Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 4
FORSETAKOSNINGAR 20204
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Guðni Th. Jóhannesson hlaut 89,4%
greiddra atkvæða í forsetakosningum
sem fram fóru á laugardag, gegn Guð-
mundi Franklín Jónssyni sem hlaut
7,5% atkvæða. Þá skiluðu tæplega
2,4% auðu og voru 0,6% atkvæða úr-
skurðuð ógild.
Að frátöldum auðum og ógildum
kjörseðlum hlaut Guðni 92,2% at-
kvæða gegn Guðmundi Franklín, sem
hlaut 7,8% atkvæða.
Sitjandi ávallt náð endurkjöri
Sitjandi forseti hefur þrisvar áður
fengið mótframboð og ávallt haft bet-
ur; Vigdís Finnbogadóttir eitt sinn ár-
ið 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson
tvívegis, árin 2004 og 2012.
„Þetta er yfirburðasigur, nú í fjórða
skipti þegar kosningar eru um sitjandi
forseta. Vigdís er enn á toppnum með
tæp 95% árið 1988 og Ólafur var næst-
ur með 85% árið 2004, en það ár skilaði
tæplega 21% þjóðarinnar auðum kjör-
seðli. Ólafur var ekki með nema 67% af
greiddum atkvæðum 2004,“ segir
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræð-
ingur. Þær tölur megi rekja til þess að
umdeilt var þegar Ólafur synjaði fjöl-
miðlalögum staðfestingar.
Sitjandi forsetar hafa ávallt náð
endurkjöri, hafi þeir sóst eftir slíku.
„Árangur Vigdísar og Guðna núna eru
mestu stórsigrar sem hafa unnist í for-
setakosningum,“ segir Ólafur, þó bæði
hafi þau haft mun dræmari stuðning
þegar þau buðu sig fyrst fram; Guðni
39% árið 2016 og Vigdís 33,8% árið
1980.
„Enginn forseti nema Kristján Eld-
járn hefur haft hreinan meirihluta
þegar hann er kosinn fyrst, árið 1968.
Forsetar hafa allir áunnið sér miklar
vinsældir í embætti og mjög margir
sem ekki hafa kosið þá áður verða
mjög sáttir með þá eftir vissan tíma,“
segir Ólafur.
Ógildir kjörseðlar aldrei fleiri
Hlutfall auðra seðla hefur tvisvar
verið hærra en nú; árið 1952 (2,8%) og
árið 2004 (20,6%). Hlutfall ógildra
kjörseðla hefur aldrei verið hærra, en
0,63% atkvæða voru úrskurðuð ógild,
eða alls 1.068 kjörseðlar.
„Það getur vel verið að þetta sé
tækifæri til að gera kjörseðlana skýr-
ari í framtíðinni,“ segir Leifur Gunn-
arsson, formaður yfirkjörstjórnar
Reykjavíkurkjördæmis suður.
Hlaut næstmestan stuðn-
ing í sögu forsetakjörs
Guðni Th. Jóhannesson sigraði Hlutfall auðra seðla tvisvar verið hærra en nú
Hlutfall ógildra seðla aldrei verið hærra Forsetar hafi áunnið sér vinsældir
Auðir og ógildir seðlar í forsetakosningum Mótframboð við sitjandi forseta, atkvæði
Auðir kjörseðlar
Ógildir kjörseðlar
Auðir kjörseðlar
Kosningar 1988 Kjörsókn: 72%
Sigrún Þorsteinsdóttir 6.712 5,3%
Vigdís Finnbogadóttir 117.292 92,7%
Auðir kjörseðlar 2.123 1,7%
Ógildir kjörseðlar 408 0,3%
Kosningar 2004 Kjörsókn: 63%
Ástþór Magnússon 2.001 1,5%
Baldur Ágústsson 13.250 9,9%
Ólafur Ragnar Grímsson 90.662 67,5%
Auðir kjörseðlar 27.627 20,6%
Ógildir kjörseðlar 834 0,6%
Kosningar 2012 Kjörsókn: 69%
Ari Trausti Guðmundsson 13.762 8,6%
Ólafur Ragnar Grímsson 84.036 52,8%
Þóra Arnórsdóttir 52.795 33,2%
Auðir kjörseðlar 3.514 2,2%
Ógildir kjörseðlar 532 0,3%
Kosningar 2020 Kjörsókn: 67%
Guðmundur Franklín Jónsson 12.797 7,6%
Guðni Th. Jóhannesson 150.913 89,4%
Auðir kjörseðlar 4.043 2,4%
Ógildir kjörseðlar 1.068 0,6%
1,7%
20,6%
2,2% 2,4%
Hlutfall auðra kjörseðla í öllum forsetakosningum frá 1952
Kosningar þar sem fram kom mótframboð við sitjandi forseta
20%
15%
10%
5%
0%
20%
15%
10%
5%
0%
1952 1968 1980 1988 1996 2004 2012 2016 2020
1988 2004 2012 2020
0,3% 0,6% 0,3% 0,6%
2,8%
0,7% 0,3%
1,7%
0,9%
20,6%
2,2% 1,1%
2,4%
89,3% 90,4% 87,1% 90,2% 89,1% 89,5%
7,7% 6,4% 9,4% 7,0%
2,8% 3,0% 3,0%3,5%3,2%2,9%
7,8% 7,5%
Niðurstöður kosninga til embættis forseta Íslands 2020
Heildarúrslit Úrslit eftir kjördæmum og kjörsókn
Guðmundur Franklín Guðni Th. Auðir/ógildir samtals Kjörsókn
Norðvestur-
kjördæmi
Norðaustur-
kjördæmi
Suðurkjördæmi Suðvestur-
kjördæmi
Reykjavíkur-
kjördæmi suður
Reykjavíkurkjör-
dæmi norður
Guðmundur Franklín Jónsson 12.797 atkv.
