Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Skoðið // www.hjahrafnhildi.is
TSALAN ER HAFIN
30-50%AFSLÁTTUR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í störfum fyrir samfélagið er mér metn-
aðarmál að skapa tækifæri fyrir unga fólkið.
Þar er margt undir, til dæmis nýsköpun
byggð á auðlindum svæðisins og að fjölga
möguleikum þeirra sem vilja afla sér mennt-
unar í heimabyggð,“ segir Lilja Einarsdóttir,
nýr sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. „Búa
þarf svo um hnúta að sveitarfélagið hafi
möguleika til vaxtar og sóknar. Til þess að
svo megi verða er margt undir og eitt af því
er til dæmis að hafa alltaf tiltækt nægt fram-
boð lóða fyrir fjölbreytta búsetu og atvinnu-
starfsemi. Nú er á lokametrum hjá okkur
vinna við deiliskipulag fyrir skóla- og íþrótta-
svæði hér á Hvolsvelli, miðbæjarskipulag
sem gerir ráð fyrir fjölbreyttri þjónustu og
samkomusvæði auk byggðar með vel á annað
hundrað íbúðir.“
Nýta styrkleikana
Rangárþing eystra nær frá Jökulsá á
Sólheimasandi í austri að Eystri-Rangá.
Þarna á milli eru Eyjafjöll, Landeyjar, Fljóts-
hlíð og slétturnar í kringum Hvolsvöll. Þar í
bæ búa í dag tæplega 1.000 manns eða um
helmingur íbúa sveitarfélagsins alls. Í sveit-
arstjórn er meirihlutasamstarf með D-lista
Sjálfstæðismanna og B-lista Framsóknar.
Skv. samkomulagi var Anton Kári Hall-
dórsson frá D-lista sveitarstjóri á fyrri hluta
kjörtímabilsins en Lilja sem er oddviti B-
listans á þeim síðari og tók hún við keflinu nú
um miðjan júní. Verkefnin síðan þá hafa ver-
ið mörg og ólík.
„Með sveitarstjóraskiptum sáum við
tækifæri til að nýta styrkleika fólks sem best
á kjörtímabilinu,“ segir Lilja. „Við sem sitjum
í sveitarstjórn erum ólík, en samstarfið síð-
ustu tvö ár hefur verið með eindæmum gott
og samstaða um flest mál og verkefni. Þetta
kom sérstaklega vel í ljós í þeim verkefnum
sem við fengum í fangið í Covid-19-
faraldrinum. Ferðaþjónustan hér hefur verið
snar þáttur í atvinnulífinu svo bakslagið að
undanförnu er mikið, sbr. að atvinnuleysi hér
er nú 15% og samdráttur í tekjum sveitarfé-
lagsins er svipuð hlutfallstala. Nú hafa vel-
flest fyrirtækin hins vegar verið opnuð aftur
og tímann hefur fólk nýtt meðal annars til
vöruþróunar- og nýsköpunarstarfs.“
Bakslagið vegna kórónuveirufaraldurs-
ins segir Lilja koma verulega við sveitarsjóð.
Reksturinn sé þó í jafnvægi og skuldastaðan
sömuleiðis sem sé bót í máli. Boðuð lækkun á
framlögum ríksins til Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga kunni þó að hafa veruleg áhrif, en
hlutverk sjóðsins er að gera sveitarfélögin
jafnsett um að veita íbúum lögbundna þjón-
ustu. „Þó úr minni fjármunum verði kannski
að spila um stundarsakir verður ekkert gefið
eftir í þjónustu við okkar viðkvæmustu hópa.
Því má treysta,“ segir Lilja.
Ný ferðamálastefna
Rangárþing eystra er hluti af jarðvang-
inum Katla UNESCO Global Geopark hvar
nú er í gangi margþætt stefnumótunarvinna.
Þá er nú unnið við innleiðingu nýrrar ferða-
málastefnu sveitarfélagsins, hvar áherslumál
er að laða innlenda ferðamenn á svæðið.
Upplýsingar eru gerðar aðgengilegar,
heimasíðan visithvolsvollur.is fór í loftið ný-
lega og mælist vel fyrir. „Mörg verkefni
ferðamálastefnunnar lúta að því að bæta að-
gengi og fegra áfangastaði hér; svo sem í
Tunguskógi í Fljótshlíð, í Þórsmörk og við
Seljalands- og Skógafoss undir Eyjafjöllum.
Stuðningur stjórnvalda gerði okkur kleift að
ráða fleiri ungmenni en nokkurn tíma áður
til sumarvinnu. Svigrúm var til að ráða alla
sem sóttu um enda bera sveitarfélög ákveðna
ábyrgð og hafa skyldur til að skapa atvinnu-
tækifæri þegar kreppir að eins og nú.“
Sameining í skoðun
Á síðasta ári fór af stað, að frumkvæði
Mýrdalshrepps, umræða um sameiningu
allra sveitarfélaganna fimm í Rangárvalla-
og Vestur-Skaftafellsýslu. Þar eru undir Ása-
hreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing
eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur
með samtals um 5.400 íbúa. Svæðið er víð-
feðmt og aðstæður ólíkar milli byggða svo að
mörgu þarf að hyggja áður en til formlegra
viðræðna um sameiningu kemur
„Verkefnið var komið vel af stað í vetur
en fór í biðstöðu vegna kórónuveirufarald-
ursins. Að undanförnu hefur tíminn verið
nýttur til margvíslegrar greiningarvinnu og
nýlega var vefsetrið svsudurland.is sett í loft-
ið, þar sem íbúum gefst kostur á að kynna sér
alla málavöxtu. Í haust stendur til að efna til
kynningarfunda um málið meðal íbúa, en
hvernig landið liggur þar og hver meintur
ávinningur af sameiningu verður ræður
framhaldinu,“ segir sveitarstjórinn.
