Morgunblaðið - 29.06.2020, Page 29

Morgunblaðið - 29.06.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Aðrar Christopher Nolan myndir: The Dark Knight, The Dark Knight Rises Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI 30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFAN SÝND Í NOKKRA DAGA.Sýnd með íslensku tali Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari hafa enn á ný stillt saman strengi sína og að þessu sinni gefið út plötu undir nafninu Duo Concordia. Á plötunni má finna íslensk sam- tímaverk, sem samin eru sér- staklega fyrir tónlistarmennina tvo. Páll segir verkin á plötunni vera ólík, hvert með sinn karakter. Það sem tengi verkin böndum sé að ís- lensk tónskáld hafi samið þau sér- staklega fyrir Pál og Laufeyju og tileinkað þeim tónlistina. „Við höfum leitað til tónskáld- anna og þau hafa öll tekið okkur vel,“ skýrir Páll. „Svo hefur verið misjafnt hvað við höfum verið í mikilli samvinnu við tónskáldin. Sum þeirra hafa gott sem klárað verkin áður en við fáum þau í hend- urnar en í öðrum tilfellum höfum við verið nær þeim í samningarferl- inu. Það eru alls konar spurningar sem geta vaknað hjá tónskáldunum. Þau þekkja hljóðfærin misvel og geta velt því fyrir sér hvað sé hægt að gera og svo framvegis.“ Fimm íslensk tónskáld Á meðal þess sem er að finna á plötunni eru tónverkin Sonata eftir Tryggva M. Baldvinsson, Gefjun eftir Hilmar Þórðarson og Vapp eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Tvö verk eftir John A. Speight eru einnig á plötunni, annars vegar verkið Samtvinna og hins vega ein- leiksverk fyrir gítar. Síðast á efnis- skrá plötunnar er einleiksverk fyrir fiðlu eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson. Einleiksverkin tvö eru elstu verkin á disknum, frá 1986 og 1990. Þau sem Laufey og Páll flytja saman eru nýrri, frá árunum 1993- 2013. Tilefni útgáfunnar segir Páll hafa einfaldlega verið að þau hafi verið búin að safna saman nægu efni í heilan disk. Þau Laufey hafi síðan sótt um starfslaun til þess að vinna að plötunni og fengu þau úthlutuð. „Það varð hvatinn að því að við fór- um út í þetta.“ Gáfu grænt ljós Platan er gefin út hjá alþjóðlega útgáfufyrirtækinu Odradek Re- cords. Páll segir frá því að þau Laufey hafi sent upptökur með flutningi á íslensku samtímaverk- unum til útgáfufyrirtækisins. Þar fara upptökurnar fyrir sérfræðinga sem vita ekki hverja þeir eru að hlusta á, sem meta verkin og gefa annað hvort grænt ljós eða neita. „Í þessu tilfelli vorum við heppin og fengum jákvæða afgreiðslu og þess vegna varð þessi diskur eins og hann er. Þau komu svo hingað til Íslands með myndasmið og tóku myndir af okkur fyrir diskinn.“ Laufey og Páll eiga langt sam- starf að baki. Leiðir þeirra lágu saman árið 1986, á Norrænum músíkdögum í Langholtskirkju, þar sem þau spiluðu hvort með sínum tónlistarhóp. Þá kom til tals að gaman gæti verið að samvinnu þeirra tveggja og hafa þau unnið saman jafnt og þétt síðan. Gítar og fiðla er heldur óvenjuleg samsetning en Pál segir þó svolítið vera til af tónlist fyrir dúóið. „Við höfum þó þurft að leita dálítið eftir tónverkum og ég hef verið dugleg- ur að umrita og útsetja verk sem við höfum tekið fyrir og spilað.“ Ítölsk tónlist og skólaátak Tvíeykið gaf út plötu árið 1996 sem bar titilinn Ítölsk tónlist. Hún hafði að geyma sónötur eftir ítalana Corelli, Tartini og Paganini. „Við höfum unnið mjög mikið saman í gegnum árin, verið með tónleika úti um allt, innan lands og erlendis. Svo höfum við verið svo heppin að vera þátttakendur í átak- inu List fyrir alla. Við höfum farið í flesta grunnskóla á Íslandi og spil- að og kynnt hljóðfærin okkar.