Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ekki má telja líklegt að sett verði
aukið fjármagn í rekstur Landspít-
ala á þessu ári. Fremur verður horft
til aðhalds í fjármálum stofnunarinn-
ar. Þetta segir Haraldur Benedikts-
son, varaformað-
ur fjárlaga-
nefndar og þing-
maður Sjálf-
stæðisflokks. „Í
síðasta fjárauka
ársins erum við
að horfa til að-
halds í fjármálum
og útgjöldum.
Hins vegar verð-
ur þessi svokall-
aði kórónuveiru-
kostnaður gerður upp,“ segir
Haraldur.
Ljóst er að bókhald Landspítala
það sem af er ári hefur litast mjög af
heimsfaraldri kórónuveiru. Farið
hefur verið í kostnaðarsamar fram-
kvæmdir auk þess sem víðtækar
skimanir og greiningar hafa verið
framkvæmdar. Þá má gera ráð fyrir
að áhrif faraldursins séu ekki öll
komin fram. „Við þekkjum ekki af-
leiðingar faraldursins. Það verður til
dæmis aukinn kostnaður vegna
sjúkraþjálfunar og af annarri fram-
haldsmeðferð. Síðan hefur þurft að
ráðast í miklar fjárfestingar og fara í
greiningar og sýnatökur, þannig að
viðbótarkostnaðurinn verður ein-
hver,“ segir Haraldur.
Segir hann að þrátt fyrir það verði
að kanna hvort ekki sé hægt að nýta
fjármuni spítalans betur. Þannig
verði að forgangsraða fjármunum en
auk þess séu fjölmörg önnur aðkall-
andi verkefni. „Spítalinn er með
gríðarlega möguleika til forgangs-
röðunar fjármuna og ráðuneytið hef-
ur verið að reyna að herða að út-
gjaldavexti síðustu ára. Svo þarf
einnig að fara í önnur mikilvæg verk-
efni eins og til dæmis rekstur hjúkr-
unarheimila,“ segir Haraldur.
Skoða verði hlutverk SÍ
Sökum lakrar fjármálastjórnunar
Landspítala undanfarin ár hefur
verið kallað eftir leiðum til hagræð-
ingar. Hefur aukinn einkarekstur
innan geirans þar oft verið nefndur
til sögunnar. Haraldur tekur undir
það og bætir við að skoða verði hlut-
verk Sjúkratrygginga Íslands. „Það
er alltaf rétta leiðin að veita góða
heilbrigðisþjónustu. Sjúkratrygg-
ingar hafa það hlutverk að leita hag-
kvæmustu kaupa og það þarf að
skoða hvernig þær framkvæma þær
aðgerðir.“
Haraldur
Benediktsson Morgunblaðið/Ómar
Spítali Haraldur segir mikilvægt að forgangsraða fjármunum spítalans en mörg aðkallandi verkefni séu til staðar.
Mikil tækifæri til hagræðingar á LSH
Varaformaður fjárlaganefndar segir að kanna verði hvort ekki sé hægt að nýta fjármuni spítalans
betur Bókhald spítalans hefur litast mjög af heimsfaraldri Mikilvægt að skoða hlutverk SÍ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta er mjög skemmtilegt verk
og mér finnst það hafa heppnast
mjög vel,“ sagði Kristín Auður
Kelddal Elíasdóttir skrúðgarð-
yrkjumeistari um útialtarið sem nú
er að rísa að Esjubergi á Kjal-
arnesi. Þegar myndin var tekin í
gær var hún að vinna við frágang
setsteina og beitti við það meitli og
stórum hamri.
„Fyrirkomulagið á helgistað-
num er annað en maður á að venj-
ast,“ sagði Kristín. Búið er að koma
fyrir tólf tonna þungum kletti úr
Esjubergsnámu sem er notaður
sem altari og öðrum steini sem er
skírnarfontur. Kristín sagðist
gjarnan vilja fá að klappa skál í
skírnarfontinn. Í gær var lokið við
að koma fyrir predikunarstóli sem
að sjálfsögðu er myndarlegt bjarg.
Allir steinarnir í útialtarinu eru
sóttir á nálægar slóðir og voru t.d.
lábarðir steinar sem mynda gólfið
teknir í Víðinesfjöru við Þern-
eyjarsund.
Veggirnir umhverfis eru
hlaðnir í streng. Fyrst er röð af
grjóti, svo kemur strengurinn sem
er torf og þá aftur grjót og svo koll
af kolli. Þá eru kirkjubekkirnir úr
grjóti og klappaðir til. Kristín vílar
ekki fyrir sér að takast á við björg-
in. En er þetta ekki erfitt starf?
„Mestu máli skiptir að beita
skrokknum rétt. Ég er ekki bak-
veik, ekki veik í öxlum og ekki veik
í hnjám. Það segir sitt,“ sagði Krist-
ín. „Rétt beiting verkfæranna og
líkamans skiptir öllu máli ef maður
ætlar að halda heilsunni. Það vil ég
gera því ég hef gaman af að vinna
við þetta.“
Sögufélagið Steini á Kjalarnesi
hefur umsjón með verkinu og sér-
legur ráðgjafi og sérfræðingur um
keltneska kristni er séra Gunnþór
Ingason.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Með hamar og meitil við
mótun nýs helgidóms
Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir tekst á við grjótið
Útialtari að keltneskri fyrirmynd er að rísa á Esjubergi á Kjalarnesi