Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Blaðsíða 2
Hvernig ertu búinn að hafa það í Covid? Ég er búinn að hafa það fínt. Ég hef meðal annars verið að gera hlaðvörp fyrir Storytel með viðtölum við íslenska tónlistarmenn. Svo hef ég notað tímann til skipuleggja tónleikahald í Salnum næsta vetur og auk þess var ég að flytja með tilheyrandi BYKO- og IKEA- ferðum. Hvernig verða þessir tónleikar í næstu viku? Þeir verða ekki líkir neinu sem við höfum gert áður. Þeir verða akústískir og það verða sagðar margar sögur. Við get- um verið ansi ræðnir félagarnir; kannski helst við Björn. En hinir eru líka hnyttnir þó þeir séu rólegri. Það verður ekki stórvandamál að segja eitthvað á milli laga. Verður nýjum eða gömlum leyndarmálum Nýdanskra ljóstrað upp? Það er meira en líklegt. Við eigum okkur mjög dularfulla fortíð. Svo vorum við að gefa út nýtt lag sem við munum örugglega spila. Þannig að þið eruð enn að semja? Já, já. Við stefnum á að koma út með nýja plötu á næsta ári. Ástæðan fyrir því að það er alltaf jafn gaman í þessari hljómsveit er sú að við höfum reglulega gefið út nýtt efni í stað þess að lifa eingöngu á fornri frægð. Farið þið batnandi? Já, með hverju árinu sem líður. Og við erum ekkert hættir þótt hljómsveitin sé komin á fertugsaldur. Við sjáum enga ástæðu til þess. JÓN ÓLAFSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Ekki bara forn frægð Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020 Nú þegar maður er farinn að venjast því að kórónuveiran hafi ekkilengur afgerandi áhrif á daglegt líf manns er vert að líta yfir far-inn veg. Í fyrstu, og í raun alveg þar til sett var á samkomubann, hélt ég að þetta væri nú ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég hélt að tölur um dánartíðni væru stórlega ýktar og faraldurinn myndi aðeins herja á þá verst settu, líkt og svínaflensan fyrir 10 árum. Að hafa miklar áhyggjur af þessu, hélt ég, væri hálfgerð móðursýki; þetta myndi líða hjá án þess að maður tæki eftir því. Það kom auðvitað ekki á daginn og smátt og smátt greip hræðslan um sig í samfélaginu. Ég fór meira að segja að verða hræddur við veiruna, aðallega af því að ég vildi ekki smita aðra. Ef einhver hnerraði eða hóstaði stóð mér alls ekki á sama og ég hélt niðri í mér andanum ef einhver kom inn fyrir tveggja metra radíusinn. Þá var mér farið að líða heldur óþægi- lega í ræktinni síðustu dagana áður en stöðvunum var öllum lokað. Aðallega var ég þó hræddur við að í þau fáu skipti sem ég væri á al- mannafæri myndi fólk dæma mig sem veikan, dæma mig með veir- una. Ég hætti að þora að sjúga upp í nefið þótt ég geri það allan ársins hring. Ég hélt inni í mér hóstanum og datt ekki í hug að hnerra. Ég komst svo reyndar að því að helstu einkenni Covid-sjúkdómsins er þurr hósti en ekki nefrennsli og hnerrar en ég gat ekki treyst því að annað fólk vissi það. Viðhorf mitt til samskipta fólks breyttist líka. Mér blöskraði ef fólk tókst í hendur. Jafnvel gamalt sjónvarpsefni gerði mig órólegan. Að fólk gæti bara verið ofan í hvort öðru eins og ekkert væri; heilsast, knúsast og kysst. Ég hélt að þetta viðhorf myndi aldrei breytast og við myndum halda okkur frá fólki um ókomna tíð. Ég hafði auðvitað rangt fyrir mér þar aftur. Ég er löngu hættur að pæla íöllum fjarlægðartakmörkunum. Maður þvær sér og sprittar oftar en maður gerði en flest annað er farið út í veður og vind. Ég tek í höndina á öllum sem það vilja og knúsa jafnvel fólk. Það er kannski efni í annan pistil hvað ég saknaði þess að knúsa fólk. Ég hef nú farið ófögrum orðum um knús á þessum vettvangi en ég tek það allt til baka. Í kófinu hefði ég glaður tekið óþægilegasta knús veraldrar fram yfir ekki neitt. En alla vega. Það hefur verið magnað að sjá hvað venjur breytast fljótt með aðstæðum og svo strax aftur til baka. Og hvað maður hefur oft rangt fyrir sér um málefni sem maður veit ekkert, en heldur að maður viti allt, um. Ekki dæma mig Pistill Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’Mér blöskraði ef fólktókst í hendur. Jafnvelgamalt sjónvarpsefni gerðimig órólegan. Að fólk gæti bara verið ofan í hvort öðru eins og ekkert væri; heilsast, knúsast og kysst. Inga Sigrún Þórarinsdóttir Nei, eða jú. Ég ætla að ganga Laugveginn og gisti þá í tjaldi. SPURNING DAGSINS Ætlar þú í útilegu í sumar? Sævar Ómarsson Já. Ég veit samt ekki hvert. Úlfhildur Ösp Indriðadóttir Já, með nýja tjaldvagninn minn! Mig langar á Austfirði. Brynjólfur Jónsson Já. Öræfin að gista þar með vinafólki. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Nýdönsk heldur tónleika í Salnum í Kópavogi 25. og 26. júní. Leikin verða lög frá litríkum og löngum ferli. Miða má nálgast á tix.is og salurinn.kopavogur.is. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Absence of Colour er nú fáanlegt hjá okkur á Garðatorgi 6. FATAMERKIÐRými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.