Morgunblaðið - 31.07.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020
✝ Halldóra K.Thoroddsen
fæddist í Reykjavík
2. ágúst 1950. Hún
lést 18. júlí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Ásdís
Sveinsdóttir silf-
ursmiður og Sig-
urður Thoroddsen
verkfræðingur.
Systkini Hall-
dóru eru Jón Sig-
urður, Guðbjörg og Ásdís. Hálf-
systkini hennar eru Dagur,
Signý og Bergljót Njóla
Sigurðarbörn.
Að loknu stúdentsprófi frá
MR dvaldi Halldóra eitt ár í
Danmörku og stundaði nám í
sálarfræði við Kaupmannahafn-
arháskóla. Heim komin settist
meðal skálsöguna Tvöfalt gler,
en fyrir hana hlaut hún Fjöru-
verðlaunin 2016 og bókmennta-
verðlaun Evrópusambandsins
árið eftir. Þar að auki ritstýrði
hún og skrifaði formála ævi-
sögu föður síns.
Hún skrifaði blaðagreinar,
stýrði útvarpsþáttum, stýrði
námskrárgerð og vann við
umönnun langveikra barna.
Halldóra eignaðist tvo syni,
þann eldri, Bergstein, með Jóni
Bergsteinssyni og þann yngri,
Sigurð, með eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Eggerti Þor-
leifssyni.
Hún eignaðist sjö barnabörn;
Vöku, Bjart, Kjartan, Birnu,
Jóhönnu, Sunnu og Dóru.
Útför Halldóru verður frá
Neskirkju í dag, 31. júlí 2020,
klukkan 15.
Vegna fjöldatakmarkana
verður athöfninni streymt á
eftirfarandi rásum:
https://youtu.be/NUirxEycDc8
https://www.facebook.com/
sigurdur.eggertsson
hún í Kenn-
araskólann og
lauk þaðan kenn-
araprófi sem
handmenntakenn-
ari. Vann eftir það
við kennslu nokk-
ur ár, lengst í
Öskjuhlíðarskól-
anum. Halldóra
venti síðan kvæði
sínu í kross og hóf
nám við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands og út-
skrifaðist þaðan eftir sex ára
nám úr textíl- og nýlistadeild.
Hún hélt þrjár sýningar á text-
ílverkum sínum. Árið 1990
sendi Halldóra frá sér sína
fyrstu ljóðabók. Þær urðu alls
fjórar. Auk þess sendi hún frá
sér fjögur skáldverk, þeirra á
Ég kveð í dag kæra vinkonu,
tengdamóður og ömmu barna
minna, Halldóru K. Thoroddsen.
Okkar allra besta kona, klettur-
inn sem alltaf var á sínum stað og
við áttum alls ekki von á að myndi
haggast neitt að sinni.
Dóra kom inn í líf mitt fyrir sex
árum þegar ég hóf samband við
Sigurð son hennar. Mér fylgdi
fjöldi barna sem þau hjónin tóku
frá fyrstu stundu eins og eigin
barnabörnum, hún varð nær sam-
stundis amma Dóra fyrir þeim
öllum. Mér varð fljótt ljóst hví-
líkur fengur var ekki bara í syn-
inum sæta heldur einnig í hans
einstöku fjölskyldu. Dagleg kaffi-
stopp á Fjölnis urðu hluti af rút-
ínunni þar sem farið var yfir það
helsta hverju sinni. Dóra lét sig
allt varða frá eldhúsborðinu sínu,
þaðan hafði hún yfirsýn yfir ver-
öldina og var ótæmandi brunnur
reynslu og þekkingar, í bland við
djúpt innsæi og skilning bæði á
mannlegu eðli og hverju því sem
samfélagið varðaði. Yfir þeim
daglega kaffibolla lærði ég meira
en í öllu mínu háskólanámi. Um-
fram allt var hún okkur þó um-
vefjandi mamma og amma, móðir
jörð, yfir og allt um kring.
Á afmælisdeginum hennar, 2.
