Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 10
Ljósmynd/Anthony Bogdan
fleiru. En ég er það heppin að þekkja húðina vel, og veit nákvæmlega hvern-
ig á að meðhöndla stress, bólur og fleira svo ég náði henni nokkurn veginn
niður á mettíma. Ég fékk heilbrigða og flotta húð aftur eftir fjóra mánuði
eftir að nota einungis vörur frá Skin & Goods.“
Finnur mun á húðinni með góðum vörum
Hverjar eru uppáhaldssnyrtivörurnar þínar?
„Þetta er erfið spurning fyrir mig, ég nota svo mikið af snyrtivörum og
elska þær allar fyrir hvað hver og ein getur gert. Hér eru nokkrar vörur
sem ég nota daglega og eru í algjöru uppáhaldi.
Augustinus Bader – The Cream, er æðislegt rakakrem og mér líður eins
og húðin á mér hafi endurgerst innan frá. Ég finn gríðarlegan mun á húð-
inni þegar ég nota ekki þetta krem. Ekki að ástæðulausu að fólk kallar þetta
kremið sem virkar.
Ég elska allar hreinsiolíurnar frá Votary sem eru lífrænar húðvörur frá
Bretlandi búnar til úr plöntuolíum. Vörurnar eru hreinar og umhverf-
isvænar og með hverri hreinsiolíu fylgir 100% bómullarþvottapoki til að
hreinsa húðina.
Ég er hrifin af vörum þýska húðsnillingsins dr. Barbara Sturm, sem veit
hvernig húðin virkar og framleiðir þær bestu húðvörur sem völ er á. Einnig
fyrir börn. Uppáhaldsvörurnar eru Glow Drops og Hyaluronic Acid serum.
Eins er ég hrifin af öllum hárvörum David Mallett. Vörurnar eru æðislegar
og fljúga konur alls staðar að úr heiminum til Parísar að láta hann laga á sér
hárið.“
Ljósmyndirnar mikilvægar til að muna
Hún segir ljósmyndirnar frá brúðkaupinu skipta miklu máli.
„Ljósmyndarinn vissi nákvæmlega hvernig myndir hann átti að taka til að
ná fram góðum minningum. Sem var gott því ég mundi ekki eftir öllu því
Þar eru mörg einstök augnablik á brúðkaupsdaginn.
Klassískir hælaskór brúðarinnar.
Brúðhjónin skemmtu sér einstaklega vel á brúðkaupsdaginn.
Ljósmyndirnar úr brúðkaupinu minna á
fallega kvikmynd frá tíunda áratugnum.
Hildur var smart
á dansgólfinu.
Kúrekastígvél
brúðarinnar.
Stólarnir frá Whispering
Vintage sem sjá um að
skreyta brúðkaupsveislur.
Kjóll dótturinnar var í
stíl við brúðarkjólinn.
„Ég var brosandi allan daginn og
dansaði allt kvöldið. Ég mun aldrei
gleyma þessum fallega degi.“
Hamingjusöm eftir athöfnina.
SJÁ SÍÐU 12
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan- Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað
klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur-
plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
Hjálpa þér að halda öllu í skorðu í skúffum. Einnig sjálflímandi filt til að
klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfurplett.
Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTK FU