Morgunblaðið - 31.07.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 31.07.2020, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA - ALLA LEIÐ Rafgeymar í húsbíla og hjólhýsi fyrir ferðalagið í sumar Startaðu ferðasumarið með Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir engan geta sagt til um það hvort samfélagið horfi nú fram á aðra bylgju faraldursins í kjölfar fjölgunar kórónuveirusmita. „Það vitum við ekki og ég held að enginn geti svarað því, ekki fyrr en lengra er liðið inn í ágúst og við sjáum betur hvernig þetta lítur út. Ég held að allir taki eftir því að víða í Evrópu er verið að grípa til hertra aðgerða og það er ákveðið bakslag í löndunum í kringum okkur. Hvort það heitir önnur bylgja eða eitthvað annað er aukaatriði. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við höfum gert vel, prófa marga, rekja smit og beita sóttkví og einangrun,“ segir Svandís. Margir lausir endar Hún segir að þær ráðstafanir sem gripið sé til velti að mörgu leyti á því hve mikið sé vitað um smitin. „Þetta fer allt eftir því hvað við vit- um um smitin, hvað við vitum um tengsl þeirra, hvort búið er að greina og setja alla í sóttkví sem eru í kringum þau, eða hvort að það eru of margir lausir endar. Það er akkúrat staðan sem við erum í, það eru margir lausir endar og við þurf- um að fá yfirsýn og til þess þurfum við að grípa svona í handbrems- una,“ segir Svandís. Fjöldatakmörkun vegna kórónu- veirunnar miðast við 100 einstak- linga frá og með hádegi í dag. Þá er tveggja metra reglan svokallaða ekki lengur valkvæð heldur skyldubund- in. Þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra á milli ótengdra einstak- linga er notkunar andlitsgríma kraf- ist. Þá hefur sóttvarnalæknir lagt til að söfn, skemmtistaðir, líkams- ræktarstöðvar og fleiri staðir geri hlé á starfsemi sinni. Sóttvarnalækn- ir leggur til að annaðhvort sé líkams- ræktarstöðvum lokað eða búnaður sótthreinsaður á milli notenda. Spurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að veita rekstraraðilum val um það hvort þeir geri hlé á starfsemi eða ekki, ólíkt því sem var þegar samkomubann tók fyrst gildi í mars, segir Víðir Reynisson, yfirlög- regluþjónn almannavarna: „Við treystum á að þetta séu aðilarnir sem vita nákvæmlega hvernig starfs- umhverfi þeirra er og þeir verða bara að taka þessar ákvarðanir inn- an þeirra ramma sem við erum að setja, hvort það er mögulegt að halda áfram rekstri með einhverjum hætti eða ekki. Við erum að reyna að búa til sveigjanleika með þessu sem er hluti af lærdómnum í þessu ferli, að gefa þeim aðilum sem eru í þess- um rekstri kost á að taka slíka ákvörðun.“ Þá segir Víðir að öll umdæmi lög- reglu séu með aukinn viðbúnað yfir verslunarmannahelgina, en flestum skipulögðum viðburðum hefur verið aflýst. Hann segist þó hafa áhyggjur af óskipulögðum samkomum og beinir því til ungs fólks að hópa- myndanir séu ekki skynsamlegar, það komi önnur verslunarmanna- helgi eftir þessa. „Þó að ungt fólk veikist kannski minna verðum við bara að standa saman og fara í gegn- um þessa helgi sem sérstökustu verslunarmannahelgi síðustu ára,“ segir Víðir og bætir við: „Smit- hættan er mikil. Við vitum ekki hvað smitið er útbreitt núna. Þróunin með hverjum degi í þessari viku hefur bent til þess að við erum ekki með tök á þessu og þess vegna þurfum við að grípa til þessara aðgerða.“ Grímuskyldan nýtt fyrirbæri Í gær var einnig kynnt til sög- unnar grímuskylda í völdum almenn- ingssamöngum en ýmsir aðilar, með- al annars Ferðafélag Íslands, hafa auk þess gert andlitsgrímur skyldu- bundnar. Kamilla Sigríður Jósefs- dóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að aðrar aðstæður séu uppi nú en í vor, en ekki hefur verið gripið til grímuskyldu hér á landi áður. „Kveikjan að því að taka þetta skref er að við vorum með sóttkví frá landamærum; þú máttir ekki fara í rútu frá Keflavík til Reykjavíkur. Núna ferðu í skimunina og ert ekki búinn að fá niðurstöðu, en þú mátt samt fara upp í rútu á áfangastað þinn. Þetta er því gert til að hindra að fólk, sem greinist