Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 16. júní 2020BLAÐ
Teiknimyndafyrirtækið Pixarhefur notið gífurlegrar vel-gengni allt frá því þaðsendi frá sér fyrstu Leik-
fangasöguna árið 1995 sem jafnan er
talin með bestu teiknimyndum sög-
unnar. Má velgengnina þakka góðum
og hugmyndaríkum sögum,
skemmtilegum og litríkum per-
sónum og frábærri kvikun. Pixar
hefur verið í fararbroddi tölvugerðra
teiknimynda og árið 2006 keypti ris-
inn Disney það á 7,4 milljarða banda-
ríkjadala sem sýnir hversu ógurlega
verðmætt það er. Áfram hélt vel-
gengni Pixar og hafa myndir á borð
við Wall-E, Upp og Leikfangasaga 2,
3 og 4 fengið afbragðsdóma hvar-
vetna.
Onward, eða Áfram eins og hún
heitir á íslensku, ber mörg einkenn-
ismerki Pixar. Hún er hröð, persón-
ur skrautlegar og kvikun óaðfinnan-
leg. Handritshöfundar virðast hins
vegar hafa farið fram úr sjálfum sér
og gleymt því að minna er oftar en
ekki meira þegar kemur að sögu-
þræði barnamyndar. Það þarf ekki
tuttugu hráefni til að búa til góm-
sæta og fallega köku.
Strax í byrjun er bensínið stigið í
botn og furðulegur heimur kynntur
hratt til sögunnar. Einu sinni bjuggu
þar goðsagnaverur og galdrar voru
daglegt brauð en svo tók einhver upp
á því að finna upp rafmagnið og
smám saman hurfu töfrarnir og bláir
álfar byggja nú heiminn, keyra bíla
og slá grasflatir sínar. Þeir búa
sumsé í okkar heimi en eru engu að
síður bláir álfar. Eru álfar kannski
menn? er spurt í sígildu dægurlagi
sem handritshöfundar virðast
þekkja til.
Ekki eru þó bara álfar í heimi
Áfram heldur alls konar furðuverur
aðrar, t.d. kentárar og einn slíkur er
lögreglumaður og kemur nokkuð við
sögu og einhvern veginn tekst hon-
um að koma fyrirferðarmiklum
afturhlutanum á sér inn í ósköp
venjulegan lögreglubíl. Í myndinni
segir af tveimur álfabræðrum sem
búa hjá móður sinni en faðir þeirra
lést úr ónefndum sjúkdómi. Hann
skildi gjöf eftir handa sonum sínum
sem opna átti þegar báðir væru orðn-
ir 16 ára . Í pakkanum er galdra-
stafur og galdraþula til að vekja föð-
urinn aftur til lífsins en þó aðeins í
einn sólarhring. Álfarnir reyna að
töfra fram föður sinn en tekst ekki
betur til en svo að faðirinn birtist að-
eins upp að mitti. Hefst þá ævintýra-
leg leit bræðranna að gimsteini sem
á að færa þeim búkinn. Kemur sér
vel að eldri bróðirinn er mikill áhuga-
maður um galdra, goðsagnaverur og
ævintýri og eins og við mátti búast
læra þeir bræður á endanum að vera
þakklátir fyrir það sem þeir eiga og
þá líka minningarnar um föður
þeirra. Tregafullur fiðluleikur er þá
skrúfaður upp í ellefu.
Nú er ég aðdáandi Pixar og verð
því miður að segja að Áfram stenst
ekki þær væntingar sem ég geri til
teiknimynda fyrirtækisins. Kvikunin
er vissulega fyrirtak en handritið er
mjög skrítið, að vísu skemmtilega
skrítið á köflum en persónur ná ekki
að heilla og munu fljótt falla í
gleymskunnar dá. Töfrar eru horfnir
úr heimi Áfram og það sama má
segja um þessa nýjustu afurð Pixar.
Þrátt fyrir að töfrum sé ítrekað beitt
vantar að mestu þá töfra sem finna
má í fyrri myndum fyrirtækisins.
Áfram er sæmileg afþreying fyrir
alla fjölskylduna en því miður er hún
afturför hjá Pixar.
Angist Annar hinna föðurlausu
álfabræðra angistarfullur í Áfram.
Afturför
Sambíóin Álfabakka
Áfram bbmnn
Leikstjórn: Dan Scanlon. Handrit: Dan
Scanlon, Keith Bunin og Jason Headly.
102 mín. Bandaríkin, 2019.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Svarthvítur draumur nefnist tónlist-
armynd sem frumsýnd verður í
kvöld á RÚV og fjallar um einn dag í
lífi hljómsveitarinnar Hipsumhaps á
tímum samkomubannsins nýaf-
staðna. Leikstjóri hennar, Erlendur
Sveinsson, myndaði órafmagnaða
tónleika Hipsumhaps í mannlausu
kaffihúsi á Álftanesi 30. mars en
fyrir sveitinni fara þeir Fannar Ingi
Friðþjófsson og Jökull Breki Arnar-
son.
Fannar Ingi segir að þegar þeir
félagar hafi skoðað aðstæður fyrir
tónleikana hafi þeir ákveðið að
byggja svolítið ofan á viðburðinn og
skrásetja þá og líf þeirra þennan til-
tekna dag, 30. mars árið 2020, með
tónlistarmynd. Voru þá tæpar þrjár
vikur liðnar frá því þeir tóku við
tvennum verðlaunum Íslensku tón-
listarverðlaunanna, annars vegar
sem bjartasta vonin og hins vegar
fyrir rokklag ársins, „Fyrstu ást-
ina“. Tónleikar í Gamla bíói voru á
næsta leiti en þeim varð að fresta
vegna kófsins.
