Morgunblaðið - 13.07.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er hægara sagt en gert að láta að
sér kveða sem matvælafrumkvöðull.
Þetta fékk Eva Michelsen að reyna á
eigin skinni, en hún hélt úti vinsælu
kökubloggi sem síðar þróaðist út í
matvælaframleiðslu og býr Eva í dag
til dýrindis makkarónur, karamellur
og trufflur fyrir veislur og viðburði.
„Það varð mér til happs að geta notað
tilraunaeldhús Matís, en sams konar
eldhús eru starfrækt víðs vegar um
landið. Gallinn er sá að þau eldhús
sem frumkvöðlum standa til boða í
dag eru þannig úr garði gerð að þar
getur aðeins einn unnið í einu, tak-
mörkuð lageraðstaða er í boði og að-
eins opið frá 8-4 á virkum dögum
enda aðstaðan rekin af hinu opin-
bera.“
Eftir tveggja ára rannsóknarvinnu
varð Eva þess fullviss að eftirspurn
væri eftir annars konar tilraunaeld-
húsi þar sem fleiri gætu komið saman
og aðstaðan væri af öðrum toga.
Núna vinnur hún hörðum höndum að
frágangi deilieldhússins Eldstæðis-
ins á Nýbýlavegi og safnar áheitum í
gegnum Karolina Fund til að komast
allra síðasta spölinn. Söfnuninni lýk-
ur 15. júlí, en með framlagi sínu geta
stuðningsaðilar verkefnisins m.a.
fengið að gjöf dýrindis saltkaramell-
ur í þakklætisskyni eða fengið afnot
af aðstöðunni í húsinu.
Eldstæðið er rúmgott deilieldhús
með bæði matreiðslu- og skrifstofu-
aðstöðu og húsnæðið með öll þau leyfi
og vottanir sem þarf til að framleiða
matvæli til endursölu. Tvær af vinnu-
stöðunum fjórum koma með ofni og
deila stórri eldavél en hinar tvær eru
hugsaðar fyrir einfaldari matseld og
undirbúning og hafa eina staka elda-
vélarhellu. „Við erum með nokkra
kæli- og frystiskápa og er geymsla
matvæla og hráefnis í samræmi við
allar kröfur um hollustuhætti,“ út-
skýrir Eva, en húsnæðið hefur verið
innréttað í góðu samráði við Heil-
brigðiseftirlit Kópavogs. „Þá er öllum
sem nýta aðstöðuna skylt að ljúka
inntökunámskeiði sem tekur hálfan
dag og er þar farið í saumana á gæða-
handbók Eldstæðisins og tryggt að
allir þekki reglurnar. Við útvegum
jafnframt hárnet, svuntur og höldum
vandlega utan um allt sem snertir
hreinlæti, meindýravarnir o.þ.h.“
Verðmæti úr íslensku hráefni
Á undanförnum árum og áratugum
hefur átt sér stað mikil vitundar-
vakning á Íslandi um mikilvægi ný-
sköpunar af öllu tagi. Umræðan hefur
einkum snúist um verkefni á borð við
þróun hugbúnaðar og stoðtækja,
lyfjaframleiðslu og smíði vinnslubún-
aðar fyrir sjávarútveg en Eva minnir
á að matvælanýsköpun er ekki síður
mikilvæg og að þar eigi sér stað verð-
mætasköpun sem munar um. „Í
gegnum Sjávarklasann erum við að
sjá vaxandi áherslu á þetta svið, og
ýmsar tæknilausnir tengdar mat-
vælaiðnaði. Þá höfum við eignast
nokkra unga en burðuga matvæla-
sprota sem sótt hafa á erlenda mark-
aði, s.s. Good Good, Lava Cheese,
Norðursalt, Íslenska hollustu, Salt-
verk og súkkulaðigerðina Omnom,“
segir Eva og undirstrikar að Ísland sé
matvælaland sem státi m.a. af
fjarskalega góðu hráefni sem gefi ís-
lenskri matvöru ákveðið forskot á
markaði.
„Þegar ég hef t.d. leyft fólki í út-
löndum að smakka karamellurnar
mínar verður það oft hissa á því hvað
þær bragðast vel og sennilegasta
skýringin er sú að ég nota íslenskar
mjólkurvörur. Ég hef prófað að gera
karamellurnar mínar með erlendu
hráefni en útkoman er ekki jafngóð.
Útlendingar sem heimsækja landið
greina gæðamuninn í öllu frá fiskin-
um og lambakjötinu yfir í gosdrykk-
ina, sem framleiddir eru úr einstak-
lega tæru vatni og lausir við
aukabragð af efnum eins og klór.“
Með því að styðja við matvælaný-
sköpun grunar Evu að megi skapa
enn meiri verðmæti úr íslensku hrá-
efni til að selja bæði innanlands og er-
lendis. Dæmin sanna að jafnvel bara
ein vel heppnuð uppskrift getur orðið
grundvöllurinn að alþjóðlegum risa-
fyrirtækjum á borð við Nestlé og
Coca-Cola, en á lista Forbes yfir
verðmætustu vörumerki heims eru
núna átta matvælaframleiðendur og
veitingastaðakeðjur í topp-50 hópn-
um. „Mikil verðmætaaukning á sér
stað ef tekst að breyta hráefni í ómót-
stæðilega matvöru og neytendavaran
getur hæglega orðið margfalt verð-
mætari en það hráefni sem notað er í
framleiðsluna.“
Vill sérstaka hillu í verslunum
Eva vonast til að aðstaðan hjá Eld-
stæðinu nýtist vel en einnig að þar
verði til öflugt samfélag frumkvöðla
sem geta orðið hver öðrum að liði með
því að deila tengslaneti sínu, reynslu
og þekkingu á markaðinum. „Við er-
um þegar með nokkra verktaka sem
eru boðnir og búnir að hjálpa við verk-
efni á borð við vörumerkjaþróun,
markaðssetningu og bókhald en ég á
ekki síður von á að það muni hjálpa
fólki mikið að fá endurgjöf frá öðrum
frumkvöðum og það er strax mikið
gagn í því að hafa bara annað fólk í
kringum sig til að smakka.“
Jafnframt stefnir Eva að því að
gera samninga við valdar verslanir og
heildsala sem munu sjá hag sinn í að
styðja við smáframleiðendur í mat-
vælageira og hampa vörum þeirra.
