Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hryðjuverkeru stöðugógn víðast hvar um heiminn. Á dögunum gaf Euro- pol, lögregla Evrópusambands- ins, út skýrslu um stöðu og þró- un hryðjuverka innan sambandsins og er hún ófögur lesning. Í inngangsorðum sín- um fer yfirmaður Europol, Catherine De Bolle, yfir hryðjuverk víðar um heim og nefnir kunnar árásir eins og á Srí Lanka á páskasunnudag í fyrra þar sem 17 íbúar ESB- ríkja létu lífið. Þessi árás sýni að Ríki íslams leitist enn við að gera stórfelldar árásir á íbúa Evrópusambandsins, en að þær hafi ekki tekist í fyrra innan ESB þar sem lögreglan hafi komið í veg fyrir mörg ódæð- isverk. Þá nefnir hún árásir hægri-öfgamanna og vinstri- öfgamanna og anarkista en inn- an raða þessara varasömu hópa fer viljinn til hryðjuverka vax- andi að hennar sögn. En þó að þessir hópar séu hættulegir og stuðli að ógn og skelfingu, einkum meðal ákveð- inna minnihlutahópa, þá eru ísl- amskir öfgamenn ótvírætt þeir hættulegustu innan Evrópu- sambandsins samkvæmt skýrsl- unni. Skilgreiningar á hryðju- verkum eru dálítið breytilegar á milli landa sem veldur því að ekki er endilega óyggjandi hvað flokkast sem hryðjuverk og hvað er talið til annars konar of- beldisverka. Samkvæmt skýrsl- unni er þó niðurstaðan fyrir árið í fyrra sú að 10 létust í hryðju- verkaárásum innan ESB og 27 særðust. Allir þeir sem létust urðu fyrir hryðjuverkaárás ísl- amskra öfgamanna og 26 af 27 hinna særðu voru sömuleiðis fórnarlömb íslamistanna. Einn særðist í árás hægri-öfgamanns. Þessar tölur um hörmulegar árásir á saklaust fólk segja þó aðeins litla sögu um ógnina sem íbúum ESB og vitaskuld öðrum Vesturlandabúum og mörgum annars staðar stafar af hryðju- verkamönnum. Mikill fjöldi árása innan ESB verður aldrei að neinu þar sem lögreglan kemst á snoðir um áformin eða þau misheppnast og valda ekki manntjóni. Í skýrslunni má sjá að á síð- astliðnum fimm árum hafa yfir 5.000 handtökur farið fram inn- an ESB vegna hryðjuverka, þar af rúmlega 3.000 vegna ísl- amskra öfgamanna. Rúmlega 100 handtökur áttu sér stað á tímabilinu vegna hægri- öfgamanna og nálægt 300 vegna vinstri-öfgamanna. Þessar handtökur stafa með- al annars af góðum árangri lög- reglu við að fletta ofan af hryðjuverkaáformum, sem er auðvitað mikið fagnaðarefni. Vandinn hverfur þó ekki með þessu því að í skýrslunni segir að í fangelsum fari fram starfsemi ísl- amskra öfgamanna við að snúa öðrum sem þar eru fyrir til liðs við hinn illa málstað sem hafi valdið hættu bæði innan og utan fangelsanna. Nefnt er dæmi um manninn sem gerði árás í Lundúnum í nóvember í fyrra skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi. „Í nokkrum löndum ESB verður nokkur fjöldi öfgafullra einstaklinga brátt látinn laus með tilheyrandi hættu. Í Belgíu hefur orðið vart við að sumir fangar hafa valið að afplána all- an dóminn án þess að óska snemmbúinnar lausnar þar sem engin skilyrði er hægt að setja eða grípa til reynslulausnar- aðgerða eftir að þeir eru látnir lausir,“ segir í skýrslunni. Þá eru nefnd dæmi um að í Hol- landi hafi yfirvöld áhyggjur af því að íslamskir öfgamenn styrki tengsl sín í fangelsum og ýti undir að íslamskir öfga- menn erlendis ógni Hollandi. Ennfremur kemur fram að á Spáni hafi hátt hlutfall manna sem ekki sitji inni vegna hryðjuverka orðið fyrir slæm- um áhrifum íslamskra öfga- manna. Í skýrslunni segir að 60% af íslömskum hryðjuverkamönn- um í ESB séu með ríkisborg- ararétt í landinu þar sem þeir áforma hryðjuverkin, sem hlýt- ur að teljast sérstaklega óhugnanlegt fyrir aðra íbúa. Illt er að búa við utanaðkom- andi ógn, enn verra að hún geti leynst í næsta húsi. Loks koma fram í skýrslunni áhyggjur af því að stór hópur ríkisborgara ESB hafi barist vopnaðri baráttu með Ríki ísl- ams í Írak og Sýrlandi. Enn- fremur áhyggjur af því að hundruð íbúa ESB með tengsl við Ríki íslams, og sem eigi fjöl- skyldumeðlimi sem kynnu að vilja ríkisborgararétt innan ESB, hafi haldið sig í Írak og Sýrlandi. Íslendingum þykir líklega að hryðjuverk