Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 45
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 45
hann lengi leitað að af-
sökun til að leggjast í
það verkefni. Við feng-
um dásamlegt veður
eins og oft er á Laug-
arvatni; logn og blíðu
og um kvöldið tóku við
leiftrandi norðurljós
gestum okkar til mik-
illar gleði. Sérstaklega
erlendum gestum sem
margir hverjir höfðu
ekki séð slíkt áður.“
Hvernig er að búa á
Íslandi?
„Mér finnst ég vera
búin að festa rætur hér
á Íslandi og finnst
skemmtilegt hversu mikil áhrif veðurfarið
hefur á alla hér og hversu margbreytilegt
lífið er fyrir áhrif árstíðanna. Eins og áður
sagði kom ég upphaflega hingað til lands til
að vinna uppi á jöklunum. Ég hef því verið
búsett í Öræfum undanfarin þrjú ár og hef
kynnst þar dásamlegri ósnortinni náttúru
auk alls konar veðurs. Eftir að ég hef
kynnst betur íslenskum lífsháttum hef ég
lært að meta siði og menningu Íslendinga í
gegnum mína íslensku fjölskyldu og haft
gaman af.“
Hvað er einstakt við sveitabrúðkaup?
„Sveitabrúðkaup er frábær upplifun fyrir
alla veislugesti, ekki einungis fyrir brúð-
hjónin sjálf. Þetta er kjörið tækifæri til að
halda veislu í nágrenni við heimili þitt.
Ekki partí sem einungis stendur yfir í
nokkrar klukkustundir, heldur dýrðlega
veislu fyrir gestina þína sem getur stað-
ið yfir heila helgi. Það er gott að hafa
nægjanlegt rými og nálægð við nátt-
úruna fyrir sjálfan þig og fjölskyld-
una. Gott tækifæri til að hægja að-
eins á sér og njóta.“
Hefur hlaðan verið notuð fyrir
fleiri brúðkaup?
„Fyrsta brúðkaupið hér var brúð-
kaupið okkar og okkur óraði ekki fyrir
því hvert framhaldið yrði svo. Búið er
að bóka þrjú brúðkaup í haust og svo
nokkur á næsta ári sem ekki er búið að stað-
festa endanlega. Við höfum fengið fjölda fyr-
Fjöldskyldan að Eyvindartungu. Ffrá vinstri:
Snæbjörn Smári Þorkelsson, Helga Jóns-
dóttir, Magnús Bjarki Snæbjörnsson og
Stephanie Langridge.
Gestirnir skemmtu
sér konunglega í
brúðkaupinu.
irspurna og reiknum með að fara á fullt með þetta
sumarið 2021.“
Aðeins meira lagt í brúðkaup í Ástralíu
Hverjar eru brúðkaupshefðirnar í þínu landi?
„Það tíðkast í Ástralíu að fólk gifti sig áður en það
fer að eignast börn. Það er litið á giftinguna sem skref
sem tekið er áður en fólk fer að kaupa sér húsnæði eða
eignast börn. Giftingar í Ástralíu eru oftast fjölmenn-
ari og dýrari en þær sem ég hef séð hér á landi. Í
kringum 3-7 milljónir íslenskra króna. Það er lögð
mikil áhersla á að veislan sé margmenn, íburðarmikil
og umfram allt fullkomin í alla staði. Ég kann betur
við þetta persónulega, meira tengt náttúrunni og jafn-
framt óheflaðra þema sem ég hef séð hér á Íslandi.“
Hvað ætti fólk að hafa í huga við undirbúning brúð-
kaups í hlöðu?
„Eins og áður sagði er hlaðan okkar í ríflega
klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Fólk
verður að hafa það í huga og því að athuga með gist-
ingu í nágrenninu eða að öðrum kosti hvernig það ætl-
ar að komast til baka til Reykjavíkur. Við erum með
lítinn sumarbústað til útleigu hér en ef veislugestir
hafa ekki aðgang að sumarbústað eða einhverju slíku
hér nálægt eða ef von er á mörgu fólki eru gistimögu-
leikar í nágrenninu. Þar má t.d. nefna Héraðsskólann
sem næsti nágranni okkar. Þegar við giftum okkur
skipulögðum við nokkrar ferðir til baka til Reykja-
víkur með smárútum. Þegar kemur að því að skreyta
hlöðuna þarf ekki svo mikið til, þar sem hlaðan sjálf er
mjög skemmtileg ein og sér. Að mínu mati þarf að
hafa í huga allt umhverfi hlöðunnar og hvað gestirnir
myndu vilja gera. Hægt er að laga klæðnað veislu-
gesta að því sem gera skal, t.d. smábrennu, litlum
göngutúrum um nágrennið eða einhverjum athöfnum
utandyra. Sveitabrúðkaup þarf ekki að vera óheflað,
sveitalegt eða gamaldags. Það getur verið mjög svo
nýtískulegt og smart með því einfaldlega að breyta
nokkrum vegg- og borðskreytingum og breyta þannig
ásýnd salarins.“
Mælir með að hafa góðan veislustjóra
Áttu góð ráð fyrir þá sem eru að undirbúa brúðkaup
núna?
