Morgunblaðið - 13.07.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
Hybrid.
Flottasta typa með öllum búnaði.
Listaverð 6.690.000,-
Okkar verð er 800.000 lægra eða
5.890.000,-
Til sýnis á staðnum í nokkrum litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Atvinnuauglýsingar
Álnabær
Verslunarstarf
Starfskraftur óskast í verslun okkar
í Síðumúla 32, Reykjavík.
Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18
alla virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn á
ellert@alnabaer.is
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Kl. 10.30 Morgnugöngutúr með sumarhópnum, kl.
13,30 Sumarhátíð Sumarhópsins, allar veitingar í boði hússins og allir
velkomnir.
Árskógar Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Stólajóga kl. 10-10.45.
Sögustund af hljóðbók / spjall kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30–13. Kaffi-
sala kl. 14.45–15.30. Allir velkomnir í félagsstarfið, s. 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhornið kl. 13-14.30. Síðdeg-
iskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir samfélagssáttmálanum, þannig
höldum við áfram að ná árangri. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu-
hópur fer frá Smiðju kl. 13.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-16
útskurður, kl. 11-11.30 leikfimi Helgu Ben, kl. 13 ganga um hverfið.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8 til 12. Billjard kl. 8. Listmálun kl. 9.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Minningarhópur kl. 10.30. Samrómur heimsækir
Hvassaleiti kl. 11. Stólaleikfimi kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15 þegar velferðarsvið gefur grænt ljós. Kaffi og
meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu
er 568-2586.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Helgi Magnús-son fæddist á
Snældubeins-
stöðum í Reykholts-
dal í Borgarfirði 4.
febrúar 1929. Hann
lést á sjúkrahúsi
Akraness 25. júní
2020.
Foreldrar hans
voru Jón Magnús
Jakobsson, bóndi
og kennari og
Sveinsína Arnheiður Sigurðar-
dóttir, húsfreyja. Helgi var
næstelstur fimm systkina, hin
eru: Jakob, Sigurður, Kristín og
Herdís og eru Jak-
ob og Kristín látin.
Helgi kvæntist
13. maí 1965 Ragn-
hildi Gestsdóttur
frá Giljum í Hálsa-
sveit sem lést 30.
júlí 2003. Þau
bjuggu að Snældu-
beinsstöðum allan
sinn búskap.
Börn þeirra eru
Gestur Helgason, f.
1963, kvæntur Önnu Karen
Kristinsdóttur; Þóra Helga-
dóttir, f. 1965, gift Gunnari Ár-
mannssyni, á Þóra tvö börn,
Tómas Dan og Maríu Theódóru
með Jóni Dan Einarssyni sem er
látinn, Gunnar á Fjólu Hreindísi;
Arnheiður Helgadóttir, f. 1968,
gift Árna Múla Jónassyni og eiga
þau fjögur börn: Ragnhildi, Jón-
as, Jón og Inga; Magnea Helga-
dóttir, f. 1974, í sambúð með
Guðjóni Guðmundssyni og eiga
þau einn son, Helga. Fyrir á Guð-
jón tvo syni, Arnar og Hilmar.
Árið 2008 hóf Helgi sambúð
með Erlu Rögnu Hróbjarts-
dóttur sem lést 14. september
2014. Dóttir hennar er Helga
Margrét Þórhallsdóttir.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Nú húmi slær á hópinn þinn,
nú hljóðnar allur dalurinn
og það, sem greri á þinni leið
um því nær heillar aldar skeið.
Vor héraðsprýði horfin er:
öll heiðríkjan, sem fylgdi þér.
Og allt er grárra en áður var
og opnar vakir hér og þar.
Þér kær var þessi bændabyggð,
þú battst við hana ævitryggð.
Til árs og friðar – ekki í stríð –
á undan gekkstu í háa tíð.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku pabbi okkar, án þín
verður líf okkar aldrei eins. Þín
er sárt saknað, takk fyrir allt.
Hvíl í friði.
