Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
„Við munum segja barnabörnum
okkar frá því þegar við sáum Ísak
Bergmann Jóhannesson skora sitt
fyrsta mark í sænsku deildinni,“
skrifaði sænski íþróttafréttamað-
urinn Robert Laul fyrir Afton-
bladet er hann lofsöng Skagamann-
inn unga fyrir góða frammistöðu
með knattspyrnuliði Norrköping
undanfarnar vikur.
Ísak er aðeins 17 ára gamall en
hefur engu að síður skorað eitt
mark og lagt upp þrjú í þremur
fyrstu byrjunarliðsleikjum sínum í
meistaraflokki.
Sögur fyrir
barnabörnin
Ljósmynd/Norrköping
Efnilegur Ísak hefur vakið mikla
athygli þótt hann sé aðeins 17 ára.
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði knatt-
spyrnuliðs Víkings í Reykjavík, var í
gær úrskurðaður í þriggja leikja
bann á fundi aga- og úrskurðar-
nefndar KSÍ. Sölvi brást afar illa við
rauðu spjaldi sem hann fékk í leik
gegn KR á laugardag og fær hann því
þriggja leikja bann í stað eins. Sam-
herjar hans Kári Árnason og Halldór
Smári Sigurðsson fá báðir eins leiks
bann fyrir brottvísanir í sama leik.
Patrik Orri Pétursson leikmaður
Gróttu var úrskurðaður í eins leiks
bann fyrir rauða spjaldið sem hann
fékk gegn HK á laugardag.
Sölvi í þriggja
leikja bann
Morgunblaðið/Ómar
Bann Sölvi Geir Ottesen missir af
næstu þremur leikjum Víkinga.
GRIKKLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Markvörðurinn Ögmundur Krist-
insson mun ganga til liðs við gríska
knattspyrnufélagið Olympiacos þeg-
ar yfirstandandi tímabili lýkur í
grísku úrvalsdeildinni en Grikk-
landsmeistararnir borguðu tæplega
70 milljónir íslenskra króna fyrir
leikmanninn í gær.
Ögmundur, sem er 31 árs gamall,
skrifaði undir þriggja ára samning
við Olympiacos en félagið er sig-
ursælasta lið Grikklands frá upphafi
með 45 meistaratitla og staðsett í
Piraeus, hafnarborg grísku höfuð-
borgarinnar Aþenu.
Ögmundur er annar Íslending-
urinn í herbúðum félagsins en Alfreð
Finnbogason lék með liðinu fyrri
hluta tímabilsins 2015-16 sem láns-
maður frá Real Sociedad.
Markvörðurinn býr í Larissa og
mun því flytjast búferlum í sumar en
hann er uppalinn hjá Fram og hefur
leikið með Randers í Danmörku,
Hammarby í Svíþjóð, Excelsior í
Hollandi og Larissa í Grikklandi á at-
vinnumannsferli sínum sem hófst ár-
ið 2014.
„Ég er virkilega stoltur og mjög
ánægður með þessi skipti,“ sagði Ög-
mundur í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er risastórt lið, bæði í Grikk-
landi og í Evrópu. Þetta er sögu-
frægt félag með fjölda stuðnings-
manna og þetta eru virkilega
spennandi tímar. Mér hefur gengið
virkilega vel hjá Larissa frá því ég
gekk til liðs við félagið árið 2018 en á
sama tíma hefur maður líka fundið
fyrir áhuga annarra liða.
Ég hafði hug á að taka smá áhættu
og reyna fyrir mér annars staðar eft-
ir tvö ár hjá Larissa og þegar að
Olympiacos lagði fram tilboð þá var
þetta í raun algjör „no brainer“ fyrir
mig persónulega. Ég get rétt ímynd-
að mér það, miðað við stærð félags-
ins og annað í þeim dúr, að krafan sé
bikar á hverju einasta ári, í öllum
keppnum.
Ég er spenntur að komast inn í
þannig umhverfi og hlakka mikið til.
Þetta er ein af ástæðum þess að ég
ákvað að velja Olympiacos því ég
vildi komast til félags með ákveðna
sigurhefð og sögu í Evrópu. Ég held
að svona umhverfi muni bara gera
mér gott og þegar allt kemur til alls
þá vonast ég til þess að halda áfram
að bæta mig sem leikmaður eftir
þetta skref.“
Landsliðsmenn í öllum stöðum
Ögmundur hefur verið orðaður við
brottför frá Larissa undanfarna
mánuði en hjá Olympiacos mun hann
að öllum líkindum berjast við Portú-
galann José Sá um sæti í byrjunar-
liðinu en Sá hefur verið í herbúðum
gríska liðsins frá árinu 2018.