„Ég mæli með að hafa góðan veislustjóra. Við vor-
um með bróður Magnúsar sem veislustjóra um kvöld-
ið. Hann var bráðfyndinn og hélt uppi fjörinu.
Eins finnst mér áhugavert að hafa söng og tónlist.
Mér fannst mjög skemmtilegur söngurinn á þorra-
blótinu okkar. Í brúðkaupinu sungum við í súrheys-
turninum, en hann hefur einstakan og mjög skemmti-
legan hljómburð.
Ef þið eruð sjálf að skipuleggja brúðkaupið ykkar
er gott að vera með tékklista á netinu, svo hægt sé að
stroka út jafnóðum ef eitthvað passar ekki við veisl-
una. Síðan er gott að yfirfara þennan lista reglulega
frá því þremur mánuðum til viku fyrir brúðkaupið.
Þegar kemur að skreytingum finnst mér mikilvægt
að hafa í huga að vera með skreytingar sem hægt er
að nýta eftir brúðkaupið eða selja að loknu brúðkaup-
inu ef halda á kostnaði í lágmarki. Ég fann helling af
dóti á Facebook-síðunni Sölusíða – brúðkaupstengdir
hlutir og í Góða hirðinum. Eins langar mig að nefna að
ég mæli með að velja ljósmyndara með það í huga –
hvernig ljósmyndir hann tekur þegar þú ert ekki með
honum. Ég valdi að fá Kaju til að taka ljósmyndir,
vegna þess að í brúðkaupi vina okkar náði hún að
fanga fallegar stundir meðal gestanna einnig. Það var
mikilvægt fyrir okkur að ná upplifun vina okkar og
fjölskyldu.“
Að taka daginn ekki of hátíðlega
Hvað ætti fólk að forðast?
„Ekki vera sjálf með allt á herðunum á sjálfan brúð-
kaupsdaginn. Við Magnús eyddum lunganum af fimm
mánuðum ásamt fjölskyldunni í að gera upp hlöðuna.
Skreytingum og öðrum slíkum undirbúningi lauk á
síðustu stundu. Ef þið hafið möguleika á slíku, látið þá
einhverja fjölskyldumeðlimi eða vini sjá um lokaund-
irbúninginn eða ráðið einhvern fagmann í verkið.“
Að lokum segir Stephanie að vanalega reddist hlutir
fyrir brúðkaupið.
„Það er viðbúið að eitthvað fari úrskeiðis. Sem
dæmi var seinkun á flugi foreldra minna þannig að
þau komu ekki fyrr en þremur klukkustundum fyrir
giftingarathöfnina.
Ljós og kerti geta verið útbrunnin áður en myndir
eru teknar. Einhver gæti gleymt ræðunni sinni eða
orðið ofurölvi. Það verður bara að taka hlutunum eins
og þeir eru og hlæja svo að öllu saman eftir á.“
Hlutirnir úr sveit-
inni eru notaðir til
skrauts í sveita-
brúðkaupum sem
haldin eru í hlöðu.
Stephanie er ánægð
í íslensku sveitinni en hún
er fædd og uppalin í Ástralíu.
Eldhústöfrar ehf. - Opinber dreifingaraðili Vorwerk á Íslandi
Síðumúla 29 108 Reykjavík Sími 696 7186 info@eldhustofrar.is
eldhustofrar.is Thermomix á Íslandi thermomixiceland
Notkunarmöguleikar 20 hefðbundinna heimilistækja í einu tæki
sem gerir nú öllum kleift að elda og baka frá grunni á einfaldan,
aðgengilegan og skemmtilegan hátt.
Kynnið ykkur brúðkaupstilboðið okkar
Snjalltæki
í eldhúsið
sem farið hefur
sigurför umheiminn