Gestur, Þóra,
Arnheiður og Magnea.
Helgi á Snældu þurfti ekki að
lesa mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna til að vita
að „allir eru bornir frjálsir og
jafnir öðrum að virðingu og
réttindum“. Það var svo sjálf-
sagt fyrir honum að það ætti
ekki að þurfa að taka þetta
fram. Og þannig kom hann fram
við alla. Hann hélt alltaf með
þeim sem voru órétti beittir og
hafði einlæga samúð með fólki
sem átti undir högg að sækja.
Hann var fullkomlega laus
við fordóma, yfirlæti, snobb, öf-
und eða illkvittni, án þess að
hafa nokkra þörf fyrir að aug-
lýsa það sérstaklega. Hann lifði
lífi sínu sáttur og í sátt við aðra.
Hann var mikill dýravinur og
passaði alltaf vel upp á að hund-
arnir fengju sitt og líka sinn
hluta af hamborgarhryggnum á
jólunum og alltaf var þess gætt
að geyma bein og annað góð-
gæti sem krummi kunni vel að
meta.
Hann var góðlyndur og glett-
inn og félagslyndur þó að hann
væri svo sem ekkert mjög upp-
tekinn af því að mæta á allar
samkomur og skemmtanir.
Hann var hlýr og það var aug-
ljóst að honum þótti mjög vænt
um börnin sín og afkomendur
þeirra. Hann fylgdist af áhuga
með því sem þau voru að bauka
í leik og starfi og gladdist yfir
því sem vel gekk, án þess þó að
gera of mikið úr því. Hann
þurfti ekki að predika yfir af-
komendum sínum að honum
leiddist sjálfumgleði. Þeir vissu
það.
Óhóf og græðgi var ekki til í
honum og hann hafði engan
áhuga á að sanka að sér pen-
ingum eða öðrum veraldlegum
eigum. Lúxus og annar hégómi
af því tagi var alveg utan við
hans líf og veruleika en hann
kunni vel á vélar og vildi geta
komist ferða sinna. Bíllinn varð
að vera í góðu lagi og svo fúls-
aði hann sjaldan við góðum
kleinum.
Mjög margir taka örugglega
undir það sem bróðir minn og
föðurbróðir okkar sagði þegar
hann heyrði af andláti Helga:
„Þetta var asskoti góður karl.“
Við eigum ekki eina einustu
vonda minningu um Helga,
tengdapabba okkar og afa,
vegna einhverra orða hans eða
gerða en óendanlegan aragrúa
af góðum og hlýjum minning-
um.
Það líður öllum svo miklu
betur og verða jafnvel sjálfir
heldur skárri sem fá að um-
gangast mann eins og Helga á
Snældu. Og við erum mjög
þakklát fyrir að hafa fengið það.
Takk fyrir okkur, elsku afi og
tengdapabbi.
Árni Múli og Ragnhildur,
Jónas, Jón og
Ingi Árnabörn.
Helgi Magnússon
Frú Elín, eins
og hún var oft köll-
uð í samræðum,
var ein af þessum
réttsýnu konum sem þyrfti að
vera meira af. Ég kynntist
henni sem móður samstarfs-
konu minnar og vinkonu, Önnu
Kristine, og ömmu Lízellu.
Þessar þrjár kynslóðir kjarna-
kvenna voru okkur í vinahópn-
um talverður félagsauður. Að
gera rétt og standa sig hefur
mér alltaf fundist vera kjörorð
þeirra. Í huga mér hafa þær
alltaf verið eins konar þrenn-
ing, svo nánar og svipuðum
eðliskostum prýddar.
