Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 D agurinn byrjaði á undirbúningi þar sem við vorum með okkar nánasta fólki í sitthvoru lagi. Ég var með stelpupartý í Reykjavík Makeup School, þar sem við hitt- umst, fengum okkur mimosu og dögurð og græjuðum okkur fyrir daginn. Maðurinn minn hélt stráka-pottapartý með hamborgara og bjór þangað til við mættum í kirkjuna“ segir Alexandra. Gifti sig á afmælisdegi afans Alexandra átti fallega stund með förður sín- um fyrir athöfnina. „Pabbi sótti mig og við komum við í kirkju- garðinum hjá afa, en hann hefði orðið 85 ára á þessum degi. Kirkjuathöfnin var falleg og skemmtileg. Við pabbi gengum inn á eftir stelp- unum okkar, sem voru æðislegar. Ég sá ekkert nema manninn minn með tár í augunum. Við höfðum oft grínast með það að við ætluðum ekki að gráta, en þegar Jóhanna Guðrún byrjaði að syngja lög sem snerta okkur var nú bara ekki annað hægt. Eftir athöfnina fórum við í mynda- töku með Írisi Dögg ljósmyndara og svo lá leið- in upp í Glersalinn í Kópavogi þar sem við vor- um með veisluna. Gleði, hlátur, ræður, tár, söngur, leikir og dans er það sem einkenndi veisluna og við gætum ekki verið hamingjusam- ari með þennan dag.“ Við völdum 13. júlí, hreinlega því okkur langaði að hafa laugardagsbrúðkaup yfir sumartímann. Við tókum eftir 13. júlí á dagatalinu og þá hringdi ég í ömmu og spurði hana hvort ég „mætti“ gifta mig þennan dag. Hún svaraði játandi og sagði að afi hefði örugglega verið ánægður með það. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík. Mér hefur alltaf fundist svo heillandi að ganga Ljósmyndir/Íris Dögg Alexandra Ósk Ólafsdóttir kírópraktor og Kristófer Númi Hlynsson knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Nastaq, giftu sig 13. júlí 2019 og var dagurinn í heild sinni draumi líkastur að sögn þeirra. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Fjölskyldan á brúð- kaupsdaginn en myndirnar voru teknar í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Glæsileg á brúð- kaupsdaginn. „Fann draumakjólinn í Bretlandi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.