Stuðla að heilbrigði
Heilsuefling hefur verið hluti af stefnu
sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra og sér
þess stað m.a. í skólastarfi og stuðningi við
íþróttafélög. Á Hvolsvelli er góð íþrótta-
aðstaða, svo sem sundlaug, íþróttahús, lík-
amsræktarsalur, heilsustígur, golfvöllur og
fleira. Í sl. viku var svo stigið það framfara-
skref að formgera heilsueflandi aðgerðir
með því að undirrita samning við Embætti
landlæknis um Heilsueflandi samfélag.
„Undir þeim formerkjum er tekið mið af
heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og
aðgerðum. Þar er unnið markvisst lýðheilsu-
starf með lýðheilsuvísa og fleiri gögn og stað-
an metin reglulega. Allt á þetta að stuðla að
heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíð-
an íbúa – og ég veit að árangurinn verður
góður,“ segir Lilja að síðustu.
Byggja þarf nýsköpun á auðlindum svæðisins, segir nýr sveitarstjóri í Rangárþingi eystra
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveitarstjóri Berum ábyrgð og höfum skyldur til að skapa atvinnutækifæri þegar kreppir
að eins og nú, segir Lilja Einarsdóttir í viðtalinu um áskoranir í rekstri sveitarfélagsins.
Sköpum tækifæri
Lilja Einarsdóttir er fædd 1973 og upp-
alin á Hvolsvelli. Er hjúkrunarfræðingur
með B.Sc.- gráðu frá Háskólanum á Akur-
eyri, með diplómagráðu í opinberri stjórn-
sýslu frá Háskóla Íslands. Samhliða hjúkr-
unarstörfum hefur Lilja starfað að
sveitarstjórnarmálum í alllangan tíma og
setið í meirihluta sveitarstjórnar Rangár-
þings eystra frá árinu 2010, sl. 6 ár sem
odddviti og nú sveitarstjóri.
Lilja er gift Sveini Kristjáni Rúnarssyni
yfirlögregluþjóni á Suðurlandi og eiga þau
þrjú börn á aldrinum 16-24 ára.
Hver er hún?
Hvolsvöllur Þar býr um það bil helmingur
2.000 íbúa í Rangárþingi eystra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Skilti í flugstöð Leifs Eiríkssonar,
sem landlæknir og almannavarnir
rita nafn sitt á og hvetur ferðalanga
til að hafa „bar kóða“ sína tilbúna,
hefur vakið nokkra athygli, enda
strikamerki löngu þekkt íslenskt
hugtak.
Samkvæmt upplýsingum frá
Isavia er skiltið á ábyrgð almanna-
varnanefndar ríkislögreglustjóra,
enda staðsett á svæðinu þar sem
skimun fyrir kórónuveiru fer fram.
Getur afsakað sumt ef
ekkert orð er til
„Þetta er svolítið skrýtið sko,“ við-
urkennir Eiríkur Rögnvaldsson,
prófessor emeritus í íslensku nú-
tímamáli við Háskóla Íslands, þegar
Morgunblaðið ber orðalag skiltisins
undir hann.
„Þetta hefur nú kallast strika-
merki hingað til og ég held nú að all-
ir skilji það,“ segir Eiríkur. „Þetta
er auðvitað dæmi um alveg hráa
yfirfærslu úr ensku og auðvitað get-
ur maður afsakað sumt ef ekkert orð
er til, en það er nú ekki tilfellið með
þetta,“ segir hann.
Eiríkur segir ekki heiglum hent
að benda á merki sem gefi til kynna
að tungumálinu hafi beinlínis hrakað
eftir aldamót og samfélagsmiðla-
byltingu. „Við Sigríður Sigurjóns-
dóttir [prófessor í íslenskri málfræði
við Háskóla Íslands] höfum verið
með stóra málfræðirannsókn í gangi
undanfarið sem ekki er búið að vinna
úr að öllu leyti, en auðvitað sér mað-
ur ýmis dæmi, til dæmis um enska
setningagerð sem smeygir sér inn í
málið,“ segir prófessorinn og bendir
sérstaklega á mun á aldurshópum
hvað þetta varðar.
Máltækniátak í gangi
„Börn og unglingar hafa gríðar-
lega mikla ensku í málumhverfi sínu
sem hefur auðvitað heilmikil áhrif,“
segir Eiríkur og bendir á að fleiri
þættir komi einnig að málþróun
þjóðarinnar. „Nú er heilmikið erlent
vinnuafl komið í fjölda þjónustu-
starfa á Íslandi og fjöldi Íslendinga
talar ensku við samstarfsfólk sitt.
Þegar fyrir bankahrunið var talað
um að enska væri orðin vinnumál á
Íslandi, en svo varð auðvitað bakslag
í því þegar erlendu fólki fækkaði á
íslenskum vinnumarkaði,“ segir Ei-
ríkur og tekur jafnframt fram að ís-
lenskur málnotandi sem búsettur er
á Íslandi taki ekki endilega eftir
smærri þróunaratriðum málsins.
„En nú er líka í gangi þetta mál-
tækniátak sem gengur út á að gera
íslensku gjaldgenga í tölvum og það
vinnur vonandi á móti þessu,“ segir
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor
emeritus í íslensku nútímamáli, að
skilnaði og á við erlend áhrif, bar-
kóða og aðrar ambögur í íslensku
málsamfélagi.
Þýðingabragur skiltis í
flugstöðinni vekur athygli
Morgunblaðið/SH
Bar kóði Eiríkur Rögnvaldsson segir margt mega afsaka finnist ekki annað orð.
Prófessor segir dæmi um hráa yfirfærslu úr ensku