Morgunblaðið - 29.06.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
✝ Gylfi BorgþórÓlafsson fædd-
ist í Reykjavík 8.
maí 1942. Hann
lést 17. júní 2020.
Kjörforeldrar
hans voru hjónin
Guðbjörg Ágústa
Ólafsdóttir, f. 4.1.
1914, d. 15.10.
1996, verkakona
og Ólafur Stef-
ánsson, f. 22.6.
1915, d. 18.9. 2002, vélstjóri.
Foreldrar Gylfa voru Fanney
Sigurrós Andrésdóttir, f. 19.3.
1911, d. 6.12. 2005, vinnukona
og Þorbergur Sigurdór Magn-
ússon, f. 25.8. 1906, d. 2.10.
1990, bifreiðarstjóri.
Alsystir Gylfa er María Guð-
mundsdóttir, f. 6.12. 1940, bú-
sett í Stykkishólmi. Systkini
Gylfa samfeðra eru: Kristín
María Þorbergsdóttir, f. 17.5.
1939, búsett í Bandaríkjunum,
Magnús Þorbergsson, f. 8.2.
Snær. 3) Friðrik Sölvi Gylfason
kerfisfræðingur.
Gylfi gekk í Miðbæjarskól-
ann og lauk auk þess gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar. Gylfi
útskrifaðist með sveinspróf í
bifvélavirkjun frá Iðnskólanum
14. júní 1969. Hann vann með-
fram námi hjá Hemli bílaverk-
stæði og auk þess hjá Bílaverk-
stæði Garðars og Agli
Vilhjálmssyni hf. áður en hann
hóf störf hjá Loftleiðum 1972
en hjá bílaleigu Flugleiða
starfaði hann síðan óslitið í 36
ár eða allt til ársins 2008. Síð-
ustu starfsárin sín vann hann
svo hjá Krók í Garðabæ.
Gylfi og Hildur giftu sig 2.
desember 1967. Þau bjuggu
lengst af í Reykjavík, fyrst í
Æsufelli 2 en þar bjuggu þau
til ársins 1981 þegar þau fluttu
í Víðihlíð 18. Síðustu árin hafa
þau svo búið í Garðabæ. Þau
áttu Borgir í Hrútafirði frá
2004 til 2015.
Útför Gylfa fór fram í kyrr-
þey, 26. júní í Garðakirkju, að
ósk hins látna.
1940, búsettur á
Selfossi og Sig-
urður Jónas Þor-
bergsson, f. 17.8.
1949, búsettur í
Reykjavík. Systk-
ini hans sam-
mæðra eru: Magn-
ús Óli Hansson, f.
28.8. 1932, d.
28.12. 2010 og Kol-
brún Þórðardóttir,
f. 14.9. 1935, bú-
sett í Noregi.
Eiginkona Gylfa er Hildur
Friðriksdóttir, f. 20.4. 1944.
Börn þeirra eru:
1) Ólafur Gylfason, f. 23.6.
1966, framkvæmdastjóri, maki
Unnur Hallgrímsdóttir SAP-
sérfræðingur. Börn þeirra:
Brynjar Aron Jónsson, Fanney
Rún Ólafsdóttir og Halla
Hrund Ólafsdóttir. 2) Guðbjörg
Gylfadóttir, f. 25.12. 1970, flug-
freyja. Börn hennar eru Tania
Lind, Hildur Anissa og Sölvi
Pabbi var fyrstu æviár sín
undir verndarvæng Hjálpræð-
ishersins í Aðalstrætinu. Fann-
ey amma gat sökum aðstæðna
ekki sinnt honum sem skyldi.
Þar dvaldi pabbi þangað til
amma Guðbjörg og afi Óli tóku
hann að sér.
Pabbi var í sveit á Kolbeinsá
á hverju sumri frá fimm ára
aldri þar til hann varð tólf ára.
Í sveitinni unnu allir sleitu-
laust, jafnt börn sem fullorðnir,
enda voru engar vélar þá
komnar til sögunnar. Þar unnu
þeir saman jafnaldrarnir, pabbi
og Hilmar Hannesson, við þau
sumarstörf sem til féllu. Með
þeim var síðan alla tíð mikil og
góð vinátta.
Pabbi gekk í Miðbæjarskól-
ann við Tjörnina en þaðan lá
leiðin í Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar. Þar átti hann margar
góðar minningar enda fannst
honum tíminn í Gaggó Vest
vera einstaklega skemmtilegur.