Elín Kristjánsdóttir giftist
Miroslav R. Mikulcák, frá þá-
verandi Tékkóslóvakíu, árið
1952, sem hlýtur að hafa
áræðnispróf fyrir Reykjavíkur-
dömu, því vegabréfslaus var
hann og flóttamaður kominn í
þetta fjarlæga land. Saman
áttu þau dæturnar Önnu Krist-
ine, Ingunni og Elísabetu. Þeg-
ar leiðir skildi lét Ella (eins og
hún var oftast kölluð) til sín
taka á vinnumarkaði og var
mörgum vel kunn í bókaversl-
unum Snæbjarnar og Máls og
menningar, þar til hún varð
deildarritari á Landakotsspít-
ala í 20 ár.
Að ræða við Elínu um daginn
Elín
Kristjánsdóttir
✝ Elín Kristjáns-dóttir fæddist
30. desember 1931.
Hún lést 1. júní
2020.
Útför Elínar fór
fram í kyrrþey 24.
júní 2020.
og veginn var eins
og að kynnast salti
jarðar. Hún fylgd-
ist ævinlega vel
með öllu. Veitti
hverjum sem var
örugga og góða
fréttaþjónustu með
skýringum sem
voru jarðtengdar í
því sem kallast al-
menn heilbrigð
skynsemi (þótt hún
sé reyndar ekki mjög almenn).
Þetta, ásamt blæbrigðaríkri
frásagnargleði gerði hvert sam-
tal líflegt. Sagnaspuninn sem
einkennir þær Elínu, Önnu
Kristine og Lízellu mun reynd-
ar auðrakinn sem ættarfylgja
frá séra Árna prófasti Þórar-
inssyni frá Snæfellsnesi. Fólk í
fjölskyldunni segir mér að inn-
an hennar séu margir lestir
umbornir, en alls ekki að vera
leiðinlegur.
Ég er nokkuð stoltur af því
að hafa staðist inntökuprófið
hjá frú Elínu og notið vináttu
hennar. Hún var nefnilega ein
af þessum konum úr íslensku
samfélagi, sem einkennir
nokkrar mæður vina minna af
sömu kynslóð, sem sjá í gegn-
um bull og vitleysu. Fái maður
inngöngu má treysta vinsemd,
réttsýni og að heilræði séu
veitt af umhyggju. Það sem ég
kalla mömmuprófið veitir gagn-
lega gráðu í lífsins skóla. Hún
er nú látin, södd lífdaga. Vin-
konum mínum Önnu Kristine
og Lízellu vottum við Guðrún
samúð, sem og fjölskyldunni
allri og mörgum vinum.
Stefán Jón Hafstein.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Smellt
á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningar-
grein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er
eftir birtingu á útfarardegi
verður greinin að hafa borist
eigi síðar en á hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar
sem birtast í Morgunblaðinu
séu ekki lengri en 3.000 slög.
Ekki er unnt að senda lengri
grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum.
Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu
aðstandendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað út-
förin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift | Minningar-
greinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í
tilkynningu er hún sjálfkrafa
notuð með minningargrein
nema beðið sé um annað. Ef
nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar
Fallinn er frá
góður vinur okkar.
Gylfi og Bjössi,
eða Simbi eins og
hann var kallaður hjá fjölskyld-
unni, voru vinir í sjötíu ár og var
sá mikill og góður alla tíð. Þeir
hittust fyrst í Miðbæjarskólan-
um og áttu eftir að vinna saman
í mörgum verkum gera upp bíla
byggja hús svo eitthvað sé
Gylfi Ólafsson
✝ Gylfi BorgþórÓlafsson fædd-
ist 8. maí 1942.
Hann lést 17. júní
2020.
Útför Gylfa fór
fram í kyrrþey 26.
júní 2020.
nefnt. Ég hitti þau
hjón árið 2000 og
var okkur vel til
vina við fystu
kynni. Þeir félagar
voru mörgum
stundum í bílskúrn-
um á Álftanesinu
og ófáar stundirnar
á áttu þeir á Borg-
um líka. Gylfi var
góður maður og
vildi allt fyrir alla
gera og missirinn er mikill hjá
vini hans, engin símtöl lengur en
þeir töluðu saman annað hvert
kvöld að jafnaði. Við sendum
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurbjörn og Sigrún Þór.