Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020FRÉTTIR 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 695 Strákúst á tannbu verði Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 ar rsta Laufhrífur frá 999 Sandkassagrafa Úðabrúsar í mörgum stærðum frá 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Eins og hendi væri veifað hurfu 1,9 milljarðar evra úr efnahagsreikningi þýska fjártæknifyrirtækisins Wire- card. Góðu fréttirnar eru þær að flest bendir til að peningarnir hafi í raun aldrei verið til, og því ekki eins og innherjar hjá fyrirtækinu hafi stungið undan svo miklu fé að gæti dugað til að kaupa eitt lítið eyríki í Karíbahafinu og lifa þar í vellyst- ingum ævina á enda. En eftir sitja hluthafar með sárt ennið, þýsk stjórnvöld með bux- urnar á hælunum, og allur fjár- tæknigeiri Evrópu sem getur vænst þess að Wirecard-hneykslið verði til þess að yfirvöld um alla álfuna sjái sig knúin til að setja fjártæknifyrir- tækjum auknar skorður. Ef fall Wirecard leiðir til þess að rekstrar- umhverfi evrópskra fjártæknifyrir- tækja versnar til muna, svo að þau dragast aftur úr bandarískum og as- ískum keppinautum sínum, þá er hætt við að Evrópa muni reka lest- ina í fjártæknibyltingunni. Verða 1,9 milljarðar evra þá smápeningar í samanburði við þau verðmæti sem evrópskir fjártæknisprotar hefðu getað skapað. Atburðarásin hefur verið hröð, og óljós á köflum, svo það er ágætt að rifja upp hvernig vonarstjarna þýska fjártækniheimsins hleypti öllu í háaloft: Wirecard byrjaði ekki vel. Upphaf fyrirtækisins má rekja til ársins 1999 en dotcom-bólan gerði óðara út af við félagið. Markus Braun reið inn á hvítum hesti árið 2002 þegar hann endurlífgaði reksturinn, settist í for- stjórastólinn og rakaði inn nýju fjár- magni til að hrinda af stað ævin- týralegu vaxtartímabili. Árið 2005 smyglaði Wirecard sér síðan inn á þýska hlutabréfamarkaðinn gegnum yfirtöku á skráðu félagi á vonarvöl. Vöxtur Wirecard byggðist ekki síst á yfirtökum á alls kyns greiðslu- miðlunarfyrirtækjum um allan heim. Hlutabréfaverðið stefndi rakleiðis upp á við fyrsta áratuginn eftir skráningu, og þaut svo af stað árið 2017 svo það nærri fimmfaldaðist á tuttugu mánuðum. Hæst fór hluta- bréfaverð Wirecard AG yfir 190 evr- ur í lok sumars 2018 en tók svo að leita niður á við og var í námunda við 100 evrur þegar botninn datt úr í miðri síðustu viku. Þegar best lét var Wirecard metið á um 25 millj- arða evra og árið 2018 var það tekið inn í DAX 30-vísitöluna í stað Com- merzbank. Daginn áður en fréttir bárust af svindlinu mikla var Wire- card verðmætara en Deutsche Bank. Vafasöm vinnubrögð Á yfirborðinu virtist allt með felldu, og Wirecard leit út fyrir að vera eitt af þessum efnilegu tækni- fyrirtækjum sem væru vís til að sigra heiminn: með fullkomnar greiðslumiðlunarlausnir fyrir bæði agnarsmá fjölskyldufyrirtæki og al- þjóðlega risa, og samstarfssamninga við öll helstu korta- og greiðslufyrir- tæki heims, frá Visa og Master Card yfir til Alipay. Allt svo glansandi og fullkomið að meira að segja Soft- Bank lét glepjast og keypti sig inn í félagið á síðasta ári með 900 milljóna evra breytanlegu skuldabréfi. Hér og þar heyrðust efasemda- raddir, en þær voru ekki háværar. Þannig skrifaði blaðamaður FT um það árið 2015 að Wirecard bæri sig undarlega að við yfirtökur, og að óá- þreifanlegar eignir félagsins væru grunsamlega hátt metnar. Þurfti að rýna vel og vandlega í fjármála- upplýsingar frá ólíkum löndum til að sjá að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Verður ekki tekið af blaðamönn- um FT að þeir láta fátt stoppa sig