séu eitthvað sem gerist í öðrum löndum. Engum geti dottið í hug að fremja slíkt ódæði hér á landi. Vonandi er það rétt, en ekki endilega lík- legt. Íslenska lögreglan fylgist með þessum málum og vonandi tekst henni að fletta ofan af áformum um slík ógnarverk ef einhver hyggst vinna þau hér. Til þess þarf þó að tryggja að lögreglan ráði við slíkt verk- efni. Um leið verður að tryggja að landamæra Íslands sé tryggi- lega gætt og að hingað komi ekki hryðjuverkamenn undir fölsku flaggi. Það er mikið í húfi og yfirvöld jafnt sem almenn- ingur verða að halda vöku sinni til að Ísland geti áfram verið laust við þessa skelfilegu ógn. Íslamskir öfgamenn eru hættulegastir}Hryðjuverkaógn í ESB Þ úsundir námsmanna eru að út- skrifast þessa dagana og horfa með björtum augum til framtíðar. Ísland er eitt fárra ríkja í veröld- inni þar sem nemendur höfðu greitt aðgengi að menntun í gegnum heims- faraldurinn. Staða skólanna var misjöfn en allir kennarar og skólastjórnendur lögðu mikla vinnu á sig svo að nemendur þeirra fengju framgang í námi. Hugarfarið hjá okk- ar skólafólki hefur verið stórkostlegt. Víða annars staðar í veröldinni hafa skólar ekki enn verið opnaðir, og ekki gert ráð yfir því fyrr en jafnvel í haust. Gæðin sem liggja í ís- lensku menntakerfi eru mikil og styrkurinn kom svo sannarlega fram í vor. Verkefnið framundan er af tvennum toga. Annars vegar þarf menntakerfið að geta tekið á móti þeim mikla áhuga sem er á menntun og hins vegar þarf að skapa ný tækifæri fyrir þá sem eru án atvinnu. Mikil aðsókn er í nám í haust og ákvað ríkisstjórnin að framhaldsskólum og háskólum yrði tryggt nægt fjár- magn til að mæta eftirspurninni. Fjárveitingar verða nánar útfærðar þegar fjárþörf skólanna liggur endan- lega fyrir. Áætlanir gera ráð fyrir fjölgun nemenda á framhaldsskólastigi um allt að 2.000 og um 1.500 á há- skólastigi. Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna. Innritun nýnema yngri en 18 ára í framhaldsskóla hefur gengið vel. Aðsókn eldri nema er mest í fjölbreytt starfsnám framhaldsskólanna og unnið er að þeirri innritun í samvinnu við Mennta- málastofnun. Gangi spár eftir gæti nem- endum á framhaldsskólastigi fjölgað um allt að 10%. Undirbúningur hófst strax í byrjun mars og það er lofsvert hversu vel stjórn- endur og kennarar í menntakerfinu hafa brugðist við. Samhæfingarhópur um atvinnu- og menntaúrræði vinnur hörðum höndum að því að styrkja stöðu þeirra sem eru án atvinnu. Eitt brýnasta samfélagsverkefni sem við eig- um nú fyrir höndum er að styrkja þennan hóp og búa til ný tækifæri. Öllu verður tjaldað til svo að staðan verði skammvinn. Samfélögum ber siðferðisleg skylda til að móta stefnu sem getur tekið á atvinnuleysi. Leggja stjórnvöld því mikla áherslu á að auka færni á íslenskum vinnumarkaði ásamt því að lágmarka félags- og efnahagslegar afleiðingar COVID-19-faraldursins. Þar er menntun eitt mikilvægasta tækið og því hefur sjaldan verið nauðsynlegra en nú að tryggja aðgengi að menntun. Staða Íslands var sterk þegar heimsfaraldurinn skall á og því hvílir enn frekari skylda á stjórnvöldum að horfa fram á við og fjárfesta í framtíðinni. Kjarni málsins er að vita hvaða leiðir skila árangri, sem efla íslenskt samfélag til langs tíma. Brýnt er að tækifæri framtíðarinnar séu til staðar og unnið verður dag og nótt til að tryggja sem mesta verðmætasköpun í samfélaginu okkar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Fjármagn tryggt í menntakerfið Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Skjalavarsla og skjalastjórnríkisins fer stöðugt batn-andi. Þó er enn víða potturbrotinn. Alvarlegt er hve rafræn skjalavarsla ríkisins er skammt á veg komin. Þetta eru meginniðurstöður ný- legrar eftirlitskönnunar Þjóðskjala- safns Íslands á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Könnunin var gerð í febrúar en kynnt á vef safnsins í byrjun þessarar viku og er skýrsla um hana þar aðgengileg. Í skýrslunni eru upplýsingar um könnunina, tölu- legar niðurstöður og umfjöllun um helstu