Morgunblaðið - 29.06.2020, Page 28

Morgunblaðið - 29.06.2020, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 SÉRSMÍÐI Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins. Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun. Hólaprentsmiðja Guðbrands Hólum í Hjaltadal 1573-1589 Guðbrandur Þorláksson (1541- 1627) sem hafði verið prestur að Breiðabólstað í Húnaþingi varð bisk- up að Hólum 1571. Á Breiðabólstað hafði hann kynnst prentsmiðju Jóns sænska sem þar hafði þjónað og syni hans Jóni Jónssyni prentara sem tók við prentsmiðjunni eftir föður sinn. Guðbrandur tók miklu ástfóstri við prentsmiðjuna á Breiðabólstað og sá að hann gat nýtt sér hana til að innræta mönnum siðbótina. Hann fékk því Jón Jónsson Matt- híasson til að leigja sér prent- smiðjuna og setti hana niður að Hólum 1573. Hann fékk pappír og annað sem til þurfti frá Kaupmannahöfn með hjálp Páls Matthíassonar (Madsens) Sjálandsbiskups. Þetta er skjalfest skv. Jóni Borgfirðingi. Síðan var byrjað að prenta 1574. Guðbrandur Þorláksson biskup sendi Jón prentara síðan í fram- haldsnám til Kaupmannahafnar og er sagt að hann hafi verið þar vet- urinn 1575-1576 og kynnt sér frekari prentarastörf en jafnframt hugað að kaupum á nýrri prentþröng fyrir Guðbrand. Um sama leyti og biskup keypti sér svo nýja prentsmiðju flutti Jón prentsmiðju sína að Núpu- felli að því að talið er 1578. Jón dvaldi samt að mestu á Hólum næstu 11 árin við prentun fyrir Guð- brand. Þau skilyrði höfðu fylgt þeg- ar hann fékk jörðina Núpufell til ábúðar. Merkustu ritin sem prentuð voru á Hólum á þessum árum voru: Lögbók Íslendinga, Jónsbók sem var prentuð þar 1578 og endur- prentuð 1580 (ef til vill að Núpufelli 1582). Biblían, sem seinna var kennd við Guðbrand og nefnd Guðbrands- biblía, var prentuð þar 1584 og Sálmabókin frá 1589 sem markaði tímamót í prentsögunni því þá bætt- ist við söngmerkjastíllinn (nót- urnar). Guðbrandsbiblía er merkasta og þekktasta rit sem hefur verið gefið út og prentað á Íslandi. Hún er stærri í sniðum en aðrar bækur sem hér hafa verið prentaðar og þurfti t.d. heilt kálfsskinn í bókbandið þeg- ar hún var bundin inn. Talið er að upplag bókarinnar hafi verið 500 eintök. Sagt er að sjö menn hafi unn- ið að gerð hennar og Guðbrandur stofnaði bókbandsstofu að Hólum 1584 þegar prentuninni var lokið. Hann fékk bókbandssvein frá Ham- borg, Jurin (Jürgin) að nafni sem stjórnaði verkinu og hafði hann nokkra aðstoðarmenn. Einn af þeim hét Jón Arngrímsson og lærði hann iðnina af Jurin og er því talinn fyrsti iðnlærði bókbindarinn á Íslandi. Hann varð síðan forstöðumaður bók- bandsstofu Guðbrands. Kostnaður var mikill við gerð bókarinnar og var t.d. öllum kirkjum gert að leggja einn ríkisdal til prentunarinnar. Danakonungur veitti auk þess veru- legan styrk til útgáfunnar. Guðbrandsbiblía var ljósprentuð í 500 eintökum árin 1956-1957 í óbreyttri mynd hjá Lithoprent og aftur var hún ljósprentuð 1984 hjá Kassagerð Reykjavíkur þegar 400 ár voru liðin frá því prentun biblíu Guðbrands var lokið. Bókfell sá um bókbandið í bæði skiptin. Prentsmiðja Bianco Luno Kaupmannahöfn 1832-2000 Christian Peter Bianco Luno (1795-1852) var danskur prentari sem rak prentsmiðju í Kaupmanna- höfn frá 1832 til dauðadags 1852. Eftir að faðir hans dó ári eftir að hann fæddist flutti móðir hans til Kaupmannahafnar og þar ólst Bi- anco Luno upp við misjafnar að- stæður. Móðurbróðir hans kom honum í prentnám í Álaborg þegar hann var 16 ára gamall. Hann útskrifaðist sem fullnuma sveinn í faginu 1816, en vann síðan í stuttan tíma í Kaup- mannahöfn. Fór síðan ári seinna til útlanda og ferðaðist um Evrópu í ein ellefu ár. Hann heimsótti Þýskaland, Sviss, Ítalíu og Ungverjaland og vann í stórum prentsmiðjum í þess- um löndum. Hann kom sér alls- staðar vel með dugnaði sínum og líf- legri framkomu. Bianco Luno kom síðan aftur til Kaupmannahafnar 1828, reynslunni ríkari í sínu fagi og var nú svo hepp- inn 1831 að fá einkaleyfi til að reka nýja prentsmiðju, sem var sjaldgæft í þá daga. Þar sem hann hafði ekkert fjármagn hóf hann samvinnu við prentarann F.W. Schneider, og 1. janúar 1832 var Prentsmiðjan Bi- anco Luno & Schneider opnuð í Pile- stræde 8, sem fyrsta