Morgunblaðið - 13.07.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
✝ ViðarTryggvason
fæddist á Akureyri
17. júní 1935. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Mörk,
Suðurlandsbraut,
29. júní 2020.
Foreldrar hans
voru Tryggvi Þor-
steinsson, skóla-
stjóri og skáta-
höfðingi, f. 24.
apríl 1911, d. 16. júlí 1975, og
Guðrún Rakel Þórarinsdóttir
húsmóðir, f. 9. febrúar 1910 d.
10. febrúar 1977. Systur Viðars
eru Þórdís, f. 5. október 1936,
d. 1. febrúar 2019, og Bryndís,
f. 13. júlí 1947.
Viðar gekk í Barnaskóla og
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
Margrét, f. 1989, og Jakob
Gísli, f. 1992. Börn Hilmars af
fyrra hjónabandi eru: Elínborg,
f. 1990, Hrönn, f. 1994, og Sig-
rún, f. 1995. 2. Ragnheiður
Björk, f. 7. nóvember 1965, gift
Jóni Bragasyni. Börn þeirra
eru Hrefna Björk, f. 1989, og
Viðar Ari, f. 1994. Barn Jóns af
fyrra hjónabandi er Ástrós
Ósk, f. 1985 3. Drífa, f. 14. júní
1971, gift Ásgeiri Erni Ásgeirs-
syni. Börn þeirra eru Snædís
Birta, f. 2000, Katrín Eir, f.
2004, og Sigurveig Jana, f.
2009. Barn Ásgeirs af fyrra
hjónabandi er Ásgeir Aron, f.
1994. Langafabörnin eru orðin
fjögur.
Viðar verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju í dag, 13. júlí
2020, klukkan 13.
árið 1953 flutti
hann suður til
Reykjavikur. Hann
hóf störf í hlað-
deild hjá Flug-
félagi Íslands og
starfaði þar í 53
ár. Þar kynntist
hann eiginkonu
sinni Margréti
Sveinbjörnsdóttur,
f. 29. maí 1931, d.
23. nóvember 2018.
Foreldrar hennar voru Svein-
björn Eyjólfsson og Guðrún
Eyjólfsdóttir, Snorrastöðum,
Laugardal. Viðar og Margrét
gengu í hjónaband 7. maí 1960.
Dætur þeirra eru 1. Guðrún
Rakel, f. 30. maí 1964, gift
Hilmari Sigurðssyni. Börn
hennar af fyrra hjónabandi eru
Elskulegur pabbi okkar er
fallinn frá eftir veikindi sem
hrjáðu hann síðustu þrjú árin. Þú
fékkst 85 ár í lífsins lottói sem þú
nýttir vel. Hvar sem þú staldr-
aðir við á lífsgöngu þinni skildir
þú eftir dýrmæt spor.
Við kveðjustund hrannast upp
minningar um liðna tíð. Þú elsk-
aðir landið þitt, fjöllin, fossana
og fallega Eyjafjörðinn þinn.
„Heima er best,“ segir máltækið
og það átti vel við þig þar sem
heim var alltaf til Akureyrar, þar
sem þú fæddist og ólst upp í
faðmi fjallana og fjölskyldu þinn-
ar. Þú varst skáti, enda sonur
skátahöfðingjans Tryggva Þor-
steinssonar. Þú elskaðir falleg
sumarkvöld við varðeld og söng.
Ófá kvöld áttum við systur með
ykkur mömmu í sveitinni og
seinna barnabörnin. Voru þá
skátasöngvarnir sungnir hástöf-
um ásamt gömlum dægurperlum
sem erfast til næstu kynslóða.
Flugið átti líka hug þinn allan
enda starfaðir þú 53 ár hjá Flug-
félagi Íslands og komst mörgum
flugmanninum til manns.
Þú varst rólyndismaður en
ræðinn og fróður um marga
hluti. Þú varst orðvar en mikill
húmoristi og frá þér læddust
ótrúlega skondnar athugasemd-
ir. Þú fórst t.d. allaf fyrst niður
af Esjunni áður en þú fórst upp
því það var auðveldara.
