Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 29
fór lítið fyrir Chappelle en hann
hóf af stunda uppistand aftur af
fullum krafti árið 2013. Árið 2016
var tilkynnt að hann hefði gert
samning við Netflix um framleiðslu
þriggja uppistandsþátta árið 2017
og fengi Chappelle 20 milljónir
dala fyrir hvern þátt.
Út komu fjórir þættir árið 2017
og svo einn til viðbótar 2019. Sama
ár hélt Chappelle uppistand á
Broadway í New York í fyrsta
sinn.
Sá besti í sögunni
Eins og áður sagði veigrar Chapp-
elle sér ekki við að grínast með
eldfim málefni. Hann hefur verið
gagnrýndur fyrir fordóma gagn-
vart hinsegin fólki og þá þótti
mörgum hann ganga of langt í síð-
asta uppistandsþættinum, Sticks
and Stones. Þá sagðist hann ekki
trúa þeim Wade Robson og James
Safechuck sem ásökuðu Michael
Jackson um að hafa misnotað sig
kynferðislega er þeir voru ungir
drengir í heimildarþáttunum
Leaving Neverland. Var það stuttu
eftir að þættirnir komu út.
Það virðist vera Chappelle eðlis-
lægt að taka áhættu í gríni sínu,
fara að þolmörkum margra og
langt yfir þolmörk annarra. Oftast
er hann sanngjarn – hann gerir
grín að sínum eigin kynþætti
óspart – þó oft glitti í fordóma,
meðvitaða eða ómeðvitaða. Þá hef-
ur hann verið gagnrýndur fyrir að
leyfa frægum mönnum, eins og
Michael Jackson, sem sakaðir eru
um eitthvað saknæmt, að njóta vaf-
ans.
Þrátt fyrir þetta er Chappelle af
mörgum talinn vera besti uppi-
standari sögunnar, jafnvel betri en
átrúnaðargoð hans Richard Prior
og Eddie Murphy. Hefur háðfugl-
inn Kevin Hart meðal annarra sagt
hann vera þann besta. Þá hafa
margir grínistar sem þekkja til lýst
því hve auðvelt Chappelle á með að
koma frá sér efni. Sést það vel á
því að hann gaf út fjóra uppi-
standsþætti 2017, hvern þeirra
klukkutíma langan, en oft tekur
það uppistandara eitt til tvö ár að
fínpússa klukkutíma langan þátt.
Afi pabba þræll
Chappelle leyfir sér að ræða alvar-
leg málefni. Stundum með gríni en
stundum í alvarlegri tón. Í upp-
hafsræðu fyrir þátt Saturday Night
Live, stuttu eftir kjör Donalds
Trump sem forseta Bandaríkjanna
árið 2016, ræddi hann baráttu
svartra fyrir jafnrétti.
Chappelle sagði frá því að
Frederick Douglass var fyrsti
svarti maðurinn sem boðið var í
Hvíta húsið. Þurfti Abraham
Lincoln forseti að hleypa honum
sjálfur inn því verðir hússins vildu
það ekki. Svörtum manni var ekki
boðið til hússins aftur fyrr en
Theodore Roosevelt bauð Booker
T. Washington árið 1904. Fjöl-
miðlar í Suðurríkjunum urðu svo
æfir yfir boðinu að svörtum manni
var ekki boðið til Hvíta hússins
næstu 30 árin.
Í uppistandsþættinum nýja, sem
kallast 8:46 eftir tímanum sem lög-
reglumaður hélt hné sínu á hálsi
George Floyd, segist Chappelle
hafa farið með rangt mál í Satur-
day Night Live. Langafi Chappelle,
William D. Chappelle, hafi leitt hóp
að Hvíta húsinu árið 1918 til að
mótmæla ofbeldi gegn svörtum á
þeim tíma, þar á meðal hengingu
án dóms og laga í Suður-Karólínu.
Langafi Chappelle fæddist sem
þræll. „Þessi atvik eru ekki gömul,
þetta var ekki fyrir löngu,“ sagði
Chappelle. „Þetta er í dag.“
Þrátt fyrir að grínast ekki eins
og vanalega sýnir Chappelle snilli
sína sem sögumaður í þættinum.
Efnið er ópússað en hann heldur
áhorfendum við efnið og er aug-
ljóst að dauði Floyds, og mótmælin
í kjölfarið, hafa fengið mikið á
hann tilfinningalega.
Chappelle rifjar upp ýmis mál
sem eiga skylt við mál Floyds eins
og mál John Crawfords III. Hann
hafði tekið upp loftbyssu sem var
til sölu í Walmart-verslun í Ohio
árið 2014. Var lögreglu tilkynnt að
maður gengi um með byssu í búð-
inni. Crawford var í símanum að
tala við kærustu sína þegar lög-
reglumaður mætti á staðinn og
skaut hann. Lögreglumaðurinn var
ekki ákærður og mætti aftur til
vinnu þremur árum síðar.