danska prent- smiðjan sem var skipulega uppbyggð og talin fyrirmyndar- prentsmiðja. Eftir að Schneider fór út úr fyrir- tækinu 1837 varð Bianco Luno einn stjórnandi. Árið eftir var flutt í rúm- góða og nýtísku vinnusali í Øster- gade 20. Hjá fyrirtækinu unnu nú um 40 manns og það hafði margar prentpressur en 1840 var fyrsta hraðpressan keypt. Bianco Luno var útnefndur konunglegur hirðprentari 1847. Hann hafði góð sambönd við bókmennta- og vísindasamfélagið í Danmörku, en það varð til þess að prentsmiðja hans varð ein af þeim stærstu í landinu. Þar létu rithöf- undar eins og H.C. Andersen og Sø- ren Kierkegaard prenta bækur sín- ar og þar var einnig prentað danska sagnfræðitímaritið Historisk Tids- skrift sem var stofnað 1840 af Christian Molbech. Íslendingar létu ekki oft prenta bækur sínar hjá Bianco Luno, en Hið íslenska bókmenntafélag valdi þá prentsmiðju þegar þeir gáfu út 50 ára afmælisrit sitt 1867. Það þurfti að vanda til útgáfunnar og Bianco Luno var ein vandaðasta prent- smiðjan í Kaupmannahöfn á þessum tíma. Bókin var bundin í pappírs- band og fylgdu með steinprentaðar myndir af stofnendum félagsins, m.a. af Rasmus Kristján Rask o.fl. Eftir lát Bianco Luno var prent- smiðjan rekin áfram af ekkju hans undir stjórn systursonar hans, Fre- derik Siegfred Muhle (1829-1884) og Ferdinand Dreyer (1833-1924), sem frá 1873 varð einkaeigandi. Frá árinu 1900 eignaðist hlutafélagið A/S Carl Aller fyrirtækið og rak það áfram til aldamótaársins 2000 þegar það hætti. Carl Julius Aller (1845- 1926) var steinprentari og blaða- útgefandi. Prentmyndagerð Ólafs J. Hvanndals Reykjavík 1919-1949 og 1953-1954 og Akureyri 1949-1951 Ólafur J. (Jónsson) Hvanndal (1879-1954) prentmyndasmiður stofnaði fyrstu prentmyndagerð á Íslandi 1. september 1919 í Reykja- vík. Prentmyndagerð hans var fyrst til húsa á efstu hæð Prentsmiðj- unnar Gutenbergs í Þingholtsstræti 6, en var síðan flutt í Mjóstræti 6 ár- ið 1930. Þar var fyrirtækið til 1937 að hann flutti það að Laugavegi 1 og var hann þar til 1949. Þá fluttist hann til Akureyrar og setti þar upp prentmyndagerð. Það fyrirtæki gekk ekki vel og varð hann að hætta. Kom hann þá aftur til Reykjavíkur 1951 og ætlaði að stofna strax aftur prentmyndagerð á ný, en það varð ekki af því fyrr en árið 1953, vegna umferðarslyss sem hann lenti í eftir komuna frá Akureyri. Fyrirtæki hans var til húsa að Smiðjustíg 11 og rak hann það í rúmt ár, en þá lést hann. Árið 1949 gaf hann Lands- bókasafninu afþrykk af flestum myndamótum sem hann hafði búið til. Ólafur J. Hvanndal lærði prent- myndagerð í Kaupmannahöfn hjá Hjalmar Karlsen, síðan fór hann til Þýskalands og lærði þar til fullnustu prentmyndagerð í Prentmyndagerð Brockhaus í Leipzig. Þá hélt hann til Íslands aftur og lagði fyrst gjörva hönd á margt, m.a. leiðsögn ferða- manna og umboðs- og heildsölu á stríðsárunum fyrri. Að lokinni heimsstyrjöldinni stofnaði hann síð- an fyrstu prentmyndagerðina á Ís- landi og var hann sá eini í þeirri grein í 18 ár. Hann hlaut silfurpen- ing og heiðursskjal á iðnsýningunni 1911. Fyrirferðarmestu verkefnin í prentmyndagerð Ólafs voru dag- blöðin, einkanlega Morgunblaðið, en nokkuð bar einnig á öðrum blöðum og tímaritum. Þá fór mikil vinna í Spegilinn, enda var hann ríkulega myndskreyttur með teikningum Tryggva Magnússonar. Eins var alltaf þó nokkuð um myndir í bækur. Þessir prentmyndasmiðir unnu hjá Ólafi í upphafi heimsstyrjaldarinnar: Eymundur Magnússon, Einar Jóns- son og Páll Finnbogason, en fjöl- margir prentmyndasmiðir lærðu fag sitt hjá Prentmyndastofu Ólafs J. Hvanndals, m.a. þeir Helgi Guð- mundsson (1908-1969) og Jón Stef- ánsson (1925-1977). Íslensk prentverkssaga Bókarkafli |Í Prentsmiðjubókinni rekur Svanur Jóhannesson sögu allra prentfyrirtækja frá því prentun hófst á Íslandi um árið 1530, en einnig getur hann um prentsmiðjur í Kaupmannahöfn sem prentuðu íslenskar bækur og fyrirtæki sem þjónustuðu prentsmiðjur með prentmyndagerð og offsetþjónustu meðal annars. Bókina prýða 863 ljósmyndir. Siðbótarmaður Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup. Frumkvöðull Ólafur J. Hvanndal prentmyndasmiður að störfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.