ágúst, fyrir tveimur árum boðaði
Dóra litla nafna hennar fyrst
komu sína. Dóra og Eggert komu
í kaffi þann sama dag og við sögð-
um þeim strax fréttirnar og skulf-
um dálítið saman. Eins og með
allt sem okkur varðaði tók Dóra
innilegan þátt, samgladdist af öllu
hjarta þegar vel gekk og tók að
sama skapi samviskusamlega
andvökunætur yfir minnsta ves-
eni. Svo hafði hún gjarnan sam-
band og bauð upp á bestu ráðin,
eftir að hafa farið vandlega yfir
allar hliðar málsins. Frá henni
kom aldrei neitt vanhugsað, hún
sá heildarmyndina og vildi öllum
svo vel.
Elskaða Dóra mín, fyrirmynd
og vinkona. Mikið mun ég sakna
þín, þú varst mér svo dýrmæt.
Takk fyrir allt og allt, og takk fyr-
ir hann Sigga þinn. Ég skal reyna
að passa að hann sé stilltur.
Þín
Bryndís.
Ég man glöggt þegar Eggert
bróðir minn mætti í hið hefð-
bundna sunnudagskaffi hjá for-
eldrum okkar á Grenimelnum
með unga glæsikonu sér við hlið.
Dóra var mætt á svæðið. Síðan
eru liðin fjörutíu ár. Það var ekki
auðvelt að koma inn í þennan fjöl-
menna, nokkuð málglaða og oft
háværa hóp, en Dóra var ekki
lengi að marka sér sinn bás. Enda
engin miðlungskona á ferð.
Glæsileg, eins og fyrr segir, með
sterkt svipmikið andlit, dökkt fal-
legt hár, fögur, brún og blíðleg
augu, snör og glettin í senn. Fata-
stíll Dóru var sérstakur og óhefð-
bundinn, en þó var alltaf eins og
það væri einmitt nýjasta tískan.
Hún klæddist oft sterkum litum,
stórmynstruðum flíkum og bar
stóra skartgripi. Djúprauður litur
prýddi varir sem breitt bros lék
oft um.
En Dóra var ekki bara glæsi-
kona hið ytra. Hún var „stór
kona“ í öllu tilliti. Skarpgreind,
íhugul, leitandi og fjölfróð. Blíð-
lynd og glaðlynd, fyndin og
skemmtileg og samræðulistin var
henni í blóð borin. Hún hafði mjög
ákveðnar og sterkar skoðanir, en
þær voru ekki úr lausu lofti gripn-
ar því fróðleiksfýsn Dóru, í bland
við óvenjuleitandi og skapandi
hug, var óþrjótandi. Aldrei setti
hún skoðanir síðan fram af offorsi
heldur þeirri mýkt sem einkenndi
skapgerð hennar, hlustaði á aðra
og sveigjanleg þegar svo bar und-
ir. Skopskyn Dóru var frjótt og
hugmyndaríkt og deildu þau
Eggert sannarlega húmor, sem
var mjög sterkur þáttur í þeirra
sambúð.
Dóra kom víða við þar til hug-
urinn beindist að skriftum. Þar
fann hún hilluna sína. Eftir hana
liggja ljóðabækur, smásögur og
skáldsögur. Henni hlotnuðust
bæði verðlaun og vinsældir. Ekki
ætla ég að dæma um hvar Dóra
naut sín best, en mér þykja „90
sýni úr minni mínu“ lýsa afar vel
lífsafstöðu hennar og lífsspeki.
Þessar örstuttu sögur eru ein-
faldar og djúpar í senn – auk þess
að vera óborganlega fyndnar. Til
vitnis um ágæti þessarar bókar
nægir að nefna stuttan formála,
en þar er að finna heimspekilega
dýpt.
Sambúð þeirra Dóru og Egg-
erts í fjóra áratugi var einstök
eins og allir vita sem þekktu þau.
Þau voru alltaf saman, deildu öllu
og voru sjálfum sér næg – svo vel
leið þeim báðum í návist hins.
Með sanni get ég sagt að ég hafi
aldrei upplifað aðra eins ást, ein-
drægni og alúð og ríkti milli
þeirra hjóna. Ég hef það eftir Sig-
urði syni þeirra að hann hafi aldr-
ei heyrt styggðaryrði falla milli
þeirra. Ég trúi því vel.
