Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Blaðsíða 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020
A
ðalheiður Birgisdóttir, yfirleitt
kölluð Heiða, var bókstaflega að
stíga inn um dyrnar heima hjá
sér eftir gönguna yfir Vatna-
jökul þegar blaðamaður hringdi
og falaðist eftir viðtali. Hún sagðist þurfa að
skreppa í sturtu en væri svo til í slaginn.
Klukkutíma síðar tók hún glaðlega á móti
blaðamanni, útitekin og hraustleg og ekki örl-
aði fyrir votti af þreytu, þrátt fyrir tíu daga
erfiða göngu yfir stærsta jökul Evrópu þar
sem hún var í hópi ellefu sterkra kvenna.
„Við komum til byggða á mánudag. Ég var
bara að koma heim núna og var að enda við að
taka af mér hælsærisplásturinn!“ segir hún og
hlær.
Með blik í auga talar Heiða um lífið og um
vinkonur sínar Snjódrífurnar sem lögðu mikið
á sig til þess að ná settu markmiði.
Á bólakaf í snjóbrettin
Heiða er fimmtug, alin upp í Hafnarfirði og
hefur stundað alls kyns fjallamennsku, útivist,
skíði og fleiri íþróttir allt frá æsku.
„Foreldrar mínir fóru gjarnan með okkur í
útilegur og vorum við mikið úti í náttúrunni.
Þau voru ekki mikið á skíðum en ég fékk að
prófa skíði átta ára og það var ekki aftur snúið.
Ég var mikið á skíðum sem krakki og ungling-
ur en færði mig svo yfir á snjóbrettið þegar ég
var þá 26 ára. Þá virkilega fann ég mig,“ segir
hún.
„Ég fór á bólakaf í snjóbrettin og keypti
ásamt fleirum hlut í snjóbrettabúð sem hét
Týndi hlekkurinn,“ segir Heiða og segist síðar
hafa stofnað sitt eigið merki, Nikita.
„Ég er oft kennd við Nikita, en það er fata-
merki sem ég stofnaði ásamt tveimur öðrum í
kringum aldamótin. Þetta er snjóbrettalífs-
stílsmerki fyrir konur, en ég hef unnið í snjó-
brettabransanum allt frá 1995. Þegar best
gekk seldum við fatnað í yfir þrjátíu löndum.
Við seldum fyrirtækið fyrir nokkrum árum en
í dag vinn ég fyrir bandaríska snjóbrettafyr-
irtækið Burton.“
Átta tíma aðgerð
Þegar Heiða fór í sína fyrstu brjóstamynda-
töku um fertugt sást eitthvað sem læknarnir
voru ekki alveg verið vissir með, að sögn
Heiðu.
„Þeir vildu fylgjast betur með mér og ég fór
í skoðun á sex mánaða fresti. En eftir þrjú ár
var ég í raun útskrifuð úr því eftirliti. En
nokkrum mánuðum seinna fann ég að brjóstið
var allt öðruvísi. Það var þéttara og ég var
aum í því. Ég vissi að það væri eitthvað að. Ég
fékk skoðun og þá greindust staðbundnar
frumubreytingar á frumstigi en þar sem þær
voru dreifðar um brjóstið þurfti ég að fara í
brjóstnám,“ segir hún en Heiða var send í að-
gerðina einum og hálfum mánuði eftir grein-
ingu. Aðgerðin tók heila átta tíma.
„Það var byggt upp alveg nýtt brjóst og ég
kaus að fara þá leið að í stað púða var minn
eigin vefur notaður og var tekinn vöðvi úr bak-
inu á mér. Aðgerðin tókst mjög vel en ég var
ótrúlega heppin með lækni. Hann Kristján
Skúli Ásgeirsson er algjör snillingur og svo
vandvirkur,“ segir hún.
„Ég þurfti að fara í fimm ára fyrirbyggjandi
lyfjameðferð sem ég er búin í,“ segir hún og
útskýrir að hún hafi þurft að fá eina sprautu í
mánuði í kviðinn.
„Ég var rosalega heppin,“ segir Heiða og á
við hversu heppin hún hafi verið að greinast
snemma og að þurfa hvorki að fara í geisla né
lyfjagjöf.
Smá ótti í undirmeðvitundinni
Var þetta ekki rosalegt áfall?
„Jú, mjög mikið. En ég held ég sé þannig
gerð að ég tók þessu eins og hverju öðru verk-
efni; ég dvaldi aldrei við það. En þetta var
mjög skrítinn tími og sérstaklega þessi bið eft-
ir að vita nákvæmlega hvað væri að og hvað
þyrfti að gera. En ég tel mig mjög heppna mið-
að við marga aðra og ég upplifði mig í raun
aldrei sem sjúkling,“ segir hún.
