Morgunblaðið - 29.06.2020, Page 10

Morgunblaðið - 29.06.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vegagerðin áformar að bjóða út í vikunni framkvæmdir við breyt- ingar á veginum syðst á Holta- vörðuheiði. Eins og nú háttar til í Borgarfirði er innst í Norðurárdal ekið yfir brú á Norðurá og svo beygt til norðvesturs. Þar er svo tekinn nokkuð krappur sveigur, svonefnd Biskupsbeygja. Þá er farið í klifið upp á hábungu heið- arinnar þar sem heitir Bláhæð. Þaðan í frá hallar norður af. Nú stendur hins vegar til að taka þennan sveig af og fara nán- ast beint frá brúnni upp á háheið- ina með nýjum vegi sem verður um 1,8 kílómetrar. Flýtiframkvæmd Verkefni þetta er flýtifram- kvæmd, sem svo er kölluð. Upp- haflega átti að fara í þetta verkefni á næsta ári, en vegna stöðu efna- hagsmála efndi ríkisstjórnin til fjárfestingaátaksins 2020 og í þeim pakka eru alls 18 milljarðar króna. Þar af eru 6,5 milljarðar króna eyrnamerktir vegamálum og verða þeir fjármunir nýttir til ýmissa verkefna sem talin eru brýn. Úr- bæturnar á Holtavörðuheiðinni eru þar með taldar. „Biskupsbeygja hefur verið slysagildra og þarna er brýnt að bæta úr. Nýja veglínan verður miklu mýkri en sú sem nú er,“ segir Pálmi Þór Sævarsson, svæð- isstjóri Vegagerðarinnar á Vestur- landi. Fara þarf í umfangsmiklar bergskeringar í nýja vegstæðinu í heiðarsporðinum og verður efnið sem þar fæst notað til vegagerð- arinnar. Einnig þarf efni í fyll- ingar, setja niður alls átta ræsi og svo mætti áfram telja. Að loknu útboði er áformað að hefja fram- kvæmdir á Holtvörðuheiði síðsum- ars og skal þeim lokið 1. ágúst á næsta ári. Staðarheitið Biskupsbeygja vek- ur eftirtekt. Hermt er að hún sé kennd við Ásmund Guðmundsson, sem var biskup Íslands 1953-1959, sem lenti þar í vandræðum á leið sinni úr vísitasíu í Skagafirði. Aðr- ir segja beygjuna kennda við fyrir- rennara hans, Sigurgeir Sigurðs- son, sem sat á biskupsstóli 1939-1953. Nýtt vegstæði í skoðun Lengi hefur verið í skoðun að leggja veginn yfir hábungu Holta- vörðuheiðar á nýjum stað, það er vestan við og allt að 70 metrum lægra yfir sjávarmáli en núverandi vegur. Væri þar ágætt skjól miðað við ríkjandi vindáttir á þessu svæði. Hugmyndin er sú að þegar komið er upp á sporð heiðarinnar Borgarfjarðarmegin myndi veg- urinn, í stað þess að ekið sé upp svonefnda Hæðarsteinsbrekku, liggja í dalhvilft til norðurs við svonefnt Holtavörðuvatn, sem er í rúmlega 300 metra hæð. Þarna kæmi nýr um það bil 10 km langur vegur sem aftur tengdist inn á nú- verandi veg sunnan við Miklagil Hrútafjarðarmegin. Einnig kæmi til greina að leggja veginn austar en nú er. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þessum efnum og fram- kvæmdin er hvorki fullhönnuð né komin á samgönguáætlun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hringvegurinn Umferð í báðar áttir í Biskupsbeygjunni sem er sunnanvert á Holtavörðuheiðinni. Úrbætur á þessum stað hefjast nú síðla sumars. Biskupsbeygjan senn úr sögunni  Framkvæmdir á Holtavörðuheiði Biskupsbeygja á Holtavörðuheiði Færsla hringvegar við Biskupsbeygju Nýtt vegstæði Grunnkort/Loftmyndir ehf. N or ðu rá Brú Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kröfur gesta sem til okkar koma verða sífellt meiri. Okkur er metn- aðarmál að mæta þeim en einnig að leiða þróunina í því sem koma skal. Hleðsla fyrir rafbíla er líka eitt af því sem ferðaþjónustan í landinu þarf að geta boðið gestum sínum,“ segir Sveinn Heiðar Jensson, hót- elstjóri á Hótel Klaustri á Kirkju- bæjarklaustri. Þar var í vikunni sett upp og tengd rafhleðslustöð sem tveir bílar í einu geta tengst. Hleðslan tekur fjórar klukkustund- ir og geta gestir hótelsins þá til dæmis sett bílinn í samband að kvöldi og tekið hann fullhlaðinn að morgni. Galdur að leiða