„Það hefur verið ágætisaðdragandi
að þessu og ég hef vitað af áhuga
þeirra í þó nokkurn tíma. Að sama
skapi hef ég í raun bara einbeitt mér
eingöngu að Larissa enda lítið annað
í boði. Ég mun því klára tímabilið
með Larissa og ganga svo formlega
til liðs við Olympiacos þegar tíma-
bilinu lýkur hérna úti. Ég er einbeitt-
ur á að gera vel í fyrir Larissa þessa
stundina enda eiga þeir mjög stóran
þátt í minni velgengni í Grikklandi og
það er eitthvað sem þarf að bera virð-
ingu fyrir.
Það er þannig þegar maður fer í lið
eins og Olympiacos, að maður er ekki
að fara ganga að neinu vísu. Það er
samkeppni um hverja einustu stöðu
enda meirihluti leikmannahópsins
landsliðsmenn hjá sínum þjóðum.
Þeir eru með frábæra markmenn
innan sinna raða og þegar ég geng
formlega til liðs við félagið mun ég
setja hausinn undir mig og leggja
hart að mér á æfingasvæðinu. Von-
andi mun það svo skila manni sæti í
byrjunarliðinu en það er auðvitað
eitthvað sem verður bara að koma í
ljós.“
Líður vel í Grikklandi
Ögmundur gekk til liðs við Larissa
frá hollenska úrvalsdeildarfélaginu
Excelsior í ágúst 2018 en hann lék í
eitt ár í Hollandi áður en hann fór til
Grikklands og hefur hann stimplað
sig inn sem einn af bestu markvörð-
um grísku deildarinnar.
„Ég kom hingað árið 2018 en þeg-
ar ég heyrði fyrst af áhuga Larissa
fór ég að kynna mér landið og fót-
boltann betur. Ég sá það strax að
gríska deildin er hörkudeild og það
sést kannski best á árangri stærstu
liðanna í Evrópukeppnum á und-
anförnum árum.
Ég veit hvað ég get og þess vegna
hefur það ekki komið mér á óvart
hversu vel mér hefur gengið hér í
Grikklandi. Okkur líður mjög vel
hérna, mér og fjölskyldu minni, og
það á stóran þátt í því að fótboltinn
hefur gengið vel líka.
Það var rétt ákvörðun að koma
hingað til að byrja með og ég sé alls
ekki eftir því í dag enda hafa síðustu
tvö ár verið bæði mér og fjölskyldu
minni afar góð og vonandi verða
næstu þrjú árin í Aþenu enn þá
betri.“
Það vantar lítið upp á stemninguna
á grískum kappleikjum og er það ein
af ástæðum þess að Ögmundi líkar
jafn vel og raun ber vitni í Grikk-
landi.
„Það er mikil ástríða fyrir fótbolt-
anum í Grikklandi og í hvert skipti
sem það er leikur á dagskrá er pakk-
að á öllum kaffihúsum borgarinnar
þar sem menn eru að fylgjast með.
Grikkirnir eru blóðheitir bæði fyrir
lífinu og fótboltanum sem gerir þá
skemmtilega. Það setur líka smá fútt
í þetta og gerir þá kannski ólíkari
okkur Íslendingunum fyrir vikið.
Það er mikil stemning á öllum
leikjum og það er iðulega eitthvað
sem kemur upp á og einhver læti á
pöllunum. Það er bara gaman að því,
svo framarlega sem það fer ekki úr
böndunum. Maður lærir líka að hafa
betri stjórn á eigin tilfinningum í
svona aðstæðum enda mikilvægt að
missa ekki einbeitingu þegar út í leik-
ina er komið.“
Lifir í núinu
Ögmundur hefur verið varaskeifa
fyrir Hannes Þór Halldórsson í ís-
lenska landsliðinu undanfarin ár en
hann á að baki 15 A-landsleiki frá
árinu 2014.
„Þú getur fengið tækifæri í leik
með landsliðinu þar sem þú átt eina
góða vörslu og þá ertu geggjaður.
Svo áttu leik þar sem gerðist ekki
neitt en þú fékkst á þig eitt mark og
af því að þú ert nýr þá ertu lélegur.
Ég reyni að lifa í núinu og það sem er
búið er búið. Ég veit hvað ég hef fært
íslenska landsliðinu í gegnum tíðina,
það gera leikmenn liðsins líka, og
vonandi þjálfararnir líka.
Félagsliðaferillinn minn hefur ekki
verið mjög háður íslenska landsliðinu
ef svo má segja. Ég hef ekki verið að
spila mikið með A-landsliðinu en fæ
samt samningstilboð frá Olympiacos.