ályktanir og niðurstöður. Þar eru einnig tillögur til úrbóta og nefnt hver gætu verið næstu skref í skjala- málum ríkisins. Frá árinu 2012 hafa slíkar eftirlitskannanir verið gerðar á fjögurra ára fresti. Miðað við fyrri eftirlitskannanir, sem gerðar voru árin 2012 og 2016, fer skjalavarsla og -stjórn batnandi sem fyrr segir. Störfum skjalastjóra hefur fjölgað og óheimil eyðing gagna er nánast úr sögunni. Þó er enn mörgu ábótavant að mati Þjóð- skjalasafnsins. Aðbúnaður í geymslum er ekki nægilega góður og meðferð á tölvupóstum er ábótavant. Þá er enn hluti afhendingarskyldra aðila ríkisins sem sinnir ekki skjala- vörslu og skjalastjórn í samræmi við lög. Tilteknir hópar ríkisstofnana standa illa er kemur að því að upp- fylla lög og reglur sem lúta að skjala- vörslu og skjalastjórn. Þar má eink- um nefna heilbrigðisstofnanir, dómstóla og lögregluembætti. Rafræn skjalavarsla ónóg Í skýrslunni segir að alvarlegt sé hve rafræn skjalavarsla ríkisins sé skammt á veg komin. Samkvæmt könnuninni eru 1.400 rafræn gagna- kerfi í notkun hjá ríkinu en Þjóð- skjalasafn hefur aðeins fengið upp- lýsingar um 20% þessara kerfa og gögn úr 3% kerfanna hafa verið af- hent til varðveislu á Þjóðskjalasafn, eða úr 40 gagnakerfum. Ein afleiðing þess að ríkið hafi ekki hugað að varð- veislu rafrænna gagna af nægilegum krafti er sú að miklu meira af papp- írsskjölum er nú hjá afhendingar- skyldum aðilum ríkisins en í fyrri könnunum. Önnur afleiðing og alvarlegri er sú að mikilvægar upplýsingar rík- isins geta tapast vegna þess að ekki er hugað að varðveislu rafrænna gagna. Í skýrslunni segir að til þess að koma þessum málum í betri far- veg sé mikilvægt að ríkið í heild setji sér markmið um að innan fárra ára verði það að mestu komið í rafræna skjalavörslu og pappírsskjalavarsla víki. Gífurlegt skjalamagn á leiðinni Í skýrslunni er vakin athygli á því að afhendingarskyldir aðilar rík- isins eiga að afhenda pappírsskjöl sín til Þjóðskjalasafns þegar þau eru orðin 30 ára gömul. Hjá þeim 181 af- hendingaskylda aðila sem svaraði könnuninni eru 82.766 hillumetrar af pappírsskjölum, þar af eru 2.229 hillumetrar orðnir eldri en 30 ára. Við þetta má bæta skjalamagni þeirra afhendingarskyldu aðila sem ekki svöruðu könnuninni en áætla má að hjá þeim séu um 13.000 hillumetr- ar skjala. Því má áætla að um 95.000 hillumetrar af pappírsskjölum hafi nú þegar myndast hjá öllum afhend- ingarskyldum aðilum ríkisins. Ef áætlað er að eyða megi um 20-30% af skjölum afhendingarskyldra aðila munu Þjóðskjalasafni berast á næstu 30 árum 66.000 til 76.000 hillumetrar af skjölum. Til samanburðar má geta þess að safnkostur Þjóðskjalasafns var undir árslok 2019 tæplega 44.000 hillumetrar. Af þessu er ljóst að mæta þarf þörfum Þjóðskjalasafns Íslands um aukið geymslurými en samkvæmt þessum tölum á safnkost- ur á pappír eftir að aukast um 150- 170% á næstu 30 árum. Þörf fyrir aukið geymslupláss Fram kemur að ef ríkið hugar ekki að varðveislu rafrænna gagna sé viðbúið að skjalamagn á pappír haldi áfram að aukast á næstu árum og þörf fyrir aukið geymslupláss undir hann aukist að sama skapi, bæði hjá afhendingarskyldum aðilum og hjá Þjóðskjalasafni sem muni að lokum taka skjölin til varðveislu. Því sé mik- ilvægt að gert verði átak í að afhend- ingarskyldir aðilar taki skrefið til fulls og hefji rafræna skjalavörslu með því að tilkynna rafræn gagna- kerfi til Þjóðskjalasafns og í fram- haldi afhendi gögnin til varðveislu á rafrænu formi. Eðlileg þróun sé að pappírsskjalavarsla fari minnkandi en rafræn skjalavarsla aukist að sama skapi. Hægt sé að hraða þess- ari þróun með því að ríkið setji aukið fé í rafræna skjalavörslu, bæði hjá af- hendingarskyldum aðilum og hjá Þjóðskjalasafni, og dragi þannig úr sívaxandi húsnæðisþörf til lengri tíma undir pappírsskjöl. Morgunblaðið/Ómar Skjöl Þjóðskjalasafnið á eftir að taka við gífurlegu magni af pappírs- skjölum á næstu árum. Lögð er áhersla á að varðveita gögn rafrænt. Víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.