Morgunblaðið - 08.07.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 08.07.2020, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkinu er aðlögum færtmikið vald. Stundum í til- tölulega smáum áföngum svo borg- ararnir hafa ekki vara á sér. Þess utan hafa og margir þingmenn breyst í skoð- analausar atkvæðavélar sem af- greiða allt ólesið sem berst sunnan úr Evrópu. Var þeim talin trú um að samþykkja bæri allt sem pósturinn kæmi með án skoðunar eða afstöðu. Er með ólíkindum að fæstir standa í fæturna og er þar lítill munur á flokkum. Hinum anga „hins opinbera“, sveitarfélögunum, hefur einnig verið fengið verulegt vald. En á meðan ríkið hefur ríkulegt boð- vald skal þjónustuhlutverkið vera í öndvegi hjá sveitarfélög- unum. Höfuðborgin var í farar- broddi þeirra sem virtu það hlutverk vel. Það er liðið. Reglulega birtist hvert merkið af öðru sem virðist sýna að vinstristjórnin í Reykjavík lítur á borgarbúa sem óvini sína og þýðingarmest sé að hlusta ekki á þá, heldur beita þá blekk- ingum og fara á bak við þá, hve- nær sem færi gefast. Ívar Pálsson, íbúi í Skerja- firði, benti nýlega á slíkt úr ranni sem hann þekkir: „Skulda- ævintýraæði Dags & Co í Reykjavíkurborg færist nú á nýtt stig, þar sem til stendur að troða 3.000 manna byggð í aflok- aðan flugvallar- krikann. Sá Ísa- fjörður ídealist- anna, með allt sitt bílastæðaleysi, þröngar götur og fimm hæða skugga- varpsblokkir, á að rísa í óþökk þeirrar byggðar sem fyrir er og bætir við fjórfalt fjölmennari borgarhluta en notar sömu göt- una inn og út úr Skerjafirði, með margföldun umferðar. Landsvæðið sem undir byggðina færi þykir Degi ekki nógu stórt til þess að standa undir þjónustustiginu og því ætlar gengi hans að urða ströndina og leirurnar langt út í Skerjafjörð til þess að nema nýtt land. Olíuborinn jarðveg skal hreinsa með ærnum kostn- aði og aka í gegnum borgina í Álfsnes. Vegur suður fyrir völl verður byggður fyrir trukkana sem bætast við stíflaða umferð Háskólans í Reykjavík og víðar um bæinn. Þessi kostnaðarsama ævin- týramennska, þar sem níðst er á náttúrunni og íbúum heilla hverfa, á síðan að verða greidd af Reykvíkingum öllum í aukn- um álögum. Afsökunin fyrir að- gerðinni var jafnan sú, að borgin fengi mikið úr sölu dýrra lóða. Sú skýring heldur ekki vatni,“ segir Ívar Pálsson að lokum. Því má bæta við að tími til athugasemda við ósköp- in er valinn þegar verst gegnir fyrir borgarbúa. Stærsta sveitarfélag landsins þekkir ekki hvert sé þess mikil- vægasta hlutverk} Baktjaldagerðir og blekkingar Allt of mikið erum langa bið- lista í heilbrigðis- kerfinu. Í Morgun- blaðinu í gær kemur fram að bið- listar eftir hjúkrunarrýmum hafi lengst mikið á síðustu tíu árum. Á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs hafi 366 manns verið á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Fréttin er byggð á samantekt embættis Landlæknis þar sem fram kemur að fjölgun á biðlista frá fyrsta ársfjórðungi 2011 til fyrsta ársfjórðungs 2020 nemi 76% þegar tekið sé tillit til mannfjölda en 132% þegar ein- göngu er horft á fjölda ein- staklinga. Jafnframt kemur fram í sam- antektinni að fjöldi á biðlista segi ekki alla söguna. Einnig beri að skoða hversu lengi fólk þurfi að bíða eftir að fá sam- þykkt færni- og heilsumat. Að auki þurfi að líta á hversu marg- ir þurftu að bíða lengur en 90 daga eftir rými. Í fyrra biðu 46% lengur en 90 daga. Oft þurfa einstaklingar að bíða langdvölum á bráðasjúkrahúsi eftir hjúkrunar- rými. Við það lengj- ast aðrir biðlistar. Í fyrra kom fram í Morgunblaðinu að á árunum 2014 til 2018 hefðu 700 aldraðir einstaklingar, sem komnir voru með færni- og heilsumat fyrir hjúkrunarrými, látist áður en þeir komust að á hjúkrunar- rými. Mikið þarf að bjáta á til þess að fá færni- og heilsumat sam- þykkt. Flestir vilja vera sem lengst heima