Hvort spilatíminn með landsliðinu
muni breytast eftir þetta veit ég ekki
en ég vil að sjálfsögðu spila fyrir
landsliðið, frekar en að koma inn í
hópinn sem klappstýra, og ég tel að
þetta skref muni hjálpa mér í þeim
efnum,“ bætti Ögmundur við í sam-
tali við Morgunblaðið.
Keyptur á 70 milljónir
króna af grísku stórveldi
Ögmundur Kristinsson skrifaði undir þriggja ára samning við grísku meistarana
Ljósmynd/Larissa
Félagaskipti Ögmundur Kristinsson mun ganga til liðs við Grikklandsmeistara Olympiacos þegar tímabilinu lýkur.
Ögmundur Kristinsson
» Fæddist 19. júní 1989.
» Uppalinn hjá Fram og á að
baki 77 leiki fyrir félagið í efstu
deild.
» Gekk til lið við Larissa á
Grikklandi árið 2018 og á að
baki 60 leiki fyrir félagið í
grísku 1. deildinni.
» Hefur leikið 15 A-landsleiki
og 18 landsleiki fyrir yngri
landslið Íslands.
Eitt
ogannað
Patrick Mahomes, leikstjórnandi
Kansas City Chiefs í bandarísku NFL-
deildinni í ruðningi, skrifaði undir
stærsta og verðmætasta samning
íþróttasögunnar á dögunum. Mahom-
es var í aðalhlutverki með Kansas City
á síðustu leiktíð þegar liðið vann sinn
fyrsta meistaratitil eftir sigur gegn
San Francisco 49ers í Ofurskál-
arleiknum sem fram fór í Miami í febr-
úar. Mahomes dvaldi um hríð á Íslandi
árið 2017 þegar kærasta hans Britt-
any Matthews spilaði með Aftureld-
ingu/Fram í 2. deild kvenna í knatt-
spyrnu. Samningur Mahomes við
Kansas City er metinn á 500 milljónir
dollara eða 69 milljarða íslenskra
króna. Hnefaleikakappinn Floyd May-
weather átti gamla metið en hann
fékk 450 milljónir dollara fyrir samn-
ing við sjónvarpsstöðina Showtime ár-
ið 2013.
Knattspyrnumaðurinn Harvey Nev-
ille hefur skrifað undir atvinnumanns-
samning við Manchester United en
hann er sonur Phils Nevilles, sem spil-
aði með United og Everton í ensku úr-
valsdeildinni um árabil. Harvey er 18
ára gamall varnarmaður og hefur hann
spilað með yngri liðum Manchester-
liðsins undanfarin ár. Þá hefur hann
einnig spilað fyrir U19 ára landslið Ír-
lands. Faðir hans Phil spilaði með
United á árunum 1994 til 2005 og föð-
urbróðir hans, Gary Neville, spilaði
með United allan sinn feril, yfir 600
leiki, á árunum 1992 til 2011.
Enska knattspyrnufélagið Chelsea
er að vinna kapphlaupið um einn eftir-
sóttasta leikmann heims, Kai Havertz,
leikmann Bayer Leverkusen í Þýska-
landi, en það eru fjölmiðlar á borð við
Goal.com og Mirror sem greina frá
þessu. Sóknarmaðurinn er 21 árs gam-
all og á meðal eftirsóttustu leikmanna
heims í dag. Hann hefur verið orðaður
við félög á borð við Liverpool, Man-
chester United og Real Madrid en Lev-
erkusen er sagt tilbúið að selja Hav-
erts fyrir 100 milljónir evra í sumar.
Chelsea er eitt fárra liða sem geta
borgað þessa upphæð fyrir leikmann-
inn en heimildir Goal.com og Mirror
herma að Havertz muni aðeins ganga
til liðs við Chelsea ef
liðinu tekst að
tryggja sér
sæti í
Meist-
aradeild
Evrópu á
næstu leik-
tíð.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Víkingsv.: Víkingur R. – Valur................. 18
Norðurálsvöllur: ÍA – HK ................... 19.15
Extra-völlur: Fjölnir – Grótta............. 19.15
Kópavogsvöllur: Breiðablik – FH....... 20.15
1. deild karla, Lengjudeildin
Þórsvöllur: Þór – Vestri ............................ 18
Grindavíkurv.: Grindavík – Keflavík .. 19.15
Fjarðab.höll: Leiknir F. – Þróttur R .. 19.30
3. deild karla:
Vilhjálmsv.: Höttur/Huginn – Einherji... 19
Sindravellir: Sindri – Ægir....................... 19
Bessastaðav.: Álftanes – Tindastóll ........ 19
Fylkisvöllur: Elliði – Reynir S. ................ 20
Samsung-völlur: KFG – KV ..................... 20
Í KVÖLD!