„Ég var komin í sund einum og hálfum mán-
uði eftir aðgerð. Ég hef alltaf hreyft mig mikið
og ég gat ekki beðið eftir að komast í sund og
út að ganga. Sundið er rosalega góð hreyfing
eftir svona aðgerð,“ segir hún.
„Ég þarf að hugsa mjög vel um mig og vera
dugleg að hreyfa mig því ég stífna oft upp
vinstra megin þar sem vöðvinn var tekinn. Ég
finn í raun alltaf fyrir þessu, aðallega í bakinu.
En það er eitthvað sem maður vinnur með,“
segir Heiða og segir að innan árs hafi hún ver-
ið farin að gera allt sem hún hafði gert áður.
„Ég var komin á snjóbrettið í lok vetrar.“
Ertu hrædd um að greinast aftur ?
„Það er alltaf smá ótti í undirmeðvitundinni.
Ég er hræddari að greinast núna en áður en ég
greindist. Nú er þetta raunveruleiki fyrir
manni en ég reyni að hugsa ekki um það. Þetta
minnir mann á að hver dagur er dýrmætur og
að lífið er núna. Ég ætla ekki að eyða orkunni
minni í að velta mér upp úr einhverju sem gæti
gerst. Þetta breytir manni, en frekar til hins
betra.“
Í dag er Heiða í stjórn Brjóstaheilla, stuðn-
ingsfélagi kvenna sem hafa greinst með
brjóstakrabba.
„Við fræðumst um það sem er nýtt að gerast
og berjumst fyrir því ef okkur finnst eitthvað
vanta upp á í kerfinu. Það má klárlega bæta
ýmislegt.“
Aldrei prófað gönguskíði
Í heilt ár hefur hópur ellefu kvenna sem kalla
sig Snjódrífurnar æft og skipulagt ferð yfir
Vatnajökul sem farin var nú í júní og kláruð í
byrjun vikunnar.
„Sirrý, G. Sirrý Ágústsdóttir, var upphafs-
maður ferðarinnar en hún er með ólæknandi
krabbamein. Læknar sögðu við hana fyrir
fimm árum að hún ætti jafnvel bara eftir eitt
til tvö ár. Nú fimm árum seinna var hún ákveð-
in í að gera eitthvað stórkostlegt til að fagna
lífinu. Og hana langaði að gera það með vin-
konum,“ segir Heiða sem segist hafa kynnst
Sirrý í gegnum Vilborgu Örnu.
Við tengjumst allar Sirrý á einn eða annan
hátt og hafa fjórar greinst með einhvers konar
krabbamein. Ég sagði bara já strax, þótt ég
vissi í raun ekkert í byrjun hvað við værum að
fara að gera,“ segir hún og hlær.
„Ég er frekar mikil já manneskja og er alltaf
til í ævintýri. Tilgangur ferðarinnar var að
fagna lífinu með Sirrý og í leiðinni að safna
áheitum til styrktar Krafti og Lífi.“
Undirbúningurinn var margs konar. Huga
þurfti að réttum útbúnaði sem og fara í æf-
ingaferðir en í ferðinni gengu þær á skíðum og
Morgunblaðið/Ásdís
„Ég er alltaf til í ævintýri“
Aðalheiður Birgisdóttir, fatahönnuður og snjóbrettakona, er varla komin niður á jörðina eftir vel heppnaða göngu
yfir Vatnajökul með hópi kvenna sem kalla sig Snjódrífurnar. Ferðin var bæði ógleymanleg og lærdómsrík en
tilgangurinn var að safna fé til stuðnings krabbameinssjúkum og hvetja fólk til útivistar.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’ Þetta minnir mann á aðhver dagur er dýrmætur ogað lífið er núna. Ég ætla ekkiað eyða orkunni minni í að
velta mér upp úr einhverju
sem gæti gerst. Þetta breytir
manni, en frekar til hins betra.
„Það þýðir ekkert að pirra sig á neinu. Mað-
ur vaknar á morgnana, hitar vatn, útbýr
nesti, borðar morgunmat og allir þurfa að
vinna hratt. Það er enginn að drekka kaffi og
halla sér aftur í rólegheitunum. Svo er pakk-
að á púlkuna og lagt af stað. Þetta er full
vinna,“ segir Heiða en hún var ein ellefu
kvenna sem gengu yfir Vatnajökul nú í júní.