hjá sér, en þegar svo er komið að það gengur ekki þurfa úrræði að vera til staðar. Nálaraugað getur hins vegar verið mjög þröngt og ferlið jafn- vel niðurlægjandi fyrir umsækj- andann. Þessi staða er óviðunandi. Á heimasíðu Landlæknis segir að mikilvægt sé að staðið verði við áætlun um opnun 568 nýrra hjúkrunarrýma á landinu til ársins 2023. Það er mikilvægt eigi að takast að vinna á biðlist- um aldraðra eftir hjúkrunar- rými. Of margir þurfa að bíða eftir hjúkrunarrými} Aldraðir bíða M enntun er grundvöllur vel- sældar og framfara þjóða. John Stuart Mill stjórnmála- heimspekingur skrifaði á sín- um tíma að: „Öll efling menntunar stuðlar að jöfnuði og veitir fólki aðgang að sama sjóði þekkingar.“ Þetta eru orð að sönnu. Þjóðir í fremstu röð eru með framúrskarandi menntakerfi. Í framúrskar- andi menntakerfi er staða kennarans afar sterk. Því var þess getið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að bregðast þyrfti við kennaraskorti með samstarfi ríkis, sveitar- félaga og stéttarfélaga. Ég er stolt af að greina frá því að saman höfum við náð að snúa vörn í sókn. Staða kennaranáms styrkt Ráðist var í heildstæðar aðgerðir í víðtæku samstarfi við Kennarasamband Íslands, Háskólann á Akureyri, menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Ís- lands, Heimili og skóla og Samtök iðnaðarins. Að auki komu að vinnunni fulltrúar fjármála- og efnahagsráðu- neytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Með- al annars þurfti að bregðast við því að innritun í leik- og grunnskólakennaranám hafði dregist saman um 40% frá 2008. Í þessum aðgerðum fólst meðal annars launað starfsnám leik- og grunnskólakennaranema á lokaári. Aðgerðirnar höfðu afar jákvæð áhrif og hafa leitt til gríðarlegrar fjölgunar umsókna í kennaranám. Alls fjölgaði umsóknum um 591 milli áranna 2019 og 2020, eða um 46%. Þar af er fjölgunin mest við Háskóla Ís- lands en þar fjölgar umsóknum um 580 milli ára, eða um 61%. Menntastefna til ársins 2030 Þessar aðgerðir eru hluti af nýrri mennta- stefnu til ársins 2030, sem verður kynnt í upp- hafi nýs skólaárs. Markmið stjórnvalda með stefnunni er að veita framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur í umhverfi þar sem allir skipta máli og geta lært í öflugu og sveigjanlegu menntakerfi. Stefnan mun endurspegla leiðar- ljósið allir geta lært sem felur í sér áherslu á virka þátttöku allra í lýðræðissamfélagi sem byggist á jafnrétti og mannréttindum, heil- brigði, velferð og sjálfbærni. Menntastefnan er mótuð með aðkomu fjölmargra aðila úr skólasamfélaginu, meðal annars með fundaröð um land allt um menntun fyrir alla haustið 2018 og 2019. Menntun eflir jöfnuð og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til náms. Ég hef þá trú að allir geti lært og allir skipti máli. Kennarar, skólastjórnendur og aðrar starfsstéttir innan menntakerfisins eru ein mesta auðlind hvers sam- félags og leggja grunn að öðrum störfum. Aðsókn í kenn- aranám hefur stóraukist vegna markvissra aðgerða sem hrint hefur verið í framkvæmd. Með skýrri sýn og stefnu er hægt að bæta samfélagið sitt. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa komið að því að efla stöðu kennaranáms í land- inu, því það sannarlega skiptir máli fyrir komandi kyn- slóðir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Umsóknum í kennaranám á Íslandi fjölgar um 46% Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fimmta kynslóð (5G) farnetaer komin til Íslands. Póst-og fjarskiptastofnun(PFS) hefur opnað upplýs- ingasíðu um þessa nýju og öflugu fjarskiptatækni á vef sínum pfs.is. Þar kemur m.a. fram að 5G hafi verið kallað net iðnaðarins og sé í raun „límið í fjórðu iðnbyltingunni, for- senda fyrir því að ótal nettengdir hlutir og kerfi geti sent gögn sín á milli á leifturhraða“. Nethraði 5G er tífalt meiri en í 