“ Síð- ustu ár hafa þau Laufey heimsótt grunnskólana ásamt Esther Talíu Casey, leik- og söngkonu. Páll segir að það verði alveg örugglega fram- hald á samstarfi þeirra Laufeyjar. „Við erum búin að vinna það lengi saman að það er erfitt að hætta.“ Tvíeyki sameinar fiðlu og gítar  Íslensk samtímatónverk á nýrri plötu Duo Concordia Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Samstarf Páll Eyjólfsson og Laufey Sigurðardóttir mynda Duo Concordia. „Einn fremsti leikhúslistamaður Austur-Evrópu, hinn búlgarski Javor Gardev, kemur hingað í Borgarleikhúsið og leikstýrir Cali- gula eftir Albert Camus og verður frumsýningin 19. mars næstkom- andi,“ segir Brynhildur Guðjóns- dóttir leikhússtjóri. Stjarna Gardevs skín skært í búlgörsku leikhúslífi en auk þess að hafa sett upp rómaðar sýn- ingar í heima- landinu á síðasta aldarfjórðungi hefur hann til að mynda leikstýrt sýningum í Rúss- landi og Frakk- landi. „Sýningar Jav- ors Gardev hafa slegið í gegn víða um lönd og hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga,“ segir Brynhildur. „Hann þykir jafnvígur á að setja upp klassísk verk, eins og eftir Shakespeare og Tjekhof, og sam- tímahöfunda á borð við Thomas Vinterberg og Tracy Letts, og eins og við þekkjum öll þá opnast með komu svona leikhúslistamanns dyr inn í töfraheima austurevrópska leikhússins. Það er þekkt fyrir framsækni og djörfung, þar sem hinar ýmsu sviðslistir, eins og leik- list, myndlist, tónlist og dans, fá að blómstra saman.“ Verkið talar í tíðarandann Brynhildur segist líta á það sem gríðarstóra gjöf að fá til samstarfs svona vandaðan leikhúslistamann frá austurhluta Evrópu, listamann sem getur veitt öllum innblástur og opnað áhugavert samtal við leikhús- heiminn. Þegar spurt er hvernig standi á því að hún fái Gardev til samstarfs segist Brynhildur lengi hafa haft mætur á verkum hans. „Ég reyndi að ná í skottið á honum strax þegar ég tók við Borgarleikhúsinu. En hann var með margt á sinni könnu en meðal verkefna sem hann átti að vera að vinna að en féllu niður vegna Covid-faraldursins voru Nabucco í óperunni í Skopje, upp- setning á Corialanus í Moskvu, Flea- bag í Sofia og Meistarinn og Marga- ríta með Tiger Lilies! Því var öllu frestað og þess vegna gefst þetta tækifæri til samstarfs við hann nú.“ Brynhildur segir að Gardev hafi einu sinni leikstýrt Caligula áður, í Frakklandi fyrir 12 árum. „Hann leggur alla jafna ekki í vana sinn að snerta aftur á sömu verkum en í þessu tilfelli, 12 árum síðar, finnst honum það spennandi vegna þess hvernig verkið talar inn í tíðarandann núna, í uppgangi fas- isma. Albert Camus skrifaði verkið á tíma þegar fasismi var í upp- sveiflu og núna, eins og heimurinn blasir við okkur, er þetta verk í beinu samtali við samtímann.“ Friðrik Rafnsson vinnur nýja þýð- ingu á leikritinu úr frönsku og þá segir Brynhildur að listræna teymið sem vinni að sýningunni með Gar- dev sé þegar mótað. Þá er uppsetn- ingin unnin í samstarfi við Íslenska dansflokkinn. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Brynhildur. Leikstjórinn Javor Gardev hefur sett upp rómaðar leiksýningar. Gardev setur upp Caligula  Búlgarskur leikstjóri í Borgarleikhús Brynhildur Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.