Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
Tilboð/útboð
Útboð nr. 20329
Þjórsá - Þverun ofan Þjófafoss
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í að byggja
nýja göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, um 800 m
ofan við Þjófafoss og leggja stíga að brúnni,
samkvæmt útboðsgögnum nr. 20329.
Verktími er frá 1.9.2020 – 31.5.2021.
Vettvangsskoðun verður kl. 13:00 fimmtu-
daginn 16. júlí 2020.
Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef
Landsvirkjunar utbod.landsvirkjun.is
Tilboðum skal skila í gegnum útboðsvef
Landsvirkjunar, utbod.landsvirkjun.is fyrir
klukkan 12:00 föstudaginn 31. júlí 2020,
niðurstöður tilboða, nöfn bjóðenda og heild-
arfjárhæðir með vsk verða birtar eftir kl.
12:00 sama dag á útboðsvefnum.
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Vegaframkvæmdir á Dynjandisheiði og Bíldudals-
vegi, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Vegagerðarinnar er
einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Kl. 10.30 Hæfi sjúkraþjálfun kemur til okkar með tíma
sem hafa gjörsamlega slegið í gegn. Frítt og allir velkomnir. Kl. 13.30
bíó, ætlum að sýna Eurovision-myndina með Will Ferrell og Rachel
McAdams sem á að gerast að hluta til á Íslandi. Skráning er hafin í
föstudagsviðburð Sumarhópsins okkar. Þau bjóða upp á fræðslu um
sögu miðbæjarins með honumStefáni Pálssyni sagnfræðingi.
Árskógar Stólajóga kl. 10-10.45. Hádegismatur kl. 11:30-13. Kaffisala
kl. 14:45-15:30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, s. 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir
samfélagssáttmálanum, þannig höldum við áfram að ná árangri. Allir
velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45-15.15. Sumarfrí hjá skrifstofu Félagi eldri borgara.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13.
Bingó í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 útskurður,
kl. 11-11.30 leikfimi Helgu Ben, kl. 12.30-15 Döff Félag heyrnalausra, kl.
13-16 útskurður, kl. 13 ganga um hverfið.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8. Billjard kl. 8. Bingó kl. 13. Spjall-
hópur/handavinna kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Hlátur og húmor kl. 10.30. Handavinnuhópur frá kl.
13-16. Framhaldssaga kl.13.30.
Korpúlfar Gönguhópar ganga frá Borgum og inni í Egilshöll.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn snemma og
verður hreyfiþjálfun á vegum sjúkraþjálfara frá stofunni Hæfi sem
hefst kl. 9.30 í setustofu. Í framhaldi af henni, kl. 10.30, verðum við
með núvitund í handverksstofu. Eftir hádegi leggjum við af stað í
gönguferð á kaffihús með hreyfiteymi. Verið öll velkomin til okkar á
Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kl. 11.30 er kaffispjall i króknum á Skólabraut. Kl. 11 er
samvera á Skólabraut. Kl. 13.30 er botsía í salnum á Skólabraut.
Kl. 18.30 er vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Hlökkum til að sjá
ykkur.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568-2586.
Smá- og raðauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
TILBOÐ
90 þús. staðgreitt
FORD Galaxy
7 manna - Diesel
2.0 Diesel árg 2011
• Sjálfskiptur
• Ekinn 172 þús.
• Skoðaður 2021
• Nýsmurður
• Nýlega skipt um olíu á
skiptingu
• Glæný Vredestein nagladekk
Verð 1.790 þús.
Uppl. í síma 615 8080
Atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ
komið í sölu. 200 fm. hvert bil
með mikilli lofthæð sem gefur
möguleika á mjög góðu millirými
en einnig fylgir mjög gott
útisvæði. Húsið er staðsteypt og
klætt að utan með álklæðningu.