Þín minnast allir sem einstaks
manns með hjarta úr gulli, stór
og sterkur og ótrúlega þolin-
móður sem máttir ekkert aumt
sjá. Þú hugsaðir vel um fólkið
þitt og þér leið best þegar allir
voru glaðir og sáttir. Rifrildi og
ósætti fóru hreinlega illa í þig og
þér leið ekki vel ef barnabörnin
voru skömmuð fyrir framan þig.
Alltaf gat maður leitað til þín
og alltaf varst þú fyrstur á vett-
vang þegar framkvæmdir voru í
gangi. Þú varst ekki maður mik-
illa breytinga, kvartaðir aldrei og
varst ávallt sáttur með þitt.
Við systur eigum ljúfar minn-
ingar frá bernskuárunum og var
heimili okkar kærleiksríkt og
hlýtt. Við erum sammála um að
uppeldi okkar hafi verið gott og
hjá ykkur áttum við alltaf öruggt
skjól þar sem gleðin og notaleg-
heitin réðu ríkjum. Ástríkt sam-
band ykkar mömmu einkenndi
þá öryggistilfinningu sem er svo
mikilvæg barnshjartanu. Áhrifin
eru þannig að þegar við hugsum
til baka þá finnum við hlýju í
hjartanu. Við minnumst ferða-
laga með ykkur mömmu þegar
við vorum litlar og sátum í aftur-
sætinu á gulum Ford Escort ‘74.
Nutum við áhuga þíns á náttúru
landsins þar sem þú taldir upp
heiti á fjöllum, vötnum og dölum
og örnefni á því sem fyrir augu
okkar bar. Við minnumst líka ís-
bíltúranna vestur í bæ, sunnu-
dagsbíltúranna út fyrir borgina
og út á Reykjavíkurflugvöll. Þú
elskaðir líka skórækt og þið
mamma skilduð svo sannarlega
eftir ykkur paradís í sumar-
bústaðalandinu okkar í Laugar-
dalnum sem við höfum nú tekið
við og hugsum um með ást og
virðingu. Betri pabba, afa og vin
er ekki hægt að eiga.
Nú hefur þú hafið þig til flugs
elsku pabbi og hefur eflaust tek-
ið einn hring yfir fjörðinn þinn
fagra í norðri og ert floginn í
faðminn á elsku mömmu sem
hefur tekið vel á móti þér með
Bragakaffi.
Vaktinni er lokið.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Farvel eins og þú sagðir svo
oft. Þín er sárt saknað.
Þínar stelpur,
Geiturnar þrjár,
Rakel, Ragnheiður og Drífa.
Elsku afi, þá ertu floginn á vit
nýrra ævintýra í blómabrekk-
unni góðu, þar sem allt ilmar svo
vel og hver einasta hrísla er í
fullum blóma, umhverfi sem þú
elskar að vera innan um. Ég veit
fyrir víst að amma Maddý hefur
beðið eftir þér efst í brekkunni
og tekið vel á móti þér, sennilega
með Fauna-vindla, eftirlæti þitt.
Minningarnar sem koma upp í
kollinn eru svo ótal margar og
góðar. Eitt sem minnir mig alltaf
á þig er peningabuddan sem var
alltaf, já alltaf, full af gullpen-
ingum, og máttum við krakkarn-
ir oftar en ekki finna okkur tvo
peninga og labba út í sjoppu og
gera það sem við vildum fyrir
peninginn. Betri afa getur eng-
inn hugsað sér og datt ég svo
sannarlega í lukkupottinn hvað
það varðar. Allt frá því að ég
man eftir mér fyrst varst þú allt-
af til staðar. Mættir á alla merki-
legu og ómerkilegu viðburðina
sem voru á dagskrá barna-
barnanna, hvort sem það var
hliðarlínan á fótboltavellinum að
hvetja nafna (Vidda litla) áfram
eða hin vanaföstu kaffiboð hjá
okkur stelpunum á venjulegum
þriðjudegi, þar fór nú aldrei mik-
ið fyrir þér þar sem þú lagðist
gjarnan í sófann, lokaðir augun-
um og hlustaðir á okkur mala,
stundum fengum við svar frá þér
en oftast voru það hrotur.