Á þessum árum æfði hann og
spilaði bæði körfubolta og
handbolta hjá KR.
Bílaáhuginn kviknaði
snemma hjá pabba en vinahóp-
urinn hans varði öllum stund-
um uppi á hálendinu í jeppa-
ferðum. Í vinahópnum voru
Nonni, Gunni, Siggi og Bjössi.
Nonni átti fjallabíl sem þeir fé-
lagarnir eyddu öllum sínum frí-
tíma í. Þessi bílaáhugi kveikti
svo eflaust þann neista að skrá
sig í bifvélavirkjun síðar.
Sigurbjörn Pálsson og pabbi
kynntust 8 ára í Miðbæjarskól-
anum. Leiðir þeirra lágu svo
líka saman í Gaggó Vest og enn
aftur í Iðnskólanum. Þeir unnu
mikið samhliða námi á bíla-
verkstæði í Skipholtinu. Tíma-
kaupið var ekki hátt á þessum
tíma eða 37 kr. Það góða var
samt að það var hægt að vinna
endlaust eða hreinlega á meðan
menn gátu staðið í fæturna.
Pabbi og Simbi voru báðir ótrú-
lega vinnusamir. Pabbi hjálpaði
Simba við að byggja húsið hans
úti á Álftanesi. Og Simbi „borg-
aði“ pabba til baka með því að
aðstoða hann við að byggja
bæði Víðihlíðina og Bjarkarás-
inn. Þeir endurnýjuðu líka
Borgir í Hrútafirði og sam-
komuhús ungmennafélagsins
Hörpu í Bæjarhreppi.
Pabbi var ótrúlega afkasta-
mikill og eiginlega alltof vinnu-
fús. Það lék allt í höndunum á
honum. Allt virtist hann geta
lagað, breytt eða bætt. Þau eru
óteljandi verkin eða erindin
sem hann hefur aðstoðað mig
og systkinin mín við í gegnum
tíðina. Pabbi var bóngóður og
aðstoðaði vini sína og ættingja
okkar í sífellu.
Pabbi lét aldrei mikið bera á
veikindum sínum. Það var ekki
hans stíll. Hann vildi ekki vera
byrði á sínum nánustu eða
trufla fjölskylduna með veik-
indum sínum. Pabbi var af
þessari kynslóð sem vildi mikið
frekar hjálpa öðrum en þiggja
hjálp. Það var ekki fyrr en í
blálokin að við sem honum
stóðum næst máttum aðstoða
hann. Það gekk hins vegar ekki
eftir. Tíminn var orðinn of
naumur.
Síðustu árin áttu Þórisstaðir
í Þorskafirði hug hans allan
sem og hjólhýsið sem hann og
mamma eiga á Laugarvatni.
Síðasta heilræðið sem pabbi
gaf okkur var að vera alltaf
sjálfum sér samkvæm/ur, heið-
arleg/ur og að klára alltaf sína
vinnu.
Ég kveð þig með endalausu
þakklæti. Án þín væri ég svo
mikið minni maður. Án þín
værum við öll svo mikið fátæk-
ari! Og þú gerðir okkur öll svo
mikið betri.
Takk fyrir allt. Guð blessi
þig.
Ólafur Gylfason.
Elsku afi var alltaf hress
þegar ég hitti hann. Hann kom
manni alltaf í gott skap og ég
mun sakna nærveru hans mjög
mikið. Það var alltaf gaman að
ferðast með afa út í sveit og
spjalla við hann í rólegheitum.
Það var líka svo svakalega
notalegt að knúsa afa enda
faðmaði maður hann eins oft og
maður gat. Ég á aðeins góðar
minningar um afa.
Elska þig, afi, hvíldu í friði
og takk fyrir allt saman.
Halla Hrund Ólafsdóttir.
Elskulegi afi minn, ég vil
þakka þér fyrir allar stundirnar
sem við eyddum saman, betri
afa er ekki hægt að hugsa sér.
Hann afi var góður við alla,
honum fannst ekkert skemmti-
legra en að vera til staðar fyrir
hvern sem þurfti á hjálp að
halda og það gerði hann með
bros á vör.