Húsnæðið er á 2 hæðum og því
möguleiki á að kaupa á bæði efra
og neðra svæði. Staðsett við
hliðina á Útilegumanninum í
Mosó.
Upplýsingar í síma 8990012
eða á netfang:
karina@simnet.is
Bílar
Atvinnuhúsnæði
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Guðbjörg Hall-dóra Birg-
isdóttir fæddist á
Selfossi 25. desem-
ber 1953. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 2. júní 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Ingunn Sig-
hvatsdóttir, verka-
kona, f. 7.5 1931, d
21.2. 2018, og Birg-
ir Baldursson fangavörður, f.
12.11. 1926, d. 17.8. 1988, þau
bjuggu í Túnprýði á Stokkseyri.
Systkini Guðbjargar eru: 1)
Baldur Birgisson, f. 1952, maki
Margrét Ísaksdóttir, f.1964.
Dóttir þeirra er Pálína, f. 1995.
Börn Baldurs eru Áslaug Hanna,
f. 1972, og Frímann Birgir, f.
1974, móðir þeirra er Margrét
Frímannsdóttir. 2) Elín Ásta, f.
Bjarki Blær, f. 2004. 2) Arnór, f.
1973. Börn hans eru Enok Orri,
f. 1997, Eiður Örn, f. 2003, og
Vilhelm Logi, f. 2008. 3) Hall-
dóra, f. 1974, maður hennar er
Einar Skaftason, f. 1976. Barn
þeirra er Andrea Rún, f. 1999. 4)
Bryndís, f. 1980. Börn hennar
eru Kolfinna Mist, f. 2000, Snæ-
fríður Eva, f. 2005, Karítas
Embla, f. 2006, og Jóhanna
Kristín, f. 2011. 5) Birgir, f. 1984,
kona hans er Ásgerður Margrét
Þorsteinsdóttir, f. 1987. Barn
þeirra er Gabríel Elí, f. 2018.
Fyrir á Ásgerður Aron Heiðar, f.
2009, og Anítu Hlín, f. 2014.
Guðbjörg ólst upp fyrstu tvö
æviárin á Tóftum í Stokkseyr-
arhreppi en fluttist svo í Tún-
prýði á Stokkseyri með for-
eldrum sínum. Árið 1970
kynntist hún eftirlifandi eigin-
manni sínum og byggðu þau
Austurbrún á Stokkseyri og
bjuggu þar til ársins 2009. Þá
fluttu þau í Hafnarfjörð og bjó
hún þar til dánardags.
Útför Guðbjargar fór fram í
kyrrþey frá Hafnarfjarðarkirkju
15. júní 2020.
1956. Börn Elínar
eru Eva Björk, f.
1978, Brynja, f.
1982, og Eyþór, f.
1992. 3) Guðný
Hólm Birgisdóttir,
f. 1958. Börn Guð-
nýjar eru Ragnar
Ingi, f. 1987, og Ing-
þór, f. 1990. 4)
Bragi Birgisson, f.
1966, kona hans er
Hildur Harð-
ardóttir, f. 1966. Börn þeirra eru
Birkir Fannar, f. 1988, Andrea
Ýr, f. 1989, Áslaug Ýr, f. 1991, og
Ármann Baldur, f. 2002. Eig-
inmaður Guðbjargar er Alex-
ander Hallgrímsson sjómaður, f.
1.1. 1951. Börn þeirra eru 1) Ing-
unn, f. 1971, maður hennar er
Gísli Guðjónsson, f. 1968. Börn:
Pétur Már, f. 1993, Guðjón, f.
2000, Alexander, f. 2001, og
Það er erfitt að setjast niður
og skrifa minningarorð um þig
elsku mamma. Ekki vegna þess
að ég viti ekki hvað ég á að
skrifa heldur það að nú ertu
farin í þína hinstu ferð. Hugs-
unin um að ég geti ekki hringt í
þig eða komið í heimsókn til þín
er mér erfið.
