Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020 Efnahagslegar aðstæðurflestra Íslendinga eru góðar.Mörg látum við því, eða vilj- um að minnsta kosti, hluta tekna eða eigna okkar renna til góðgerð- armála. En vand- inn er að vita hvert eigi að láta peningana renna. Á Íslandi er fjöldi góðgerðar- samtaka, og enn fleiri utan lands- steinanna, sem vinna mikilvægt verk og vert að einhver leggi þeim lið. En hvar kemur peningurinn að mestum notum? Hvar mun hann bjarga eða bæta sem flest líf? Skilvirk góðmennska Heimspekingurinn Peter Singer, ásamt fleirum, hefur talað fyrir hugmyndafræði sem kallast „effec- tive altruism“ og ég kýs að þýða sem skilvirka góðmennsku. Skil- virk góðmennska er í grunninn sú stefna að nota gögn og rök til að álykta um hagkvæmustu leiðina til að hjálpa öðrum. Þetta þýðir að í stað þess að styrkja góðgerðar- samtök sem láta manni líða vel þegar maður styrkir þau sé skoðað hversu mikið gagn þessi góðgerð- arsamtök gera. Það fyrsta sem ber að skoða þegar skilvirkni góðgerðarsamtaka er rædd er hve stórt hlutfall pen- inganna fer raunverulega í að bæta líf fólks. En samtök sem taka við 10.000 kr. og setja 9.000 kr. í að- gerðir gera ekki endilega meira gagn en samtök sem setja 5.000 kr. af þessum 10.000 í aðgerðir. Það skiptir máli hvað er gert við pen- ingana. Sem dæmi hafa rannsóknir sýnt að hvorki betri skólabækur né fá- mennari bekkir (og þar með fleiri kennarar) bæti einkunnir barna í Kenía. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að notkun ormalyfja bæti mætingu skólabarna í sama landi. Því getur verið að 9.000 kr. í betri skólabækur geri minna en 5.000 kr. í ormalyf fyrir árangur barnanna í skóla. Gerir meira gott hjá banka Ekki skiptir aðeins máli hvað er gert við peningana sem þú gefur heldur einnig hve mikið sé almennt sett í tiltekið málefni. Peningurinn kemur að betri notum þar sem þörf er á fjármagni, eins og í baráttunni við malaríu, heldur en þar sem nóg er af því, eins og hjá stærstu há- skólum Bandaríkjanna. Skólar á við Harvard geta eytt milljörðum dollara á ári hverju og því mun framlag eins einstaklings skila litlu. Í sambandi við þetta er hægt að ímynda sér einstakling, nýútskrif- aðan með háskólagráðu. Hann get- ur hafið störf hjá góðgerðarsam- tökum, í starfi sem margir sækjast eftir, fengið lág laun og lagt lítinn hluta tekna sinna til góðgerðar- mála. Hann getur líka hafið störf hjá fjármálafyrirtæki, fengið langt- um hærri laun og lagt stóran hluta, jafnvel helming launa sinna, til góðgerðarmála. Það mun hvort eð er einhver vera ráðinn í starfið hjá góðgerðarsamtökunum en sá sem hefði fengið starfið í fjármálafyrir- tækinu hefði líklega ekki gefið helming teknanna frá sér. Ein- staklingurinn gerir því í raun mun meira gott með því að starfa í Ar- ion Banka heldur en UNICEF. En í hvað á þá að setja pening- inn? GiveWell eru samtök sem sér- hæfa sig í því að rannsaka góð- gerðarsamtök og gefa út skýrslur sem meta hve mikið gagn hver króna gerir hjá þeim. GiveWell birta á heimasíðu sinni lista yfir þau góðgerðarsamtök sem eru skil- virkust samkvæmt viðmiðum þeirra. Viðmiðin eru: gögn um skil- virkni, kostnaðarhagkvæmni, þörf á framlögum og gagnsæi. Efst á lista eru aðallega samtök sem hjálpa í þróunarríkjum heims- ins. Þar má nefna Against Malaria- samtökin sem kaupa net sem sett eru við rúm fólks til að koma í veg fyrir moskítóbit sem er smitleið malaríu. Kostnaðurinn við að bjarga að meðaltali einu lífi með framlagi í samtökin er metinn vera um hálf milljón króna. Það er inn- an við 7% miðgildis árslauna full- vinnandi fólks á Íslandi. Eins og gefur að skilja eru mörg góðgerðarsamtök sem starfa á sviðum þar