Ég minnist allra ferðanna
norður í Hrútafjörð, í sveitina
til þeirra ömmu. Þar hafði afi
nóg fyrir stafni. Hann var alltaf
að búa eitthvað til eða laga og
ég var dugleg að trítla á eftir
honum og forvitnast hvað hann
var að bralla. Þá tók hann mig
nær og sýndi mér hvað hann
var að gera. Stundum fékk ég
að hjálpa. Enda var það eina
sem honum þótti skemmtilegra
en vinna í hinum og þessum
verkefnum að eyða tíma með
fjölskyldu sinni.
Þessar minningar og allar
hinar mun ég geyma í hjarta
mínu.
Þó ég hafi þurft að kveðja
þig fyrr en mig langaði þá veit
að þú verður alltaf með mér í
anda. Einhvern tímann þá sam-
einumst við í faðmlagi og þá
mun ég aldrei sleppa.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Fanney Rún Ólafsdóttir.
Elsku Gylfi.
Þakklæti var mér efst í huga
þegar við kvöddum þig á fögr-
um 17. júní sl. á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi,
þakklæti fyrir samfylgd okkar í
22 ár.
Velferð þinna nánustu skipti
þig öllu máli og nutum við fjöl-
skyldan ætíð umhyggju og góð-
vildar þinnar.
Þitt hjarta geymdi gullið dýra og
sanna,
að gleðja og hjálpa stærst þín unun
var.
Því hlaust þú hylli Guðs og góðra
manna
og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér
geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans kveðja
er.
Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Eins og þú sagði þegar þú
kvaddir mig eftir heimsóknir til
okkar í gegnum tíðina: „Takk
Unnur mín“ þá segi ég í þínum
anda: „Takk Gylfi minn.“
Þín tengdadóttir,
Unnur Hallgrímsdóttir.
Gylfi Ólafsson
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
fæddist 4. desem-
ber 1948 í Reykja-
vík. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 4. júní
2020. Foreldrar
hennar voru
Ebeneser Guð-
mundur Ólafsson
kaupmaður, f. 26
desember 1910 í
Bolungarvík, d. 11. apríl 1974
og Soffía Kristín Sigurjóns-
dóttir hjúkrunarkona, f. 21.
ágúst 1916 á Eskifirði, dáin 4.
júní 1987.
Bræður Sigríðar eru Bald-
ur, f. 1944, búsettur á Ak-
ureyri, Birgir, f. 1945, d. 1953,
Bragi, f. 1947, búsettur í Sví-
þjóð og Bolli, f. 1952, d. 1957.
Sigríður átti þrjú börn. 1)
Jóhanna Stella Baldvinsdóttir,
f. 7. mars 1966, búsett í
Reykjavík. Sambýlismaður
hennar er Baldvin Heiðarsson.
Úr fyrri sambúð á Jóhanna
Stella dótturina Soffíu Láru, f.
1993.
2) Tómas Bolli-Subben Haf-
þórsson, f. 28. nóvember 1967,
búsettur í London. Eig-
inmaður hans er Edward D.
Bolli-Subben.
3) Ragnar Ævar
Jóhannsson, f. 21.
janúar 1975, bú-
settur á Hellu.
Sambýliskona
hans er Hjördís
Pétursdóttir og
saman eiga þau
Pétur Jökul, f.
2019. Úr fyrri
sambúð á Ragnar
Ævar þau Rögnu
Sigríði, f. 2001, Jóhann Björg-
vin, f. 2003 og Friðrik Snæ, f.
2008.
Sigríður gegndi ýmsum
störfum á lífsleiðinni, m.a. sem
bankastarfsmaður, ráðgjafi,
rak verslun og starfaði lengi
hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Hún var búsett í Svíþjóð í
rúman áratug á árunum 1980-
1991. Hennar helstu áhugamál
voru ferðalög og íþróttir. Fyr-
ir fimm árum fékk Sigríður
heilablóðfall sem varð til þess
að hún lamaðist að hluta til og
átti erfitt með tal. Eftir áfallið
flutti hún í hjúkrunarheimilið
Skjól og bjó þar fram á hinsta
dag. Útför Sigríðar fór fram í
kyrrþey í Fossvogskirkju hinn
12. júní 2020 að hennar eigin
ósk.
Til minningar um góða vin-
konu.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Með þessum ljóðlínum vil ég
minnast vinkonu minnar til
fjölda ára og kveð ég þig, elsku
Sigga, af miklum hlýhug og
þakklæti fyrir okkar dýrmætu
stundir.
