Morgunblaðið - 31.07.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.07.2020, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty Versailles frá Fantasie Ný sending af SUNDBOLUM Létt aðhald og rykktur yfir maga Stærðir 34-40 DD-G Verð 12.990kr 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Áætlað er að halda Bláa lóninu opnu þrátt fyrir hertar sóttvarn- araðgerðir sem kynntar voru í gær og taka gildi í dag. Á meðal þess sem gerir stjórnendum Bláa lónsins erfitt fyrir er samkomubann sem takmarkast nú við 100 manns í senn. Á meðan faraldurinn stóð sem hæst hérlendis var Bláa lónið lokað og meirihluta starfsmanna sagt upp. „Það er mikilvægt að fylgja reglum yfirvalda í hvívetna. Við erum að vinna að útfærslu til þess að geta brugðist hratt og vel við. Við búum að skipulagi frá því í mars þegar takmarkanirnar voru svipaðar. Til að mynda hefur öllu okkar svæði nú verið skipt upp og verður talið inn á þau,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunar- sviðs Bláa lónsins. „Við höfum einn- ig þegar takmarkað allt framboð okkar til að tryggja það að dreif- ingin verði á þann veg að hún komi til móts við þær kröfur sem gerðar eru,“ bætir hún við. „Það er reynsla okkar að bókanir í sumar koma inn með mjög stutt- um fyrirvara og því höfum við fyrst og fremst verið að bregðast við síð- ustu klukkustundir vegna versl- unarmannahelgarinnar en munum svo í framhaldinu meta bókunar- stöðuna og bregðast við eftir þörf- um,“ segir Helga. Reyna að halda lóninu opnu Morgunblaðið/Eggert Sóttvarnir Bláa lónið var vel sótt eftir opnun en nú horfir öðruvísi við.  100 manna samkomubann krefst aðgerða hjá Bláa lóninu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, FHG, segir hertar aðgerðir í sótt- varnamálum hafa meiri áhrif á hótelrekstur úti á landi en á höfuð- borgarsvæðinu. „Heilt yfir þá höfum við skiln- ing á þessum við- brögðum til að stöðva útbreiðslu veirunnar og við eigum mikið undir í því að teljast til öruggra landa. Við viljum ekki lenda í því sama og Spánn þar sem breskir ferðamenn fengu sólarhring til að koma sér heim áður en 14 daga sóttkví var beitt. Nýjar reglur virðast engin áhrif hafa á ferðamenn sem koma í styttri tíma en tíu daga og öruggu löndin, Þýskaland, Danmörk, Finnland, Nor- egur, Færeyjar og Grænland eru enn undanþegin þessum reglum um ann- að próf svo enn er ekki fokið í öll skjól.“ Reynslan nýtist vel Helst séu bundnar vonir við breska markaðinn í vetur. „Við vitum að Bretarnir eru farnir að rýna betur í hvaða lönd séu örugg svo þeir fái að klára fríið sitt án þess að vera kallaðir heim. Það veitir okkur e.t.v. sam- keppnisforskot ef vel tekst til. Okkur björtustu vonir hér í Reykjavík er að eitthvað fari að rofa til 1. október og að Bretarnir fari þá að koma, því að þeir eru duglegir vetrarferðamenn,“ segir Kristófer um væntingarnar nú. Hann segir væntingarnar grund- vallast á samtölum við starfsfólk ferðaskrifstofa erlendis. Það hafi ver- ið tilbúið til að selja ferðir frá og með fyrsta september. Eftir atvikum sé nú orðið enn erfiðara en áður að spá með einhverri vissu um þróunina í haust. Ljóst sé að hertar aðgerðir og um- fjöllun um útbreiðslu veirunnar á Ís- landi muni hafa áhrif á ferðavilja til landsins. Meiri röskun fyrir hótelin úti á landi  Formaður FHG segir hafa staðið til að selja Bretum ferðir frá 1. september Kristófer Oliversson Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Áætlanir Icelandair miðast við að fyrirtækið geti komist í gegnum aðra bylgju kórónuveirusmita. Fyrirtækið er jafnframt vel í stakk búið til að tak- ast á við slíka áskorun. Þetta segir Birna Ósk Einars- dóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs Icelandair. Í kjölfar frétta af útbreiðslu veir- unnar hér á landi hefur Icelandair nú yfirfarið þjón- ustustig og upp- lýsingagjöf fyrir- tækisins. „Við erum að snúa hlutunum við einu sinni enn til að vera tilbúin. Við erum í startholunum fyrir hvað sem er. Nú erum við að skoða innanlandsflugið og þjónustustigið þar,“ segir Birna. Hefur takmörkuð áhrif Í gær voru kynntar hertar sótt- varnareglur hér á landi. Hefur m.a. verið komið á grímuskyldu á ákveðnum stöðum og fjöldasamkom- ur verið takmarkaðar við hundrað manns auk þess sem tveggja metra reglan er orðin skylda á ný. Spurð hvort nýjar reglur stjórn- valda hafi áhrif á félagið segir Birna að þau verði ekki mikil. „Til að byrja með lítum við svo á að þetta hafi tak- mörkuð áhrif en við sjáum hvað setur. Þetta er auðvitað talsverð óvissa en sveigjanleiki fyrirtækisins gerir okk- ur kleift að bregðast hratt við breytt- um aðstæðum,“ segir Birna, sem kveðst vona að ekki verði gripið til lokunar landamæra. Þá kveðst hún bjartsýn fyrir hönd félagsins sama til hvaða ráðstafana verði gripið. „Icelandair er sterkt fyrirtæki í einstakri stöðu til að veita ákveðna þjónustu. Það eru allir meðvitaðir um að við séum á tímabili þar sem óvissan er mikil. Hins vegar erum við klár að taka flugið þegar tækifæri gefst.“ Icelandair kemst í gegnum aðra bylgju  Takmörkuð áhrif til að byrja með Birna Ósk Einarsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Icelandair Félagið gæti þurft að bregðast við nýjum aðstæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.