Morgunblaðið - 08.07.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Sendiherra Kína í Bretlandi varaði
bresk yfirvöld við því á mánudag, að
nýjar áætlanir þeirra, um að loka á
aðgang Huawei-síma að 5G-farsíma-
kerfi þjóðarinnar, yrðu þeim álits-
hnekkir á alþjóðavettvangi.
Dagblaðið Financial Times greinir
frá því að Bretar hyggist nú að öllum
líkindum loka á símtæki kínverska
tæknirisans Huawei í stað þess ein-
göngu að takmarka aðgang tækj-
anna að 5G, fimmtu kynslóð farsíma-
kerfa heimsins, en Bretar gáfu það
út í janúar á þessu ári að þeir hygð-
ust fara þá leið frekar en að Huawei
yrði útilokað með öllu.
Uggandi um njósnir
Tortryggni gagnvart símum kín-
verska fyrirtækisins hefur verið
áberandi sums staðar á Vesturlönd-
um og þær grunsemdir ítrekað verið
viðraðar, að Huawei útbúi hugbúnað
símtækja sinna með svokölluðum
bakdyrum sem geri þeim kleift að
njósna um notendur símanna. Ekki
eru áhyggjurnar af slíkum njósnum
minni í Bandaríkjunum en Evrópu,
og ná þær til mun fleiri tækja en
síma, svo sem örflagna í bíllyklum og
fleiri tækjum.
Nýjar reglur, sem settar voru þar
vestra í maí, leggja erlendum fram-
leiðendum, sem nota amerískan bún-
að við framleiðslu örflagna, þá
skyldu á herðar að afla sér sérstaks
leyfis svo þeim verði heimilt að selja
Huawei hálfleiðara.
Stjórnlaus áhætta
Ákvörðun Bandaríkjamanna varð
til þess að breska tölvuöryggismið-
stöðin NCSC framkvæmdi neyðar-
úttekt á Huawei sem kynnt verður
breskum stjórnvöldum í þessari
viku, en meðal niðurstaðna NCSC er
að nýju reglurnar vestanhafs þvingi
Huawei til að nota óáreiðanlegan
búnað við framleiðslu sína sem, að
sögn breska dagblaðsins The Tele-
graph, hafi í för með sér áhættu sem
engin leið sé að hafa stjórn á.
Kínverski sendiherrann, Liu Xia-
oming, sagði aðild Huawei að breska
markaðnum verða hvoru tveggja til
blessunar, fyrirtækinu og tengslum
Kína og Bretlands. „Við höfum lagt
okkur fram við að segja söguna af
Huawei, en við getum ekki stjórnað
ákvörðun breskra stjórnvalda,“
sagði sendiherrann og enn fremur,
að útilokun Huawei gæti verið til
þess fallin að veikja stöðu Bretlands í
alþjóðasamfélaginu auk þess að rýra
traust erlendra fjárfesta.
Frakkar loka að hluta
Sagði hann Breta með ákvörðun
sinni myndu kikna undan „erlendum
þrýstingi“ og vísaði þar til afstöðu
bandarískra stjórnvalda gagnvart
Huawei. Ástralar hafa einnig lokað á
Huawei-símana, en Frakkar hyggj-
ast fara þá leið sem Bretar áður ætl-
uðu sér og takmarka aðgang Huawei
með þeim hætti að fjarskiptafyrir-
tæki, sem nota símana, fái takmark-
aðri leyfi.
Hvöttu til sanngirni
Kínverjar hvöttu frönsk yfirvöld á
mánudag til þess að tryggja kín-
verskum fyrirtækjum „sanngjarnt
og réttlátt“ umhverfi og leyfa mark-
aðnum og fyrirtækjum að taka
ákvarðanir í þágu eigin velferðar
frekar en að beita boðum og bönn-
um.
Breski forsætisráðherrann Boris
Johnson gerði á mánudag grein fyrir
mögulegri viðhorfsbreytingu
breskra stjórnvalda í garð búnaðar
Huawei.
„Ég er ákveðinn í því að koma
breiðbandstengingum á í öllum
landshlutum. Um leið er ég ákveðinn
í þeirri afstöðu, að Bretlandi skuli
ekki á nokkurn hátt komið í við-
kvæma stöðu gagnvart áhættusöm-
um söluaðila, svo við verðum að
hugsa það vandlega hvernig við stíg-
um til jarðar í þessu máli,“ sagði ráð-
herrann.
