Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Þegar var ljóst að komandi versl-
unarmannahelgi yrði með óvenju-
legu og smáu sniði þetta árið. Hert-
ar aðgerðir stjórnvalda vegna
kórónuveirunnar munu setja strik í
reikning margra, sem þó hugðust
gera sér dagamun. Flestum við-
burðum hefur verið aflýst og að-
gengi að tjaldsvæðum er í uppnámi.
Þrátt fyrir að allar stærri útihá-
tíðir hafi þegar verið slegnar af,
voru ýmsir smærri viðburðir á dag-
skrá víða um land. Í tilkynningu frá
Akureyrabæ segir að öllum við-
burðum á fjölskylduhátíðinni „Ein
með öllu“ hafi verið aflýst. Sama á
við um Sæludaga KFUM í Vatna-
skógi og veisluhöld vegna 75 ára af-
mælis Ólafsfjarðarkaupstaðar. Í
Vestmannaeyjum hafa bráða-
birgðaleyfi fyrir útitónleikum og
blysför verið afturkölluð. Því er
haldið opnu að brennan í Herjólfs-
dal verði tendruð á föstudagskvöld,
að því gefnu að dalurinn verði lok-
aður fyrir umferð almennings.
Af auglýstum viðburðum í höf-
uðborginni er sömu sögu að segja.
Tónlistarhátíðin „Innipúkinn“ hef-
ur verið slegin af sem og tónleikar
á skemmtistaðnum SPOT.
Skortur á veitingum
og tjaldplássi
Blaðamaður hafði samband við
forsvarsmenn tjaldsvæða víðs veg-
ar á landinu. Fjölmargir höfðu þeg-
ar fundað með sveitarstjórnum og
lögreglu og voru í óða önn að gera
ráðstafanir eftir tilmælum ráð-
herra. Sum af stærri tjaldsvæðum
landsins geta tekið við um og yfir
2.000 gestum, en flest munu þurfa
að skerða starfsemi sína verulega.
Á Akureyri og Kirkjubæjarklaustri
telja menn sig geta tekið við nokk-
ur hundruð manns, en fleiri munu
þurfa að halda sig innan 100 manna
marka. Tjaldsvæðahaldari á einu
stærasta tjaldsvæði landsins sagði
að fjöldastýring væri of flókin,
mannfrek og dýr og því yrði ein-
faldlega skellt í lás.
Blaðamaður ræddi einnig við
veitingamenn sem voru í óða önn
við að undirbúa keyrslu helg-
arinnar. Mörg eldhús hafa búið sig
undir stóra helgi og borðapantanir
víða góðar. Til að mæta sóttvörnum
þarf að fækka borðum í matsal,
sem mun minnka afkastagetu til
muna. Hætt er við því að margir
svangir muni þurfa frá að hverfa,
en einhverjir staðir munu leggja
aukna áherslu á að afgreiða mat
sem fólk geti tekið með sér.
Samgöngur í venjulegu horfi
Nýjar sóttvarnareglur skylda
farþega í almenningssamgöngum
til að bera andlitsgrímur. Við-
bragðsáætlun Herjólfs hefur verið
virkjuð. Skipið mun sigla venju-
bundna áætlun, en kaffitería skips-
ins verður lokuð. Guðbjartur Ellert
Jónsson, framkvæmdastjóri Herj-
ólfs, segir að þar á bæ eigi menn
nokkurn fjölda af grímum sem
seldar verði meðan birgðir endast.
Air Iceland Connect hefur gefið
það út að farþegar verði að bera
grímur, keyptar eða heimatilbúnar.
Félagið beinir því til farþega að
koma með eigin grímur en þær
munu verða útvegaðar eftir þörf-
um.
Gætu gripið í tómt
Ljóst er að nýjar sóttvarna-
reglur munu hafa áhrif á þá sem
hyggjast leggja land undir fót nú
um verslunarmannahelgi. Ferða-
langar geta ekki gengið að því sem
vísu að komast inn á tjaldsvæði eða
veitingastaði og gætu gripið í tómt
við komuna á auglýsta viðburði.
