Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 19
þessum áfanga í lífi okkar með fullt af vinum og ættingjum er svo skemmtileg. Það má segja að undirbúningurinn hafi gefið okkur lit í lífið á þessum undarlegu og á köflum erfiðu tímum sem kófið er.“ Hvað munuð þið gera? „Við tókum þá ákvörðun að senda ekki boðs- kort heldur búa til heimasíðu þar sem allar upp- lýsingar um brúðkaupið koma fram. Við gerð- um heimasíðuna mjög persónulega með því að segja á skemmtilegan hátt frá því hvernig við kynntumst ásamt því að setja inn myndir af okkur og fleira í þeim dúr. Þarna voru gestir líka beðnir um að fylla út í skráningu þar sem auðvelt var að spyrja í leiðinni út í ýmis prakt- ísk atriði eins og sérþarfir í mataræði. Í lokin var svo ein spurning sem hljóðaði svona: Hvaða lag fær þig til að þjóta út á dansgólfið? Og núna þegar nokkrir dagar eru í brúðkaupsdaginn er- um við búin að taka saman þessi lög og búa til playlista á Spotify sem fólk getur hlustað á til að koma sér í partígírinn.“ Ætla að gifta sig í Þorlákshöfn Hvernig brúðarkjól valdir þú þér? „Ég er algjör kjólakona, svo mikil að fólki sem þekkir mig bregður yfirleitt ef það sér mig í buxum. Því var þetta spennandi verkefni að finna þennan eina sanna kjól, þetta er auðvitað svo skrítið í sjálfu sér, að kaupa sér kjól sem verður notaður aðeins eina kvöldstund en á sama tíma vill maður hafa hann alveg fullkom- inn. Ég fór af stað í kjólaleiðangur með því að skoða Pinterest og gúgla og fann þannig hönn- uðinn Maggie Sottero sem ég féll algjörlega fyr- ir. Það er eitthvað við kjólana hennar sem heillar mig algjörlega og þegar ég var búin að eyða nokkrum kvöldum í að skoða úrvalið af þessum kjólum sá ég þennan sem ég endaði á að velja mér en hann er algjörlega guðdómlega fal- legur.“ Hvar verður brúðkaupið haldið og hvað leggur þú megináherslu á í þínu brúðkaupi? „Við giftum okkur í Þorlákskirkju í Þorláks- höfn og veislan verður haldin í félagsheimilinu Þingborg. Þar er hægt að tjalda og félags- heimilið sjálft er hlýlegt og fallegt og mun halda vel utan um gesti okkar.“ Hvað verður í matinn? „Við verðum með standandi forrétt ásamt fordrykk úti í sólinni, en ég er með alveg sér- stakt samband við veðurguði og veit að það verður glampandi sólskin þennan dag! Þá ætl- um við að grilla lambakjöt og hafa góða vegan- steik í boði líka og í eftirrétt verður hjóna- bandssæla sem ég baka sjálf með rabarbara frá vinkonu minni ásamt ís og karamellusósu.“ Mikilvægt að fá aðstoð með brúðkaupið Leggur þú mikið upp úr skreytingum? „Já mjög mikið. Við elskum blóm og erum mjög litaglöð og það mun endurspeglast í veislunni.“ Áttu fimm góð ráð fyrir brúðkaupsdaginn? „1. Fáðu aðstoð. Það er til mikils að vinna að fá góða hjálp í undirbúningnum, hvort sem er frá fagaðilum eða fjölskyldufólki. Aðalatriðið er að biðja um aðstoðina og vera nákvæm(ur) með það sem þú vilt að sé gert. 2. Ekki missa þig í öllu sem „þarf að vera“, ykkar brúðkaup er ykkar brúðkaup og þarf ekki að vera á nokkurn annan hátt en ná- kvæmlega eins og ykkur langar. 3. Vertu viss um að vera með viðeigandi hljóðkerfi og myndvarpa ef þarf og ekki verra að ráða tæknimann/konu til að hafa þessi mál í 100% öruggum farvegi. 4. Ekki gleyma að bjóða upp á vegan-mat, það er mjög leiðinlegt að fara í veislu þar sem ekkert er hægt að borða nema kartöflur og salat. - Ef eitthvað klikkar, eins og til dæmis veðr- ið sem getur verið allskonar, gerið þá bara gott úr því. Ef veðurspáin er ekki eins og þið hefðuð óskað eftir, fáið ykkur þá bara fallega regnhlíf og litríkar gúmmítúttur.“ Að njóta stundarinnar án símans Áttu ráð fyrir gestina? „Ef þið ætlið að halda ræður eða vera með skemmtiatriði, passið þá að vera búin að undirbúa ykkur, helst að skrifa niður ræðuna og ekki hafa hana of langa heldur. Eins og Al- bert Eiríksson sagði í viðtali sem hlusta má á í hlaðvarpinu Töfrandi brúðkaup: ,,Ef það er hægt að vinna Eurovision á þremur mínútum þá er hægt að halda góða ræðu á sama tíma.““ Hvað myndir þú ráðleggja fólki að sleppa að gera? „Þegar kemur að athöfninni gæti verið snið- ugt að geyma símana bara ofan í tösku og njóta stundarinnar án þess að horfa í gegnum myndavélina. Það er oftast fagmanneskja að taka myndir og það eru mörg dæmi um það að of margir símar á lofti skemmi fyrir ljósmynd- aranum sem er á launum við það að fanga þessa fallegu stund.“ Ása Berglind verður í kjól frá Maggie Sottero. Ljósmynd/Maggie Sottero Ljósmynd/Maggie Sottero Ása Berglind verður í kjól frá Maggie Sottero. 21.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ———

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.