Það er sárt að kveðja en sælla
að vita að þú fórst sátt yfir í
sumarlandið og fyrir það er ég
þakklát.
Minning um einstaka konu
mun lifa í huga mér um ókomin
ár.
Syni Siggu, Ragnari, og hans
fjölskyldu ásamt öðrum ættingj-
um votta ég mína dýpstu samúð
Elísabet Sigurðardóttir
(Elsa).
Sigríður
Guðmundsdóttir
Það eru ekki
nema átta mánuðir
síðan við kvöddum ömmu Stínu
og því mikið áfall að þurfa að
kveðja ömmu Magneu svona
stuttu síðar. Það er mjög erfitt
og skrítið að þurfa að kveðja
ömmu okkar svona fljótt, því við
héldum auðvitað að við ættum
eftir miklu meiri tíma með
henni.
Þegar við hugsum um ömmu
Magneu hugsum við líka um fal-
lega heimilið og garðinn hennar
í Skógum. Þar áttum við ynd-
islegar samverustundir sem við
munum ávallt muna. Margar af
okkar fallegustu æskuminning-
um urðu til í Skógum, sælureit
Kristbjörg
Magnea
Gunnarsdóttir
✝ KristbjörgMagnea Gunn-
arsdóttir fæddist
16. febrúar 1941.
Hún lést 30. maí
2020.
Útför Krist-
bjargar Magneu
fór fram 19. júní
2020.
stórfjölskyldunnar.
Við fórum alltaf í
Skóga til ömmu um
páskana og var
mikil gleði sem
fylgdi því. Enginn
fór svangur frá
ömmu, öðru nær.
Það var alltaf til
meira en nóg af
mat og heimabök-
uðu bakkelsi.
Amma var alltaf
mjög fín og vel tilhöfð og mun-
um við ekki eftir að hafa séð
hana með ógreitt hár. Hún var
alltaf vel til fara og mjög fínt í
kringum hana, en það var ekki
vegna þess að hún væri upp-
tekin af því sem þykir „fínt“,
þetta var bara hennar stíll og
leið henni best svona.
Við erum og verðum alltaf
þakklát fyrir elsku ömmu okkar
sem kenndi okkur svo margt og
er hluti af okkar allra bestu
minningum.
Þín ömmubörn,
Sigurjón, Kristín og
Kári Steinn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sonur,
bróðir og frændi,
GÍSLI AGNAR BOGASON,
Vatnsnesvegi 20, Keflavík,
lést sunnudaginn 21. júní.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
fimmtudaginn 2. júlí klukkan 13.
Helga Eden Gísladóttir Kristinn Örn Kristinsson
Helga Guðrún Gísladóttir Ágúst Skarphéðinsson
Bogi Agnarsson Þorgerður Jónsdóttir
Jóhanna Bogadóttir
Davíð Þór og Alex Nói
Elsku pabbi minn, bróðir okkar, mágur
og frændi,
GUÐMUNDUR S. INGIMARSSON,
Tunguheiði 18, Kópavogi,
sem andaðist á Líknardeildinni í Kópavogi
10. mars, verður jarðsunginn frá Seljakirkju
mánudaginn 29. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Heru líknarþjónustu eða Líknardeildina í Kópavogi.
Alexander Már Guðmundsson
Guðrún Kristinsdóttir Helgi H. Stefánsson
Alexander Ingimarsson Edda Ástvaldsdóttir
Birna Rúna Ingimarsdóttir Friðþjófur Th. Ruiz
og fjölskyldur
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR
húsfreyja,
Bjargi, Eyjafjarðarsveit,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 23. júní.
Hún verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju fimmtudaginn
2. júlí klukkan 14.
Ævar Ragnarsson Ragna Pálsdóttir
Katrín Ragnarsdóttir
Bolli Ragnarsson Laugheiður Gunnarsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
GUÐFINNA ELÍNBORG
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Blönduhlíð 19, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar aðfaranótt
18. júní. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju miðvikudaginn
1. júlí klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki kvennadeildar
Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
frábæra umönnun og hlýhug.
Kjartan Egilsson
Hlynur Örn Kjartansson Ragnar Már Kjartansson
Tara Brekkan Pétursdóttir Ágúst Sævar Guðmundsson
Natalía Marín B. Hlynsdóttir
Pétur Ragnar B. Hlynsson