Xiaoming sendiherra svaraði
Johnson á blaðamannafundi, sem
hann hélt um fjarfundabúnað sama
dag og sagði þá: „Þú getur ekki átt
þér neina gullöld [e. golden era] ef þú
umgengst Kína eins og andstæðing.“
AFP
Úthýst Kínverski tæknirisinn Huawei á undir högg að sækja á Vesturlöndum vegna tortryggni gagnvart njósnum.
Búa sig undir að skella á
Bretar líklegir til að útiloka Huawei Gáfu áður fyrirheit um takmarkaðan að-
gang Nýjar stífar reglur settar í Bandaríkjunum Frakkar draga einnig í land
Facebook trónir í toppsætinu meðal
samfélagsmiðla hvað snertir fjölda
frétta af kórónuveirufaraldrinum
sem eru annaðhvort tóm tjara eða í
besta falli villandi. Þetta leiðir
rannsókn breska fjölmiðilsins Press
Gazette í ljós.
Rannsóknin fólst í athugun á
uppruna 7.295 frétta sem teknar
höfðu verið saman í Poynter Coro-
navirus Facts-gagnagrunninum, en
í hann er safnað fréttum sem halda
fram beinlínis röngum eða villandi
upplýsingum um kórónuveiruna.
Komust skoðendur Press Gazette
að þeirri niðurstöðu, að Facebook
væri samfélagsmiðillinn á bak við
dreifingu 4.094 af fréttunum, sem
gerir rúm 56 prósent. Fréttirnar í
Poynter-grunninum hafa, áður en
þær enda þar, farið um hendur 100
staðreyndakönnuða í 70 löndum
sem slá því föstu hvort upplýsingar
í fréttunum séu réttar eður ei.
Kveðast fjarlægja rangfærslur
Af öðrum samfélagsmiðlum, sem
fréttirnar birtust á, má nefna
Twitter með 1.066 fréttir, Whats-
app með 999 og Youtube með 265.
Þá birtust 90 þeirra á Instagram,
en í öðrum tilfellum var ekki hægt
að rekja fréttirnar til ákveðins sam-
félagsmiðils, uppruni þeirra var ein-
göngu skráður „fjölmiðlar“ eða
„fréttir“.
Talsmenn Facebook segja mið-
ilinn undanfarið hafa unnið hörðum
höndum að því að fjarlægja upplýs-
ingar, sem beinlínis geti verið skað-
legar, auk þess að merkja annað
vafasamt efni aðvörun um að það sé
ekki áreiðanlegt. Segja talsmenn-
irnir mörg hundruð þúsund rangar
eða villandi fullyrðingar um kór-
ónuveiruna hafa verið fjarlægðar.
Facebook fleipr-
ar miðla mest
56 prósentum rangra frétta dreift þar
AFP
Rangfærslur Þumallinn vísar ekki
alls staðar upp á við hjá Facebook.
Fjórum öldurhúsum var lokað í
Ósló í Noregi í gær vegna brota á
sóttvarnareglum og hafa borgar-
yfirvöld þar með lokað alls sjö veit-
ingastöðum síðan leyft var að selja
áfengi á ný í höfuðborginni 6. maí.
Borgin ákvað að fara þá leið að
banna alla sölu áfengis á veitinga-
húsum frá 21. mars til að reyna að
hemja útbreiðslu kórónuveirunnar.
Þegar banninu var aflétt í maí var
það gert með ströngum skilyrðum
um bil og fjölda gesta auk þess sem
skilyrði var að staðirnir seldu mat
og lokuðu fyrir miðnætti.
Victoria Marie Evensen borg-
arfulltrúi segir að flestir séu með
sitt á þurru, en lokunum verði beitt
hjá þeim sem kasti til höndunum.
NOREGUR
AFP
Ósló Fólk bíður í röð á Aker-bryggju.
Börum lokað vegna
sóttvarnabrota
Jair Bolsonaro,
forseti Brasilíu,
tilkynnti í gær að
hann hefði
greinst með kór-
ónuveiruna. Bol-
sonaro sagði hins
vegar að sér liði
„fullkomlega
vel“, og að hann
væri bara með
mild einkenni.
Forsetinn hefur verið gagn-
rýndur fyrir að vilja draga sem
mest úr sóttvarnaráðstöfunum
vegna veirunnar. 1,6 milljónir
manna hafa smitast af kórónuveir-
unni í Brasilíu og um 65.000 manns
látist af völdum hennar til þessa.
Bolsonaro sagðist taka inn mal-
aríulyfið hydroxíklórókín gegn
veirunni, en deilt hefur verið um
notagildi þess.
BRASILÍA
Bolsonaro greinist
með kórónuveiruna
Jair
Bolsonaro
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Útsalan er hafin