Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 25

Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Sólarrafhlöður Pakkarnir inihalda: 125w sólarrafhlaða m/ festingum, 5m kapall, sjórnstöð 10A, 185w sólarrafhlaða, m/festingum, 5m kapall, stórnstöð 20A SUMARTILBOÐ fyrir húsbíla og hjólhýsi 20%afsláttur TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA - ALLA LEIÐ „SNÚÐU ÞÉR VIÐ – EN LÍTTU FYRST Í BAKSÝNISSPEGILINN OG PASSAÐU AÐ ÞAÐ SÉ ENGINN Á BLINDA SVÆÐINU.” „ER STRÍÐINU LOKIÐ?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera tvö saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÚ ÞARFT AÐ HAGA ÞÉR FRAM AÐ JÓLUM ÓKEI … EN EF ÉG VÆRI ÞÚ FÆRI ÉG Í FELUR Á JÓLADAGSMORGUN! ÉG HELD ÞETTA EKKI ÚT LENGUR! ÉG ÞARF HJÁLP!! AHHH, TAKK! MIG KLÆJAÐI DJÖFULLEGA! unarfræðingi eru 1) Kári Liljendal Hólmgeirsson, f. 19.6. 1995, kvik- myndagerðarmaður og starfar hjá N4 á Akureyri, og 2) Karl Liljendal Hólmgeirsson, f. 14.6. 1997, starfar á Hótel KEA á Akureyri og er vara- þingmaður Miðflokksins. Bræður Hólmgeirs: Gunnar Karlsson, f. 29.3. 1952, sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra, býr á Akureyri; Jón Karlsson, f. 14.5. 1953, d. 22.4. 1992, hjúkrunarfræðingur; Randver Karl Karlsson, f. 17.11. 1958, fram- kvæmdastjóri Ljósgjafans á Akur- eyri, býr í Eyjafjarðarsveit; Ingvar Karlsson, f. 10.7. 1963, fyrirtækja- eftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík, býr í Hafnarfirði; Hans Liljendal Karlsson, f. 30.11. 1973, forstöðumaður Kerfisþróunar og stýringar hjá Veitum ohf. í Reykja- vík, býr í Reykjavík. Foreldrar Hólmgeirs voru hjónin Karl Liljendal Frímannsson, f. 17.03. 1924, d. 6.5. 2010, og Lilja Randversdóttir, f. 20.7. 1930, d. 22.8. 2018. Þau voru bændur alla sína starfstíð. Hófu sinn búskap í Mel- gerði í Eyjafjarðarsveit en bjuggu síðan á Dvergsstöðum lengstan hluta starfsævinnar og síðustu árin á Akureyri. Hólmgeir Karlsson Guðrún Sigfúsdóttir húsfreyja Ólafur G. Jóhannesson bóndi á Skriðu og síðar Miklagarði í Eyjafirði Hólmfríður Ólafsdóttir húsfreyja Randver Karles Jóhannesson bóndi í Melgerði og Hleiðargarði í Eyjafirði og síðar bókbindari Lilja Randversdóttir húsmóðir í Melgerði og á Dvergsstöðum Ólína Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja Jóhannes Randversson bóndi á Jökli og Syðri- Villingadal í Eyjafirði Kristín Sigfúsdóttir skáldkona frá Kálfagerði Geirlaug Jóhannesdóttir húsfreyja á Sauðárkróki Jóhannes Geir Jónsson listmálari Baldur Frímannsson kaupmaður í Filmuhúsinu á Akureyri Ingibjörg Kristjánsdóttir húsfreyja Sigurjón Friðrik Jónsson bóndi í Garðshorni á Þelamörk og síðar Stóragerði í Myrkárdal, Eyjafirði Jónína Pálína Sigurjónsdóttir húsfreyja Frímann Karlesson bóndi á Arnarstöðum og Dvergsstöðum og síðar verslunarmaður á Akureyri Lilja Frímannsdóttir húsfreyja Ferdínand Karles Randversson bóndi í Hlíðarhaga í Eyjafirði Úr frændgarði Hólmgeirs Karlssonar Karl Liljendal Frímannsson bóndi í Melgerði og síðar á Dvergsstöðum í Eyjafjarðarsveit Íhádegisfréttum ríkisútvarpsins áfimmtudag sagði þulur frá „mannýgum hundi“ sem hefði elt og gelt að dreng á hjóli á Eskifirði. Þetta barst í tal við karlinn á Lauga- veginum þar sem ég hitti hann fyrir utan Brynju. Hann saug upp í nefið, sveigði höfuðið afturábak til vinstri og tautaði: Fyrir austan eru naut sem glefsa. Hestar finnast hornóttir. Hundar eru mannýgir. Og snerist á hæl. Lausn Helga R. Einarssonar á gátunni á laugardag fylgdu tvær limrur. Önnur um þágufallssýki: Þegar að Jóhann þorði þá varð honum að orði: „Mér langar það, þú veist í hvað.“ Þvílíkur orðaforði! Síðan er „Glatað tækifæri“: Í fyrstu vonin var veik, en svo vappaði’ ún fram hjá mér keik og kvakaði kát, en þá kom á mig fát: Ég gæsina þess vegna’ ei greip. Ólafur Stefánsson skrifaði á Leir á fimmtudag: „Nú er farið að dusta rykið af stólunum niðrá Kanó og dýnurnar komnar út til loftunar. Hér heima kemst líka hreyfing á eftir mánaðamótin og ein ferðaskrifstofa er svo bjartsýn að auglýsa ferðir niðreftir upp úr fyrstu viku júlí. Sum- ir bíða spenntir með borgaða miða og passa á lofti, nema hann sé út- runninn og þá þarf að bæta úr því“: Nú bíður hún brosmild og fegin á bikiní. Passinn framdreginn. Sér ætlar að mæta Sigurbjört sæta á hótelið heldrafólksmegin. Skírnir Garðarsson skrifar: „Á Landsbókasafni er hægt að glugga í gamlar kirkjubækur, þar er oftar en ekki fært til bókar hvar fólk dó, og hvers vegna (dánarorsök). Á einum stað er staðsetning andláts manns á Suðurlandi „á förnum vegi“. Mað- urinn var prestur í Flóanum, og dán- arorsök skráð „óviss““: Kostuleg er kirkjubók, þó kær sé hennar lestur. Á förnum vegi flugið tók, einn ferðalúinn prestur. „Góðan Leirdag!“ sagði Sigmund- ur Benediktsson: Nú skal virkja þrek og þol þó að sól ei hreppi. Allan hylur Óðinshvol ofið þokuteppi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af mannýgum hundum og presti í Flóanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.