En eftir lifa fallegar og góðar
minningar um þig sem munu
hjálpa mér að komast yfir sorg-
ina. Þú varst alltaf kletturinn í
mínu lífi og þér á ég margt að
þakka.
Minningar úr æskunni þegar
ég var að alast upp á Stokkseyri
leita á hugann. Þú bjóst okkur
fjölskyldunni svo fallegt og gott
heimili. Okkur skorti aldrei
neitt því þú gast gert ótrúlega
hluti úr litlu efni. Þannig varst
þú, útsjónarsöm og hagsýn.
Einu man ég sérstaklega eft-
ir en það eru túrkisbláu hné-
buxurnar sem þú saumaðir á
mig og Dóru systur fyrir 17.
júní-hátíðahöldin. Ég man enn
hvað við vorum glaðar með bux-
urnar. Þú varst svo ótrúlega
flink í höndum hvort sem það
var að sauma, hekla eða mála.
Allt sem þú gerðir var svo fal-
legt.
Það var svo gott þegar þið
pabbi fluttuð í Hafnarfjörð því
þá gat ég alltaf komið við hjá
ykkur þegar ég fór suður. Þér
leið mjög vel að búa í Hafn-
arfirði og þar með voru börnin
og barnabörnin orðin nær ykk-
ur.
Þú lifðir fyrir fjölskylduna
þína því hún var þér allt. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okk-
ur og það ber að þakka. Ég
hefði svo mikið viljað fá meiri
tíma með þér, en illvíga krabba-
meinið sigraði því miður að lok-
um þrátt fyrir ótrúlegan bar-
áttuvilja hjá þér. Það var
aðdáunarvert að sjá hversu
mikið æðruleysi þú sýndir í
þessum erfiðu veikindum. Það
lýsti svo vel þeirri persónu sem
þú hafðir að geyma, yfirvegun
og rósemd. Takk fyrir allt elsku
mamma.
Þín dóttir,
Ingunn.
Yndislega systir, líf mitt væri
dimmt og dauflegt án þín.
Þennan texta fékk ég frá þér
fyrir mörgum árum og hef hald-
ið upp á hann, því mér þótti svo
vænt um hann. En nú verð ég
að læra að lifa án þín elsku
Gugga mín.
Síðustu mánuðir hafa verið
svo erfiðir fyrir þig, þú barðist
eins og hetja, svo æðrulaus og
alltaf að vernda og hugga aðra.
Mig langar að skrifa svo margt
um þig, þú varst svo hæfileika-
rík í öllu, allt lék í höndunum á
þér. Þú varst alltaf til staðar
fyrir alla. Sjáumst í sumarland-
inu elsku systir.
Guðný Hólm Birgisdóttir.
Guðbjörg Halldóra
Birgisdóttir
Elsku afi, hvar
eigum við að
byrja? Það er ekki
hægt að koma því í orð hversu
mikið við söknum þín. Þú varst
okkur systkinum sem föður-
ímynd frá ungum aldri og verð-
um við þér ævinlega þakklát
fyrir það. Þú varst okkar stoð
og stytta og studdir okkur í
öllu því sem við tókum okkur
fyrir hendi og minntir okkur
reglulega á að við gætum allt
sem við ætluðum okkur. Svo
margt af því sem við höfum
áorkað í lífinu eigum við þér að
þakka, afi.
Það er erfitt að lýsa þér í
nokkrum orðum en það sem
einkenndi þig hvað mest er þitt
stóra hjarta, hlýi og stóri faðm-
urinn, gjafmildi og hversu góð-
hjartaður þú varst. Þú vildir
gera allt fyrir alla, sama hvað
það var.
