Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 2

Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa BRÚÐKAUPS MYNDIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tveir kafbátar; þýskur og norskur, voru í Sundahöfn í Reykjavík í gær vegna eftirlitsæfingarinnar Dyna- mic Mongoose 2020 sem fór fram við Íslandsstrendur og lauk á föstu- dag. Kafbátarnir héldu utan eftir hádegi í gær. Auk Íslands tóku sex ríki Atlants- hafsbandalagsins þátt í æfingunni; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada, Noregur og Þýskaland. Kosturinn sem þau lögðu til voru fimm kafbátar og fimm kafbáta- leitarflugvélar. Æfingar sem þess- ar hafa verið haldnar árlega við Noregsstrendur undanfarin ár, utan árið 2017 þegar hún var við Ís- land. Þá komu nokkrir kafbátar inn í Reykjavíkurhöfn, rétt eins og nú. Ákveðið hefur verið að framvegis verði æfingarnar til skiptis hjá Norðmönnum og Íslendingum, sem leggja til aðstöðu á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. Þá blandast Landhelgisgæslan í leikinn, m.a. með því að áhafnir varðskipa og þyrlna taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengist hefð- bundnum verkefnum Gæslunnar til sjós og lands. sbs@mbl.is Hinni viðamiklu Natóæfingu Dynamic Mongoose 2020 er nú lokið Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Tveir kaf- bátar í Sundahöfn Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Von er á skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð þegar þing kemur saman í september. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, en hún flutti þingsályktunartillögu á 149. löggjafarþingi árið 2018 sem varð að skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins lýsti Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðla- maður reynslu bróður síns, sem þáði dánaraðstoð í Kanada, og óskaði eftir lögleiðingu hennar hér á landi. Að sögn Bryndísar hefur Alþingi í tvígang samþykkt skýrslubeiðnina, bæði á síðasta löggjafarþingi og yfir- standandi löggjafarþingi. „Mér finnst þetta snúast um frelsi einstaklingsins, fyrst og fremst. Ég held að þessi ákvörðun eigi alltaf heima hjá einstaklingnum sjálfum,“ segir Bryndís. Hyggst biðja aftur um skýrslu Skili heilbrigðisráðherra engri skýrslu hyggst Bryndís leggja beiðn- ina fram í þriðja sinn í haust. „Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess, og að skýrslan berist á þessu þingi,“ segir Bryndís. Með beiðninni er ráðherra krafinn upplýsinga um dánaraðstoð, svo sem könnunar á viðhorfum heilbrigðis- starfsmanna til dánaraðstoðar, þró- unar lagaramma þar sem hún er leyfð og reynslu af dánaraðstoð, svo fátt eitt sé talið. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vísaði til umsagnar embætt- isins um málið frá árinu 2018, þegar Morgunblaðið óskaði eftir afstöðu kirkjuyfirvalda til málsins. Þar vakti biskup athygli á því að til þessa hefði verið litið svo á hér á landi að „það að taka líf manns eða að flýta fyrir dauða manns sé glæpsamlegt at- hæfi“ og lífið sé gjöf sem mannfólk- inu beri að varðveita en ekki taka burt. Engu að síður tók biskup undir þörf fyrir umræðu um málefni er varða lífslok og taldi gagnlegt fyrir samfélagið að heiðarleg umræða þess efnis ætti sér stað. Í umsögn landlæknis frá því í mars 2019 um þingsályktunartillögu sem lögð var fram árið 2018 taldi land- læknir að hvetja þyrfti til umræðu um hvaða meðferð væri einstakling- um æskileg og ætti að standa til boða við lok lífs, sem vera ætti „undanfari umræðu um svo umdeilt mál sem dánaraðstoð er“. Þá benti embættið á að tími stjórn- valda til að sinna lögbundnum verk- efnum væri takmarkaður og var því velt upp hvort málið væri nógu brýnt í samanburði við önnur heilbrigðis- mál sem eru á hendi heilbrigðisráð- herra. Vænta skýrslu um dánaraðstoð  Skýrsla ráðherra um dánaraðstoð væntanleg  Alþingi óskaði tvisvar eftir skýrslu  Biskup telur umræðuna þarfa en segir að líf beri að varðveita  Landlæknir segir tíma stjórnvalda takmarkaðan Morgunblaðið/Ásdís Aðstoð Umræðan er talin mikilvæg. Til ryskinga kom að Varmalandi í Borgarfirði aðfara- nótt sunnudags, þar sem fjöldi ungmenna var saman kominn. Á svæðið sótti ungt fólk úr nemendafélögum Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Fólk annars staðar frá bar einnig að og á tjaldsvæði sem ungmennin höfðu voru um 200 saman komin þegar mest var. Áliðið var kvölds þegar slagsmál brutust út en ekki er ljóst á milli hverra þau voru eða af hvaða orsökum. Lögregla kom á vettvang og skakkaði leikinn og ró var komin á svæðið fljótlega eftir mið- nætti. „Skemmtanamenning íslenskra ungmenna er ekki alltaf til sóma, sérstaklega þegar áfengi er í spilinu. Mistökin í þessu máli voru kannski helst þau að hleypa tveimur stórum hópum inn á svæðið á sama tíma. Þetta er reynsla sem við munum læra af,“ segir Njáll Hall- dórsson, tjaldvörður í Varmalandi, í samtali við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Ölvun og slagsmál á tjald- svæði í Borgarfirðinum  Stórir ungmennahópar voru til vandræða á Varmalandi Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Varmaland Tjaldsvæðið er fjölsótt. Lögregla skakkaði leikinn þegar mál fóru úr böndum vegna ölvunar. Á 148. löggjafarþingi árið 2018 samþykkti Alþingi þingsálykt- unartillögu Bryndísar um dánar- aðstoð. Meðflutningsmenn voru sjö talsins, frá Pírötum, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Málið gekk til velferðarnefndar, þar sem óskað var eftir umsögnum ým- issa hagaðila, en var lagt fram aftur á næsta þingi í formi skýrslubeiðni. Flutningsmenn fimm flokka FERILL MÁLSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.