Sóttvarnir setja ferðalög
helgarinnar í uppnám
Viðburðum víða aflýst Hætta á að tjaldsvæði anni ekki eftirspurn
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Mannmergð Frá verslunarmannahelginni í fyrra þegar fólki var leyft að standa mun þéttar saman en þetta árið.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL)
hefur sinnt nærri 40 verkefnum sem
tengjast bátum frá 1. maí í vor til
gærdagsins, að sögn Davíðs Más
Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa SL.
Það eru um fimmtungi fleiri bátar en
á sama tímabili í fyrra. Oft var um
vélarvana báta að ræða sem þurfti að
draga í land. Í nokkrum tilvikum
þurfti að grennslast fyrir um báta
sem höfðu horfið úr kerfi Tilkynn-
ingaskyldunnar.
Fjögur björgunarskip Slysavarna-
félagsins Landsbjargar fóru í þrjú út-
köll í fyrradag vegna báta sem þurftu
aðstoð. Einn maður var í áhöfn hvers
báts. Davíð sagði að það væri mjög
óvenjulegt að fjögur björgunarskip
séu kölluð út í þrjú verkefni á nær
sama tíma. Hann mundi ekki til þess
að það hefði áður gerst.
„Það er sannarlega þörf fyrir þessi
björgunarskip. Þau bjarga bæði verð-
mætum og mannslífum og það rétt-
lætir tilvist þeirra,“ sagði Davíð.
Hann sagði að rekstur björgunar-
skipanna sé dýr. Margar útgerðir og
útgerðarmenn styðja útgerð björg-
unarskipa SL til að tryggja öryggi
sjómanna. Auk þess hefur verið sam-
ið sérstaklega víða um land um stuðn-
ing við björgunarskipin. Í mörgum
tilvikum er greitt sérstaklega fyrir
þjónustu eins og að draga báta til
hafnar.
„Við rukkum ekki fyrir að bjarga
mannslífum,“ sagði Davíð. „En út-
gerðarfélög, tryggingafélög og al-
menningur eru okkur mjög hliðholl
og styðja okkur á margan hátt.“
Stefnt er að því að endurnýja
björgunarskipin sem mörg eru komin
til ára sinna. Ríkið mun koma að fjár-
mögnun þriggja nýrra skipa á næstu
árum og stendur til að smíði þeirra
verði boðin út á næstu misserum, að
sögn Davíðs.
Björgunarskipin
hafa sannað sig
Fleiri bátar hafa
þurft aðstoð í sumar
en á sama tíma 2019
Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Bolungarvík Kobbi Láka aðstoðaði
bát austur af Horni í fyrradag.
Slæm veðurspá er fyrir hluta lands-
ins í dag og hefur Veðurstofan gefið
út viðvaranir. Á Suður- og
Suðausturlandi er spáð hvassri aust-
an- og norðaustanátt. Búist er við
snörpum vindi við fjöll, s.s. undir
Eyjafjöllum, Mýrdalsjökli, Reyn-
isfjalli og Öræfajökli. Þar geta skap-
ast hættuleg akstursskilyrði, eink-
um fyrir ökutæki með aftanívagna.
Á Austfjörðum er búist við tals-
verðri eða mikilli rigningu. Það get-
ur valdið auknu afrennsli og vatna-
vöxtum í ám og lækjum, sem eykur
hættu á flóðum og skriðuföllum.
Fólk er hvatt til að huga að nið-
urföllum og sýna aðgát.
Verulega dregur úr veðri eftir því
sem líður á eftirmiðdaginn, en búast
má við strekkingsvindi og úrkomu
suðaustanlands fram eftir nóttu og
fram til morguns. Á morgun er helst
útlit fyrir bjartviðri og þurrk á
Norður- og Norðausturlandi, en
svalt og vætusamt á Vestfjörðum.
Útlit er fyrir hæglætisveður á höf-
uðborgarsvæðinu, skúraleiðingum
og ágætishita. Á sunnudag stefnir í
hægar breytilegar áttir á landinu,
víða þungbúið og úrkoma um nær
allt land. Svipað er í kortunum fyrir
mánudag. Allt útlit er því fyrir erfitt
ferðaveður í dag en heimkoman á
mánudag verður öllu betri og bjart-
ari a.m.k hvað veður varðar.
Morgunblaðið/Hari
Votviðri Búast má við erfiðum akst-
ursskilyrðum sunnanlands í dag.
Varað
við veðri
Slæm veðurspá