Þú gekkst í öll verk og það
var fátt sem stóð í vegi fyrir
þér. Hvort sem það var að
byggja, gera og græja við bíla,
gera at í ömmu, aðstoða okkur
systkinin að koma okkur úr
snjósköflum og bara almennt
hvetja okkur áfram í lífinu. En
það sem skiptir hvað mestu
máli er það að þú varst alltaf til
staðar. Þú svo sannarlega gerð-
ir allt með stæl, elsku afi. Þú
Gylfi Ólafsson
✝ Gylfi BorgþórÓlafsson fædd-
ist 8. maí 1942.
Hann lést 17. júní
2020.
Útför Gylfa fór
fram í kyrrþey, 26.
júní í Garðakirkju,
að ósk hins látna.
varst eins og svo
margir kölluðu
þig „flottur og
góður maður“. Við
kunnum svo sann-
arlega að meta
allar þær minn-
ingar sem við eig-
um saman, þessar
minningar eru
okkur ómetanleg-
ar.
Við kveðjum
með trega en minnumst þín
með þakklæti og ást. Þú tókst
örlögum þínum með einstakri
yfirvegun og er það huggun í
hjarta okkar að þér líði betur
núna og við vitum að þú sért í
góðum höndum hjá foreldrum
þínum og vinum.
Við hefðum ekki getað óskað
okkur betri afa, pabba og vinar
og munum við því ávallt sakna,
þín elsku afi.
Takk fyrir allt, við elskum
þig.
Tania Lind, Hildur Anissa
og Sölvi Snær.
Fallinn er frá æskufélagi
okkar og vinur. Kynni okkar
hófust í Grjótaþorpinu þar sem
við ólumst allir upp.
Gylfi var yngstur í hópnum
og við gengum saman í Mið-
bæjarbarnaskólann við Tjörn-
ina og síðan í Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar sem var í gamla
Stýrimannaskólanum á Öldu-
götu. Á veturna vorum við fé-
lagarnir óaðskiljanlegir en á
sumrin vorum við sendir í sveit
til vina og vandamanna. Við
brölluðum margt og mikið.
Gylfi var í sveit á Kolbeinsá í
Hrútafirði og hafði hann alla
tíð sterkar taugar þangað. Á
unglingsárunum vorum við vin-
irnir tíðir gestir í bíóhúsum
borgarinnar og á tímabili sáum
við allt sem sýnt var, enda ekk-
ert sjónvarp.
Gylfi var mjög ungur þegar
hann fór að hafa áhuga á bílum
og fór hann síðan í
bifvélavirkjanám, sem varð
ævistarf hans. Um leið og við
fengum bílpróf varð aðaláhuga-
málið að ferðast um landið. Var
þá fjárfest í jeppa og farið í
ferðir um nánast hverja helgi
upp á hálendið. Meðal vinsæl-
ustu staðanna voru Þórsmörk,
Landmannalaugar og Álfta-
krókar. Einnig vorum við fljótir
að koma okkur á staðinn ef
eitthvað spennandi var að ger-
ast eins og t.d. eldgos. Það var
vissulega kostnaður sem fylgdi
þessu áhugamáli, sem leiddi af
sér að allir peningarnir fóru í
ferðir en ekki í áfengi og tóbak.
Stöku sinnum fórum við í bak-
pokaferðir á þá staði sem ekki
var hægt að keyra á, eins og
Hornstrandir. Fjallaferðunum
fækkaði þegar við stofnuðum
fjölskyldur en ávallt hélt þessi
góði vinskapur.
Hildur og Gylfi keyptu í
seinni tíð lögbýlið Borg í
Hrútafirði, sem er við hliðina á
Kolbeinsá þar sem Gylfi var í
sveit. Varði hann þar öllum sín-
um frítíma þangað til þau hjón-
in komu sér upp góðri aðstöðu
á Laugarvatni.
Átti vinahópurinn margar
góðar stundir á báðum þessum
stöðum.
Takk fyrir góða vináttu og
samverustundir, kæri vinur.
Hvíl í friði.
Gunnar (Gunni), Jón
(Nonni) og Sigurður
(Siggi).