Dave Chappelle var
ómyrkur í máli sínu
í glænýjum hálftíma
af uppistandi.
Netflix
21.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
STJÖRNUSTRÍÐ Ewan McGregor seg-
ist spenntari nú en nokkru sinni áður
fyrir því að leika Jedi-riddarann Obi-
Wan Kenobi. Í fyrra var tilkynnt að nýir
þættir myndu líta dagsins ljós á streym-
isveitunni Disney+ sem myndu fjalla um
Kenobi sjálfan. McGregor var til í að
endurtaka leikinn sem Jedi-riddarinn
en hann lék hann á hans yngri árum í
öðrum þríleik Star Wars sem kom út í
upphafi aldarinnar. „Ég er meira
spenntur fyrir því að leika Obi-Wan nú
en ég var þegar ég lék hann fyrst,“ seg-
ir leikarinn við ACE Universe.
Spenntari en nokkru sinni fyrr
McGregor er klár í slaginn.
AFP
BÓKSALA 10.-16. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Vegahandbókin 2020 Steindór Steindórsson o.fl.
2 Dauðar sálir Angela Marsons
3
Veirufangar og
veraldarharmur
Valdimar Tómasson
4 Dóttirin Anne B. Ragde
5 Ógnarhiti Jane Harper
6 Á byrjunarreit Lee Child
7 Sjö lygar Elisabeth Kay
8 Það sem fönnin felur Carin Gerhardsen
9 Kisa litla í felum Holly Webb
10 Danskvæði um söngfugla Suzanne Collins
1 Selta Sölvi Björn Sigurðsson
2 Barn náttúrunnar Halldór Laxness
3 Urðarköttur Ármann Jakobsson
4
Það sem ég tala um þegar
ég tala um hlaup
Haruki Murakami
5 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness
6 HKL ástarsaga Pétur Gunnarsson
7 Samhengi hlutanna Eygló Jónsdóttir
8 Svik Lilja Sigurðardóttir
9 Skuggaskip Gyrðir Elíasson
10 Koparakur Gyrðir Elíasson
Allar bækur
Skáldverk og hljóðbækur
Eitt af mörgum áramótaheitum
mínum var að lesa meira af
bókum sem tengjast faginu en
eins og með öll hin áramóta-
heitin hefur heldur lítið orðið
um efndir. Það er alltaf sama
sagan; maður sogast ósjálfrátt
að sagnfræði og ævisögum (og
að nammiskúffunni). Þessa dag-
ana er ég að lesa frábæra bók
Gunnars Þórs
Bjarnasonar um
Ísland og fyrri
heimsstyrjöldina
Þegar siðmenn-
ingin fór fjandans
til. Sem hjábók
hef ég The Great
Influenza eftir
John M. Barry sem fjallar um
spænsku veikina
og hvernig
læknavísindin
tókust á við
hana. Lesturinn
á henni gengur
reyndar svolítið
hægt því ég þarf
sífellt að fletta
upp þýðingu á
þessum og hin-
um sjúkdómum.
Í Covid-19-fárinu
var ég svo heppinn
að fá lánaða Hnit-
miðaða kínversk-
ensk orðabók fyrir
elskendur eftir
Xialou Guo. Enska
tungumálið leikur
stórt hlutverk í
bókinni en Ingunni
Snædal þýðanda tekst feykivel
að koma sögunni til skila á ís-
lensku. Ég las síðan einhver
staðar að Xialou Guo hefði
byggt bókina á atburðum úr
sinni eigin ævi og hefði þar að
auki skrifað bók um ævi sína,
þ.e. Einu sinni var í austri: upp-
vaxtarsaga sem
ég las strax í
kjölfarið. Upp-
vaxtarsagan er
jafnvel enn betri
en skáldsagan.
Þeim dómi verð-
ur samt að taka
með fyrirvara
um að ég er almennt mjög svag
fyrir ævisögum og sagnfræði.
Best er þegar þessu er blandað
saman líkt og Árni Snævarr ger-
ir í bókinni um Paul Gaimard;
Maðurinn sem
Ísland elskaði
sem ég las í vor.
Mjög vel skrifuð
og fróðleg bók.
Í kaffipásum
fer ég stundum
út í Eymundsson
í Austurstræti
og þar rambaði
ég um daginn á Reporter, ágæta
ævisögu banda-
ríska rannsókn-
arblaðamannsins
Seymor M. Hersh
en hann er fræg-
astur fyrir að
fletta ofan af
fjöldamorðunum
í My Lai í Víet-
nam. Aðrar góðar kaffipásubæk-
ur eru t.d. SPQR: A History of
Ancient Rome eftir Mary Beard
og Rome: A History in Seven
Sackings eftir Matthew Kneale.
Báðar eru þær kjörið lesefni fyr-
ir Ítalíuþyrsta ferðalanga.
RÚNAR ER AÐ LESA
Rúnar Pálmason er
upplýsingafulltrúi
Landsbankans.
Svag fyrir ævisögum