og var rannsóknin á Wirecard bæði löng og ströng. Paul Murphy, sem stýrði teymi blaðamanna við rann- sóknina, hefur haft gætur á Wire- card í fjölda ára. Var verkefnið það erfiðasta sem hann hefur fengist við á löngum ferli: „Við mættum ótrú- legri andstöðu við rannsókn málsins. Við vorum eltir, njósnað var um okk- ur og hakkarar reyndu að brjótast inn í tölvurnar okkar. Á netinu þurftum við að sæta gríðarlegu áreiti, bæði frá tröllum á Twitter og í gegnum tölvupóst. Virðist sem fólk sem starfar hjá Wirecard hafi staðið í vægðarlausri herferð þar sem reynt var að draga upp þá mynd af blaðamönnum FT að þeir væru spilltir og með einhverjum hætti í liði með spákaupmönnum sem vildu spila með hlutabréfaverð Wirecard.“ Svindlið hjá Wirecard virðist eink- um hafa gengið út á það að beina fjármagni til dótturfélaga gegnum sýndarviðskipti til að fegra efna- hagsreikninga þeirra. Þá kvaðst Wirecard eiga nærri 2 milljarða evra á geymslureikningum hjá bönkum á Filippseyjum, af öllum stöðum, en það var tilbúningur einn og stemmir upphæðin gróflega við gervihagnað- inn sem hafði orðið til í sýndarvið- skiptum dótturfélaganna. Er útlit fyrir að starfsmenn Wirecard, og vitorðsmenn þeirra á Filippseyjum hafi falsað gögn um innistæður á geymslureikningum og þegar málið var borið undir stjórnendur bank- anna voru þeir gáttaðir: „Það eru sennilega ekki einu sinni til 1,9 millj- arðar evra í öllu bankakerfi Filipps- eyja“ sagði einn þeirra í viðtali og bætti við að það hefði mátt sjá það strax að umrædd gögn voru fölsuð. Þar með er ekki sagt að hefðbund- inn rekstur Wirecard hafi ekki verið arðbær. Í gegnum kerfi fyrir- tækisins streymdu daglega greiðslu- færslur upp á mörg hundruð millj- ónir evra, og í viðskiptavinahópi fyrirtækisins mátti finna risa á borð við Wizz Air, IKEA, Aldi, FedEx, KLM og Deutsche Telekom. En vöxturinn var drifinn áfram af vafa- sömum umsvifum dótturfyrirtækja Wirecard, og hagnaði sem virðist hafa verið búinn til með brellum. Margir súpa seyðið Fall Wirecard mun hafa víðtækar afleiðingar, bæði innan og utan Þýskalands. Spjótin munu t.d. bein- ast að endurskoðunarfyrirtækjunum sem komu ekki auga á misfellurnar í bókhaldinu. Kann málið að vera stærsta endurskoðunarhneykslið frá því komst upp um Enron-svindlið árið 2001. Þýsk stjórnvöld þurfa líka að svara til saka og orðspor þýska fjár- málageirans er laskað. Það hefði mátt hlusta ögn betur á gagnrýnis- raddirnar og grípa inn í miklu fyrr. Núna kraumar eflaust á mörgum þýskum sparifjáreigandanum því hlutabréf Wirecard voru mjög vin- sæll fjárfestingarkostur hjá þýskum almenningi. Og ef pólitíkusana svíður of mikið undan Wirecard-hneykslinu eru þeir vísir til að grípa til þess ráðs að inn- leiða strangari reglur um starfsemi fjártæknifyrirtækja. Víða hafa stjórnvöld einmitt reynt eftir fremsta megni að gefa þessum geira sem mest svigrúm svo strangt, flók- ið og þungt regluverk hefðbund- innar fjármálastarfsemi hægi ekki á nýsköpun. Ef sagan kennir okkur eitthvað, þá er það að skelfdum stjórnmálamönnum hættir frekar til að ganga of langt en of skammt. Fjártæknirisi með slæma samvisku Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Fölsuð skjöl, bókhalds- kúnstir og sýndarviðskipti báru uppi ævintýralegan vöxt Wirecard. Fyrirtæki sem var verðmætara en Deutsche Bank riðar nú til falls í hneykslismáli sem er það stærsta síðan komst upp um Enron-svindlið. AFP Markus Braun tókst að lyfta Wirecard upp í hæstu hæðir og gerði sjálfan sig að milljarðamæringi um leið. Velgengnin virðist hafa byggt á blekkingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.