Ég man líka þegar þú borð-
aðir harðsoðna eggið með skurn-
inni, stakkst því í heilu lagi upp í
þig og sagðir svo að svona hefðir
þú ávallt borðað egg, svona væru
þau hollust. Hakan á mér náði
niður á borð og trúði ég þessu
lengi.
Það var aldrei leiðinlegt hjá
ykkur ömmu í Búðó, þú nenntir
alltaf að leika, hvort sem það var
að fara í búðarleik, spila, púsla
eða greiða barbídúkkunum mín-
um. Heyrðist þá gjarnan setn-
ingin: „Æ vill enginn vera með
þér, komdu elsku kerlingin mín,
afi skal vera með.“ Iðulega lagð-
ist þú á gólfið og fylgdist með
okkur krökkunum þaðan, það
var svo gott fyrir bakið að liggja
á gólfinu, það sagðir þú allavega.
Allar dásamlegu minningarn-
ar úr sveitinni mun ég alltaf eiga,
öll notalegu kvöldin með ykkur
ömmu sem einkenndust af heitu
kakóþambi og gömlu íslensku
söngperlunum og skátalögunum
auðvitað. Það er þér að þakka að
ég kunni brekkusönginn í Eyjum
utan að, alla textana fram og til
baka. Ég hef svo sannarlega
haldið í þá hefð og er strax farin
að kenna Iðunni Björk, langaf-
astelpunni þinni, öll lögin og mun
þjálfa hana í kakóþambinu þegar
líður á.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga þig sem afa í
30 ár og mun segja mínum börn-
um og þeirra börnum allar
skemmtilegu sögurnar sem til
eru af þér. Ég mun líka passa að
þær systur höggvi ekki niður all-
an skóginn í sveitinni, því mun ég
lofa. Ég veit að þið amma vakið
yfir okkur hinum þangað til við
hittumst næst.
Þó svo að ég sakni þín óskap-
lega mikið hjálpar það að vita af
þér hjá elsku ömmu og ég veit
fyrir víst að nú leiðist þið hönd í
hönd út í sumarsins paradís eins
og segir í uppáhaldslaginu þínu.
Elsku afi, takk fyrir allt, ég
elska þig.
Þín afastelpa,
Hrefna Björk.
Elsku besti afi.
Það er svo sárt að þú sért far-
inn frá okkur.
Yndislegri afa er erfitt að
finna. Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar ömmu og knúsa
ykkur. Manni leið alltaf best þar,
því nærvera þín var alltaf svo
góð og hlý og aldrei nokkurn
tímann leiddist manni. Við eigum
svo margar minningar saman í
gegnum tíðina og þær verða
ávallt geymdar í hjarta okkar.
Við getum ekki lýst því hvað við
söknum þín mikið og allra stund-
anna sem við áttum. Þú varst
alltaf til í allt eins og allir búðar-
leikirnir, feluleikirnir, spilin okk-
ar og skátasögurnar sem þú
sagðir okkur. Allt fjörið uppi í
sveit og öll lögin, ljóðin og kvæð-
in sem við fórum með saman og
líka sem þú ortir handa okkur,
þeim munum við aldrei gleyma.
Það var alltaf langbest að spila
með þér út af því þú leyfðir
manni alltaf að vinna!
Við eigum minningar um brosið bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt
hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir)
Elsku afi þú ert merkismaður,
höfðingi, langbestur og enginn
getur komið í þinn stað.
Okkur þykir svo óendanlega
vænt um þig, elsku afi minn og
söknum þín svo sárt.
Við vonum að þér líði vel í
draumalandinu með ömmu
Maddý!
Sofðu rótt elsku afi.
Kerlingarnar þínar hitta þig
svo aftur á endanum.
Þínar afastelpur
Katrín Eir og
Sigurveig Jana.
Elsku afi minn.
Þú varst með stórar og sterk-
ar hendur en með ennþá stærra
hjarta. Þú sagðir mér frá því að
þú hefðir dregið flugvélar með
höndunum í vinnunni og ég lét
alla vita að afi minn væri sterk-
asti maður á Íslandi. Ég á svo
margar minningar um þig og all-
ar eiga þær það sameiginlegt að
þær sýna hvað þú varst ótrúlega
góður við alla í kringum þig.