Með því móti munu verslanirnar bæta
þjónustuna við viðskiptavini sína og
um leið auðvelda frumkvöðlum að
koma nýrri vöru á framfæri. „Þær
verslanir sem við munum starfa með
gætu þá t.d. verið með sérstaka hillu
merkta Eldstæðinu og myndu við-
skiptavinir vita að þar væri á ferð ný
og spennandi gæðavara.“
Ekki er vanþörf á að reyna að létta
matvælafrumkvöðlum róðurinn því
þeir reka sig oft á að regluverkið er
þungt í vöfum og þarf að eyða tíma,
orku og peningum í að sækja um
hvers kyns leyfi og fullnægja form-
kröfum. „Ef frumkvöðull sem fram-
leiðir vöru í vottuðu eldhúsi með til-
heyrandi starfsleyfi ætlaði t.d. að taka
þátt í matarmarkaði Hörpunnar
myndi hann þurfa að fá sérstakt
markaðsleyfi til þess, og sækja um
leyfi í hvert sinn sem farið er á nýjan
markað,“ útskýrir Eva og bætir við að
reglurnar á Íslandi gangi lengra en
sameiginlegar reglur EES-ríkjanna
gera kröfu um. „Stjórnvöld leita núna
ýmissa leiða til að liðka fyrir ný-
sköpun, og þótt mikilvægt sé að
tryggja að heilnæmi og gæði matvæla
væri upplagt að kíkja aftur á reglurn-
ar og gera það í góðri samvinnu við þá
sem vinna í þessu umhverfi daglega.“
Langar til að greiða leið
matvælanýsköpunar
Reglurnar á Íslandi ganga töluvert lengra en þarf til að fullnægja kröfum EES
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Flækjur Eva segir upplagt að endurskoða reglurnar í samráði við greinina.
● Ríkisstjórn Donalds Trumps tilkynnti
á föstudag að lagður yrði 25% við-
bótartollur á um 1,3 milljarða dala
virði af frönskum vörum sem seldar
eru til Bandaríkjanna. Nær þessi tollur
m.a. yfir snyrtivörur og handtöskur og
er ætlað að vera svar við fyrirhuguðum
skatti franskra stjórnvalda á starfsemi
netfyrirtækja á borð við Google, Face-
book og Apple.
Mun tollurinn leggjast á franskan
innflutning að hálfu ári liðnu og vonast
fulltrúar Bandaríkjastjórnar til að á
þeim tíma takist að leysa úr deilu þjóð-
anna. ai@mbl.is
Leggja 25% toll á
franskar vörur
AFP
Á föstudag hækkaði hlutabréfaverð
Tesla um 10,8% og varð Elon Musk,
stofnandi rafbílaframleiðandans,
rúmum 6 milljörðum dala ríkari fyr-
ir vikið svo hann færðist upp í sjö-
unda sæti lista Bloomberg yfir efn-
uðustu menn heims. Auðævi Musks
eru núna metin á 70,5 milljarða dala
og lendir hann mitt á milli stofnenda
Google, þeirra Larry Page og Ser-
gey Brin, sem státa af 76,8 og 70,4
milljarða dala eignasafni. Það sem af
er þessu ári hefur hlutabréfaverð
Tesla hækkað um u.þ.b. 500% og stí-
last árangur fyrirtækisins m.a. á hve
vel gengur að framleiða Model 3.
Warren Buffett, forstjóri Berks-
hire Hathaway, lækkar á listanum
og vermir nú 10. sætið. Auðævi hans
hafa minnkað um 20,1 milljarð það
sem af er þessu ári, en í byrjun vik-
unnar lét fjárfestirinn snjalli 2,9
milljarða dala af hendi rakna til góð-
gerðarsamtaka. Er þessi rausnar-
lega gjöf hluti af því markmiði Buf-
fetts að gefa frá sér stóran hluta
auðæva sinna en hann á þó enn um
69,2 milljarða dala eftir.
Efst á listanum eru Jeff Bezos,
Bill Gates, Mark Zuckerberg og
Bernard Arnault. ai@mbl.is
Elon Musk
Musk færist
upp og Buff-
ett niður
Warren Buffett
STUTT
13. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 140.73
Sterlingspund 177.47
Kanadadalur 103.45
Dönsk króna 21.342
Norsk króna 14.847
Sænsk króna 15.296
Svissn. franki 149.49
Japanskt jen 1.3179
SDR 194.84
Evra 158.97
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.1548
Hrávöruverð
Gull 1805.75 ($/únsa)
Ál 1659.5 ($/tonn) LME
Hráolía 42.36 ($/fatið) Brent