4G. Nova segir að hraði 5G jafnist á við öflugustu ljósleiðaratengingar þar sem hægt er að hlaða niður allt að 2,3 Gb á sekúndu og svartíminn innan við tíu millisekúndur. PFS segir að 5G sé forsenda aukinnar sjálfvirknivæð- ingar t.d. í iðnaði og landbúnaði. Þá muni 5G-tæknin hafa mikil áhrif á heilbrigðisþjónustu hvort sem er við snjallvæðingu sjúkrahúsa, fjar- hjúkrun og jafnvel fjaraðgerðir. Samstarf um 5G-senda Sýn (Vodafone), Símanum og Nova var úthlutað 5G-tíðniheimildum 30. apríl. Heiðar Guðjónsson, for- stjóri Sýnar hf. (Vodafone), segir að viðræður standi yfir á milli stóru símafyrirtækjanna þriggja um sam- eiginlega uppbyggingu á 5G. Guð- mundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans, segir að í lok árs 2019 hafi fjarskiptafélögin og PFS hafið við- ræður um nýtingu innviða fjarskipta- félaganna. Kórónuveirufaraldurinn hægði á viðræðum og er þeim ekki lokið. Hann telur að 5G-væðingin muni kalla á aukið samstarf PFS og fjarskiptafélaganna við 5G- væðinguna. Nova hóf rekstur 5G-sendis í Lágmúla í Reykjavík 5. maí í vor og hefur nú sett upp tvo senda í Vest- mannaeyjum. Vestmannaeyjabær er fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem er 5G-vætt. Nova rekur einnig 4,5G- kerfi víða sem eru fjórfalt öflugri en 4G. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, segir að næstu skref hjá Nova verði uppbygging 5G á höfuð- borgarsvæðinu og víðar í takt við aukna afkastaþörf í gagnaflutn- ingum. Hún segir að Nova sé í sam- starfi við Vodafone um rekstur senda í gegnum Sendafélagið ehf. Við- skiptavinir Vodafone hafa þannig að- gang að 4G-sendum Nova og öfugt en slíkt samstarf þekkist víða erlendis. Margrét vonast til að samstarfið verði eflt og muni einnig ná yfir hrað- virkari kerfin, 4,5G og 5G. Þannig er hægt að fara í enn frekari innviða- uppbyggingu sem er mikilvægt fyrir alla. Hún bendir á að 5G-símtæki séu komin í sölu og þeim muni fjölga. Nova býður notendum upp á 5G- beina (router) til að netvæða heimili og fyrirtæki „Í Vestmannaeyjum er ekki ljósleiðari heldur eingöngu ljós- net. Með 5G erum við að margfalda hraðann með kerfi sem er sambæri- legt við ljósleiðara,“ segir Margrét. Síminn ætlar að setja fyrsta 5G- sendinn upp eftir sumarleyfi, að sögn Guðmundar samskiptastjóra Símans. Hann telur líklegt að sá verði settur upp á Múlasvæðinu í Reykjavík. „Við munum eflaust byrja á að uppfæra senda á höfuðborgarsvæðinu og á þéttbýlisstöðum í 5G. Síðan munum við þétta kerfið,“ segir Guðmundur. „Við höfum verið með 5G- tilraunaverkefni í gangi og ætlum í loftið í sumar með vöru sem við get- um boðið almenningi upp á,“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar hf. (Vodafone). Hann telur líklegt að unnið verði að uppbyggingu kerfis 5G-senda Vodafone í samvinnu við Nova í gegnum Sendafélagið ehf. Kynslóðaskipti að verða í farnetum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Nova hefur sett upp tvo 5G-senda til að netvæða heimili og fyrirtæki. Hraði kerfisins jafnast á við það sem býðst í ljósleiðarakerfi. Talsvert hefur verið fjallað um möguleg áhrif 5G-tækninnar á heilsu fólks. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) segir mikilvægt að skoða virtar heim- ildir um vísindalegar staðreyndir og rannsóknir þar um. Viðmiðunarmörk alþjóðageislavarnaráðsins fyrir ójónandi geislun, eins og frá farnets- sendum, eru 50 sinnum minni en þau viðmið sem talin eru geta haft skaðleg áhrif á mannslíkamann. „5G á því ekki að hafa áhrif á heilsu fólks frekar en fyrri kynslóðir far- síma og farneta,“ segir á vef PFS. Bent er á að nýju sendarnir geisli minna út frá sér en núverandi sendar farneta. Ójónandi geislun mun því minnka þegar 2G-, 3G- og 4G-sendar verða teknir úr notkun. Engin áhrif á heilsu fólks GEISLUN FRÁ 5G-SENDUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.