Morgunblaðið - 31.07.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.07.2020, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræð- ingur Samtaka ferðaþjónustunnar, segir óvissuna í greininni hafa aukist eftir að aðgerðir voru hertar til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Hertar reglur um samkomur og skimun dragi úr ferðalögum og geti leitt til þess að erlendir ferðamenn hætti við ferðalög hingað. Ástandið sé viðkvæmt. „Það blasir við að áhrif kórónu- veirunnar hafa verið gríðarlegt högg fyrir fluggeirann og ferðaþjónustu úti um allan heim og nú gætir ákveð- innar togstreitu milli sóttvarna og þróunar efnahagsmála, ekki síst í þeim löndum þar sem ferðaþjónusta hefur gegnt veigamiklu hlutverki. Nú þegar hefur tekjutap ferðaþjónust- unnar hér á landi verið gríðarlegt, ekki síst vegna þess að viðskiptavinir íslenskrar ferðaþjónustu eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. Með hertum aðgerðum eru minni lík- ur á að hjól ferðaþjónustunnar fari í gang með haustinu.“ Minni líkur á að spáin rætist „Ferðamálastofa spáir að um 63 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ágústmánuði. Þrátt fyrir að það séu um 75% færri ferðamenn en komu í sama mánuði fyrir ári gætu gjaldeyristekjur af rúmlega 60 þús- und erlendum ferðamönnum numið um 11,5 milljörðum króna. Hægt er að efast um að spá Ferðamálastofu gangi eftir nú þegar samkomutak- markanir og sýnatökur hafa verið hertar,“ segir Vilborg og ítrekar að þetta sé gróflega áætlað. Á það beri að líta að hingað komi t.a.m. hvorki bandarískir né breskir ferðamenn, en þeir hafi að meðaltali skilið mest eftir sig í hagkerfinu. Teygist í annan endann „Það er erfitt að átta sig á hver þróunin verður næstu ár. Það sem Alþjóðaferðamálastofnunin er að gefa út og það sem Alþjóðasamtök flugfélaga eru að segja um alþjóða- flug bendir til að ástandið eigi eftir að teygjast í annan endann. Á hinn bóg- inn er Ísland lítið hagkerfi og það þarf lítið til að koma hagkerfinu í gang. Við þurfum mjög lágt hlutfall af þeim ferðamönnum sem eru á ferðalagi um heiminn,“ segir Vilborg. Við síðustu aðgerðir stjórnvalda hafi væntingar um bata í íslenskri ferða- þjónustu í haust daprast. „Fulltrúar fyrirtækjanna telja að hindranir, eins og sýnatökur við landamæri og ann- að, dragi úr ferðavilja sem er þegar verulega skertur vegna veirunnar.“ Hefðu numið 15-16 milljörðum Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir aðspurður að út frá gjaldeyristekjum á hvern ferðamann í fyrra megi lauslega áætla að tekjur af 63 þúsund erlend- um ferðamönnum í ágúst hefðu getað numið 15-16 milljörðum króna. Af því leiði að ef helmingi færri ferðamenn komi muni tekjurnar skerðast um allt að 8 milljarða. Spurður hvort þessi ávinningur af komum ferðamanna í ágúst sé þess virði ef innlend eftirspurn dregst saman vegna hertra aðgerða út af veirunni segir Jón Bjarki að huga þurfi að mörgum þáttum. Ljóst sé að neysla kunni að dragast saman, líkt og í mars og apríl. Hún hafi hins veg- ar aukist á ný í maí eftir að slakað var á samkomubanninu og svo aukist í júní og júlí. Þannig hafi orðið til- færsla í neyslunni. Sú þróun geti endurtekið sig. „Það er því ekki alfarið tap en vissulega getur ástandið orðið mjög erfitt fyrir þjónustuaðila sem verða harðast úti,“ segir Jón Bjarki. Spurður hvort raunhæft sé að slík viðspyrna muni fást í þetta skiptið, í ljósi þess að hlutabætur, vaxtalækk- anir og væntingar um betri tíð kunni að hafa aukið neysluna í maí, segir Jón Bjarki að vissulega sé nú meiri óvissa fram undan en í vor. Neyslan virtist á uppleið „Það flækir myndina að þetta er á sama tíma og það er líklega að verða umtalsverð breyting á vinnumarkaði. Neyslan dróst mikið saman í mars og apríl en jókst svo á ný og virtist ætla að koma sterk inn í ágúst, áður en gripið var til hertra aðgerða. Svo fer að syrta aftur í álinn á síðasta þriðj- ungi ársins því þá fer virkilega að taka í ráðstöfunartekjur margra heimila, aukið atvinnuleysi og tapað- ar tekjur hjá þeim sem eru sjálfir í rekstri, þegar bráðaúrræðin renna sitt skeið. Samt ber að hafa í huga að líklega verður þetta að hluta tilfærsla þótt í minni mæli en hún var,“ segir Jón Bjarki. Dregið hafi úr bjartsýni. En hafa þá væntingar um skjótan bata og mjúka lendingu daprast? „Já. Þróunin síðustu viku hefur svolítið slegið á bjartsýnina.