Bergsteinn og Sigurður sjá nú,
alltof snemma, á bak móður sem
þeir elskuðu og virtu. Mikill er
missir þeirra. En mestur er miss-
ir Eggerts bróður míns sem hefur
nú misst ástina sína, sinn besta
vin og sálufélaga. Sorgin er sár og
hverfur aldrei, en ég á þá ósk
heitasta bróður mínum til handa
að hann megi sem fyrst finna
gleðina í góðum minningum. Þótt
eftirfarandi ljóðlínur séu orð
móður sem vaggar barni finnst
mér eins og Eggert geti mælt til
Dóru sinnar:
Hvert örstutt spor var auðnuspor með
þér,
hvert andartak sem tafðir þú hjá mér
var sólskinsbros og sæludraumur hár.
(Halldór Kiljan Laxness)
Þórhildur Þorleifsdóttir.
Dóra frænka mín er látin.
Brotthvarf hennar er svo brátt og
sárt. Minningin um Dóru allt frá
blautu barnsbeini er fersk og hlý.
Fyrstu minningabrotin tengj-
ast Bárugötu 14, myndarheimili
ömmu okkar og afa, Halldóru og
Sveins, hannyrðakonunnar og
járnsmiðsins. Þar ólust mæður
okkar Ásdís og Fríða upp, ásamt
Auði elstu systur. Ég minnist
fagnaðarfunda þar sem við
systrabörnin komum saman og
sterk frændsystkinabönd voru
hnýtt. Í fallega garðinum á Báru-
götunni leit Dóra, elsta frænkan,
til með mér og við lékum okkur
innan um litríkan gróðurinn og
gæddum okkur á því sem garð-
urinn gaf.
Á bernskuheimili Dóru á Vest-
urbrún 4 átti ég ótal stundir, enda
leiksystir yngri heimasætanna og
mæður okkar nánar og mikill
samgangur milli fjölskyldnanna.
Því fylgdi ætíð tilhlökkun að koma
á Vesturbrúnina. Heimilið var
glæsilegt og frjálslegt og þar var
nútímalegur alþjóðlegur andblær
og umhverfi, byggt á traustum
grunni íslenskrar menningar. Þar
sat Ásdís við gullsmíðaborðið og
mótaði sína frumlegu og fögru
skartgripi úr silfri og íslenskum
steinum, á milli þess sem hún hélt
ósérhlífin stórt heimilið. Sigurður
sinnti fjölbreyttum hugðarefnum
við teikningu og gróðurrækt, þar
og í sumarbústaðnum Ljótalandi,
væri hann ekki á verkfræðistof-
unni.
Mikill gestagangur var til
heimilismanna, oft óforvarandis
og allir aufúsugestir. Vinir og
frændfólk soguðust að, enda um-
ræðuefnin fjölbreytt og þeim
fylgdu gjarnan ferskir vindar ut-
an úr heimi. Forsmekkinn af
menntaskólaárum og ’68-bylting-
unni fékk ég þar, en unga fólkið
naut opins huga foreldranna á for-
dómalausan hátt. Í þessu frjóa
fjölskyldulífi ólst Dóra upp og átti
sinn stóra þátt í að skapa.
Það sópaði að Dóru þegar hún
fór um götur miðbæjarins, falleg,
glöð og smart. Hún var skemmti-
leg, klár og hæfileikarík, frjáls í
hugsun og sjálfstæð í háttum.
Hafði sterka nærveru og maður
fór sannarlega ríkari af hennar
fundi.
Dóra var listrænn fagurkeri til
orðs og æðis eins og hún átti kyn
til. Hún hafði ákveðinn smekk,
myndlistarmaðurinn með næmt
auga og rithöfundurinn með
skarpan hug. Verk hennar voru
gædd listfengi og frumleika. Hún
var líka frjó á fésbókinni varðandi
ólíkustu málefni, sjaldnast án er-
indis, frekar en í raunheimum.
Dóra var foreldrum mínum,
Fríðu og Braga, ljúf og gefandi
frænka.
Síðustu ár þeirra fylgdi því
ljómi að fá heimsóknir Dóru og
Eggerts og voru þau endurnærð
að þeim loknum.
Síðast þegar við Dóra hittumst,
á förnum vegi, rétt fyrir faraldur,
bar margt á góma. Nonni bróðir
hennar var fluttur á Fjölnisveginn
og við flutningana fundust magn-
aðar myndir eftir Nonna sem
Dóra dró fram í dagsljósið á fés-
bók.
