Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Qupperneq 21
Takk fyrir að vera til fyrirmyndar er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur
og íslensku þjóðinni.
Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsvísu og vorum til fyrirmyndar
með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum,
frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Á þessum tímamótum er vert að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim
sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
Bréf með yfirskriftinni ,,Takk fyrir að vera til fyrirmyndar” er hægt að nálgast hjá
Póstinum, í útibúum Landsbankans og í verslunum Nettó. Bréfin má setja ófrímerkt
í póst innanlands.
Einnig er hægt að senda bréf á rafænu formi inn á heimasíðunni tilfyrirmyndar.is
en þar er hægt að nálgast bréfin á yfir 20 tungumálum.
Hvetjum við alla landsmenn til að senda þessi bréf til fjölskyldu, vina, vinnustaða og
annarra sem bréfritarar vilja þakka fyrir að vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
,,TAKK veggir” verða málaðir víða um land. Skemmtilegt er að taka myndir af sér og
sínum á og deila á samfélagsmiðlum. Fylgstu með og taktu þátt!
#TILFYRIRMYNDAR
www.tilfyrirmyndar.is | #tilfyrirmyndar | @tilfyrirmyndar