land Cavaliers, Detroit Pistons, Atlanta Hawks, Chicago Bulls, Charlotte Hornets og Minnesota Timberwolves. kris@mbl.is Bið hjá Jóni Axel eftir nýliðavalinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsleikur Jón Axel í leik gegn Sviss. Clint Capela er til varnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.