Bæst hafði í hóp barnabarna,
lítil Dóra Sigurðardóttir var fædd.
Og nú leikur nafnan sér í fal-
lega blómagarðinum afa Eggerts
og ömmu Dóru á Fjölnisveginum,
eins og við Dóra gerðum forðum á
Bárugötunni.
Elsku Eggert, Beggi og Siggi,
Nonni, Bauja, Ádí og fjölskyldur,
megi minningarnar um Dóru ylja
og styrkja. Við Jói, systkini mín
Dóra og Sveinn og fjölskyldur
okkar biðjum merkri konu bless-
unar á nýjum vegum.
Helga Bragadóttir.
Hún Dóra dáin, farin? Það get-
ur ekki verið, hún hefur alltaf ver-
ið hér. Við vorum eitthvað um 10
ára þegar ég kom fyrst í ævin-
týrahöllina Vesturbrún 4 og
kynntist systrunum þremur og
Nonna bróður þeirra en Rannveig
systir mín var ráðin til að líta til
með yngri systrum Dóru.
Næst hittumst við fermingar-
sumarið mitt um borð í Dronning
Alexandrine sem flutti okkur og
sjö aðra unglinga til Kaupmanna-
hafnar en þaðan lá leiðin áfram til
Tékkóslóvakíu þar sem við áttum
dásamlegan tíma í sósíalískum
skátabúðum. Enn hittumst við í
MR og stunduðum þar nám og
ýmislegt annað í fjögur ár.
Svo tók lífið við og við sáumst
sjaldnar en alltaf var jafngaman
að hitta Dóru. Hún var svo fyndin
og skemmtileg, með sinn drama-
tíska húmor sem gat sprengt
heilu partíin í hláturskasti þegar
hún setti upp mæðusvip og gaf út
yfirlýsingar um vonsku heimsins.
Þar hæfði kjaftur skel, ef svo má
segja, þegar hún tók saman við
Eggert.
Fésbókin lífgaði upp á sam-
skipti okkar en þar var Dóra
mjög virk og setti fram sterkar og
góðar skoðanir sem oft höfðu
sömu áhrif og mæðusvipurinn.
Síðast hittumst við fyrr í sumar,
raunar á biðstofu heilsugæslunn-
ar. Enn kviknaði brosið sem náði
alltaf til fallegu augnanna og hlýj-
aði um hjartarætur. Ekki grunaði
mig þó að þetta yrði í síðasta sinn
sem ég sæi hana, en svona er lífið
víst. Ólíklegasta fólk hverfur eins
og hendi sé veifað.
Systkinum, Eggerti, sonum og
öðrum ástvinum Dóru sendi ég
samúðarkveðjur, þeirra missir er
mestur.
Þröstur Haraldsson.
Þegar ég loka augunum sé ég
fyrir mér lýsandi veldi í fallegri
mussu úr
einhverju gæðaefni með faðm-
inn útbreiddan, streymandi frá
sér hlýju.
Hún/það situr við borðstofu-
borð með kaffibolla fyrir framan
sig. Það er móðursystir mín Dóra.
Heimsóknirnar til Dóru og Egg-
erts hafa verið eins og logn í lífs-
ins ólgusjó, vörður í lífi, allt mitt
lífsskeið. Þar eru rædd heimsmál-
in, heimspeki, bókmenntir og
sagðar sögur. Grátbroslegar
hversdagssögur. Áður fyrr hlust-
aði ég með öðru eyranu, og grúfði
mig á meðan yfir Andrésarblaði.
Fyrir furðu stuttu síðan fór mað-
ur að telja sig viðræðuhæfan,
þó var enn bara best að hlusta
– og þá sérstaklega á Dóru, en
viturleiki hennar var djúpur; pæl-
ingar um líðandi málefni og heim-
inn, fagurfræðileg álit sem maður
saug í sig og hafa gert mig að
þeim sem manni sem ég er í dag.