Ein minning sem kemur strax
í hugann er þegar ég og Viðar
Ari vorum týndir á Laugarvatni,
við höfum verið fimm og sjö ára.
Við komum ekki þegar það var
kallað í kaffi og fólkið byrjaði að
leita að okkur. Það liðu einhverj-
ir klukkutímar og þú ákveður að
labba af stað upp á fjall sem var
akkúrat það sem við félagarnir
höfðum gert. Þú finnur okkur og
spyrð hvað við höfum verið að
gera og við segjumst hafa verið
að leita að úlfum en ekki fundið
neinn. Eftir þetta sagðir þú oft
við okkur „úlfarnir mínir“.
Ein önnur minning sem ég á í
raun ekki en þú bjóst til fyrir
mig er þegar ég sofnaði með ís
heima hjá þér og ömmu í Búðar-
gerðinu. Þú samdir um það litla
vísu sem ég ætla að láta fylgja
með.
Afastrákur
Í mínum hugarheimi
tifar tímans hjól.
Ég minning eina geymi,
sem ljómar eins og sól.
Er lítill afadrengur,
fékk ís frá ömmu í skál.
En gat ei vakað lengur
og fannst það ekkert mál.
Blessuð sé minning þín elsku
afi minn, takk fyrir allt.
Hvíl í friði.
Þinn afastrákur
Jakob Gísli.
Ég man alltaf eftir því þegar
ég labbaði úr Nökkvavoginum til
ömmu og afa þegar þau voru
flutt á Suðurlandsbrautina. Ég
eyddi ófáum klukkutímunum
niðri í bílageymslu þar sem ég
fékk að þvo bílinn fyrir afa. End-
aði það þó nokkrum sinnum á því
að hann hjálpaði mér við mestallt
verkið en borgaði mér svo allt of
mikið fyrir það. Það eitt og sér er
dásamleg minning í mínum huga,
en það besta við bílaþvottaheim-
sóknirnar var auðvitað kaffið á
eftir (þá fékk maður líka launin
fyrir verkið, sem var ekki verra).
En það að sitja með ömmu og afa
í kaffinu og öllu því sem með
fylgdi var það langdýrmætasta.
Spjallað var um öll heimsins mál,
aðallega fótboltann hjá mér, og
farið yfir daginn og veginn. Ef ég
hugsa til baka núna vildi ég óska
þess að hvíta súkkan (jeppinn
hans afa) hefði miklu oftar verið
skítug þannig að ég væri bara
nánast í fullu starfi við að þrífa
bílinn fyrir elsku besta afa minn,
því þá myndi kaffitímunum
fjölga og launum líka en það var
kannski ágætt að afi keyrði ekk-
ert brjálæðislega mikið, ég hefði
sett hann á hausinn.
Ég man það þegar maður
labbaði inn til ömmu og afa og
kaffið komið á borðið, amma eitt-
hvað að stússa og síðan vissi
maður alltaf hvar maður gat
fundið afa, hann lá í rólegheitum
inni í herbergi og hlustaði á út-
varpið. Var hann yfirleitt aðeins
búinn að dotta yfir útvarpsfrétt-
unum eins og við gerum öll, en
þegar hann sá að maður var
kominn í heimsókn var alltaf
stutt í brosið og litlu djókin sem
afi var alltaf með á hreinu. Bestu
djókin hjá okkur nöfnum voru
alltaf þau að afi var búinn að
hlaupa Esjuna 2x-3x á morgnana
og einu sinni í viðbót aftur á bak
fyrir hádegi.
Alltaf spurði ég hann hvort
hann hefði tekið Esjuna í morg-
un? Já, sagði afi, tók hana tvisvar
fyrir klukkan sjö, og glotti svo.
Ég á ótrúlegar minningar af
elsku afa og nú þegar ég hugsa
til baka rifjast upp alls kyns sög-
ur af öllu því sem ég var svo
heppinn að fá að deila með hon-
um. Endalausu verkefnin í sveit-
inni, öll höfuðmeiðslin, brennurn-
ar og bálin, heita vatnið í
sundlaugina og alltaf var hann
eitthvað að brasa undir palli í
sveitinni, hvað í ósköpunum hann
var að gera veit ég ekki en það
var bara afi. Hann var alltaf
langbestur og þegar hann var
undir palli var allt eins og það
átti að vera. Þegar hann mætti á
fótboltaleikina mína heyrði mað-
ur langt inn á völl kallað: „Áfram
nafni!“, það var afi.