“ Erum við þá að horfa fram á harða aðlögun á haustmánuðum ef við fáum nær enga ferðamenn? „Það verður alltaf nokkuð sársaukafull aðlögun, jafnvel þótt þetta bakslag á síðustu dögum hefði ekki komið. Við höfum svolítið verið í logni milli storma vegna þess hvað aðgerðirnar sem gripið var til í upp- hafi hafa mýkt fyrsta höggið, sér- staklega fyrir launafólk,“ segir Jón Bjarki. Aukin óvissa og minni væntingar  Hagfræðingur SAF áætlar að 63 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst hefðu skilað 11,5 milljörðum kr.  Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: óhjákvæmilegt að fram undan sé sársaukafull aðlögun í hagkerfinu Morgunblaðið/Eggert Sviptingar Mikil óvissa hefur skapast um framtíð ferðaþjónustu á ný. Jón Bjarki Bentsson Vilborg Helga Júlíusdóttir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ef fram heldur sem horfir má bú- ast við gjaldþrotahrinu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Raungerist önnur bylgja er ljóst að gríðarlegir rekstrarörðugleikar blasa við slík- um fyrirtækjum. Þetta segir Guð- rún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðu- maður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. Að sögn Guðrúnar er um þungt högg að ræða enda virtist sem ferðaþjónustan væri að ná sér á strik á nýjan leik nú í júlímánuði. Frá því að landamærin voru opnuð fyrir rétt um mánuði hafa tugþús- undir ferðamanna streymt til lands- ins og þannig komið með lífsnauð- synlegt fjármagn inn í rekstur umræddra fyrirtækja. Óvissan er verst „Ef önnur bylgja færi af stað myndi það verða náðarhöggið fyrir ansi marga. Þetta er auðvitað mikið áfall enda voru hjólin farin að snú- ast aftur. Við vorum í eins konar logni milli storma og ég hugsa að margir hafi verið farnir að vera bjartsýnir. Þetta var samt nokkuð sem maður óttaðist og síðustu tvær vikur í Evrópu hafa bent til þess að eitthvað væri að fara af stað,“ segir Guðrún og bætir við að önnur lokun fari misilla með fyrirtækin. Fjöldi þeirra muni gefast upp en þó séu einhver sem geti lagst í dvala. „Það má búast við gjaldþrotahrinu en rekstraraðilarnir eru með mjög mismiklar fjárfestingar og misstór- an rekstur. Sumir geta lagst í híði en það er alveg ljóst að fólk missir vinnuna. Slík fyrirtæki geta þó ver- ið snögg á lappir,“ segir Guðrún. Ástandið vegna kórónuveirunnar einskorðast ekki við Ísland, en víða í Evrópu hefur veiran breiðst hratt út síðustu vikur. Þýðir það jafn- framt að erfitt verður að fá ferða- menn til Íslands, óháð ástandinu hér á landi. Segir Guðrún að óviss- an sé verst enda sjái ekki fyrir end- ann á faraldrinum. „Það er allur heimurinn undir og það veit enginn hvenær þessu lýkur. Það skiptir miklu máli hvernig til tekst í lönd- unum nærri okkur. Það hefur gert okkur erfitt fyrir hversu illa Banda- ríkin hafa farið út úr þessu því ferðamenn þaðan eru mjög mikil- vægir, sérstaklega utan háanna- tíma,“ segir Guðrún, sem gerir ráð fyrir að höggið verði þyngst þar sem uppbyggingin hefur verið mest. Vísar hún þar til höfuð- borgarsvæðisins og Suðurlands í heild sinni. „Við sáum þetta mjög skýrt í Vík og á Reykjanesi þegar þetta skall á í vor. Þá rann upp fyrir manni hversu mikilvæg ferðaþjónustan er og hvað hún spilar stóra rullu víða,“ segir Guðrún. Dýrt að gera ekki neitt Þegar heimsfaraldurinn barst hingað til lands í vor kynnti ríkis- stjórnin nokkra björgunarpakka. Miðuðu þeir að því að gera fyrir- tækjum kleift að komast í gegnum erfiðleikana. Ljóst er að ef önnur bylgja veirusmita verður að veru- leika er alls óvíst að viðbrögðin verði sambærileg. Þannig verði að teljast fremur ólíklegt að ríkis- stjórnin muni bregðast við af sama krafti í þágu ferðaþjónustufyrir- tækja. „Það er stóra óvissan, það veit enginn hvernig þetta verður. Það er ekki hægt að koma endalaust inn með risastóra björgunarpakka, en það er sömuleiðis dýrt að gera ekki neitt. Það er ljóst að útspil stjórn- arinnar verður ekki af sama skala og í vor.“ Hætta á gjaldþrotahrinu ferðaþjónustufyrirtækja  Júlímánuður var í raun svikalogn  Erfiðleikar blasa við Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seljalandsfoss Fossinn hefur notið vinsælda meðal erlendra ferðamanna. Ljóst er að ferðamönnum mun fækka ef önnur bylgja smita raungerist. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.