Morgunblaðið - 29.06.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 29.06.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Róið Austur á Stokkseyri er vinsælt meðal ferðafólks á sigla á kajökum um tjarnir, skurði og fram í fjöru. Fuglar kvaka, vatnið gutlar og aldan gjálfrar. Tilveran er dásamleg! Sigurður Bogi Veruleg lækkun á tekjuskatti, virðis- aukaskatti og afnám tryggingagjalds myndi auka efnahagsleg um- svif umtalsvert nú þegar efnahagsumsvif dragast saman á næstu misserum. Af- nám tryggingagjalds myndi skapa fjölda nýrra starfa og gera fyrirtækjum kleift að halda starfs- mönnum í starfi í stað þess að þeir fari á atvinnuleysisbætur. Skatta- hækkanir hafa slæm áhrif á efna- hagslegan vöxt og niðurskurður í ríkisrekstri eykur væntingar um lægri skatta í framtíð sem getur aukið efnahagsumsvif. Þetta eiga stjórnvöld að hafa í huga núna þegar þjóðarkakan minnkar vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Í slík- um áskorunum er mikilvægt að hugsa stórt og bregðast við með bjartsýni og hugrekki og lækka skatta og auka þannig tekjur til framtíðar. Ísland er skuldlítið land og getur ráðist í arðsamar fjárfest- ingar til framtíðar með fjölbreytni að leiðarljósi og aukið þannig áhættudreif- ingu í atvinnulífi landsins. Mikil skyn- semi væri að lækka skatta umtalsvert og afnema tryggingagjald og koma þannig í veg fyrir langvinnt at- vinnuleysi. Peninga- málastjórnun hefur áhrif á verðlagningu skuldabréfa og hluta- bréfa en stjórnun opinberra fjár- mála hefur áhrif á ríkisútgjöld og skattprósentu. Lækkun skatta og ríkisútgjalda er því verðmæta- sköpun fyrir almenning á Íslandi. Auka þarf skattalega hvata til að auka nýsköpun í atvinnugreinum 21. aldarinnar, sem munu byggja á hugviti og snjöllum hugmyndum. Skattstofnar eru fullnýttir og í raun allt of háir horft til framtíðar. Einfalda þarf allt regluverk og auka þjónustu með stafrænni tækni og spara þannig milljarða í ríkisútgjöldum. Hefja þarf þessa vegferð strax með aukinni nýsköp- un og snjöllum hugmyndum. Í staf- rænni veröld og með aukinni sjálf- virkni ætti að vera mögulegt að hagræða í ríkisrekstri með staf- rænni tækni. Áður en yfirbygging opinbers rekstrar á Íslandi veldur meiri útgjöldum er nauðsynlegt að hefjast handa við kerfisbundna hagræðingu í rekstri ríkissjóðs á öllum sviðum. Mikilvægasta aðgerð í hagstjórn á Íslandi á næstu árum er að lækka skatta, lækka útgjöld ríkissjóðs, auka framleiðni í rík- isrekstri og fjárfesta í snjöllum hugmyndum með nýsköpun sem eykur skatttekjur þegar horft er til langs tíma. Þjóðríki með stöðugan og traustan gjaldmiðil munu alltaf gera betur en þjóðríki með veikan gjaldmiðil. Prentun fjármagns, lág- ir vextir og aukið peningamagn í umferð eykur umsvif til skemmri tíma, en staðreyndin er sú að þjóð- ríki geta ekki gengislækkað sig til velmegunar og framfara. Rétti tíminn fyrir afnám tryggingagjalds og hagræð- ingu í ríkisrekstri Afnám tryggingagjalds myndi auka efnahagsleg umsvif verulega nú þegar efnahagsumsvif dragast saman og ákveðið svikalogn svífur yfir vötnum í íslensku efnahagslífi. Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launa- manna sinna á tekjuári. Á stað- greiðsluárinu 2020 er trygginga- gjaldshlutfallið samtals 6,35%. Það væri skynsamlegt að afnema þenn- an skatt og auka þannig möguleika fyrirtækja til að fjölga frekar störf- um en að fækka. Auka þarf einkaframkvæmd í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum og auka þann- ig verðmætasköpun og fjölga verð- mætaskapandi störfum til fram- tíðar. Hagræða þarf í ríkisrekstri sem nemur um 25 mö. króna á ári á næstu 5 árum og leggja niður úr- eltar stofnanir og einfalda kerfið með stafrænni tækni og gervi- greind. Setja þarf um 50 ma. króna í nýsköpun í nýjum greinum at- vinnulífsins s.s. líftækni, hátækni, gervigreind, heilbrigðstækni og orkutækni. Virkja þarf háskóla landsins til stórfelldrar nýsköpunar og fjölgunar starfa fyrir unga fólk- ið sem mun móta framtíð Íslands á nýrri öld tækni og snjallra hug- mynda. Stórkostleg tækifæri eru í ylrækt á landsvísu með endurnýj- anlegri orku og hreinu íslensku vatni með skattalegum hvötum. Auka þarf skattalega hvata á öllum sviðum íslensks atvinnulífs og skapa þannig jarðveg fyrir framtíð- arstörf í verðmætaskapandi at- vinnugreinum. Háskólar landsins þurfa að taka frumkvæði í að leiða þessar miklu og mikilvægu breyt- ingar sem munu eiga sér stað á næstu árum. Háskólaumhverfið, ríkissjóður, lífeyrissjóðir og einka- fjárfestar þurfa að vinna saman og koma nýsköpunarlestinni og at- vinnuuppbyggingu af stað með bjartsýni og hugrekki að leiðar- ljósi. Eftir Albert Þór Jónsson »Mikil skynsemi væri að lækka skatta um- talsvert og afnema tryggingagjald og koma þannig í veg fyrir lang- vinnt atvinnuleysi. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðngur, með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Lækkun skatta eykur tekjur og umsvif til framtíðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.