jákvætt en veit það ekki enn, smiti í kringum sig áð- ur en niðurstöður eru fengnar,“ segir Kamilla. Þá segir Alma D. Möller land- læknir að verið sé að útfæra frekari leiðbeiningar um notkun andlits- gríma. Kári hefði viljað ganga lengra Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við mbl.is í kjölfar upplýs- ingafundarins í gær að hann hefði sjálfur gengið lengra í hertum að- gerðum. Hefði hann fengið að ráða hefði fleiri stöðum verið lokað. „Sóttvarnalæknir hefur reynst vera mjög farsæll í starfi sínu upp á síð- kastið og hefur án nokkurs vafa haft rétt fyrir sér á mörgum ögur- stundum. En ef ég hefði verið í hans sporum – og það er kannski gæfa þessarar þjóðar að svo er ekki – hefði ég gengið lengra,“ sagði Kári. Hann segir ástandið í samfélaginu með tilliti til nýrrar hópsýkingar vera ógnvekjandi. „Við erum með að minnsta kosti sjö aðila í sam- félaginu sem hafa smitast af veiru með sama mynstri stökkbreytinga, sem bendir til þess að þeir hafi smitast af veiru úr sama brunni. Og við höfum ekki hugmynd um það hvernig þeir tengjast,“ sagði Kári. „Það þýðir að öllum líkindum að þeir tengjast í gegnum aðra aðila í samfélaginu sem hafa smitast og ég er skíthræddur um að veiran sé komin mjög víða. Ég er kannski dá- lítil huglaus rola en ég hefði viljað ganga lengra í þessum varnarað- gerðum.“ Kári segir að Þórólfur sér sér- fræðingur á þessu sviði en hann ekki. „En mér finnst þetta tiltölu- lega lítið og ég hefði kosið að við gengjum lengra.“ Kári segist meðal annars hafa viljað loka ölhúsum, þar sem „Íslendingar hafa gjarnan verið mjög duglegir við drykkju. Ég hefði viljað loka vínveitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og sundlaug- um. Þá hefði ég viljað takmarka samkomur við 20 manns.“ Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi yfir á hættustig vegna COVID-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkj- uð og funda viðbragðsstjórn og far- sóttanefnd daglega. „Þetta er fyrst og fremst gert til að setja stofnunina í stellingar,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspít- alans. „Það er mikilvægt að allir séu í réttum stellingum og tilbúnir.“ Óvíst hversu útbreidd smitin eru  Aukaatriði hvort um aðra bylgju er að ræða  Margir lausir endar hvað varðar smit og mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld fái yfirsýn  Kári Stefánsson hefði viljað sjá samkomutakmörk við tuttugu manns Morgunblaðið/Árni Sæberg Hertar aðgerðir Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlög- regluþjónn á upplýsingafundi vegna hertra aðgerða sem taka gildi í dag. Aðgerðir stjórnvalda gegn kórónuveirunni Fjöldi daglegra smita Fjöldi staðfestra smita, sjö daga meðaltal mars apríl maí júní júlí 16. MARS Samkomubann sett á til 13. apríl. Miðað við 100 manns og tveggja metra regluna. 17. MARS ESB setur á ferðabann á ferða- menn utan Schengen-svæðisins 106 ný smit voru staðfest 24. MARS sem er mesti fjöldi á einum degi 1.056 virk smit þegar fjöldinn náði hámarki 5. APRÍL 24. MARS Hert samkomubann tekur gildi. Fer úr 100 niður í 20 manns. Samkomustöðum lokað. 3. APRÍL Samkomubannið framlengt til 3. maí. 4. MAÍ Samkomubann rýmkað í 50 manns, hárgreiðslustofur, tannlæknar mega hafa opið. Ferðir einstaklinga til landsins leyfðar, þeir sæti tveggja vikna sóttkví. 25. MAÍ Tilslakanir á samkomutakmörkunum. 200 einstaklingar mega koma saman. Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 23. 18. MAÍ Sundlaugar og líkamsræktar- stöðvar opnaðar aftur. 15. JÚNÍ Samkomubann rýmkað til 5. júlí, 500 manns fá að koma saman. 1. JÚLÍ Ferðabann úr gildi innan ESB. 6. JÚLÍ 500 manna samkomubann framlengt til 26. júlí. Engar fjöldatakmarkanir lengur á sund- stöðum og líkamsræktarstöðvum. 26. júlí er samkomubannið framlengt til 3. ágúst. 30. JÚLÍ Hert samkomubann tekur gildi 31. júlí og verður til 13. ágúst. Fer niður í 100 manns. 2-metra regla skylda, grímur á almannafæri þar sem 2-metra reglu verður ekki komið við. Samkomubann og fjöldi tilfella 28. febrúar til 30. júlí ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.