Bundnar hendur
„Þessi mynd er tækifæri fyrir fólk
til að kynnast því hverjir við erum
og hún er algjört lán í óláni. Við er-
um fáránlega sáttir við hana. Við
vorum með bundnar hendur, mátt-
um ekki koma fram og ekki gera
neitt þannig að við ákváðum bara að
gera svona tónlistarmynd,“ útskýrir
Fannar Ingi. Erlendur, leikstjóri og
vinur hans sem kallaður er Elli, hafi
lengi viljað gera slíka mynd og því
verið meira en til í að vera með.
„Við leikum nokkur lög af plöt-
unni og eitt nýtt lag og í bland við
þann flutning fær fólk að kynnast
okkur,“ segir Fannar Ingi og bætir
við að gaman hafi verið að kynnast
lögunum í öðrum búningi og spila
þau í einfaldri útsetningu á Álfta-
neskaffi. Platan sem hann nefnir er
frumburður Hipsumhaps, Best
gleymdu leyndarmálin, sem kom út í
fyrra.
Myndin er í svarthvítu, sem út-
skýrir titilinn, og segir Fannar Ingi
að Dr. Gunni, stofnandi samnefndr-
ar hljómsveitar frá níunda áratugn-
um, hafi góðfúslega veitt leyfi sitt
fyrir þeirri nafngift. „Þetta er mjög
viðeigandi titill. Upp á lúkkið að
gera vildi Elli að myndin væri í
svarthvítu og líka Baldvin Vern-
harðsson sem skaut myndina. Það
var grillaður hversdagsleiki í gangi
og tónlistin okkar í bland við það er
frekar bæld á köflum. Þetta verður
mjög melankólískt þannig að svart-
hvítur draumur er mjög viðeigandi,
þetta var draumkennt ástand á þess-
um tímapunkti og það er svo fyndið
núna að allir eru komnir með sól-
arvörn á andlitið og bera sig vel.“
Tími til að slaka á og hugsa
Fannar Ingi segist hafa upplifað
ástandið þannig að taka þyrfti einn
dag í einu. En hafði þessi tími mikil
áhrif á þá félaga í Hipsumhaps?
„Það var búið að vera ógeðslega
mikið að gera en svo var sett í lás og
við fengum, tilneyddir, mikinn tíma
til að slaka á og hugsa. Það sem okk-
ur langar til að gera núna, fyrst og
fremst, er að taka upp aðra plötu og
fá meiri tíma í sumar til að taka upp
nýja tónlist frekar en að vera að
spila hart. Aðstæðurnar bjóða ekki
upp á það og okkur finnst það bara
jákvætt. Tónleikarnir okkar í Gamla
bíói, sem átti að halda 8. apríl, verða
haldnir 28. ágúst og við ætlum að
mæta á þá hlaðnir eftir þetta tíma-
bil,“ svarar Fannar Ingi.
Hápunktur
Hann segir tónleikana verða þá
umfangsmestu sem Hipsumhaps
hefur haldið og hápunkturinn á ferl-
inu í kringum fyrstu breiðskífuna.
„Síðan munum við dala,“ segir
Fannar Ingi og hlær að eigin fyndni.
„Það sem við hlökkum mest til að
gera er að halda þessa tónleika og
miðasala er farin af stað þar til ann-
að kemur í ljós,“ bætir hann við og
má þess geta að miðasala fer fram á
tix.is.
Með þeim Fannari Inga og Jökli
Breka leika Magnús Jóhann Ragn-
arsson á hljómborð og hljóðgervla,
Ólafur Alexander Ólafsson á gítar og
bassa og Bergur Einar Dagbjarts-
son á trommur.
Álftnesingar Fannar Ingi og Jökull Breki í tónlistarmyndinni Svarthvítur draumur sem tekin var 30. mars.
Algjört lán í óláni
Tónlistarmynd um einn dag í lífi hljómsveitarinnar Hips-
umhaps í samkomubanni verður frumsýnd á RÚV í kvöld
Ljósmynd/Kjartan Hreinsson
Margir þurftu frá að hverfa á frum-
sýningu söngleikjarins Kysstu mig
Kata í Tjarnarbíói á sunnudags-
kvöldið var og því hefur Söngskóli
Sigurðar Demetz ákveðið að bjóða
upp á eina aukasýningu í kvöld kl.
20. Nemendur söngleikjadeildar
skólans flytja söngleikinn en leik-
stjóri er Orri Huginn Ágústsson.
Deildin er nú á sínu sjöunda
starfsári og stýrir henni Þór Breið-
fjörð. Söngleikurinn hefur marg-
sinnis verið fluttur hér á landi og
fjallar um leikflokk sem berst við
að setja upp Shakespeare-leikritið
Skassið tamið í litlu leikhúsi með
miklum skakkaföllum, hjartnæm-
um ballöðum og endalausu gríni,
eins og segir í tilkynningu. Miða-
sala fer fram á tix.is.
Önnur sýning á
Kysstu mig Kata
Innlifun Úr Kysstu mig Kata.