Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 32
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2020 Fyrstu tónleikarnir í Eldborg fyrir fullum sal eftir að kórónuveiran stöðvaði allt tónleikahald verða næsta föstudag, þann 26. júní, þegar Skítamórall stígur á svið. Stærstu tónleikar ferilsins Skítamórall hefur engu gleymt að sögn Arngríms Fann- ars Haraldssonar, gítarleikara hljómsveitarinnar. Hann segir þá alla hlakka mikið til. „Þetta verða okkar stærstu tónleikar hingað til en við höfum ekki áður komið fram í Hörpu. Það er gaman að vera loksins komnir inn í það flotta hús. Við þurftum að fresta tónleikunum í tvígang en verð- um með þá á föstudaginn kemur. Það er mikil spenna í hópnum og allir í góðu stuði,“ segir Arngrímur. „Við munum spila rjómann af því sem við höfum verið að senda frá okkur í gegnum tíðina. Þetta er blanda af rokki og rómantík, sumar og sól.“ Byrjuðum að gutla þrettán ára Strákarnir í Skítamóral hafa spilað saman í áratugi. „Við stofnuðum fyrst hljómsveitina þrettán ára gaml- ir. Fyrstu árin vorum við að gutla saman á Selfossi en það eru rúm tuttugu ár síðan við slógum í gegn. Við er- um að fagna ferlinum og lífinu,“ segir Arngrímur og bætir við að þeir ætli svo beint norður daginn eftir þar sem þeir munu spila á Græna hattinum. Strákarnir í Skíta- móral halda stór- tónleika í Eldborg næsta föstudag. Ljósmynd/Aðsend Rokk og rómantík Hljómsveitin Skítamórall keyrir sumarið í gang í Eldborg næsta föstudag. Íslandsmeistaramót hárskera var haldið fyrsta sinni árið 1975. Í frétt í Morgunblaðinu 5. júní það ár kemur fram að hárskerar frá sömu rakarastofunni hafi orðið hlutskarpastir, þeir Garð- ar Sigurgeirsson, sem hafnaði í fyrsta sæti, og Guðjón Jónasson, sem varð annar. Félagarnir af Rakarastofunni Veltusundi voru teknir í viðtal í blaðinu í tilefni af árangrinum. Þar kom fram að straumar frá Frakklandi réðu lögum og lofum og Íslendingar væru nokkuð á eftir í tískunni og næðu ekki einu sinni að halda í við Norðmenn. „Íslendingar hafa mjög sjálf- stæða skoðun á því hvernig þeir klippa sig og þar má engu breyta, nema á löngum tíma. Ís- land er því nokkuð á eftir í sveifl- unum,“ sagði Garðar í viðtalinu. Fram kom að Garðar væri lærisveinn Guðjóns, sem sagði að sér líkaði „bara vel“ að nem- andinn hefði sigrað sig: „Hann var í læri hjá mér og hefur sýni- lega lært réttu handtökin og ef til vill hef ég eytt heldur miklum tíma í mótinu í að fylgjast með því hvort hann gerði ekki allt rétt.“ GAMLA FRÉTTIN Skúlptúr og tíska Tvær greinar voru á mótinu, tísku- og skúlptúrklipping. Hér eru módel Garðars, tískuklipping til hægri og skúlptúrklipping til vinstri. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Zooey Deschanel, bandarísk leikkona Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.