þróun Í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjar- laustri eru hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla. Mikilvægt var hins vegar að bæta aðgengi að rafhleðslum við hótel, segir Sveinn Heiðar. Þegar auglýst var eftir umsóknum úr Orkusjóði vegna innviðaverkefna sendu forsvarsmenn Hótels Klaust- urs umsókn og fengu jákvætt svar. Hleðslustöðin er nú orðin klár og rafbílunum fjölgar. „Hér helst allt í hendur og fram- tíðin er græn. Við á Hótel Klaustri höfum líka lagt okkur eftir grænum lausnum. Notum aðeins vottaðar hreinlætisvörur, höfum matvæli úr héraði í öndvegi, allt sorp er flokk- að, reynt er að halda sóun í lág- marki, Led-lýsing er í þeirri álmu hótelsins sem við vorum að end- urnýja og svona gæti ég haldið áfram. Þetta eru líka atriði sem við- skiptavinir spyrja eftir og framtíðin í ferðaþjónustunni er öll í þessa átt. Galdurinn felst í því að vera á und- an öðrum, leiða þróunina fremur en fylgja,“ segir Sveinn Heiðar. Aðstæður í ferðaþjónustunni nú – í kjölfar kórónuveirufaraldursins – gefi fólki bæði svigrúm og að- stæður til að breyta áherslum í rekstri eins og nú sé gert á Klaustri. Ætla megi að ferðamenn leggi í framtíðinni ríkari áherslu en áður á hreinlæti og heilnæmi á við- komustöðum sínum og þeim óskum verði að mæta. Að setja upp raf- hleðslustöðvar fyrir bíla sé hluti af þessum pakka. Sveinn Heiðar tók við starfi hótelstjóra á Klaustri árið 2011, en ferill hans í ferðaþjónustunni nær allt aftur til ársins 1998. „Þetta er áhugaverður en kröfuharður starfs- vettvangur, þar sem aðstæður breytast hratt. Ferðamönnum sem hingað í Skaftárhrepp koma hefur fjölgað mjög hratt á síðustu árum, og ég trúi ekki öðru en bakslagið nú sé tímabundið. Á næsta ári ætti ferðaþjónustan aftur að vera komin í fullan gang og þá ætlum við sem þetta hótel rekum að færa út kví- arnar,“ segir Sveinn. Þjónustumiðstöð og íþróttahús Í sambandi við ný verkefni til- tekur Sveinn uppbyggingu fyrir- hugaðrar þjónustumiðstöðvar. Hún verður sunnan Skaftár, ekki langt frá gestastofu Vatnajökuls- þjóðgarðs sem fyrstu skóflustung- urnar voru teknar að fyrr í þessum mánuði. Í væntanlegri miðstöð verður í boði veigamikil sýning um Skaftáreldagosið og verður stutt- myndin Eldmessan í forgrunni sem fyrirtækið stóð að. Í sumar verður hún aðgengileg fyrir gesti og gang- andi á Hótel Klaustri. Auk þess er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir nýsköp- un og þróunarsetur í þjónustu- miðstöðinni. Í nágrenninu verða svo, skv. tillögu að deiliskipulagi, reist allt að 40 íbúðarhús, 70-100 fermetrar, en mikil húsnæðisekla hefur verið á svæðinu að undan- förnu. Fyrir aðkomufólk sem kem- ur til starfa á svæðinu hefur oft á tíðum sárvantað húsnæði, en með þessu á að leysa vandamálið. Hleðslustöð við hótel svarar kröfum gesta  Þjónusta á Klaustri  Græn lausn á hóteli  Uppbygging Kirkjubæjarklaustur Sveinn Heiðar Jensson hér við rafhleðslustöðina fyrir utan hótelið. Kröfur og óskir gesta um þjónustu eru miklar og breytast hratt. Stuðningur við innviði fyrir vist- væn ökutæki verður stóraukinn samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem ríkis- stjórnin kynnti í síðustu viku. Þar er bryddað upp á mörgu til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030. Fjölga á hraðhleðslustöðvum vítt og breitt um landið og veita til þess stuðning. Enn skortir þó innviði fyrir aðra orkugjafa, svo sem metan og vetni, sem eru forsenda þess að flutningabílar geti verið knúnir öðru en jarð- efnaeldsneyti. Kapp verður því lagt á að lög og reglugerðir styðji við þau orkuskipti. Þá verður lagt kapp á að flýta orku- skiptum vöruflutningabíla, sem menga margfalt á við fólksbíla. Stóraukinn stuðningur VISTVÆNT Í DEIGLU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.