Við munum sakna þín, elsku
afi, en ég veit að þú ert í góðum
höndum hjá ömmu núna. Þið
fylgist með okkur og við lofum
ykkur því að halda hefðunum og
koma áfram öllu því sem þið haf-
ið gefið okkur. Ég lofa þér því að
taka Esjuna eins oft og ég get,
og seinna meir skal ég vera undir
palli uppi í bústað.
Ég ber stoltur nafnið okkar
áfram og tek nú við sem gamli
Viddi. Takk fyrir allt, elsku afi
minn, betri afa er erfitt að finna.
Þú lofar að skila kveðju á ömmu
líka.
Kveðja frá nafna,
Viðar Ari.
Elsku afi.
Þótt söknuðurinn sé mikill er
huggun að vita af ykkur ömmu
saman á ný í blómabrekkunni
fögru. Hún hefur tekið vel á móti
þér með kaffi og með því eins og
henni var einni lagið. Þú stóðst
með mér í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur og hjálpaðir mér
mikið. Vikurnar þrjár þegar ég
flutti til ykkar ömmu í Búðó voru
svo yndislegur tími. Það var
spjallað, hlegið og spilað langt
frameftir hvert einasta kvöld.
Áður en ég fór upp í sagðir þú
alltaf: „Góða nótt duglega
stelpa“ og svo fékk ég eitt stórt
afaknús.
Í sveitinni góðu leið þér lang-
best og þá helst úti, innan um
tré, blóm og fuglasönginn fagra.
Alltaf komstu í heimsókn til mín
þegar ég var búin að búa til
drullukökur, skreyta þær með
blómum og fleira og svo var auð-
vitað lúpínukaffi með. Öll trén
sem þú settir niður í sveitinni
mun ég passa mjög vel upp á fyr-
ir þig ásamt því að setja niður
fleiri. Ég ætla að leyfa þeim að
vaxa alla leið upp til ykkar ömmu
svo ég geti komið í heimsókn og
tekið eitt spil.
Þú kenndir mér svo margt og
þú átt mikið til í því hvernig
manneskja ég er í dag. Ég er
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
afa minn, öll lögin þín sem þú
kenndir mér mun ég halda áfram
að syngja og ég mun svo sanna-
lega kenna mínum börnum þau,
engar áhyggjur.
Ég veit að pabbi þinn hefur
Viðar Tryggvason
Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BRYNDÍS OTTÓSDÓTTIR
Kópavogstúni 12,
varð bráðkvödd fimmtudaginn 2. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 15. júlí klukkan 15.
Kristján Árni Baldvinsson
Ingigerður Guðmundsdóttir Haraldur Eiríksson
Edda Guðmundsdóttir Angus Brown
Rannveig Ása Guðmundsd. Ármann Davíð Sigurðsson
Magnús Ari Guðmundsson
Jake Alexander, Goði, Kári, Bryndís Aría og Viktor Breki
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og fyrrverandi eiginkona,
SIGURÓSK EYLAND JÓNSDÓTTIR
Nanný,
frá Patreksfirði,
lést á heimili sínu í Reykjavík 6. júlí.
Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 16. júlí klukkan 13.
Eygló Bergh Olle Bergh
Kristín Gísladóttir
Gerður Gísladóttir Sigurður B. Guðmundsson
Victor Kr. Gíslason Julia Karen Kubowicz
Jóhanna Gísladóttir Geir Gestsson
Gísli Þ. Victorsson
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HÉÐINN JÓNASSON
málarameistari,
Hamratúni 3,
Akureyri,
lést á lyflækningadeild Sjúkrahússins á
Akureyri 8. júlí. Jarðarförin fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 17. júlí kl.
13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á
Akureyri.
Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir
Hanna Björg Héðinsdóttir Jónas Valdimarsson
Þórunn Sif Héðinsdóttir Símon H.Z. Valdimarsson
og barnabörn