Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Side 17
stofnunum tengdum og oftast fjármögnuðum af ESB,
kveða upp úr um að valdi sambandsins verði engin tak-
mörk sett og það þurfi ekki lengur að horfa til þess
þótt fullyrt sé að lönd í ESB eða EES hafi aldrei afsal-
að sér fullveldi í þessum efnum með stjórnskipulegum
hætti. Það séu aukaatriði sem ESB viðurkenni ekki og
séu því ekki til.
Námskeiðsmenn taka þessar grautarkenningar
samstundis fram yfir öll þau lög sem í þeirra eigin
landi gilda, þar með talið stjórnskipunarlög sem tak-
marka slíka þróun. Er stórfurðulegt og reyndar einkar
dapurlegt að hugsa til þess hvaða menn hafa á síðustu
metrunum kokgleypt slíka endaleysu hér á landi og
sett nöfn sín við.
Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur nýlega sett
fingur sinn fast á mein af þessu tagi og fróðlegt verður
að sjá hvort hann megi sín einhvers gagnvart ofurveld-
inu. Það ætti að vera víst, en er fjarri því að vera víst.
Átta flokkar í framboði
og einn mætir til þings
Kosningar eru enn haldnar og flokkar gefa loforð og
landsfundir þeirra samþykkja ályktanir. Jafnvel þeir
flokkar sem síst ættu að vera líklegir til þess, gera lítið
sem ekkert með slíkar ályktanir og hlýtur því að vera
spurning hversu lengi menn nenna að sitja slíka fundi,
sem gefið er langt nef daginn eftir fundarslit.
Eftir kosningar liggja svo úrslit fyrir þar sem búið
er að skipta út um 40 prósentum þingmanna og fá nýja
lærlinga inn.
Nú er svo komið að enginn einn flokkur hefur mark-
tæka yfirburði lengur á þingi og hefur það áhrif á kosti
til stjórnarmyndunar. Klambra þarf saman ríkisstjórn
þriggja eða fjögurra flokka, svo helst minnir á ógæfu-
lega fyrirmynd, borgarstjórn Reykjavíkur. Ríkis-
stjórnirnar eru veikar og með óljósa stefnu og nú
heyrist æ oftar að ráðherra tilkynni, eins og það sé
engin frétt, að ekki sé þingmeirihluti fyrir frumvarpi
ríkisstjórnar sem þingflokkar hennar höfðu þó sam-
þykkt!
Tilraun sem misheppnaðist
Fyrir allnokkru var tekið upp á því, að vísu í smáum
stíl, að hafa það sem fyrsta verk þings eftir að ríkis-
stjórn hafði verið mynduð að leiðrétta að hluta niður-
stöðu kosninganna, að því er tekur til hins nýstofnaða
þingmeirihluta.
Nú er svo komið að nær helmingur af formennsku í
málefnanefndum þingsins er færður í hendur fulltrúa
stjórnarandstöðunnar. Því fylgja bætt launakjör til
þeirra.
Í byrjun voru það 1-2 helstu menn stjórnarandstöðu
sem settust í slík sæti. Þeir gerðu sér grein fyrir því að
þarna var um „örlætisgerning“ stjórnarliða að ræða,
umfram allar skyldur og ekki var gert ráð fyrir því að
formenn úr minnihluta nefndar ættu að nota sín auknu
tækifæri, umfram þingstyrk, til að reyna að spilla fyrir
þingstörfunum í viðkomandi nefnd.
Með mannavali í formennskuhlutverk og hegðun
þeirra einstaklinga sem eiga í hlut (þar eru þó undan-
tekningar) hefur núverandi stjórnarandstaða hafnað
þessari leið og þar með slegið á útrétta hönd. Er þessu
því væntanlega sjálfhætt.
Þetta var tilraun sem sjálfsagt var vafasöm og hefur
nú dæmt sig sjálf.
Niðurstaðan liggur nú fyrir, þó að í upphafi bæri
ekki mjög á því sem síðar varð.
Ekki er gert ráð fyrir slíkum afbrigðum í stjórnar-
skrá eða þingsköpum. Þessi gjörð stangaðist þó ekki á
við lög, því að stjórnarmeirihluti á hverjum tíma hefur
málið í hendi sér og getur og ber að kippa henni að sér
núna.
Ef ekki, þá er það eftir öðru.
Er það ekki?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’Með mannavali í formennskuhlutverk oghegðun þeirra einstaklinga sem eiga í hlut(þar eru þó undantekningar) hefur núverandistjórnarandstaða hafnað þessari leið og þar
með slegið á útrétta hönd. Er þessu því
væntanlega sjálfhætt.
21.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17