Guðni Th. Jóhannesson 150.913 atkv.
Auðir og ógildir seðlar samtals 5.111
Auðir kjörseðlar 4.043 2,4%
Ógildir kjörseðlar 1.068 0,6%
Á kjörskrá 252.267
Kjörsókn 168.821 66,9%
69,2% 69,1%
64,6%
68,0%
66,5%
65,0%
7,6%3%
89,4%
„Mikil kjörsókn kom mér ánægju-
leg á óvart,“ segir Guðni Th. Jó-
hannesson, forseti Íslands, um úr-
slit kosninganna
á laugardag.
„Miðað við nið-
urstöður vís-
indalegra skoð-
anakannana um
skiptingu fylgis
milli frambjóð-
enda sem og
vegna veirunnar
skæðu mátti bú-
ast við færri kysu
en venjulega. Ég
átti allt eins von á því að kjörsóknin
færi niður fyrir 60%. Raunin varð
önnur. Nú kom skýrt fram hve Ís-
lendingar kunna vel að meta þann
lýðræðislega rétt að ganga að kjör-
borði og ráða málum þannig.“
Hvað varðar hlutverk forseta Ís-
lands, málskotsréttinn og hvort sá
eða sú sem embættinu gegnir
hverju sinni skuli blanda sér í póli-
tík dagsins, eins og mótframbjóð-
andi hans kvaðst ætla að gera, segir
Guðni niðurstöður afdráttarlausar.
„Það er augljóst að Íslendingar
vilja ekki að forsetinn láti til sín
taka á hinu pólitíska sviði frá degi
til dags. Slíkt væri líka ekki í sam-
ræmi við stjórnskipun eða hug-
myndir almennings um stöðu for-
setans sem á að stuðla að
sameiningu, hvetja til einingar í
blíðu og stríðu.“
Hann segist nú eftir kosning-
arnar ætla að taka sér tveggja til
þriggja daga frí með fjölskyldu
sinni og aðra daga á næstunni eins
og svigrúm gefist. Ýmsum skyldum
þurfi þó að sinna og innsetning í
embætti sé 1. ágúst nk. sbs@mbl.is
Kjörsóknin
kom Guðna
á óvart
Guðni Th.
Jóhannesson
„Ég þakka inni-
lega fyrir stuðn-
inginn. 13.000
manns er frábær
niðurstaða,“ seg-
ir Guðmundur
Franklín Jónsson
um úrslitin. Þau
segir hann í sam-
ræmi við sínar
væntingar. Fólk
hafi verið ánægt
með að mega kjósa og þar hafi þeir,
sem það vildu, fengið tækifæri til að
staðfesta stuðning við sitjandi for-
seta.
„Þó svo að við höfum ekki unnið,
þá kusum við af okkar sannfæringu
og það er betra en vaða blint í málið
og kjósa það sem manni er sagt.“
Niðurstaðan
er frábær
Guðmundur
Franklín Jónsson
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að skýr vilji þjóðarinnar
hafi komið fram í
forsetakjörinu á
laugardag.
„Ég vil óska
forsetanum til
hamingju með
þennan afgerandi
sigur. Mikill
meirihluti lands-
manna er ánægð-
ur með störf
Guðna og Elísu
og hvernig þau
hafa haldið á málum í sinni tíð. Þetta
er afgerandi stuðningur og skýr vilji
þjóðarinnar birtist í þessum kosn-
ingum. Ég óska þeim áframhaldandi
farsældar í sínum störfum,“ segir
Katrín.
Hefði viljað betri kjörsókn
Kjörsókn var 66,9%, sem er lægra
hlutfall heldur en í forsetakosning-
unum árin 2012 og 2016. Árið 2012
sóttu 75,5% landsmanna kjörstað en
árið 2012 var hlutfallið 69,3%. Kosn-
ingaþátttakan var þó lakari árið
2004, þegar Ólafur Ragnar Gríms-
son sóttist eftir endurkjöri, en þá
nýttu 62,9% landsmanna atkvæða-
rétt sinn.
„Maður hefði heldur kosið að kjör-
sóknin yrði betri í kosningunum en
skoðanakannanir bentu flestar í eina
átt, svo það hefur hugsanlega haft
áhrif,“ segir Katrín.
Alls kusu 89 manns sem voru í
sóttkví. Sértækt úrræði fyrir þann
hóp var tilkynnt eftir hádegi á kjör-
dag, þar sem fólki í sóttkví gafst
kostur á að kjósa í sérstökum kjör-
klefum sem ekið var inn í á bílastæði
í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis
sama dag.
„Það var sérlega ánægjulegt að
tryggja það að þeir sem voru í
sóttkví gátu komist á kjörstað með
þessum óvenjulega hætti. Þetta
sýndi hversu fljótt væri hægt að
bregðast við þessum kringum-
stæðum, þar sem það er alltaf mik-
ilvægt að nýta þennan rétt.“
Skýr vilji þjóðarinnar hafi
komið fram í kosningum
Katrín Jakobsdóttir óskar forsetahjónunum farsældar
Katrín
Jakobsdóttir