Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 7
„Við verðum að efla skilning á því að sprota-
fyrirtæki eins og Fólk Reykjavík, Farmers
Market, Geysir, Hildur Yeoman og fjöldi
annarra hönnunarfyrirtækja tilheyra öflugu
nýsköpunarumhverfi á Íslandi alveg eins og
tæknifyrirtækin,“ segir Halla Helgadóttir.
stefnumótandi hönnun (e. DesignThinking) sem
eru helstu vaxtargreinar hönnunar í dag í heim-
inum.“
Lesa má út úr rannsókninni að efla þarf nám á
sviði hönnunar og tengja á milli ólíkra greina.
„Við gætum til dæmis horft til Alvar Aalto-
skólans í Finnlandi í þeim efnum, þar sem hönn-
unar-, tækni- og viðskiptamenntun er tengd
saman. Besta leiðin til þess er að efla verulega
Listaháskóla Íslands, tryggja honum gott hús-
næði, t.d í Vatnsmýri, svo hann geti betur sinnt
hlutverki sínu, breikkað námið, eflt rannsóknir
og byggt brýr yfir í aðra háskóla.“
Hvað varðar hefðbundnar hönnunargreinar
svo sem vöru- og húsgagnahönnun, þá segir
Halla að Íslendingar hafi ekki átt sterk iðn- og
framleiðslufyrirtæki hér á landi sem byggja á
hönnun. „Það er ekki hefð fyrir sterkri innlendri
framleiðslu eða vöruhönnun. Ólíkt Dönum sem
eiga fjölda slíkra fyrirtækja sem skapa sterkan
grunn fyrir atvinnulíf og þróun hönnunar á því
sviði.“
Hér á landi hafa þó fyrirtæki verið að hasla
sér völl á þessu sviði, fyrirtæki eins og hönn-
unarfyrirtækið Fólk Reykjavík sem er að sögn
Höllu að gera mjög áhugaverða hluti. Fyrir-
tækið ráði unga íslenska hönnuði í vöruþróun, og
leggi um leið áherslu á nýjar og sjálfbærar leiðir
í framleiðslu. „Við verðum að efla skilning á því
að sprotafyrirtæki eins og Fólk Reykjavík,
Farmers Market, Geysir, Hildur Yeoman og
fjöldi annarra hönnunarfyrirtækja tilheyra öfl-
ugu nýsköpunarumhverfi á Íslandi alveg eins og
tæknifyrirtækin.“
Halla segir að stærri fyrirtæki eins og
66°Norður leggi verulega áherslu á hönnun, séu
með fjölda hönnuða í vinnu og séu að ná miklum
árangri í alþjóðlegri markaðssetningu. Einnig
hafi fyrirtæki eins og BioEffect, Sóley Organics,
CCP, Genki Instrument, Meniga og fjöldi ann-
arra hönnun sem megintæki í uppbyggingu.
„Það er mjög mikilvægt að á Íslandi þrífist
fjölbreytileg flóra fyrirtækja sem hafa hönnun
sem grundvöll í starfsemi sinni en einnig fyrir-
tæki sem nýta hönnun sem grundvallandi aðferð
í uppbyggingu. Hönnun er frábært tæki sem
hægt er að nýta til að ná samkeppnisforskoti í
harðri samkeppni.“
Þjóðin er ung í hönnunarsamhengi
Það er gaman að velta fyrir sér hver sérstaða
Íslendinga sem hönnuða sé. Halla segir að þjóðin
sé ung í hönnunarlegu samhengi. Hún hvíli ekki
á sterkri hefð. Í því felist hins vegar frelsi, sem
aftur hvetji til tilraunamennsku og nýsköpunar.
„Svo felast tækifæri í nándinni sem er hér, það
er stutt á milli okkar allra og líka ólíkra greina
hönnunar og arkitektúrs.“
Halla segir að til að hér á landi verði til öflugt
atvinnulíf sem byggir á hönnun og arkitektúr
þurfi sterkt atvinnulíf sem hefur þekkingu á og
sér tækifærin í því að fjárfesta í góðri hönnun og
líta á aðferðafræði hönnunar sem lykiltæki til ár-
angurs. Í skjóli þess verði lífleg tilraunastarf-
semi og grasrót að fá að þrífast þar sem ungt
skapandi fólk spyrji gagnrýnna spurninga.
„Ungir hönnuðir og arkitektar sjá áskoranir
samtímans í umhverfismálum og heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst sem tæki-
færi til að endurskapa og leita nýrra leiða til að
móta þá framtíð sem við viljum sjá hér á Ís-
landi.“
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs vinnur nú að
stórum hugmyndum um breytingar til fram-
tíðar. „Stakkurinn sem okkur er sniðinn er því
miður of þröngur til að við getum náð þeim ár-
angri sem við stefnum að. En ég trúi að við
stöndum á krossgötum þar sem við þurfum öll að
endurskoða hvernig við gerum hluti. Þar koma
skapandi aðferðir hönnunar sterkar inn sem
hluti af lausninni. Það sést mjög skýrt nú á tím-
um Covid-19 hvað við erum gjörn á að velja hefð-
bundnar leiðir og lausnir sem oft eru úreltar og
ólíklegar til árangurs. Stjórnvöld verða að þora
að fjárfesta í nýjum leiðum eins og hönnunar-
drifinni, notendavænni nýsköpun þar sem
áhersla á sjálfbærni, umhverfi, gæði og fagur-
fræði er sjálfsögð.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
243.667 samtals aðilar í hönnunar-geira á Norðurlöndunum
Danmörk
51.371
Einkageirinn
85%
Hið opinbera
12%
Þriðji geirinn
3%
Finnland
54.985
Ísland
4.572
Noregur
35.707
Svíþjóð
97.024
Fagfólk í hönnunargeiranum er um 2% af vinnuafli í hverju landi
Fagfólk í hönnunargeiranum vinnur mestmegnis í einkageiranum. Það starfar í margvíslegum
greinum en meirihlutinn er í framleiðslu, miðlun og þekkingariðnaði.
Opinberi geirinn er með 12% geirans í vinnu.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 7VIÐTAL