Hún var mótandi fyrirmynd,
fagurfræðilegt álit hennar gilti
mest, fannst mér þá. Ef Dóru
fannst eitthvað smart gat ég verið
viss um að það væri smart
enda var Dóra alltaf smart,
með hárfínan grúví smekk. Vel
snyrt kona er ávallt ánægð, sagði
hún lakkandi á sér neglurnar eða
bætandi á sig varalitinn. Hún
hafði haft þetta af forsíðu Vikunn-
ar. Frænka mín góða sem passaði
mig, gaf mér fyrstu snyrtivöruna,
þegar ég var þrettán, stuðnings-
maður í lífi og listum, það er engin
sem ég myndi vilja frekar kíkja í
kaffi til núna að ræða andann,
efnið og dauðann en til hennar.
Sæl að sinni, elsku Dóra.
Þín,
Gunnur.
Halldóra Thoroddsen virtist
hafa endalaust þrek til að dispú-
tera. Það var ekki af því að hún
sæktist eftir átökum því þetta
gerði hún af örlæti með rödd sem
var hlý og sönn, en ekki síst full af
kómískri sjálfsgagnrýni: „Get
ekki svarað því hvernig mér leið
fyrir mánuði á skalanum 1 til 10.“
Auðvitað ekki!
Lítið og fyndið en gott dæmi
um aðferð Halldóru til að benda á
augljósan vanda vísindanna, skýr
og réttmæt gagnrýni á gagnaöfl-
un vegna rannsóknar á líðan Ís-
lendinga í Covid-19. Orðalagið er
þó alls ekki ásakandi og tónninn
gefur til kynna að hún fríi sjálfa
sig ekki alveg allri ábyrgð á vand-
anum. Þannig lét hún skoðanir
sínar og ríka réttlætiskennd aldr-
ei villa sér sýn. Í því fólst sann-
færingarkraftur hennar og sú
staðreynd að maður þreyttist
aldrei á að hlusta.
Dóra var fögur og glæsileg
kona. Hún var gott ljóðskáld, en
sem prósahöfundur kannski
meira fræðilega þenkjandi en pó-
etísk, enda innblásinn og skarpur
greinandi á bæði bókmenntir og
samfélag. Hún hóf rithöfundar-
feril sinn fremur seint á ævi-
skeiðinu, að loknu kennaranámi
og námi í myndlist. Fyrsta bók
hennar, Stofuljóð, kom út árið
1990, en hún vakti þó fyrst veru-
lega athygli með örsagnasafninu
90 sýnir úr minni mínu árið 2002,
bók sem í huga margra er algjör-
lega einstök. Þar bregður Hall-
dóra upp myndum úr lífi sínu og
af samferðafólki frá bernsku til
fullorðinsára; nýtir sér það sem
„ekki er í frásögur færandi“ til að
búa til glimrandi skemmtilegar
sögur og hárbeittar athuganir.
Þessi litla bók er óborganlega
fyndin, og ekki laust við að tónn-
inn minni stundum á prósaskrif
Steins Steinarr.
Árið 2016 sendi Halldóra frá
sér sína fyrstu skáldsögu, nóvell-
una Tvöfalt gler. Bókinni mætti
lýsa sem ástarsögu sem sögð er
frá sjónarhóli gamallar konu og
óvirks áhorfanda í samfélaginu.
Stíll sögunnar er knappur og lág-
stemmdur, og litaður af þeim
elegans sem einkenndi öll skrif
Halldóru. Sérstaða bókarinnar er
þó ekki síður fágætt söguefnið;
Tvöfalt gler fjallar öðrum þræði
um lífsþorsta á efri árum en líka
um einangrun kynslóðanna. Fyr-
ir bókina hlaut Halldóra bæði
Fjöruverðlaun og Bókmennta-
verðlaun Evrópusambandsins.
Síðasta prósaverk Halldóru
var skáldsagan Katrínarsaga,
bók sem ber öll hennar bestu ein-
kenni, nokkurs konar kynslóðar-
uppgjör – stór efniviður sem hún
þjappar saman og dregur einföld-
um en kröftugum dráttum; leyfir
þeim sem les að kveikja í púðrinu.
Andlát Dóru var óvænt og
mikið áfall fjölskyldu og vinum.
En það er líka sjónarsviptir að
þessari hrífandi konu fyrir ís-
lenskar bókmenntir og bók-
menntasamtal ólíkra kynslóða.