sem mun erfiðara er að meta hverju starfsemin skilar. Þar má t.d. nefna að tryggja réttindi kvenna, bein fjárútlát til fátækra og breytingar á stjórnskipan innan þróunarríkja. Erfitt er að meta hve mikið þarf til að bjarga einu lífi eða bæta fjölda þeirra með framlögum í slík samtök. Vilji maður vita svo til nákvæmlega hverju fjárframlag manns skilar er þó gott að fylgja lista GiveWell. Hugurinn blekkir okkur Stærsta áskorunin við að fylgja hugmyndafræðinni á bak við skil- virka góðmennsku er að koma auga á hugsanamynstur okkar. Okkur finnst við bera meiri skyldu til að hjálpa fólki sem tilheyrir sama hópi og við, þó það sé ekki nema vegna búsetu. Peter Singer segir að maður eigi að ímynda sér að maður gangi fram hjá tjörn. Þú sérð að barn sé að drukkna og þú telur þig geta bjargað því nokkuð auðveldlega en það muni kosta þig glænýju sér- saumuðu jakkafötin þín. Hopparðu út í eða heldur áfram að ganga svo jakkafötin eyðileggist ekki? Auðvitað segjast allir bjarga barninu. En samt sem áður slepp- um við því að bjarga börnum okkur langt í burtu, t.d. í Afríku, til að viðhalda lúxsuslífstíl okkar. Lítill hluti tekna okkar myndi fara langt með að bæta líf margra barna í fá- tækum ríkjum en bætir líf okkar lítið að halda peningnum hjá okk- ur. Singer segir að ef þú vilt að peningarnir þínir komi að sem bestum notkum eigir þú að gefa hluta þeirra til þeirra sem á þeim þurfa að halda, óháð því hvar þeir búa. Annað sem ber að hafa í huga er tilfinningin sem viðkomandi finnur fyrir þegar hann setur peninga í tiltekin samtök. Henni má ekki rugla saman við að samtökin séu í raun skilvirk. Getur verið að mark- aðssetning eigi þar hlut að máli. Hafa rannsóknir t.d. sýnt að fólk gefur meiri peninga eftir því sem það styrkir færri börn. Stuðningur við eitt barn er miklu áþreifanlegri og minna abstrakt heldur en stuðn- ingur við hundruð þúsunda barna, jafnvel þó sá stuðningur hafi miklu meira að segja og komi veg fyrir þjáningu og dauða í mun meira mæli. Lifum í loftbólu Ef hugmyndafræðinni að baki skil- virkri góðmennsku er tekið of bók- staflega er hægt að ganga of langt; lepja dauðann úr skel til að setja sem mesta peninga í góðgerðar- samtök, meta líf barna í þúsunda kílómetra fjarlægð jafnt lífi síns eigin barns o.s.frv. Þeir sem fylgja hugmyndafræð- inni feta flestir milliveginn. Þeir gefa eins mikið og hægt er án þess að lífsgæðin séu skert svo um muni. Hvert upphæðin fer er svo ákvarðað af hlutlægum rökum og gögnum um hvar sé hægt að gera sem mest gagn. Auðvitað þurfa samtök í starf- semi þar sem erfitt er að mæla skilvirkni á framlögum að halda. Það sama má segja um innlend samtök. Ekkert er að því að gefa í þau samtök. En ef þú vilt meta hvert líf að sömu verðleikum er vert að skoða niðurstöður samtaka á borð við GiveWell. Við áttum okkur ekki alltaf á því hve gott við höfum það og vitum oftast ekki hvað er í gangi í stóra heiminum fyrir utan þá loftbólu sem við lifum í. Meira en 400 þús- und manns deyja úr malaríu á ári hverju, sjúkdómi sem hægt er að koma í veg fyrir, stór hluti þeirra er börn. Þó HIV-greining sé ekki lengur dauðdómur í vestrænum ríkjum deyja um sjö til átta hundr- uð þúsund úr sjúkdómnum á ári. Um níu milljónir manna deyja úr hungri á ári hverju. Að gera sem mest gagn Þeir sem vilja láta gott af sér leiða og styrkja góð- gerðarsamtök hafa úr nógu að velja. En hvar gerir peningurinn mest gagn? Blaðið skoðar hug- myndafræðina skilvirka góðmennsku. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Mæður bíða með börn sín eftir að fá lyf sem koma í veg fyrir malaríu- smit í Búrkína Fasó. AFP Peter Singer Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.