Því þótt skáldskapur Dóru hafi
staðið sér, og sannfæring hennar
verið sterk, var hún alltaf opin
fyrir athugunum og gagnrýni úr
öllum hugsanlegum áttum. Það
er vont til þess að hugsa að því
samtali sé nú formlega lokið, sárt
að ekki sé hægt að halda spjallinu
við þau Eggert áfram. Því þótt
minningarnar séu margar og
góðar áttum við eftir að taka
miklu fleiri sýni, ekki til að
krukka í – það var ekki endilega í
anda Dóru – heldur til að dást að,
undrast og hlæja.
Bragi Ólafsson og
Sigrún Pálsdóttir.
Við Dóra urðum vinkonur þeg-
ar við sátum saman í þriðja bekk í
MR haustið 1967. Hún hafði ein-
staka persónutöfra og ég sóttist
eftir vináttu hennar. Ég átti því
láni að fagna að verða heima-
gangur á æskuheimili Dóru, á
Vesturbrúninni, sem stóð alltaf
ættingjum og vinum opið, var
frjótt og skemmtilegt og fullt af
ást og umhyggju. Dóra var ári
eldri en við bekkjarfélagar henn-
ar. Hún hafði sleppt árinu á und-
an úr skólagöngu sinni vegna
þess að hún hafði svo margt að
hugsa um. Heimurinn var stór og
hún var ofurnæm, féll ekki inn í
rammann sem skólinn setti
henni, og þurfti að fá að vera í
friði. Þegar hún ákvað að byrja
aftur í menntaskóla var hún full
af áhuga. Í ritgerðum og bréfa-
skriftum var frábær penni og
hafði þá þegar þann stíl sem var
einkennandi fyrir hana alla tíð;
hún var stuttorð, hnitmiðuð og
hitti beint í mark. Dóra hafði allt-
af mikinn áhuga á þjóðfélagsmál-
um. Hún var herstöðvaandstæð-
ingur, á móti kerfi kapítalismans,
og nýfrjálshyggjunnar þegar sú
fór að breiða úr sér á áttunda ár-
tugnum. Hún hafði sterka rétt-
lætiskennd og logandi áhuga á
öllu sem gerðist í samfélaginu,
bæði innanlands og utan, setti sig
Halldóra Kristín
Thoroddsen
✝ HeiðarStefánsson
fæddist 12. ágúst
1963. Hann lést á
Spáni 3. júlí 2020.
Heiðar var sonur
hjónanna Ernu
Fannbergsdóttur, f.
23. júní 1938, og
Stefáns Ein-
arssonar, f. 6. júlí
1931, d. 12. febrúar
1980.
Systkini Heiðars eru fimm.
Þau eru: Valdís, f. 2. október
1955, d. 31. október 2018; Fann-
berg, f. 30. júlí 1957, d. 6. janúar
2014; Ómar, f. 24. janúar 1961;
Erlingur Valur, f. 17. febrúar
1967; Linda Mary,
f. 21. maí 1972.
Heiðar eignaðist
fjögur börn með
barnsmóður sinni
Birnu Sigrúnu Har-
aldsdóttur en þau
slitu samvistum. 1)
Fannberg Einar. 2)
Helga Dís, maki
Kristinn Aron
Hjartarson og eiga
þau þrjú börn: Írisi
Rán, Guðna Maron og Magnús
Maron. 3) Magnús Daði. 4) Erna
Lind, maki Ingvar Þór Alberts-
son.
Útför Heiðars fór fram 25.
júlí 2020.
Elsku Heiðar, nú ertu horfinn
frá okkur, þú sem hefur verið
hluti af lífi okkar hjóna í 35 ár.
Ekki átti ég von á því að símtalið
2. júlí sl. yrði okkar síðasta, en
daginn eftir varstu dáinn. Við
minnumst þín með mikilli hlýju
og kærleika. Margar góðar minn-
ingar eigum við um þig og sam-
verustundir okkar. Ein minning
er okkur ofarlega í huga og dýr-
mæt en það var þegar þú komst
vestur og varst hjá okkur yfir jól
með Fannberg Einar og Ernu
Lind. Við sungum og báðum sam-
an alla daga. Takk fyrir kærleik-
ann og gleðina sem þú gafst mér
með símtölunum.
Elsku Heiðar við söknum þín
þú varst dýrmæt perla fín.
Á himni hjá Jesú ertu
En ætíð í hjörtum okkar sértu.
Jesús lifir.
Helga Ben. og
Haraldur (Halli).
Heiðar Stefánsson